Bingó og Sumarbústaður

Jæja þá gefur maður sér smá stund til að blogga. Ég átti góða páskahelgi. Hún byrjaði á því að ég fór ásamt Ólöfu systir og fleirum á bingó. Sjaldan er ég heppin á þeim samkomum en finnst alltaf gaman að fara á páska og jólabingó sem haldin eru af kvenfélögum og öðrum. Síðast þegar ég vann fyrir jólin 2002 þá bjó ég á Djúpavogi og fór með Guðný Björgu og heim fór ég með fullt af jólaseríum, lakkrís (fyrir utan það sem við vorum búnar að borða) og svo peningaúttekt í versluninni hjá Bríet. Núna síðasta miðvikudagskveld fór ég heim með 2 matarkörfur (sem innihalda stóru læri með öllu meðlæti, snakki, konfekti, ostum og gosi) síðan vann ég 12 manna marsípantertu og fullt af kremum frá Bláa-lóninu (húðin mín verður sko ekkert smá mjúk og fín og unglegri eftir að hafa notað þessi krem maður) Tertuna sæki ég svo næst þegar ég held veislu hehe. LoL

Svo var haldið í Sumarbústaðinn sem er í Helludal sem er á bak við Geysir. Veðrið var frábært. Við áttum að koma með okkar nýja og flotta grill sem reyndist vanta einhver ósköp í þannig að við þurftum að fara í bæinn og fá lánað hjá Kidda til að geta grillað en þau voru einmitt með þennan bústað að láni Wink Þetta var fínasti bústaður ef maður mínusar aðbúnað sem ég nenni ekki að telja upp hér. Við sváfum á vindsæng sem er allt í lagi í tvær nætur en 4 kannski einum of þannig að maður kom smá skakkur heim. Þarna var lítið fell sem ég skreið uppá og held áfram að safna hólum, fellum og fjöllum þetta árið Smile Magga og Kiddi takk fyrir að bjóða okkur þið eruð frábær.  

Stjörnuspá

NautNaut: Bjarta skapið sem stjörnurnar færa þér hjálpa til við að koma auga á fegurðina í kringum þig. Í kvöld er eitt yndislegasta kvöld lífs þíns, eins og öll kvöld í faðmi ástvina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

takk sömuleiðis

Margrét M, 26.3.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

amms takk  en þetta var ekki fjall  þetta var lítið stærra en arnarhóll  eina sem vantaði var rúllustigi

Kristberg Snjólfsson, 26.3.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Enda sagði ég lítið fell. Spurning hvort þú hefðir komið með ef það hefði verið rúllustigi :)

Kristín Jóhannesdóttir, 26.3.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

nei það var of kalt

Kristberg Snjólfsson, 26.3.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband