Færsluflokkur: Bloggar

Dómar í dag....

Tveir dómar sama dag á sama landinu.
> 
 Fékk þetta sent á email og maður spyr sjálfa sig hvort ekki þurfi að gera eitthvað Crying  


 Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu
 mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu
 sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar *sex hundruð þúsund
 *krónur í miskabætur. --
 
 
Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að greiða Auði
 Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm* *hundruð þúsund* í
 fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er
 Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.
 
 
Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?

Kannski erfitt að líkja þessu saman en manni finnst að konunni sem var nauðgað ætti að fá fleiri milljónir en þetta.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú ert á veiðum! Með nokkrum góðum símtölum eða stuttri ferð, geturðu fundið hina fullkomnu manneskju eða hugmynd. Í kaupbæti finnurðu kímni.

Góður göngutúr

Sonur minn hann Gunnþór vaknaði snemma í morgun og við fórum með litlu dúlluna í langan göngutúr. Sú stutta var sko ekki á þeim buxunum að fara að sofa neiiii hún var sko að skoða allt. Tók sko ekki í mál að halla sér aftur ekki að hún kvartaði hún reisti sig bara upp og kíkti út með bros á vör. Alltaf gaman af þessum blessuðum börnum þau eru svo frábær svo einlæg.

Laugardagur jeje

Vaknaði snemma eins og venjulega. Frábært veður, var komin út rúmlega átta og tók laaaangan göngutúr og klifraði upp á fyrsta "fjallið" þetta árið. Þetta er að sjálfsögðu stóri hóllinn sem er fyrir utan hjá okkur LoL Og svo tók ég ákvörðun að þetta árið  verður farið upp á 7 fjöll eða fell. Í fyrra fór ég bara á 2 stk. en það skal verða breyting á. Tók myndir á hólnum stóra hehe. Frábært veður, frábær dagur. Með matarboð um kveldið sem lukkaðist bara vel. Lambið svíkur engan og ekki heldur sósan hans Gunna. Gunnþór og Anna María með dúlluna litlu gistu hjá okkur bara gaman.

Ekkert ódýrara að borða?

Þótt ríkisstjórnin tali alltaf um að lækka matvöruverð þá gerist bara ekki neitt, hlutirnir hækka bara Crying 

 

NautNaut: Það er engin hraðlyfta að markmiði þínu. Þú þarft að klifra stigann og vinna verkið til að komast upp. Þrep eftir þrep. Þú getur það - enda sjaldan verið jafn sterkur.


mbl.is Tollkvótar: Ríkið gaf og ríkið tók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konukvöld

Ég gerði mér lítið fyrir og fór á konukvöld með gellunum í gær. Fórum 6 út að borða og fórum á Friday's og fengum líka þennan góða mat og tala ekki um eftirréttinn Crying sem við tróðum í okkur og áttum svo erfitt með að komast yfir í Vetrargarðinn. Eðalveigar voru í boði sem við nýttum okkur aðeins svona til að skerpa hugann Whistling Þetta var rosalega gaman, Helga fór upp á svið til að káfa á Jónsa en hann bað hana um það ha Tounge og ekki þótti henni það leiðinlegt, í fyrra bað hann hana um að geyma jakkann sinn og núna þetta, hvað verður það næst hehe. Set myndir inn.

Dagurinn í dag var bara indælisdagur. Fór á fund sem var svoldið erfiður. Var svo súperdugleg seinnipartinn, fór í göngutúr og þvoði bílinn váá mar.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú vilt alls ekki særa neinn. En þú getur ekki gefið þig allan til allra sem hafa áhuga á þér. Þú veist innst inni hvaða orku þú getur gefið hverjum. Virtu það.

Vangarveltur....

Fékk þennan póst sendan á email og langar að deila honum með ykkur Smile

Anne Graham, dóttir Billy Graham var í viðtali í morgunþætti Jane Clayson í sjónvarpi í Bandaríkjunum stuttu eftir hryðjuverkaárásina í World Trede Center. jane Clayson spurði hana. "Hvernig gat Guð leyft þessu að gerast?" Og Anna Graham svaraði þessu á einstaklega djúpan og skilningsríkan hátt....;

"Ég trúi því að Guð sé virkilega sorgmæddur yfir þessu, alveg eins og við erum, en í mörg ár höfum við verið að segja Guði að koma sér út úr skólunum okkar, að koma sér út úr ríkisstjórnum okkar og við að koma sér út úr lífi okkar. og þar sem hann er "heiðursmaður" þá trúi ég því að hann hafi hægt og hljóðlega stigið til hliðar. Hvernig getum við ætlast til þess að Guð gefi okkur blessun sína og vernd ef við krefjumst þess að hann láti okkur í friði? í ljósi liðinna atburða ... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv...      Ég held að þetta hafi allt verið byrjað þegar Madeline Murrey O'Hare (sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu) kvartaði yfir bæn í skólum okkar, og við sögðum "Allt í lagi" Síðan sagði einhver að það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum. Biblíuna sem segir að þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum 'Allt í lagi' . Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga börnin okkar þegar þau haga sér illa. Og skólayfirvöld sögðu 'Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga sér illa vegna ess að við viljum ekki slæmt umtal, og við viljum vissulega ekki verða lögsótt. (það er stór munur á ögun og snertingu, barnsmíðum, löðrungi, niðurlæginu,spörkum o.s.frv. ) Og við sögðum 'Allt i lagi'    Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður 'Það skiptir ekki máli hvað við gerum í okkar einkalífi svo framarlega sem við vinnum vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: Það skiptir ekki máli hvað nokkur annar, þar á meðal forsetinn gerir í einkalífi sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott. Og síðan sagði skemmtanaiðnaðurinn: Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem stuðla að guðlasti (ljótu orðbragði), ofbeldi og óleyfilegu kynlífi. og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana, eiturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar. Og við sögðum: Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin sl´m áhrif og engin tekur þessu hvort sem er alvarlega svo gerið bara eins og þið viljið. Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa enga samvisku og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og röngu og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga skólafélaga sína og sig sjálf.     Ef við hugsum málið nógu vel og lengi þá getum við eflaust áttað okkur á stöðunni. Ég held að þetta hafi mikið að gera með að við UPPSKERUM EINS OG VIÐ SÁUM

Elsku Guð! Hvers vegna hjálpaðir þú ekki litlu stelpunni sem var myrt í skólastofunni sinni? Einlægur og áhyggjufullur nemandi ....... og svarið 'Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér var ekki hleypt inn í skólana. Yðar einlægur Guð.

Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið úr Guði og vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til Helvítis.

Skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum en við efumst um það sem stendur í Biblíunni.

Skrítið hvernig allir vilja komast til himna svo framarlega að þeir þurfi ekki að trúa, hugsa, segja eða gera neitt sem biblían segir

Skrítið hvernig sumir geta sagt : Ég trúi á Guð en samt fylgt Satan, (sem trúir að vísu líka á Guð)

Skrítið hvernig við erum fljót að dæma en viljum sjálf ekki vera dæmd.

Þessu langaði mig að koma frá mér í dag Smile Hafið góan dag.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú þarfnast slægra aðferða til að keppa í umhverfi dagsins. Þekktu andstæðinginn þinn. Ekki hætta þótt þú haldir að þú sért að vinna. Vertu á verði

nýr gjaldmiðill

viljum við nýjan gjaldmiðil
mbl.is Nýr gjaldmiðill innan 3 ára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman í vinnunni

Alltaf er gaman í vinnunni LoL Alltaf mikil tilbreyting en aldrei eins og núna þegar heil líkbræðsla er fyrir utan Wink  Þetta er ekkert smá tæki mar. Nokkrir útlendingar eru búnir að vera að prufukeyra, þannig að litla sæta fyrirtækið yðar af lífi sem aldrei fyrr hehe. Set mynd inn af tryllitækinu hehe Picture 071 

Samt erfitt að sjá þetta almennilega svona. Hafið það gott þar til næst.

Stjörnuspá

NautNaut: Draumur þinn um velgengni er sannur. Hann er til og bíður eftir þér. Reyndu að finna rétta innganginn. Ýttu á allar dyrnar þar til þú finna þá sem lætur auðveldlega undan.

Ömmubarnið

Þetta er búin að vera frábær dagur, Gunnþór, Anna María og Guðlaug Sigurrós komu í heimsókn og eldaði Gunni lærisneiðar í raspi með sósu og tilheyrandi. Mikið er hún dugleg hún Gulla, farin að skríða á fullu og svo stendur hún bara upp líka, rétt um 7 mánaða. Frábært að fá þau í heimsókn. Set nokkrar myndir inn af Gullu.

NAUT 20. apríl - 20. maí
Fólk sem er gætt sömu gáfum og kímnigáfu og þú gefur þér orku. Það kann að meta verkin þín og hvetur þig til dáða. Það minnkar streituna.

Heiðmörkin svíkur ekki

Vá hvað veðrið er búið að vera frábært í dag LoL Ég þurfti að fara í Hafnarfjörðinn í dag svo ég tók daginn snemma (ekki svo að það sé eitthvað nýtt) og fór í Heiðmörkina. Var kominn þangað rétt fyrir 10 og var að labba þar um til rúmlega hálf 12, fór þá niður í vinnu til að sturta mig og svo skellti ég mér í súpu til Kollu. Núna í fyrsta skipti í langan langan tíma þá var 100 % mæting allavega komu allar þótt þær kæmust ekki allar á sama tíma. Frábær matur fengum gúllassúpu og brauð mmmmmmm. Takk fyrir mig Wink Set mynd af Heiðmörkinni í morgun hún var flott. Hafið það gott þar til næst Happy

NAUT 20. apríl - 20. maí
Þú hefur séð til þess að friðurinn á heimilinu haldist. Færðu þig nú frá og leyfðu fólki að berjast í gegnum aðstæður. Ekki hafa áhyggjur: þín verður alltaf þörf.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband