Árið 2009 kvatt

Sæl verið þið og gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir allar frábæru stundir sem við höfum átt saman á liðnu ári. Langt er síðan ég bloggaði síðast og er það svolítil leti og svo umhugsun um hvernig fólk túlkar það sem ég skrifa Woundering en ég get ekki tekið ábyrgð á því.

Núna ætla ég að fara yfir árið 2009 LoL Hvað gerði ég á því herrans ári?

Árið byrjaði mjög vel enda var ég byrjuð að taka á mjög erfiðum málum þ.e. kynferðismisnotkun sem ég hafði orðið fyrir þegar ég var barn. Kynntist frábæru fólki í samtökum sem heita Sasa ( www.sasa.is) þetta æðislega fólk hjálpaði mér rosalega mikið, sérstaklega afruglarinn minn (þ.e. sponsorinn minn sem ég náði mér í þarna á mínum fyrsta  fundi) hún fékk mig til að opna mig og segja frá. Fékk mig til að trúa því  að þetta  var ekki mér að kenna (ég hafði ekki gert neitt til að verðskulda þetta) ég væri ekki skítug stelpa heldur ein af flottustu stelpunum í bænum. Núna er ég smá saman að færa skömmina yfir á mína gerendur sem gengur þokkalega. Ég tek 3 skref áfram og 1 afturábak.

Ég varð atvinnulaus Frown 1 apríl og var það mjög svo skrítið því það hafði ekki gerst hjá mér áður. Fékk sumarstarf við afleysingar við að greiða rúmlega 400 starfsmönnum laun hjá Ölgerðinni. Skemmtileg reynsla og þar kynntist ég frábæru fólki.Smile Fór svo að vinna í fiski í lok árs. Við erum 2-3 að dunda okkur við að vinna fisk bæði ferskan og saltaðan í útflutning. Fáum fisk af einum netabáti. Bara gaman.

Hreyfði mig mjög mikið  á árinu.Shocking W00tFór í hópátak hjá henni Valdísi í Sporthúsinu og á sama tíma var ég að æfa mig undir að fara á Hvannadalshnjúk. Æfingin fólst í því að klífa Esjuna einu sinni í viku frá miðjum janúar til loka maí.Happy Ekki komumst við alla leið Bandit vegna veðurs, en samt var þetta frábær ferð í alla staði því ég var með svo frábæru fólki.Grin Hjá Valdísi lærði ég margt gagnlegt fyrir mig sem ég hef nýtt mér mjög vel. Í júlí fór ég svo með göngufélaginu 3 fingrum í 5 daga göngu um Lónsöræfi og það var sko gaman. SidewaysCoolVeðrið var stórkostlegt allan tíman og mun þessi ferð vera sú flottasta upplifun á árinu.Tounge Svo fór ég líka í stuttar flottar göngur.

Ég flutti tvisvar á árinu.Gasp Fyrst frá Hafnarfirði yfir í Kópavog til að passa tvo hunda. Styttist þessi pössun vegna ósætta Angry og flutti ég þá til Grindavíkur 20 júlí. Ætlaði ég mér ekki að fara aftur til Grindavíkur (en ekki veit maður sína æfi fyrr en öll er)FrownHef ég verið svoldið í felum þar eða allavega látið lítið fyrir mér fara.PinchEin góð vinkona mín hún sagðist hafa hitt mig oftar þegar ég bjó á Djúpavogi hehe.Whistling En á nýju ári er ég þegar byrjuð að skoða mig um.

Eina ferð fór ég erlendis og það með móður minni. Við fórum til Tenerife í 3 vikur og var þar frekar heitt Cool( hef ég ekki farið til sólarlanda síðan ég var 12 ára ) Þetta var erfitt en mjög gaman og kynntumst við mörgu skemmtilegu fólki t.d. Gísla, Eiríki og Helga hehe.

Pabbi InLoveminn veiktist í febrúar og varð að fara í stóra aðgerð þar sem skipt var um 4 æðar við hjartað.Sick Hefur hann náð sér bara mjög vel.Wizard Skjaldkirtillinn minn gerði mér lífið leitt á árinu en komst á rétta braut með haustinu.Woundering

Samskipti mín við fjölskilduna í Grindavík hefur ekki verið mikil á þessu ári.Blush Ákvað ég að hafa það þannig því þar er MIKILL SÁRSAUKI                                                        Vona að árið 2010 gefi mér styrk og kærleika.InLove

Hélt ég partý fyrir unga fólkið í fjölskyldunni þ.e. undir 30 og var það mjög gaman og mun ég gera það aftur á nýju ári.SidewaysWhistlingW00t

Á árinu varð ég skotinn í strák Heartsem ég hef þekkt í mörg ár. Erum við farin að búa saman og gengur það mjög vel. 

Á árinu hef ég kynnst mikið af frábæru fólki. WinkÞetta fólk hefur reynst mér rosalega vel og vil ég þakka því fyrir að vera til fyrir mig KissingÞið eruð æðisleg. W00t 

Og síðast en ekki síst þá gifti frumburðinn minn sig í byrjun okt. LoL og var það mjög falleg athöfn og veislan frábær. Ég er mjög rík að eiga tvo syni, eina tengdadóttir og eina litla skvettu sem barnabarn.

Ætla ég að láta þetta duga í bili. Knús á línuna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvílíkt ár - Kristín þú er magnaður penni - það er búið að vera dásamlegt að fylgjast með þér og fá að vera hluti af lífi þínu þetta viðburðaríka ár- þú ert vaxadi hetja sem er algjör forréttindi á fá að kynnast.- - það er sko engin lognmolla í kringum þig en vá hvílík breyting sem hefur orðið á þér síðasta árið - vá  ég er orðlaus það gerist nánast aldrei.... haltu áfram á þessari braut - það er ekkert ómögulegt fyrir þig eins og sést á þessum lísingum - mér þykir svoooo væntum þig.

Kærleiksknúz Elfa

Elfa María Geirsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 13:48

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flottust sæta

Birna Dúadóttir, 17.1.2010 kl. 15:31

3 identicon

Takk fyrir frábært ár og gangi ykkur sem allra best :-)

Jói Egils (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 16:25

4 identicon

flott skrif hjá þér, ótrúlega stolt af þér, vona að þú eigir frábært ár

Bestu kveðjur Ella Stína. 

Ella Stína (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 08:52

5 identicon

Elsku Kristín mín, ég er svo stolt að geta sagt að þú sért vinkona mín. Ekkert smá flottur árangur hjá þér á s.l.ári. Vona að árið 2010 verði þér og þínum gott.

Kveðja þín vinkona

Guðrún ;-)

Guðrún Ásg. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 18:59

6 identicon

Húrra fyrir þér.

Gangi þér sem allra allra best,hér eftir sem hingað til.

Hvernig lýst þér á kleinubakstur einhverntíma á næstunni

seylubúarnir (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 09:25

7 identicon

duglega kona

Álfheiður (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband