Stöð 2 og vísakortið mitt :( Passið ykkar kort

Hæ það er mikil bloggleti í gangi en hér kemur ein Wink Ég er ekkert búin að gleyma ykkur hehe.

En ég ætla aðeins að tala um stöð 2 og vísakortið mitt. En í gegnum tíðina hef ég verið með stöð 2 nema þegar ég varð atvinnulaus þá varð ég að skera niður en það er hægara sagt en gert. Ég hringdi í stöð 2 í júní og sagðist ætla að hætta með stöd 2 ekkert mál sagði maðurinn sem ég talaði við og trúði ég honum en samt var dregið af vísakortinu mínu í júlí. Talaði ég við einhvern þarna sem sagðist myndu kippa þessu í lag og endurgreiða mér sem aldrei var gert. Ekki var ég að gera veður út af þessu en svo núna í október þá tók ég eftir því að það var búið að draga af vísakortinu mínu frá stöð 2 ÓKEY ég hringi og hún sagði að það hafi verið Gunnar Laxfoss sem bað um þetta Angry Ég hef samband við hann en hann sagði að það væri verið að draga af hans korti svo ég hringdi aftur og talaði við hana Þóru (virtist yndælis manneskja) hún afsakaði þetta og sagði að þetta hefði gerst út af því að Stöð 2 hefði verið að skipta um tölvukerfi og því miður hefði þetta gerst. Hún myndi kippa þessu í liðin og greiða mér til baka sem var EKKI gert Frown Og núna þegar ég kíkti inn  á heimabankann minn sá ég að það var líka búið að draga frá vegna nóvember Frown Og aftur hringi ég og fæ núna að tala við hana Þórunni hún gat bara ekki útskýrt afhverju þetta hefði gerst aftur og ekki gat hún útskýrt afhverju var ekki búið að greiða mér til baka. Ég hafði ákveðið að vera með stöð 2 í desember svo ég spyr hana hvort ég fái ekki bara bónus vegna óþæginda og fyrst hún skuldaði mér 2 mánuði hvort ég fengi ekki des.,jan. og feb. hmmmmmmm hún sagðist ætla að athuga málið og láta mig vita. Hún hringir skömmu síðar og segist geta boðið mér 1 og hálfan mánuð ekki meir. Spáið í því hún gat ekki einu sinni boðið mér des. og jan. þótt ég ætti 2 mán. greiðslu inni hjá þeim. Ég hafnaði þessu og nú bíð ég eftir að fá endurgreitt hvenær sem það verður.

Fólk skoðið hjá ykkur vísakortin það gæti verið búið að draga af ykkur Crying

Annars er allt gott af mér að frétta. Er að undirbúa það að fara að vinna í fiskverkun sem verður  bara gaman. Gaman að takast á við nýja (gamla) hluti Shocking Hafið það sem allra best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skondið þetta  Gangi þér vel í fiskinum

Birna Dúadóttir, 23.11.2009 kl. 08:24

2 Smámynd: Aprílrós

já nkl, ég er einmitt að standa í þessu við securitas, sagði upp og fékk að hætta strax en borga samt sem áður nóv, en annars er það 3ja mánaða uppsagnarfrestur. Fæ svo reikn í gær frá þeim fyrir des.

Aprílrós, 1.12.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband