Færsluflokkur: Bloggar

Kóngulær....

Kóngulær eru frábær fyrirbæri þótt manni þyki þær ekki þær skemmtilegustu þegar þurfa endilega að koma í heimsókn heim til mans Devil En rosalega eru þær snöggar að vefa vefinn sinn og ekkert smá snilldarverk hjá þeim. Við hér í vinnunni tókum eftir því að frá því hálf 6 í gær til morguns þá var ein búin að gera líka þennan flotta vef. Hafið góðan dag Smile

Kónguló

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stjörnuspá

NautNaut: Kennarar þínir hafa sagt sem þeir hafa að segja, en það er erfitt að fara eftir því. Þú verður að breyta ýmsu til að virkja nýja kerfið. Þú munt spara þér mikinn tíma.

Fallegur laugardagur

Vaknaði snemma eins og venja mín er á laugardögum Tounge var komin út að hlaupa um 8. Bara yndislegt LoL eftir hádegi var farið að tékka á fellihýsinu hvort það færi ekki að verða tilbúið og viti menn það átti bara eftir að gera eitthvað með nefhjólið og síðan tilbúið þannig að við förum á mánudag eftir vinnu og náum í gripin. Stefnt er á útilegu um næstu helgi. ÍHA. Skruppum við svo á Selfoss að kíkja á Gunnþór og Önnu Maríu og buðu þau okkur í mat. Alltaf gaman að heimsækja þau, enda höfðingjar heim að sækja. Gulla litla var nú aðal manneskjan á svæðinu eins og venjulega Grin Frábær dagur í alla staði.

 

Stjörnuspá

NautNaut: Þú veist alltaf strax hvernig leysa skal vandamál annarra. Ekki koma með lausnina. Fólk þarfnast mun frekar ráðleggingar og uppörvunar.

Jeppinn kominn aftur

Byrjaði nú daginn á að fara til Þórhalls og Bertu í hafragraut með rjóma og svo bökuðum við Berta nokkrar kleinur (Berta var nú eitthvað ryðguð vegna rauðvínsdrykkju kvöldið áður en við Gunni buðum þeim í bingólamb) namminamm Smile fínt að hafa nokkrar kleinur í frystinum ef koma gestir og líka gott fyrir ferðalögin sem eru framundan því sumarið er komið og jeppinn loksins kominn úr viðgerð en hann er búinn að vera í viðgerð frá 8 febrúar þegar hjólhýsið fauk á hann. (keyptum fellihýsi í staðin)  Fórum á rúntinn og tókum Reykjaneshringinn og kíktum á pabba og Hebbu. Áttum skemmtilega stund og fórum svo heim.

Dodge kominn heim

Stjörnuspá

NautNaut: Þú ert í skapi til að spígspora og hefur góða ástæðu til þess. Einhver snillingurinn sagði að það væri gaman að hafa gaman, ef maður kynni það.

Göngutúr

Veðrið um helgina er búið að vera hrein snilld, sólin búin að vera að sýna sitt besta, smá norðangola hva. Nema hvað ég fór í göngutúr og ætlaði fyrst bara aðeins að skreppa en svo þegar ég var lögð af stað þá gat ég bara ekki hætt fyrr en ég var kominn langleiðina út í Voga, labbaði með berginu og fór svo veginn til baka. Þetta tók bara rúma 2 tíma. Bara gaman.

IMG_4307                                                   Fallegt á Reykjanesinu

Stjörnuspá

NautNaut: Haltu dagbók - ekki til að verða betri rithöfundur, heldur til að skilja hvernig þér líður í raun og veru. Hversu margþættur og dásamlegur þú ert.

LOKSINS LOKSINS

Þar kom að því ég fór aftur að hreyfa mig almennilega. Fór í tveggja tíma göngu í morgun, fór upp á Þorbjörn niður aftur og hringinn í kringum hann. Þetta tók 2 tíma og svo skelltum við okkur í sund á eftir. Jói fór með mér, frábær félagsskapur. Æðislegt veður og þarna er mjög fallegt, þótt þetta fell sé ekki hátt þá er gaman að rölta á því Wink. Svo var litli bróðir minn í sundi með litlu skutluna sína. Núna er maður tilbúin til að fara að taka á því, út að hlaupa og fá útrás. Svo ætlum við í afmæli til Guðný Sunnu á eftir hún varð 4 ára í dag svaka skvísa.

IMG_4292                                                                                 Alltaf hægt að finna furðuleg fyrirbæri í klettunum.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú tekur eftir mikilvægum smáatriðum sem fóru fram hjá þér áður. Það er eins og litlar bjöllur byrji að hringja í hausnum á þér og vísi þér veginn.

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir skemmtilegar stundir í vetur Tounge 

Stjörnuspá

NautNaut: Rannsakaðu lífið, teygðu það á alla kanta og þurrmjólkaðu það. Ferðalöngunin vex til muna þegar þú hittir ferðafélaga sem hefur jafnmikinn áhuga og þú.

Afmæli

Ég átti afmæli í gær sem er ekki frásögufærandi þannig en gjöfin sem Strákarnir mínir ( Gunni, Gunnþór og Jói) kom mér mjög á óvart Cool Eftir vinnu í gær þá hitti ég Gunna í Fjarðarkaup því mig langaði í eitthvað gott að borða (keypti nautasnitsel ummm mjög gott) svo þegar við vorum búin að versla þá fórum við út í bíl. Ég sé bíl merktan KRULLA álengdar og ætla að fara að segja Gunna frá hvað þetta væri sniðugt merki þegar ég áttaði mig á að þetta var bíllinn okkar. Þá höfðu strákarnir keypt númeraplötu merkta KRULLA og gáfu mér í afmælisgjöf. Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar í gær. Ég vissi ekki að það myndu svona margir eftir mínum degi Tounge 

Krulla

Stjörnuspá

NautNaut: Þú ert í svaka stuði og tekur óspart til hendinni án þess að hugsa. Útkoman verður annað hvort snilld eða slys. Í báðum tilfellum lærir þú á takmörkin þín.

Stjörnuspá

Hér er stjörnuspá dagsins í dag. Hef svoldið gaman að fylgjast með henni.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú þarft nauðsynlega að huga að andlega lífinu. Það tekur ekki mikinn tíma. Snöggur göngutúr á milli staða og þögul bæn tengir þig sjálfum þér.
Þannig að ég þarf að skreppa í smá göngutúr eftir vinnu ekkert mál Cool 

Helgin...

Helgin var mjög góð Smile Vaknaði reyndar mjög snemma þessa helgi eða um 6 á laugardagsmorguninn og var komin út fyrir 7 í göngutúr. Veðrið frábært og kyrrð og ró yfir öllu. Svo kom Gunnþór með Gullu (barnabarnið mitt)og við vorum að þvælast tvær saman frameftir degi. Fórum í Súpu til Helgu gellu og hittum þar frábærar gellur. ( alltaf gaman í gellusúpu) Takk fyrir mig Helga Tounge fórum svo í Hagkaup að kaupa í matinn og skemmtum okkur konunglega. Daman er svo róleg og góð að það er hægt að þvælast um allt með hana. Skruppum svo til Grindavíkur til að færa Guðrúnu blóm því hún átti afmæli 19 apríl og er búin að vera til í heil 20 ár ekkert smá aldur mar. Hún lengi lifi. Fórum svo heim að elda því Gunnþór og Anna María ætluðu að borða með okkur. Kom svo ekki sjúklingurinn hann Jói líka þannig að þetta var hin skemmtilegasta stund. Set myndir af Gullu borða papriku síðar inn.

 


Kærir ekki...

Við skulum vona að henni líði vel því þetta er ekki skemmtileg lífsreynsla. Ég óska henni alls hins besta. Góðar stundir.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú hefur reynt að hunsa það, en sannleikurinn er sá að þú hefur tilfinninga- og líkamlegar þarfir sem þú færð ekki útrás fyrir. Gerðu þér grein fyrir þeim, og fáðu úr bætt.

mbl.is Stúlka hafði samráð við réttargæslumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband