Færsluflokkur: Bloggar
19.2.2010 | 12:51
Erfiðir tímar
Síðasta vika hefur verið mjög erfið hjá mér andlega. Hef ég mætt miklu mótlæti. Meira að seigja frá fólki sem ég átti síst von á en svona er lífið. Ég á fullt af vinum sem standa með mér og sína það svo sannarlega og vil ég þakka þeim fyrir stuðninginn undanfarið. Þið eruð bara flott Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en kem með meira fljótlega.
Stjörnuspá - 19. febrúar 2010
fyrir 21. apríl 1966
Þú ert ákveðin og kraftmikil, en aðstæður geta verið erfiðar og leitt til þess að þú þarft að berjast fyrir rétti þínum. Gerðu það endilega, en án þess að verða of æst. Nú er gott að vera á fullu í vinnu eða með því að hreyfa þig líkamlega, útivið eða í líkamsrækt. (Mars 90 gráður Mars)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2010 | 13:00
Í dag er yngir sonurinn 24 ára
Þá er það næsta afmæli en yngri sonur minn hann Jóhannes Mundi er 24 ára í dag. Skrítið hvað börnin mans eldast en manni finnst maður lítið eldast sjálfur. Jói Njóttu dagsins í botn og TIL HAMINGJU.
Nú er ég búin að vera í ömmuleik frá því í aðfararnótt fimmtudags og verð það áfram fram á sunnudagskvöld. Anna María er í Noregi og Gunnþór að vinna. Gengur þetta bara mjög vel. Ákveðin lítil dama hér á ferð. Var með okkur í vinnunni í morgun og þá áttaði maður sig á því hvað hún er lítil þegar hún var að reyna að burðast með litla saltfiska hehe. Núna eftir hádegi ætlar Ólöf systir að passa hana svo við getum pakkað ferskum fisk í kassa á Belgíu.
Stjörnuspá - 5. febrúar 2010
fyrir 21. apríl 1966
Þú ert næm á fegurð og ást, því Tunglið er að örva ástargyðjuna Venus og um leið tilfinningar þínar. Þetta er gott fyrir samskipti. Notaðu tækifærið og hafðu samband við vini þína eða þá sem þú vilt heilla og skrúfaðu frá sjarmanum. Nú er málið að njóta lífsins. (Tungl 120 gráður Venus)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2010 | 14:30
Frumburðurinn 27 ára í dag
Ég var tæplega 17 ára þegar ég varð mamma og er frumburðurinn 27 ára í dag. Þessi drengur hefur fært mér mikla gleði í gegnum árin. Núna er hann giftur og á yndislega konu og frábæra litla snót. Maður er ekkert smá ríkur. TIL HAMINGJU GUNNÞÓR.
Vikan fór rólega af stað í vinnunni því það var bræla á mánudeginum en á miðvikudag kom fiskur og við höfum verið að vinna fram á kvöld síðan bara gaman. Erum að gera tilraunir með hrogn og svil. Verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.
Í kvöld verður þorrablót fjölskyldunnar hans Þormars. Ég fór nefnilega ekki á neitt þorrablót í fyrra og saknaði þess mikið. Þetta verður bara gaman saman.
Næsta fimmtudag fæ ég barnabarnið í heimsókn og hún ætlar að vera hjá okkur meðan mamma hennar fer til Noregs eitthvað að Herbalivast. Þarf eitthvað að púsla saman vinnunni og veru hennar en það reddast með góðra vina hjálp.
Læt þetta duga í bili. Hafið það sem allra best þar til næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2010 | 18:43
Námskeið
Skrítin vika er nú að enda komin. Byrjaði vikan á því að ég fór á námskeið. Ætlaði ég nú að læra að vigta fisk og verða löggildur vigtarmaður hehe. Þetta var þriggja daga námskeið og mikið fanst mér erfitt að sitja allan þennan tíma og hlusta, bara gera ekki neitt. Hef nú oft setið lengi á rassinum en þegar maður þarf að hafa athyglina á einhverjum fyrirlestrum um margar reglugerðir og aðrar reglugerðir þá verður mar bara syfjaður. En tók tvö próf annað á þriðjudeginum og það var í reglugerðum frá Neytendastofu um vigtar og reglur um vigtar og svo á miðvikudeginum var svo tekið próf frá Fiskistofu. Ég náði báðum prófunum og get kallað mig Löggiltan vigtarmann ( var búin að skrifa löggildan hehe). Svo er búið að vera bræla frá því á þriðjudag svo við erum bara búin að vera að klára það sem hefur orðið útundan þegar sólarhringurinn er ekki nógu langur.
Að öðru leiti hef ég haft það mjög gott. Líður vel í hjartanu mínu
Hafið það sem allra best. Knús í hús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.1.2010 | 13:12
Árið 2009 kvatt
Sæl verið þið og gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir allar frábæru stundir sem við höfum átt saman á liðnu ári. Langt er síðan ég bloggaði síðast og er það svolítil leti og svo umhugsun um hvernig fólk túlkar það sem ég skrifa en ég get ekki tekið ábyrgð á því.
Núna ætla ég að fara yfir árið 2009 Hvað gerði ég á því herrans ári?
Árið byrjaði mjög vel enda var ég byrjuð að taka á mjög erfiðum málum þ.e. kynferðismisnotkun sem ég hafði orðið fyrir þegar ég var barn. Kynntist frábæru fólki í samtökum sem heita Sasa ( www.sasa.is) þetta æðislega fólk hjálpaði mér rosalega mikið, sérstaklega afruglarinn minn (þ.e. sponsorinn minn sem ég náði mér í þarna á mínum fyrsta fundi) hún fékk mig til að opna mig og segja frá. Fékk mig til að trúa því að þetta var ekki mér að kenna (ég hafði ekki gert neitt til að verðskulda þetta) ég væri ekki skítug stelpa heldur ein af flottustu stelpunum í bænum. Núna er ég smá saman að færa skömmina yfir á mína gerendur sem gengur þokkalega. Ég tek 3 skref áfram og 1 afturábak.
Ég varð atvinnulaus 1 apríl og var það mjög svo skrítið því það hafði ekki gerst hjá mér áður. Fékk sumarstarf við afleysingar við að greiða rúmlega 400 starfsmönnum laun hjá Ölgerðinni. Skemmtileg reynsla og þar kynntist ég frábæru fólki. Fór svo að vinna í fiski í lok árs. Við erum 2-3 að dunda okkur við að vinna fisk bæði ferskan og saltaðan í útflutning. Fáum fisk af einum netabáti. Bara gaman.
Hreyfði mig mjög mikið á árinu. Fór í hópátak hjá henni Valdísi í Sporthúsinu og á sama tíma var ég að æfa mig undir að fara á Hvannadalshnjúk. Æfingin fólst í því að klífa Esjuna einu sinni í viku frá miðjum janúar til loka maí. Ekki komumst við alla leið vegna veðurs, en samt var þetta frábær ferð í alla staði því ég var með svo frábæru fólki. Hjá Valdísi lærði ég margt gagnlegt fyrir mig sem ég hef nýtt mér mjög vel. Í júlí fór ég svo með göngufélaginu 3 fingrum í 5 daga göngu um Lónsöræfi og það var sko gaman. Veðrið var stórkostlegt allan tíman og mun þessi ferð vera sú flottasta upplifun á árinu. Svo fór ég líka í stuttar flottar göngur.
Ég flutti tvisvar á árinu. Fyrst frá Hafnarfirði yfir í Kópavog til að passa tvo hunda. Styttist þessi pössun vegna ósætta og flutti ég þá til Grindavíkur 20 júlí. Ætlaði ég mér ekki að fara aftur til Grindavíkur (en ekki veit maður sína æfi fyrr en öll er)Hef ég verið svoldið í felum þar eða allavega látið lítið fyrir mér fara.Ein góð vinkona mín hún sagðist hafa hitt mig oftar þegar ég bjó á Djúpavogi hehe. En á nýju ári er ég þegar byrjuð að skoða mig um.
Eina ferð fór ég erlendis og það með móður minni. Við fórum til Tenerife í 3 vikur og var þar frekar heitt ( hef ég ekki farið til sólarlanda síðan ég var 12 ára ) Þetta var erfitt en mjög gaman og kynntumst við mörgu skemmtilegu fólki t.d. Gísla, Eiríki og Helga hehe.
Pabbi minn veiktist í febrúar og varð að fara í stóra aðgerð þar sem skipt var um 4 æðar við hjartað. Hefur hann náð sér bara mjög vel. Skjaldkirtillinn minn gerði mér lífið leitt á árinu en komst á rétta braut með haustinu.
Samskipti mín við fjölskilduna í Grindavík hefur ekki verið mikil á þessu ári. Ákvað ég að hafa það þannig því þar er MIKILL SÁRSAUKI Vona að árið 2010 gefi mér styrk og kærleika.
Hélt ég partý fyrir unga fólkið í fjölskyldunni þ.e. undir 30 og var það mjög gaman og mun ég gera það aftur á nýju ári.
Á árinu varð ég skotinn í strák sem ég hef þekkt í mörg ár. Erum við farin að búa saman og gengur það mjög vel.
Á árinu hef ég kynnst mikið af frábæru fólki. Þetta fólk hefur reynst mér rosalega vel og vil ég þakka því fyrir að vera til fyrir mig Þið eruð æðisleg.
Og síðast en ekki síst þá gifti frumburðinn minn sig í byrjun okt. og var það mjög falleg athöfn og veislan frábær. Ég er mjög rík að eiga tvo syni, eina tengdadóttir og eina litla skvettu sem barnabarn.
Ætla ég að láta þetta duga í bili. Knús á línuna.
Bloggar | Breytt 18.2.2010 kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.11.2009 | 12:30
Stöð 2 og vísakortið mitt :( Passið ykkar kort
Hæ það er mikil bloggleti í gangi en hér kemur ein Ég er ekkert búin að gleyma ykkur hehe.
En ég ætla aðeins að tala um stöð 2 og vísakortið mitt. En í gegnum tíðina hef ég verið með stöð 2 nema þegar ég varð atvinnulaus þá varð ég að skera niður en það er hægara sagt en gert. Ég hringdi í stöð 2 í júní og sagðist ætla að hætta með stöd 2 ekkert mál sagði maðurinn sem ég talaði við og trúði ég honum en samt var dregið af vísakortinu mínu í júlí. Talaði ég við einhvern þarna sem sagðist myndu kippa þessu í lag og endurgreiða mér sem aldrei var gert. Ekki var ég að gera veður út af þessu en svo núna í október þá tók ég eftir því að það var búið að draga af vísakortinu mínu frá stöð 2 ÓKEY ég hringi og hún sagði að það hafi verið Gunnar Laxfoss sem bað um þetta Ég hef samband við hann en hann sagði að það væri verið að draga af hans korti svo ég hringdi aftur og talaði við hana Þóru (virtist yndælis manneskja) hún afsakaði þetta og sagði að þetta hefði gerst út af því að Stöð 2 hefði verið að skipta um tölvukerfi og því miður hefði þetta gerst. Hún myndi kippa þessu í liðin og greiða mér til baka sem var EKKI gert Og núna þegar ég kíkti inn á heimabankann minn sá ég að það var líka búið að draga frá vegna nóvember Og aftur hringi ég og fæ núna að tala við hana Þórunni hún gat bara ekki útskýrt afhverju þetta hefði gerst aftur og ekki gat hún útskýrt afhverju var ekki búið að greiða mér til baka. Ég hafði ákveðið að vera með stöð 2 í desember svo ég spyr hana hvort ég fái ekki bara bónus vegna óþæginda og fyrst hún skuldaði mér 2 mánuði hvort ég fengi ekki des.,jan. og feb. hmmmmmmm hún sagðist ætla að athuga málið og láta mig vita. Hún hringir skömmu síðar og segist geta boðið mér 1 og hálfan mánuð ekki meir. Spáið í því hún gat ekki einu sinni boðið mér des. og jan. þótt ég ætti 2 mán. greiðslu inni hjá þeim. Ég hafnaði þessu og nú bíð ég eftir að fá endurgreitt hvenær sem það verður.
Fólk skoðið hjá ykkur vísakortin það gæti verið búið að draga af ykkur
Annars er allt gott af mér að frétta. Er að undirbúa það að fara að vinna í fiskverkun sem verður bara gaman. Gaman að takast á við nýja (gamla) hluti Hafið það sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2009 | 16:11
Sturtuklefi
Sæli nú. Alltaf mikið að gerast í kringum mig Hvað haldið þið að hafi gerst núna hee Sturtuklefinn gerði sig lítið fyrir og sprakk með háum hvell Við hringdum nú í tryggingarnar og sögum honum frá og hann sagði okkur að taka myndir og segja okkur hvað gerðist hehe.
Já einmitt. Hljómar svona. Klukkan var tæplega átta á fimmtudagskveldi og Þormar var að tala við Tryggva í síman, Sandra var að horfa á sjónvarpið og Kristín var að vaska upp Skyndilega heyrðist svakalegur hvellur og allir spruttu upp nema Þormar (hann er nú alltaf svo rólegur) Við ætluðum ekki að þora að kíkja inn á bað en svo sáum við að ein hliðin á sturtuklefanum hafði sprungið í þúsund mola. Ég segi bara sem betur fer þá var engin í sturtu. En svo fengum við svar frá tryggingunum. Svona tjón er ekki greitt hehe. Þeir finna alltaf einhverjar afsakanir um að greiða ekki.
Í gær fórum við til Eyva og Birnu að borða og skoða myndir. Þetta var frábært í alla staði. Takk fyrir mig Þið eruð æðisleg.
Naut: Þú átt erfitt með að standast löngun þína til að kaupa þér eitthvað í dag. Vertu vakandi yfir hverju því smáatriði sem betur má fara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2009 | 21:35
Áfram Grótta
Vá hvað tíminn er fljótur að líða. Ég ætlaði að vera löngu búin að skrifa restina af ferðasögunni. En vikan leið fljótt. Mikið af skemmtilegu fólki kom og var í viku. Hann Guðmundur varð 60 ára gamall þarna og fékk skemmtilegt mál til að drekka úr á sama stað var kona sem átti 40 ára afmæli og fékk hún líka flott mál. Heilt fótboltalið kom og þeir skemmtu sér konunglega.
Strákarnir úr Gróttu Seltjarnarnesi björguðu okkur mömmu með yfirvigtina og því ætla ég að halda með þeim næsta sumar Takk strákar.
Já Nú ætla ég að segja ykkur frá Gísla, Eiríki og Helga. Þeir heita ekki þessum nöfnum nema þá Gísli en samt fannst mér hann heita Kristinn (strákar þið leiðréttið mig bara ef ég fer með rangt mál ) Eiríkur heitir Einar og Helgi Haukur. Ég veit ekki einu sinni hvernig þetta byrjaði en allt í einu kynntu þeir sig svona og þetta hélst á þeim það sem eftir var. Einar var svoldill púki Hann fór einu sinni til kokksins og sagði við hann að það væri Viagra í rauðu melónunni, veit ég nú ekki hvort hann hafi trúað þessu en eftir þetta voru allir karlmennirnir í matsalnum með rauðar melónur á disknum sínum og sumir meira segja með tvær(sneiðar). Eftir að þeir voru farnir þá hvarf rauða melónan og sást ekki meira (skildu þeir hafa tekið með sér birgðir) Kíkti reyndar í búðina í Garðinum og þar var hún uppseld. Gísli fékk mig til að fá mér alltaf stærri og stærri diska með eftirréttinum þótt það væri sáralítið á honum.
Mikið var nú gott að koma heim þótt það væri aðeins kaldara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2009 | 12:54
Vika eftir
Tíminn er alltaf svo fljótur ad lída. Nú er bara vika eftir í gaer fór fullt af fólki sem vid mamma vorum búin ad kynnast og er teim sárt saknad. Gísli, Eiríkur og Helgi fá spes umsögn thegar ég kem heim med myndum af theim og theirra fjölskyldu hehe. En madur kemur í mann stad og hef ég thega hitt 4 manneskjur sem komu seint í nótt (thví flugvélinni var seinkad um svona ca 6-7 tíma) fann ég til med fólkinu sem var ad fara í gaer upp á flugvöll um hálf 7 leitid thví thad vissi ad thau thyrfu ad bída í 6-7 tíma eftir ad komast í flugvélina en einhverra hluta vegna vard thad ad fara upp á flugvöll. Íslendingarnir sem voru á leid út fengu bara sms og gátu bedid heima. En nóg um thad, vona ég ad bidin verdi ekki svona mikil hjá okkur. Sólin hefur ekki verid mikil í dag en samt 28 stiga hiti. Fórum vid mamma í gódan göngutúr sem var mjög hressandi. Hafid thad sem allra best thar til naest. Birna Sig. enga vitleysu á medan ég er í burtu hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2009 | 13:30
Mamma baud á "PLAY BOY"
HEHE hvert haldidi ad mamma hafi bodid mér hehe á Play Boy í gaerkveldi. Út ad borda med heldri borgunum thetta var mjög skemmtilegt, dansad, sungid, fullt af bröndurum sagdir, gódur matur og bara frábaert kvöld.
Hef nú ekki mikid ad segja nema hér er alltaf sól og hiti hehe. Fer í langar gönguferdir daglega og ligg svo í sólinni og spái í lífid og tilveruna. Vonandi hafid tid tad sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)