Færsluflokkur: Bloggar

Ekki hissa ...

Ekki er ég hissa á að hún skuli ekki ætla að kæra, þótt mér finnist hún þurfi að kæra sjálfrar sinnar vegna. Þetta er svo persónulegt og erfitt að þurfa að tjá sig opinberlega um málið. Og svo virðast þessir NAUÐGARAR alltaf komast upp með þetta, fá kannski skilorðsbundinn dóm eða sleppa alveg.

 


mbl.is Stúlkan ætlar ekki að kæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að koma

Guð hvað það er leiðinlegt að gera ekki neitt. Skil ekki fólk sem velur þetta Angry Var gjörsamlega að klepra í gær. Orðin leið á að lesa og púsla og gera ekki neitt. Þannig að ég fór í gönguskóna mína og rölti smá hring Tounge Fór bara á fetinu og viti menn ég varð þúsund sinnum betri á eftir. Fór bara mjög rólega og var ekki lengi. Ætla að gera þetta aftur á eftir því annars leggst ég bara í þunglyndi. Mér líður líka miklu betur enda búið að fjarlægja meinið og ég er bara að gróa í rólegheitum. Hafið góðan dag


Smá samanburður

Datt í hug að leyfa ykkur að sjá barnabarnið og soninn á svipuðum aldri. Finnst ykkur þau lík Tounge Það finnst mér.

IMG_4257Scan10010

 

Svoldið flott baðhergi sem við bjuggum LoL

 

 

Scan10011 Gunnþór fyrirsæta er um 9 mánaða.

 

 

 

 

 

 

 


Sjúkrahús.....

Komin aftur Smile Fór í aðgerð á þriðjudag og var planið að fara svo bara heim strax á eftir. Ég hef verið svo heppin í gegnum tíðina að vera sjaldan veik og lítið dvalið á þessum stofnunum. Ég fékk sem sagt ekki að fara strax heim vegna þess að aðgerðin reyndist aðeins meiri en gert var ráð fyrir og þurfti að dæla í mig sýklalyfi í æð á nokkra klukkustunda fresti. Mér fannst frábært hvað vel var tekið á móti manni á Sjúkrahúsi Keflavíkur og maður vel undir aðgerðina búin, allt útskýrt vel fyrir manni og komið fram við mann af mikilli natni og góðmennsku. Vil ég góðar þakkir til þeirra sem aðstoðuð mig þarna. Nú er ég bara að bíða eftir að allt grói (sem er ekkert rosalega mikið því ég er svo heppin) svo ég geti byrjað að klífa fjöll og vinna hehe. Reikna með að geta gert flest eftir helgi. Tounge Reyndar að spá í að taka smá göngutúr um helgina (bara rólega) ef veðrið verður gott FootinMouth Við búum jú á Íslandi og veðrið fljótt að breytast það sýndi sig núna því þegar ég fór í gær inn á spítalann þá var milt veður alautt og fínt. Ekki leit ég neitt út um gluggann fyrr en daginn eftir um 10 leitið og vááá smá breyting "SNJÓBYLUR"  hehe þess vegna finnst mér svo frábært að búa hér, maður veit aldrei hvaða veður verður á morgun. Góðar stundir.

Stjörnuspá

NautNaut: Hvernig væri að grafa upp og blása lífi í gömul verkefni? Þú ert reyndari og þroskaðri en þegar þú fyrst hugsaðir: "Ég get þetta alveg!" Nú geturðu það.

Ömmubarnið

Um helgina var hún Sunneva að fermast og var svaka veisla eins og fylgir. En ástæða þess að ég skrifa um þetta er ömmubarnið mitt. Tók mynd af dömunni líka þessi svaka skvísa.

IMG_4257

Fer í aðgerð næsta þriðjudag og þá verður þessi blaðra fjarlægð og ég get haldið áfram með líf mitt, Þangað til er allt á hold Angry

 

Stjörnuspá

NautNaut: Þú ert að þreifa fyrir þér. Í því sem þú vilt segja og hvernig þú vilt orða það. Það er allt í því fína. Skilaboðin komast til skila. Talaðu frá hjartanu.

Að vera þakklátur....

Ég ætla sko að vera þakklátari en ég hef verið hér eftir. Þegar maður veikist aðeins og getur ekki gert það sem maður hefur hingað til talið sjálfsagt (farið út að hlaupa, unnið og þannig háttar) fattar maður hvað maður hefur haft það gott Wink Nýrun mín eru í fínu lagi (ekkert hægt að útskýra hvers vegna það fannst blóð í þvagi) svo ég bíð bara eftir að blessuð blaðran verði fjarlægð (vonandi sem fyrst því ég er ekkert skemmtilegur sjúklingur). Hafið það sem allra best .

 

Stjörnuspá

NautNaut:Fundir eru varasamir. Kannski enda þeir illa. Kannski smellið þið saman og sláið í gegn. En það veistu ekki fyrr en þú tekur fyrsta skrefið.

Bíóferð

Fórum í bíó í kvöld að sjá Stóra Planið. Pétur Jóhann er frábær eins og venjulega en mér fannst myndin ekkert vera spes, komu góðir punktar inn öðru hverju. FootinMouth 

Í vikunni fór ég að finna fyrir bakverkjum sem hafa nú verið alltaf öðru hverju hjá mér síðan um jólin og ég talið þá sem bakverki en svo ágerðust þeir um páskana og ég taldi þetta vera vegna þess að ég svaf á vindsæng en svo fór ég til nuddarans og þá voru verkirnir komnir í kviðinn líka og nuddarinn gerði sér lítið fyrir og lagði mikla áherslu á að ég færi til læknis sem fyrst og ég já já ég fer á morgun ef ég lagast ekki. Svo hitti ég mömmu og Ólöfu systur og þær skipuðu mér að fara bara beint á læknavaktina í Keflavík ekkert að vera að bíða með þetta Woundering Ég hlýddi nú aldrei þessu vant og fór. Það var tekið blóð og þvag og ég mynduð í bak og fyrir. Eitthvað er nú að nýrunum á mér sem þarf að skoða betur og svo er einhver stór blaðra (6cm í þvermál) á öðrum eggjastokknum mínum sem þarf að fjarlægja. Læknirinn sagði mér nú að fara heim og slappa af og það er það sem er svo erfitt. Ég get ekki gert ekki neitt. Búin að sækja fullt af bókum og svo þarf ég að finna mér eitthvað dunduverkefni til að drepa tímann þar til blaðran verður fjarlægð og niðurstöður koma úr nýrunum. En ég er mjög bjartsýn á að þetta verði allt í lagi eins og venjulega. Bara verið að minna á að maður á alltaf að passa vel upp á líkamann sinn og huga vel að sálinni. Þetta held ég að sé lykil atriðið. Lifið heil þar til næst Happy 

Stjörnuspá

NautNaut:Hól er gjöf. Geymdu það og hugsaðu vel um það. Núna áttu ágætt safn gullhamra sem þú getur dregið fram þegar sjálfsálitið þarfnast upplyftingar

Víndrykkja .....

Ekki varð ég vör við svona mikla drykkju Tounge Þótt nokkrar rauðvínsflöskur færu öðru hverju. En hvernig verður prósenta sterkra drykkja eftir þetta ár fyrst Gunni er byrjaður í vodkanu ?

Ég ætla að hafa það náðugt í dag og láta nudda úr mér verkina eftir vindsængina um helgina sem var það eina sem skyggði á þessa annars góðu páskahelgi.

Stjörnuspá

NautNaut: Það hentar þér betur að einbeita þér að einu í einu en að gera margt í einu. En þú getur skipt um verk eftir tvo tíma. Það svínvirkar.

mbl.is Áfengissala jókst um 7% á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bingó og Sumarbústaður

Jæja þá gefur maður sér smá stund til að blogga. Ég átti góða páskahelgi. Hún byrjaði á því að ég fór ásamt Ólöfu systir og fleirum á bingó. Sjaldan er ég heppin á þeim samkomum en finnst alltaf gaman að fara á páska og jólabingó sem haldin eru af kvenfélögum og öðrum. Síðast þegar ég vann fyrir jólin 2002 þá bjó ég á Djúpavogi og fór með Guðný Björgu og heim fór ég með fullt af jólaseríum, lakkrís (fyrir utan það sem við vorum búnar að borða) og svo peningaúttekt í versluninni hjá Bríet. Núna síðasta miðvikudagskveld fór ég heim með 2 matarkörfur (sem innihalda stóru læri með öllu meðlæti, snakki, konfekti, ostum og gosi) síðan vann ég 12 manna marsípantertu og fullt af kremum frá Bláa-lóninu (húðin mín verður sko ekkert smá mjúk og fín og unglegri eftir að hafa notað þessi krem maður) Tertuna sæki ég svo næst þegar ég held veislu hehe. LoL

Svo var haldið í Sumarbústaðinn sem er í Helludal sem er á bak við Geysir. Veðrið var frábært. Við áttum að koma með okkar nýja og flotta grill sem reyndist vanta einhver ósköp í þannig að við þurftum að fara í bæinn og fá lánað hjá Kidda til að geta grillað en þau voru einmitt með þennan bústað að láni Wink Þetta var fínasti bústaður ef maður mínusar aðbúnað sem ég nenni ekki að telja upp hér. Við sváfum á vindsæng sem er allt í lagi í tvær nætur en 4 kannski einum of þannig að maður kom smá skakkur heim. Þarna var lítið fell sem ég skreið uppá og held áfram að safna hólum, fellum og fjöllum þetta árið Smile Magga og Kiddi takk fyrir að bjóða okkur þið eruð frábær.  

Stjörnuspá

NautNaut: Bjarta skapið sem stjörnurnar færa þér hjálpa til við að koma auga á fegurðina í kringum þig. Í kvöld er eitt yndislegasta kvöld lífs þíns, eins og öll kvöld í faðmi ástvina.

Þetta er fyndið :)

http://www.youtube.com/watch?v=UJ_Js4L4Zbg&feature=related

Þetta fann Gústi á netinu í lok vinnudags. Njótið með okkur Cool

Hafið góða helgi. Wizard GLEÐILEGA PÁSKA

Stjörnuspá

NautNaut: Allt hefur sinn vanagang, en virðist samt öðruvísi. Eitthvað innan í þér hefur breyst. Sumar daglegar venjur henta þér ekki lengur. Bara engan veginn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband