Frumburðurinn 27 ára í dag

Ég var tæplega 17 ára þegar ég varð mamma og er frumburðurinn 27 ára í dag. InLoveÞessi drengur hefur fært mér mikla gleði í gegnum árin. Núna er hann giftur og á yndislega konu og frábæra litla snót. Maður er ekkert smá ríkur. TIL HAMINGJU GUNNÞÓR. Wizard

Vikan fór rólega af stað í vinnunni því það var bræla á mánudeginum en á miðvikudag kom fiskur og við höfum verið að vinna fram á kvöld síðan bara gaman. Erum að gera tilraunir með hrogn og svil. Verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Whistling

Í kvöld verður þorrablót fjölskyldunnar hans Þormars. Ég fór nefnilega ekki á neitt þorrablót í fyrra og saknaði þess mikið. Þetta verður bara gaman saman.

Næsta fimmtudag fæ ég barnabarnið í heimsókn og hún ætlar að vera hjá okkur meðan mamma hennar fer til Noregs eitthvað að Herbalivast. Þarf eitthvað að púsla saman vinnunni og veru hennar en það reddast með góðra vina hjálp. Wink

Læt þetta duga í bili. Hafið það sem allra best þar til næst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með barnið.

Er ekki allt gott að frétta annars. Bakaði kleinur og punga í gær

tókst alveg ágætlega.

seylubúarnir (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 10:54

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 1.2.2010 kl. 10:54

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Seylubúar ég þarf að koma og taka út kleinurnar annað gengur ekki. Mun byrtast fljótlega. Takk fyrir mig

Kristín Jóhannesdóttir, 1.2.2010 kl. 14:52

4 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með soninn ;) og alla bara

Aprílrós, 1.2.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband