Færsluflokkur: Bloggar
15.10.2009 | 12:23
Gísli, Eiríkur og Helgi
Ég gerði mér lítid fyrir og fann Gísla, Eirík og Helga hér á Tenerife hehe. Thetta eru hressir Íslenskir kallar hehe sem voru ad fíflast (ég sem fíflast aldrei hehe) eitt kveldid og endudu á ad kynna sig sem Gísla, Eirík og Helga. Lengi vel vissi ég ekkert hvad their hétu (veit thad núna) en kalla thá samt thessum nofnum heehe. Bara gaman.
Ég og mamma fórum í verslunarferd. Mér finnst alveg rosalega gaman af thví ad versla (eda thannig) Fórum í H&M. Eins og thid vitid thá er haegt ad kaupa thar ýmislegt. Eftir taepan klukkutíma thá nádi ég mommu út med thví hugarfari ad kíkja nú í adrar verslanir Vid endudum óvart innaní sakalega stórum Súpermarkadi sem seldi allt. Vid fórum ad skoda alla ávextina marr váááá ekkert smá úrval. Thessi búd minnti mig á Miklagard í Holtagordum í gamla daga hehe nema hún er tvofalt staerri. Úrvalid af ostum og áleggi og ollu mar.
Jaeja nú er komin tími á ad fara aftur út í sólina. Thurfi adeins ad kaela mig nidur hehe,. Hafid thad gott thar til naest
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2009 | 16:14
Ég ordin fuglavinur
Ég lenti í skemmilegri uppákomu í gaer kveldi Thad var verid ad sýna fugla. Fyrst kom Fálki, svo ugla og svo átti eftir ad koma einn annar fugl og theim vantadi adstodarmann og budu mér uppá svid ég gat ekki neitad en hélt ad nú vaeri svipad grín og kvoldinu ádur en thá hafdi kona farid upp og hún hélt ad hún fengi svaka slongu en thá fé hún bara tuskudýr hehe. Ég fór galvosk upp og fór í hanska og var látin halda handleggnum út og beid svo eftir gríninu thad var spilud spennandi músík og svo allt í einu var svaka laeti á bak vid mig og svo settist eitthvad á handlegginn á mér og viti menn thad var Orn hún var rúmlega 6 kíló og svooooooo svakkkaaa lega flott mar. Thetta var ekkert smá upplifun fyrir mig. Thad var tekin mynd af okkur thegar hún er med fullt vaenghaf. Brosid á mér datt ekki af thad sem eftir lifdi kvolds.
Hér er alltaf sami hitinn svona um og yfir 30 stig. Erum duglegar ad fara í skodunarferdir og skoda okkur um og thess á milli liggjum vid vid sundlaugarbakkann og hofum thad mjog naaaeeeeessssss.
Njótid thess ad vera til ég er ad laera thad.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.10.2009 | 13:01
Mamma og ég í útlondum
Tá er komid ad tví ég get ekki skrifad íslenska stafi hehe. En vid mamma fórum til Tenerife tann 7 október. Áttum vìd flug kl 13:55 en tad var seinkun um rúma klukkustund tannig ad vid roltum um flugstodina og skodudum í alla búdir. Tegar vid vorum ad rolta í flugvélina tá rákumst vid á Hildi en hún var ad koma frá Argentínu(hafdi tekid tátt í The Wipe out) med saelubros á vor (hvers vegna ).
Nú hélt ég ad tad vaeri ekki svo mjog langt sídan ég fór erlendis (fór í fyrra til Koben í ágúst) en hafdi tekid med mér eyrnartól til ad hlusta á music en viti menn nú tard ad kaupa adgang og svo tarftu líka ad kaupa mat í fluginu en tad er kannski bara betra tvi nú geturu valid hvad tú bordar Á Tenirife er klukkustundar munur og komum vid tangad kl. hálf tíu á stadartíma. Vid eltum bara hitt fólkid og fundum réttu leidina. Tad var vel tekid á móti okkur med klappi og húrrahrópum. Tetta aetlum vid mamma ad gera tegar vid forum heim tví Adda og Gunni koma sama dag og vid forum Vid fundum toskurnar okkar og líka rútuna (ekkert smá fundvísar hehe) Vorum snoggar ad fá lyklana og fórum svo ad bída eftir lyftunni. Nú voru margir ad bída en svo var verid ad benda okkur mommu á ad vid gaetum tekid adra lyftu sem vid og gerdum. Hehe tródum okkur í starfsmannalyftuna og ýttum á einhvern takka (hélt reyndar ad ég hafi ýtt á 6 ) vid fórum upp á 5 haed en ýttum tá bara á nr.6 en tá fór lyftan nidur aftur hehe med mig og mommu og allan farangurinn okkar. En á endanum komumst vid í íbúdina en svakalega er heitt í útlondum mar. Ég hef nú reyndar ekki komid til sólarlanda sídan ég var 12 ára svo tad er ekkert skrítid ad mér finnist 26stiga hiti kl. hálf 10 ad kveldi vera heitt hehe.
Í gaer var skíad annad slagid, bara snidid fyrir mig svo ég myndi ekki hlaupa strax heim aftur út af hitanum. En vid lágum í sólinni, fórum á kynningarfund og hofdum tad bara naes. Núna er heidskýrt og smá andvari og um 30 stiga hiti. Bara heeeeiiiiiiitttttttttttt og naes. Kvedja tar til naest.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2009 | 15:55
Þá er komið að því
Jæja þá er komið að því. Ég er á leið til Sólarlanda. Ég fór síðast til Sólarlanda þegar ég var 12 ára þannig að ég reikna nú með að ýmislegt hafi breyst síðan þá hehe. Ég ætla til Tenerife með mömmu og ætlum við að vera þar í heilar 3 vikur. Mér finnst þetta svoldið langur tími núna en trúlega verður hann mjög fljótur að líða. Við mamma förum bara tvær en vonandi verður fleira fólk þar hehe svo ég á eftir að sakna ykkar, mismikið reyndar en sakna ykkar samt. Ég á nú eftir að setja eitthvað hér inn ef ég kemst í tölvu úti því án ykkar get ég ekki alveg verið. Njótið þess að vera til það ætla ég að gera.
Naut: Þér leiðist mikið vanagangurinn. Leitaðu nýrra leiða og nýr stíll fæðist. Þú skalt ekki hika við að standa á rétti þínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2009 | 13:21
Brúðkaupið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2009 | 11:10
Brúðkaup framundan
Manni er bara farið að hlakka til helgarinnar Frumburðurinn er að fara að gifta sig og Við erum eitthvað að hafa puttana í þessu. Trúlega höfum við smitast eitthvað af henni Birnu Sig. með púkaskap hehe Tókum að okkur að koma brúðinni og co. í kirkjuna og svo keyra brúðhjónin í myndatöku og smá rúnt fyrir veislu. Eina sem þau vita er að þau verða keyrð ekkert annað. Bara gaman hjá mér. Ætla ég nú að heimsækja Birnu í búðina og fá hjá henni eitt og annað á eftir.
Svo er ég á fullu að undirbúa utanlandsferðina mína með mömmu. Hef ekki farið á sólarströnd frá því ég var 12 ára gömul þannig að ég veit ekkert hvað ég er að fara útí Mamma er búin að kaupa fullt af smjöri svo ég brenni ekki og ég fór og keypti mér bikini. Þetta verður bara gaman. Hvað þarf maður að hafa með sér í svona ferð annað en góða skapið .
Naut: Fjölskyldumeðlimur þarf á hjálp þinni að halda. Leyfðu rómantíkinni að blómstra í lífi þínu. Mundu að allir eiga sína útgáfu af hamingju sama endinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2009 | 11:53
Róleg helgi að baki
Átti maður bara rólega helgi í þetta sinn. Frekar óvenjulegt á þessum bæ en mjög svo notalegt að vera ekki skipulagður fram á rauðanótt eina helgi.
En á föstudaginn síðasta fór ég í sund með Telmu sem ekki er frásögu fræðandi, frekar kalt og ætlaði ég bara að fara eina til tvær ferðir í rennibrautinni en þá var búið að loka fyrir vatnið svo við fórum bara í heita pottinn og höfðum það kósý. Svo þegar við vorum orðnar einar í lauginni þá opnuðu þeir fyrir rennibrautina og hún Telma kenndi mér nýja aðferð til að renna hraðar, það var bara einn galli á henni maður þarf að renna sér á maganum afturábak og þá veistu ekkert hvenær þú kemur í laugina aftur og ég (óvart) öskraði alla leiðina niður í fyrstu ferð. En næstu 3 voru bara gasalega skemmtilegar. Þetta var tær snilld ætla að prufa þetta í kópavogslauginni þegar ég fer þar næst
Laugardagurinn var rok og rigning og haglél og ákvað ég að taka smá hjólarúnt hehe þetta hafðist nú en ég hélt nú á tímabili að ég myndi fjúka út á hafsauga hehe. Fór svo heim og fór í heitapottinn í hagléli. MMMMM notalegt. Telma bakaði handa okkur brauðbollur og ég eldaði lasanja svo var bara kósý kvöld.
Sunnudagurinn var fagur. Mér tókst loksins að selja rúmið mitt (fékk reyndar ekki alveg það sem ég vildi fá fyrir það en er sátt) Vorum nú svo elskuleg að skutla rúminu í Hafnarfjörð(allt gert til að losna við þetta flotta rúm) Nú þarf ég bara að losna við svefnsófann þá fer maður að fá smá pláss því það er of mikið af húsgögnum hjá okkur .
Næsta helgi er vel skipulögð Gunnþór að fara að gifta sig. Vá ég er ekkert orðin svona gömul en maður fær að kenna á því að hafa byrjað svona snemma. Þetta verður lítið og sætt brúðkaup. Bara þeir allra nánustu. Jói Mundi verður svaramaður. Mig hlakkar ekkert smá til.
Vertu á verði í dag og farðu að öllum leikreglum. Ekki örvænta. Einhver gæti líka tekið upp á því að gera þér óvæntan greiða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2009 | 16:46
Bloggleti
Sæli nú Hef verið svoldið löt við að blogga undanfarið. Varð atvinnulaus og þá varð eins og mín hafi bara orðið loftlaus allt í einu. En nú er ég öll að koma til aftur. Farin að hreyfa mig á fullu. Fór á námskeið að læra að búa til ferilskrá og komst að ýmsu við þá vinnu. En það fyndna við atvinnuleysið að maður hefur allan þann tíma sem maður þarf til að gera allt en einhverra hluta vegna þá gerir maður ekki neitt En upp úr pyttinum stúlka og notaðu það sem þú hefur lært
Eins og mjög góður vinur minn sagði um daginn þá var Róm ekki byggð á einum degi og það þarf ég svoldið að nota á mig því þótt maður sé að taka til í pokanum sínum þá á ég langt í land sérstaklega með foreldra og systkini Ég var rétt 16 ára þegar ég flutti að heiman og einhvern vegna þá hef ég lítið kynnst sumum af mínum nánustu. Og í staðin fyrir að ráðast til atlögu þá geri ég bara ekki neitt Og svo í dag hugsa ég hmmmm hvernig fer ég að því að breyta þessu. Ekkert kemur í upp í huga minn þannig að nú ætla ég aðeins að bíða og biðja (nýjasta sem ég var að læra í vikunni að ef ég veit ekki alveg hvað ég á að gera þá ekki gera neitt). Ég veit að guð (eins og ég skil hann) sýnir mér hvernig þetta á að vera. Hann er svo klár.
Í gær fórum við í réttir og var þetta bara mjög gaman. Það eru mörg ár síðan ég hef farið í réttir þannig að þetta var góð tilbreyting. Svo í gærkveldi var matarboð hjá þremur fingrum hehe mjög góður matur þar á borðum og myndirnar úr Lónsöræfum bara snilld. Þið eruð æðisleg öll saman.
Stjörnuspá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2009 | 21:47
Kleinudagur og fl.
Í dag fór ég á fund með Vinnumálastofnun og þar skráði ég mig á eitt námskeið og svo þarf ég að fara á eitt námskeið í næstu viku. Það var skildumæting í dag og svo verður maður að fara á annað námskeið sem er líka skildumæting á. Þá á ég að læra að búa til ferilskrá og svo verður mitt áhugasvið skoðað. Þetta verður bara gaman.
Síðan skrapp ég til Bertu og Þórhalls og við Berta fórum að steikja kleinur Þetta eru bestu kleinurnar í bænum. Við tókum svo eftir því að það var ekki sama bragð af þeim. Við héldum að við hefðum gert þetta eins en þá kom í ljós að Berta notaði súrmjólk en ég AB mjólk. Það verður nokkuð mikill bragðmunur. Við ætlum alltaf að nota AB mjólk því það er miklu betra.
Síðan var ég aðeins að skipuleggja með mömmu læt ykkur vita síðar hvað við erum að skipuleggja. Geggt gaman.
Þegar heim var komið kom í ljós að við vorum að fá matargesti og ég tók út kolaflök og steikti þau í raspi og hafði mikinn lauk með. Þetta var algjört lostæti. Skemmtilegir gestir og frábært fólk.
Naut: Rómantík er alls staðar í umhverfi þínu, þó hún feli ekki í sér að verða ástfanginn. Þú leggur þig fram um að gera heimili þitt að griðastað fjölskyldunnar.
Bloggar | Breytt 9.9.2009 kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2009 | 21:52
Atvinnulaus á ný
Jæja þá er ég orðin atvinnulaus aftur En fer bara í fiskinn ef ég fæ ekkert annað nenni ekki að gera ekki neitt. Hef verið frekar andlaus undanfarið, trúlega spennufall því maður er búin að vera á fullu í allt sumar, vinna mikið og útilegur um hverja helgi og svo það er kannski ekkert skrítið að maður sé smá þreyttur eftir sumarið Síðasta mánudagskveld þegar ég var á leið heim tók ég þessa flottu mynd af sólinni. Langaði svooooo að deila henni með ykkur.
Óli bróðir hans pabba dó og var jarðaður á föstudaginn. Blessuð sé minning hans. Þetta var frábær kall. Man eftir honum sem krakki þegar mamma var á spítala og ég fór á Nýja-bæ í smá tíma. Þau áttu þá 4 stráka og mér þótti sko það ekki leiðinlegt að vera að fíflast í þeim daginn inn og út. Man ég eftir að þeir voru búnir að smíða músahús og svo ætluðu þeir að vera með nokkrar mýs þar. Nú svo við fórum í kapp hver myndi finna fyrstu músina(ég hef verið svona 7-8 ára) Ég hef alltaf verið mikil keppnismanneskja svo ég fór og leitaði og leitaði og svo fann ég eina Tók í skottið á henni og hljóp af stað. Allir voru komnir inn í kaffi (afi var í heimsókn) svo ég æddi bara með hana inn og kallaði ég vann ég vann. Allir litu upp og afi var nú ekkert mjög hrifinn og sagði ekki koma með þessa rotti hér inn hehe haldið ekki að ég hafi fundið rottuunga en ekki mús hehehe. Alltaf gaman að rifja upp góðar minningar. Óli kenndi mér allt um hvítu strikin á götunum. Til hvers óbrotin lína væri og hvenær mætti taka framúr og hvenær ekki. Þetta var frábær kall og mun ég minnast hans vel. Jarðarförin var mjög falleg með hestum sem heiðursverði í Laugardælakirkju. Helga og fjölskylda Guð veri með ykkur.
Í dag komu svo börnin mín í mat og var það yndisleg stund. Þetta ætlum við að fara að gera að vana að hittast 2svar í mánuði og borða saman. Mér hlakkar bara til vetrarins það verður svo margt skemmtilegt um að vera. Gulla litla lék á alls oddi og læt ég fylgja hér mynd af henni með nýja hjólið sem hún fékk í afmælisgjöf þegar hún varð 2ja ára um daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)