Áfram Grótta

Vá hvað tíminn er fljótur að líða. Ég ætlaði að vera löngu búin að skrifa restina af ferðasögunni. En vikan leið fljótt. Mikið af skemmtilegu fólki kom og var í viku. Hann Guðmundur varð 60 ára gamall þarna og fékk skemmtilegt mál til að drekka úr á sama stað var kona sem átti 40 ára afmæli og fékk hún líka flott mál.031  Heilt fótboltalið kom og þeir skemmtu sér konunglega.

Strákarnir úr Gróttu Seltjarnarnesi björguðu okkur mömmu með yfirvigtina og því ætla ég að halda með þeim næsta sumar LoL Takk strákar.

Já Nú ætla ég að segja ykkur frá Gísla, Eiríki og Helga. 011Þeir heita ekki þessum nöfnum nema þá Gísli en samt fannst mér hann heita Kristinn (strákar þið leiðréttið mig bara ef ég fer með rangt mál Devil  )  Eiríkur heitir Einar og Helgi Haukur. Ég veit ekki einu sinni hvernig þetta byrjaði en allt í einu kynntu þeir sig svona og þetta hélst á þeim það sem eftir var. Einar var svoldill púki  Bandit Hann fór einu sinni til kokksins og sagði við hann að það væri Viagra í rauðu melónunni, veit ég nú ekki hvort hann hafi trúað þessu en eftir þetta voru allir karlmennirnir í matsalnum með rauðar melónur á disknum sínum og sumir meira segja með tvær(sneiðar). Eftir að þeir voru farnir þá hvarf rauða melónan og sást ekki meira (skildu þeir hafa tekið með sér birgðir) Kíkti reyndar í búðina í Garðinum og þar var hún uppseld. Gísli fékk mig til að fá mér alltaf stærri og stærri diska með eftirréttinum Wizard þótt það væri sáralítið á honumWhistling.

Mikið var nú gott að koma heim þótt það væri aðeins kaldara.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta hefur verið mikið fjör

Birna Dúadóttir, 5.11.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband