Færsluflokkur: Bloggar

Blettahreinsun :)

Nú er illt í efni Angry Ég má ekki fara í bað eða sund í hálfan mánuð Undecided Ég fór nefnilega í blettahreinsun og þegar hann var búinn að hreinsa þá burt þá sagði hann voða saklaus ekkert bað eða sund í hálfan mánuð DA Pinch Ekkert mál í nokkra daga en HÁLFAN MÁNUÐ

Svo eiga að vera plástrar yfir stöðunum þar sem blettirnir voru Errm og svo þarf ég að setja vatnshelda plástra þegar ég fer í sturtu og svo nýja plástra (sem anda á eftir ) hehe en nú voru góð ráð dýr hehe þetta er á bakinu á mér og hvernig í ósköpunum átti ég að ná bæði plástrunum af eða þá að setja nýja á. Ég hló svo mikið í morgun að hálfa væri nóg hehe ég var að spá í á tímabili að skreppa yfir í næstu íbúð og biðja um hjálp hehe. Hvar eru vinirnir þegar maður þarf á þeim að halda Tounge Sofandi DAAA. hehe. Njótið dagsins, það ætla ég að gera Smile

Stjörnuspá - 15. september 2010
fyrir 21. apríl 1966

Tilfinningar þínar eru sterkar, en einnig spenntar, sem þýðir að þú verður að fá útrás. Það er spurning um kynlíf, íþróttir eða útivist. Það er hætt við að þú verðir pirruð ef þú ert ekki á fullu. Ræddu málin við ástina í lífi þínu. (Mars 135 gráður Venus)


Rallý, ganga og berjamó :)

Í gær fékk ég skemmtilegar dömur í heimsókn önnur fór fljótlega í prjónahitting en ég fór að púsla og lesa með hinni snótinni Cool Gullinu mínu InLove Svo í morgun þá fór ég í göngu en fyrst þurfti ég að koma mér á staðinn og þá var spurningin er styttra að fara Grindavíkurveginn eða Krísuvík og ég ákvað Krísuvíkina Crying var orðin frekar sein (hélt að ég yrði fljótari í för) þannig að ég gaf aðeins í og viti menn í einni krapri beygjunni þá fer bíllinn bara að skransa og snúast og ég man eiginlega ekkert hvað ég gerði en mér tókst allavega að halda honum á veginum púfff þetta var ekkert smá stressandi Sick en á veginum tókst mér að vera. Fer varlega í framtíðinni Shocking

En mér tókst að skila mér á réttan stað tímanlega fyrir gönguna Happy Var Gengið frá Íshólsskála að Selatöngum og þar var hópur frá Borgarnesi sem þurfti leiðsögn um svæðið.032 Ómar og Sigrún eru frábærir leiðsögumenn og gaman að hlusta á þau. Þau hafa frá mörgu að segja. Mikið er um flottar minjar þarna á svæðinu og svo má ekki gleyma þessu flotta hrauni sem kemur í allskonar myndum. Við vorum á gangi í um 6 klukkustundir og var veðrið æðislegt. Var smá þungbúið þegar við byrjuðum en svo kom fröken sól 049og var þar til rúmlega 4 eða þar til við fórum af svæðinu hehe. 080

Svo vantaði mér krækiber í hafragrautinn minn svo ég fór að Þorbirni og tíndi snöggvast í eina krús Wink Síðan var ég komin heim um sexleiðið. Skellti kjúlla og grænmeti í ofninn (er með súperofn) og maturinn var tilbúin á frekar stuttum tíma hehe. Knús í hús Joyful

Stjörnuspá - 11. september 2010
fyrir 21. apríl 1966

Dagur tækifæra og jákvæðni. Þú ert bæði andlega og líkamlega kraftmikil og dómgreind þín er góð. Þetta er góður dagur til að ferðast og taka ákvarðanir vegna vinnu. Viðskipti sem þú átt í dag ættu að takast vel. Notaðu tækifærið og kýldu á mál sem þú vilt framkvæma. (Mars 120 gráður Júpíter)


Með fullt af verkefnum :)

Jæja þá er maður að vera búin að kveða niður fortíðardrauga og lítur til framtíðar Wink En með fullt af afleiðingum sem maður tekst bara á við með góðri hjálp. W00t Og svo afþví ég hef undanfarið verið að horfa aðeins öðruvísi á hlutina þá hrúgast inn verkefnin jejejejeeee.

Ég er að átta mig á því að ég hef val (eitthvað sem mér hefur ekki fundist áður) skrítið en þetta er ein af afleiðingunum sem ég er að vinna bót á. Ég og KrókódílaStína erum orðnar miklu hressari og farnar að brosa næstum því alla daga Happy En eftir sem ég best veit er það bara allt í lagi að brosa ekki alltaf hehe

Ég er að fara á tvö námskeið í haust og hlakka mikið til að takast á við þau. Sauma og spilaklúbbarnir eru að byrja og svo þarf að fara að gera eitthvað í skemmtanalífinu hef nú ekki mikið farið út á lífið undanfarið en þá verður það bara skemmtilegra þegar ég loksins fer.

Njótið dagsins Smile það ætla ég að gera. Knús í hús.

Stjörnuspá - 9. september 2010
fyrir 21. apríl 1966

Þetta er dagur tilfinninga og ástríðna, þar sem ástargyðjan myndar spennustöðu við grunneðli þitt. Það er rétt að leggja áherslu á ást og samskipti, en það getur tekið á, að fá það sem þú vilt. Reyndu að slappa af, hlusta og vera elskuleg og þá gengur þetta allt. (Venus 180 gráður Sól)


Launhelgi Lyganna

Ég er búin að vera að lesa bók sem heitir Launhelgi Lyganna eftir Baugalín og vá maður verður bara reiður eins og ég varð reið þegar ég las bókina Myndin af Pabba eftir Telmu. Ég ætla að vitna aðeins í þessa bók og birta það sem stendur á bakhliðinni það hljómar svona

 "Í innsta kjarna sálarinnar skemmist eitthvað. Þar er vettvangur glæpsins. Þegar einhverju djúpt í sálinni, sem er aldurslaust og fylgir okkur alla tíð, er misþyrmt þannig að lífið verður einn allsherjarflótti til að lifa af, hvernig farnast manni þá" (Baugalín)

Og áfram ætla ég að vitna í þessa bók því ég gat ekki hætt að lesa hana fyrr en ég var búin með hana. Það er svo margt sem passar við viðbrögð fólks í þjóðfélaginu gagnvart KYNFERÐISLEGRI MISNOTKUN á síðustu blaðsíðum bókarinnar segir hún hversvegna hún hafi skrifað þessa bók og ætla ég aftur að vitna í hana því þetta passar svo við mig.

"Það skiptir mig líka engu máli þó þau segi að ég sé rugluð. Ekki eftir að ég fattaði hvað þau eiga bágt. Þögnin er stundum alveg eins og lygi.  En ég vel að segja frá . Þannig öðlast ég hugrekki mitt. Hugrekki hins saklausa og lífsglaða barns. Barnsins sem ég mundi eiginlega ekkert eftir. Ég fann forvitnu mig og hræddu mig. En líka glaða stelpu sem hlakkar til morgundagsins og er alltaf tilbúin að byrja uppá nýtt. Þannig endurheimti ég aftur "hina týndu" mig. Það er satt að sannleikurinn gerir mann frjálsan. Allavega frelsaði hann mig. (Baugalín)

Og svo aftur eins og talað frá mínu hjarta.

"Ég hef alltaf látið sem þetta skipti ekki máli og að ég geti lifað án þessa fólks. Annað er satt, hitt ekki. Ég get vissulega lifað án þeirra, en mér er ekki sama, það er lífslygin mín. Ég get því aðeins snúið mér að sjálfri mér og myndað mína fjölskyldu og vini. Og tengst tilfinningum sem ég hafði alltaf farið á mis við. (Baugalín) (breytti pínulitlu orðalagi fyrir mig)

Svo í endanum þá kom þetta.

" FORTÍÐIN"

"Sannleikurinn um fortíðina frelsar fólk nefnilega frá því að verða kúgun að bráð. Til að eignast fyllta og hamingjuríka tilveru verður fyrst að klára ljótu upplifanirnar. Viðurkenna það sem gerðist áður fyrr og hvernig. Á endanum getur allt orðið að veruleika, líka að leita að réttlæti sannleikans. Maður þarf aðeins að finna réttu aðferðina."

"Ég gekk inní myrkrið í minningunum, horfðist í augu við raunveruleikann í sjálfri mér og lifði af. Það deyr enginn þó ég segi satt.  Né verður geðveikur. Hvorki ég né aðrir. En fjölmargir einstaklingar gætu eignast nýjan skilning, nýtt líf og möguleika á betir framtíð. (Baugalín)

Vil ég þakka þessari konu fyrir að skrifa þessa bók því hún er að hjálpa mér. Segir mér að ég sé búin að vera gera rétt hvað sem öðrum finnist. Njótið þessa fallega dags :) Knús í hús

 


Rennibrautin í Kópavogslaug :)

Jæja nú ætla ég að fara að rífa mig upp á rass.......... og gera eitthvað Wink Byrjaði á því í morgun að fara aftur í Kópavogslaug Cool það er örugglega komið ár frá því ég mætti þar síðast. Mikið var gaman að hitta þessa vitleysinga þá Kela og Steina. Mér leið bara eins og ég hefði ekkert farið Tounge En ekki komumst við í rennibrautina vegna þess að það átti eftir að þrífa stigann da. En gufan og frábær félagsskapur var meiri háttar. Geri þetta örugglega aftur næsta föstudag Grin

Lífið hefur bara farið að ganga sinn vanagang undanfarið. Sem betur fer því annað er ekki hægt. Allt að komast í réttan farveg Woundering Fyrsta spilakveldið var í gær og reyndi ég eins og ég gat að vinna en Björg hafði vinninginn (hún þurfti sko að hafa fyrir því W00t ) Takk skemmtilega fólk þið eruð frábær. Fyrsti saumó í næstu viku og svo stefni ég á að ganga eitthvað um hverja helgi (fer eftir veðri og fl. )

Stjörnuspá - 3. september 2010
fyrir 21. apríl 1966

Í dag er gott að leggja áherslu á vinnu, göngu eða aðra líkamlega hreyfingu. Þú ert kraftmikil og ákveðin, en einnig afslöppuð, og ytri aðstæður eru hagstæðar. Notaðu því tækifærið og vertu athafnasöm. Kýldu á mál sem þú vilt koma frá þér. (Tungl 60 gráður Mars


Nudd og möndludropar ;)

Eins og kannski mörg ykkar vissu þá átti hún Álfheiður Hörn stórafmæli 06.06.10 hún varð fullra 45 ára.034 Ekki átti ég auðvelt með að finna eitthvað handa henni í afmælisgjöf svo ég gaf henni bara ekki neitt. En svo fattaði ég hvað ég gæti gefið henni. Nudd og heilun hjá góðum manni Smile Orðaði ég þetta við þetta blessaða afmælisbarn og henni leist nú bara vel á Tounge ætlaði ég líka að nota tækifærið og láta þennan góða mann nudda mig líka.

Var ákveðið að fara í ágúst og ég pantaði tíma sem hentaði öllum vel Wink Mætum við hressar á svæðið og Reynir Katrínar tekur vel á móti okkur en er frekar hissa á svipinn þegar við komum. Bíður hann okkur upp á kaffi og bíður okkur að skoða rúnirnar hans (fengum við að prufa að henda þeim á altarið og ýmislegt kom í ljós )og húfurnar sem hann er að hníta (rosalega fallegar húfur (erum við búin að ákveða að hann haldi fyrir okkur einkanámskeið í haust hehe )) Við drekkum kaffi í rólegheitum og spjöllum um allt og ekkert en ég er nú farin að hugsa hmmmm ætlar maðurinn ekkert að fara að byrja á þessu því við Heiða ætluðum út að borða á eftir. Vorum mættar þarna kl: 18:00 og reiknuðum með að vera búnar upp úr kl: 20:00 en kl. rúmlega 19:00 þá erum við enn að kjafta. Ég kunni nú einhverja hluta vegna ekki við að spyrja beint hvort hann vilji nú ekki fara að byrja á þessu en segi svona hvort "við ættum ekki að fara að nuddast eitthvað" en hann segist nú ekki nenna því. HMMMMMmmmmmmm hvað á ég nú að gera hugsa ég ??? Svo fer Heiða að spyrja hann um heilun hvað hver tími tekur langan tíma og svoleiðis og segir svo svaka saklaus eigum við þá eftir að vera hér í meira en 2 tíma enn. Þá kviknaði ljós hjá Reynir ha ætluðuð þið að koma í nudd horfir á mig og þá man hann eftir því að hafa bókað tíma heheheheeh.  Við fáum allavega einkanámskeið hjá honum í hnútum. Mikið var nú hlegið af þessu og svo nuddaði hann okkur og við komum út frá honum afslappaðar og reyndar mjög svangar því klukkan var farin að ganga 23:00 og hvar getum við fengið okkur að borða svona seint. HVERGI allavega ekki í henni Keflavík það var allt lokað hafði lokað kl:22:00 við fórum í næstu sjoppu og keyptum okkur þann ógeðslegasta hamborgara sem ég hef á ævinni smakkað. Hann var hitaður í örbylgjunni. Spurðum við afgreiðsludömuna hvenær hann hafi verið steiktur og hún bara vissi það ekki hélt kannski í dag :) Ég var nú rétt að narta í minn og segi við Heiðu ég vil skila mínum hann er vibbi en þá er Heiða bara búin með sinn hún var bara svona ofboðslega svöng. Þannig að ég lét mig hafa það að éta minn ooojjjjjjjjjj.  heheheheheheh

Nú var haldið heim til Heiðu til að spila, spjalla, spekúlera, skoða tarot og margt fleira. Fékk ég að smakka þessa líka eðal Möndludropa bara nokkuð góðir hehehe. Og þessa helgina þá er ég SIGURVEGARINNN  í ótuktinni nanananana BÚBÚ.  Hún nefnilega vinnur mig alltaf en ekki þessa helgina W00t Svo vorum við einar heima hjá henni nema hundurinn því krakkarnir höfðu ákveðið að fara í bíó og ætluðu að gista í bænum og ákvað Heiða að eftirláta mér rúmmið sitt og ætlaði sjálf að sofa í rúmmi dóttur sinnar. En svo komu Svanhildur og Guðmundur heim en Heiða hélt fast við sitt Blush í hennar rúmi skyldi ég sofa og hún tróð sér hjá hundinum Pinch

Hef ég ekki gist í þessu húsi áður en eitthvað var verið að pikka í mig í nótt og er ég svona að spekúlera útaf hverju. Mér leið á tímabili í nótt eins og það væri bara verið að ýta mér út úr rúminu. Finnur hvoru meginn svafstu eiginlega Cool og hvað ertu að meina með þessu.  Vöknuðum við Heiða frekar snemma á hennar mælikvarða og fórum út að virða hundinn Happy Frekar var hann kaldur í morgunsárið. Þegar komið var úr göngutúrnum þá var farið að gera afmælismorgunmat handa honum Guðmundi Ásgeiri (betra seint en að sleppa því) fyrir ári síðan þá reyndi ég að gefa honum amerískar pönnukökur en þá voru þær ekki með rétta útlitið og hafði ég svoldið fyrir því að komast að því hvað hann vildi og nú fékk hann loksins eins og hann vildi hafa þær og mikið borðaði hann Grin004

Síðan fórum við á flakk eftir hádegið í dag. Skruppum í Hveragerði en stoppuðum bara í 5 mínútur þar. Heiða er eitthvað svo hrifin af Byko þessa dagana og þræðir allar búðirnar hvar sem þær eru Woundering þannig að við skruppum í Byko á Selfossi. Fórum svo í Laugarás og skoðuðum Slakka þar. Og viti menn Heiða fékk mig til að taka golfkylfu í hönd og spila við sig Mínigolf og það var bara gaman hehe. Náði ég nú ekki að vinna hana en það munaði nú bara einu stigi á okkur hehe. Svo tókum við Guðmundur 019annað spil sem var nú aðeins meiri hasar í og fór hann frekar illa með kellu021 en þá brá ég á það ráð að skora á Heiðu og burstaði ég hana 9-0 026

Eftir að hafa keypt allt grænmetið í  Laugarási þá fórum við á Stokkseyri og fengum okkur líka þessa flottu Humarsúpu og ég mátti ekki leifa og ég át svo mikið að mig verkjaði. Meira að seigja þjónninn var farinn að vorkenna mér og bjóðast til að klára en Heiða sagði nei hún skal klára heheheheh.

Þetta var í alla staði geggjaður tími sem við Þrjú áttum og kynntist ég nýjum dreng í þessari ferð. Sá ég smá í hann um síðustu helgi en núna sé ég hvursu eðal drengur er þarna á ferð. Takk fyrir mig frábæra kona og Guðmundur þú rokkar feitt.

Stjörnuspá - 21. ágúst 2010
fyrir 21. apríl 1966

Þú ert jarðbundin og yfirveguð og það er ekki mikill hraði í loftinu. Þetta er tími til að vera þolinmóð og takast á við ábyrgð. Aðstæður eru hagstæðar fyrir hagnýt verkefni sem tengjast vinnu, viðskiptum, fjármálum eða fjölskyldu þinni. (Tungl 60 gráður Satúrnus)


 
 


 



Letibloggarar :)

Það er ekki hægt að segja annað en maður sé einn af þessum letibloggurum sem verið er að tala um þessa dagana Tounge En það sem ég hefði mest langað til að skrifa hér á bloggið undanfarið er kannski ekki alveg prenthæft fyrir viðkvæma Angry 

Ég er búin að ganga í gegnum mikla sorg undanfarið og skildi ég ekkert í þessu fyrst hvað var að gerast fyrir mig. Bara grét og grét og fann svo mikið til í hjartanu mínu. Ég hef nú fyrr hætt með strák þannig að ég ætti nú ekki að fara yfir um þess vegna. Var svo heppin að komast (loksins) að hjá sálfræðingi sem (ég er búin að vera að bíða eftir síðan í feb), hún sagði mér að ástarsorg væri  kannski partur  af þessu en það væru aðrir einstaklingar sem ég væri að syrgja bæði dánir og lifandi. Núna þegar maður er búin að vera taka svona mikið til í pokanum sínum þá fattar maður allt í einu að maður hefur fullt af tilfinningum sem maður þekkir ekki og ég þurfti hjálp til að fatta þær.  Núna sé ég að ef ég hefði ekki haft svona góða "vini" í kringum mig frá seinnipart júní til 10 ágúst þá væri ég ekki hér á meðal ykkar.  

Núna er ég öll að koma til Wink farin að finna fyrir gleðinni í hjartanu aftur. Þarf bara að passa að umgangast rétta fólkið fyrir mig á meðan ég er svona viðkvæm og brothætt.

Gunnþór, Jóhannes Mundi, Anna María, Guðlaug Sigurrós, Ólöf Þóra, mamma og allir mínir bestu vinir sem ekki gáfust upp á vælinu í mér og vöktuðu mig á meðan ég gekk í gegnum þessa raun. Ég á ykkur mitt líf  að þakka.

 Stjörnuspá - 20. ágúst 2010
fyrir 21. apríl 1966

Hugsun þín er jákvæð og móttækileg og andrúmsloftið einkennist af bjartsýni. Þér bjóðast ýmis tækifæri og hlutirnir hreyfast vel áfram. Þetta er góður dagur til að ferðast eða byrja á máli sem þú vilt að verði stórt. Nú er gott að læra og pæla, m.a. í útlöndum og framandi málum. (Sól 60 gráður Júpíter)


Verslunarmannahelgin

Þetta árið ákvað ég að skreppa austur J Lagði af stað um hádegi á fimmtudegi.  Fyrst á Höfn til ömmu grænu og var þar fram á laugardag , ætlaði ég svo að vera á Djúpavogi laugardag og sunnudag en það breyttist allt !  J Anna Sigrún og Biggi  buðu mér að koma upp á Hérað og vera með þeim að þvælast. Ætlaði ég að ganga á Goðatind með Stjána en hann kom bara líka með upp á Hérað og svo komu Ásdís og Siggi líka JBreyttum þessu í jeppaferð Þvældumst við um allt. Á Laugardeginum fórum við að skoða Eyjabakka, Sauðárvatn, Kárahnjúka (þar var lónið orðið fullt og rann úr því í gil101 (Stjáni hvað heitir gilið aftur hehe) Ekkert smá flott.094 Næst skoðuðum við Laugavelli, þar er víst mjög reimt og svo er hægt að skella sér í heita sturtu því þar er heit uppspretta sem rennur í ánna í litlum fossi 125og fólk baðar sig þar og er í heitum potti 130sem búið er að  hlaða þarna, bara snilld J. Síðan var ákveðið að skerpa í Sæmundarsel og fann ég þann stað ekki á kortinu bæði vegna þess að hann heitir Sænautasel (fleiri en ég sem tala hratt hehe) og svo var hann bara út úr korti hehe. Á Sænautaseli fengum við okkur rúsínulummur og kaffi frekar gott miðsíðdegiskaffi. Hittum við Ninna og Stefu. Þau dvöldu í Löngubúð þarna um helgina. Þótti mér vænt um að hitta þau. Þau eiga alltaf spes pláss í hjartanu mínu.  Komum við frekar seint að Einarstöðum (þar sem við gistum í sumarbústað)  það var strax rokið í að grilla og átum við dýrindis grillmat um hálf 11 bara snilld JÁ sunnudeginum var ákveðið að fara í Loðmundarfjörð og  lögðum við af stað um hálf 11 með nesti og góða skapið JÞegar við komum í Húsavík var súld og þoka en fundum þarna flottan skála sem við skoðuðum og smökkuðum nestið okkar. Þessi skáli er í eigu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Vorum við mjög bjartsýn á að eftir smástund myndi stytta upp og létta til og þegar við komum í Loðmundarfjörð var það einmitt það sem gerðist. Þokunni létti og skýin hypjuðu sig út á haf hehe. Þarna er mjög grösugt og fallegt mikið af blómum og líka tegundum sem maður hefur aldrei séð (ekki það að ég sé mjög fróð hehe) Það er líka nýr skáli í Loðmundarfirði í eigu sömu aðila. Hann er stærri en í Húsavík. Skálavörðurinn þarna var frá Klippstöðum sem er við kirkjuna í Loðmundarfirði.  Kirkjan er frá því 1895 og er aðeins farið að sjá á en lítil og falleg (finnst mér J)  Anna Sigrún missti sig aðeins í steinana þarna sem eru mjög fallegir og skildum við hana bara eftir og fórum upp í steinanámu sem er upp á fjallinu (veit ekki hvað það heitir) þarf að redda mér betra korti J Tók ég 3 steina með mér J en útsýnið og fjallafegurðin þarna er stórkostleg.022 Var Anna Sigrún búin að tína í góðan bónuspoka af steinum þegar við komum til baka. Ásdís var komin með í einn bakpoka.  Úr Loðmundarfirði fórum við aftur í Húsavíkina og skoðuðum kirkjuna þar líka, núna var þokan farin og sólin farin að sína sig töluvert J Gáðum við að mannabeinum í kirkjugarðinum því hann var alveg við fjöruna og hafði brotnað af honum og kom það í fréttum fyrir nokkrum árum þegar beinin stóðu út úr moldinni J nú var búið að girða vel fyrir svo það gerist ekki JÚr Húsavíkinni fórum við í Breiðuvík og þar var ekki síður fallegt og ég féll fyrir fullt af seinum og fyllti vasana mína af litlum slípuðum steinum úr fjörunni vááá hvað þeir eru fallegir eins og allt þarna. Maður var eins og í álögum, með stjörnur í augum því þarna var allt svo fallegt. Í Breiðuvík er líka nýr skáli. Ekkert smá flottir allir saman. Þurfti ég að greiða fyrir að fara á klósetið en sá ég nú ekki eftir því J því þetta er í óbyggðum og mundi ég alveg eftir því í Aðalvíkinni þegar maður þurfti að fara á kamarinn (frekar vond lykt þar) Þannig að einhvernvegin verður að finna peninga til að borga fyrir herlegheitin J Fórum við aðra leið upp úr víkinni og þegar við komum upp þá missti ég hökuna alveg niður í maga J 239útsýnið er geggjað, fjallasýnin, litirnir og allt þarna er geggjað. Vaááá´mar . Tók ég nú nokkrar myndir J Þarna er útsýnisskífa til að sjá hvað fjöllin heita 275og fleiri staðir JSáum við líka ofaní Brúnuvík en fórum ekki þangað heldur enduðum við í Borgarfirði Eystri og leituðum við uppi einhvern stað til að geta fengið að borða og fundum við Álfakaffi og þar fengum við okkur Fiskisúpu. Þarna voru borðin úr slípuðum steini mjög sérstakt og flott.  Þegar við komum upp úr Njarðvíkinni var sólin að síga á bak við fjall og það var logn úti og þetta var falleg sýn. 356Frábært til að ná sólarlaginu í lok frábærs dags. Daginn eftir fórum við Stjáni á Djúpavog því ég átti eftir að  heimsækja sandana mína og sundlaugina áður en ég færi í rjómatertu til ömmu grænu. Á þriðjudeginum keyrði ég svo heim. Kom við á Selfossi til að knúsa Gulluna mína JÁgætishelgi í alla staði, náði að dreifa huganum og lét mig hugsa um eitthvað annað en það sem hefur gengið á í mínu lífi  undanfarið og það sem ég er að takast á við þessa dagana.En eins og sjá má þá birtir alltaf upp um síðir og eins kemur það til með að gera í mínu lífi. Tíminn græðir öll sár.

Flutningur nr. 34

Ég var að flytja um daginn og ég ákvað þá að telja hvursu oft ég hef flutt um ævina hehe og hvað kom í ljós, 34 sinnum já takk fyrir. Spurningin er afhverju var ég alltaf að flytja hmmmm gott umhugsunarefni. Hehe ég veit það nú alveg, mér leið alltaf illa en gerði mér ekki grein fyrir afhverju en nú veit ég það og nú flyt ég bara af illri nauðsyn. Hélt reyndar að ég væri komin á réttan stað en svona gerist líka hjá mer´hehe. Það eru tvær ástæður afhverju ég yfirgef Grindavík....................

Er ég nú komin í Hafnarfjörðin aftur. Fann flotta íbúð mjög nálægt þar sem ég var síðast og hún er líka á þriðju hæð (strákunum mínum þykir svo gaman að bera) þeir reyndar voru ekki heima við þegar ég flutti núna en ég á fullt af vinum (takk fyrir mig ). Er ég þokkalega búin að koma mér fyrir vantar bara oggolítið smá uppá hehe.

Núna frá því á fimmtudag hefur ömmuskottan mín verið hjá mér og er hún guðsgjöf.002 Þetta er ekkert smá gefandi að vera með þessa skottu. Hoppandi og skoppandi um allt. Hún fann gamla bíla og hefur verið að dunda sér með þá, vill ekki sjá hitt dótið J Svo er farið í langa göngutúra, kíkt á endurnar og nokkra rólóa til að róla og vegasalt. 005 Svo er sandkassi hér fyrir utan sem búið er að prufa nýju fötuna og dótið í JSvo bíður hún spennt eftir að pabbi sinn komi á eftir til að geta gefið honum fisk í eggi með sveppasósu hehe bara snilld.

Svo er Verslunarmannahelgin næst. Ætla ég austur til ömmu grænu og ætlum við Stjáni að kíkja á eitt fjall. Goðatindur varð fyrir valinu. Hlakka bara til. Hafið góðar stundir þar til næst J


Hornstrandir ( Aðalvík )

Loksins komið að því  Smile búin að bíða eftir þessu í allt sumar að komast í ferðalag með 3 fingrum SmileMeðlimir í þessari ferð eru þeir sömu og í síðustu ferð. Villa og Gunni, Guðlaug og Brói, Bryndís og Svanbjörn og svooo ég LoL199

Lögðum af stað mjög snemma á sunnudagsmorgni 11 júlí. Þurfum að vera komin í Bolungarvík fyrir klukkan 14:00. Kveldið áður hafði ég farið í gott bað því það yrði ekki nein sturta fyrr en næsta föstudag (vá spáðu í það ) og setti í mig fléttur. Var vöknuð um 5 leytið og komin til Villu og Gunna um 6. Var stefnan tekin á Vestfirði og stoppuðum við aðeins á Hólmavík, ætluðum við að fá okkur bakkelsi en fundum ekkert bakarí trúlega vegna þess að þar er ekkert bakarí. Og svo vorum við frekar snemma á ferð og ekki búið að opna Kaffihúsin á staðnum. Fórum á bensínstöðina og fengum við okkur kaffi og meðlæti WinkKomum svo á Ísafjörð kl. 12:30. Leituðum við uppi Kaffihús og fengum við okkur kaffi og brauð og sumir fengu sér meira að seigja heila köku hehe. " Gunni sísvangi fékk magafylli" og var sáttur hehe. Vorum komin tímanlega á Bolungarvík. Þetta var klukkustundar sigling yfir í Aðalvíkina. Ég tók fullt af myndum af berginu á leiðinni inn víkina.026 Það er svo fallegt þarna. Þegar við vorum komin á staðinn fórum við að leita að þeim Sigurlaugu og Magnúsi því Maggi hafði eitthvað mynnst á að við gætum tjaldað við húsið sem þau myndu vera í. En ekki sáum við mikið pláss þegar við loksins fundum húsið en þau fundum við ekki þvi þau höfðu aðeins skroppið upp á Straumnesfjall.

Fórum við nú að finna góðan stað til að tjalda á og Bryndís fann líka þennan flotta stað alveg við ströndina og sváfum við við ölduhljóð sem var tær snilld. Eldaði Gulla dýrindis kjúlla fyrir okkur og var spjallað og hlegið til rúmlega 21:00 en þá var gengið til náða.

                                                MÁNUDAGUR 1 göngudagur

Vaknaði kl. 05:00 nú átti að hefja daginn snemma en engin hreyfing var á búðunum svo ég var róleg fram undir rúmlega 06:00 þá fór ég að gera smá hávaða til að ræsa mannskapinn. Var hálfskýjað og hugsuðum við að þetta væri flott gönguveður því mjög heitt var. Gengum við á Straumsnesfjall og skoðuðum gamlar herminjar "ekkert smá mannvirki" 041 Töltum svo niður Öldudal og áðum á fallegum stað á leiðinni. Á meðan Brói var að renna brúnum uppgötvuðu Bryndís og Svanbjörn að "náttbuxur" Bryndísar höfðu orðið viðskilja við bakpokann og fór Svanbjörn upp aftur og fann þær fljótlega. Á meðan röltum við í rólegheitum niður í Rekavík. Í Rekavík er ekkert nema rekaviður daaaaaaaaaa hehe.098  Vorum komin heim rúmlega 17:00. Frábær dagur Tounge Átum flottan Hornafjarðarrétt að hætti Bryndísar og graut í eftirrétt með sameiginlegum rjóma ( ekki sameiginlegri séreign sumra heehehe) svo var lesin bók fyrir svefninn.

                                      ÞRIÐJUDAGUR 2 göngudagur

Vöknuðum kl. 07:00 og vorum bara að gera okkur klár í rólegheitum. Nokkrar prumpusögur fuku í loftið ásamt lykt Crying                    Veðrið æðislegt og var ákveðið að fara í Fljótavík sem er 26 km hringur fyrir suma og aðrir þurftu að gera aðeins betur og gengu rúmlega 30. Lögðum af stað um 09:00. Þetta var svoldið strembið í bröttustu hlíðinni en svo hélt ég að það væri búið og var sæl og glöð hehe. 016 Mikið var hlegið af öllum gullkornum sem alltaf eru að detta af vörum sumra. Alltaf mikið hlegið í þessum hóp. Maður lengir alltaf líf sitt um nokkur ár með að umgangast þennan hóp. Halo  Hvíldum okkur hjá flottum læk þegar við vorum komin í Fljótavíkina. Löbbuðum við inn víkina og var mikil mýri svo við hækkuðum okkur upp í hlíðina þegar líða tók á leiðina. Þegar við vorum komin upp frekar erfiða hlíðina uppgötvuðu Bryndís og Svanbjörn að nú hafði úlpan hennar Bryndísar gert uppsteyt og hoppað af bakpokanum svo þau fóru að sækja hana. Var það töluvert langt sem þau þurftu að fara til þess, á meðan ákváðum að ráðast upp Tröllaskarð en þegar ég sá þetta skarð þá ætlaði ég bara að fara eitthvað annað sérstaklega þegar ég sá hvar Villa og Gunni fóru upp.( ekki séns að ég fari þarna upp)074 Brói notaði einhverja sérstaka tækni til að fá mig til að elta sig upp í klettana og svo lóðsaði hann og Villa tók svo á móti mér. Þetta eru snillingar að finna einhverju svona leið og líka til að fá mig til að stíga inn í minn versta ótta  " að treysta fólki fyrir mér" Svona eftir á að hyggja þá var leiðin út á Sporð í fyrra verri en þetta Shocking líka af því ég er farin að treysta mér betur til að fara eftir þeirra leiðbeiningum. Lögðum við Gulla af stað til byggða en hin ætluðu að bíða úlpulinganna. Fór ég að sækja vatn og reyndi að hjálpa til við eldamennskuna því Gulla var að töfra frama AllaballabaunaGullurétt sem tær snilld. (svo var verið að kvarta yfir prumpi hehe) Fólk var frekar þreytt eftir daginn en sumir tóku samt 112skemmtilegan göngutúr fyrir svefninn.

                                       MIÐVIKUDAGUR 3 göngudagur

Ákváðum við að fara inn á Sæból þá þurftum við að fara eftir sjávarföllum og var fjara kl 17:00 Þannig að við lögðum af stað um 11:00 Ströndin er geggjuð en  við þurftum að vaða tvisvar og var vatnið frekar kalt þennan morgun. Ströndin er geggjuð og voru allir búnir að ákveða að ganga á táslunum til baka. En svo tók stórsteinafjaran við og var hún aðeins leiðinlegri yfirferðar svo þegar við vorum alveg  að vera komin yfir á Sæból þurftum við að bíða því það var ekki komin nógu mikil fjara. Fengum við okkur bara nesti og horfðum á sjóinn fjara út W00t Þarna var keðja 039sem við þurftum að fara niður með og tókst það með ágætum fyrir okkur (við erum algjörir snillingar hehe) Á Sæbóli er mjög fallegt og margt að skoða og langaði okkur að skoða kirkjuna sem var verið að klára að gera við og átti að halda vígsluveislu á laugardeginum og ball á eftir í skólahúsinu. En það var svo langt að kirkjunni (40 mín aðra leið) þannig að eftir hvíldarstund fórum við að skoða skólahúsið 043og voru þar menn að styrkja gólfið svo hægt yrði að dansa þar, bjuggust þeir við allt að 60 manns á dansleikinn Whistling  Gunni var eitthvað að spekúlera þarna þegar við erum að spjalla við  manninn og spyr hvort það geti verið að hann hafi búð í Keflavík og viti menn hann hafði verið lögga í 40 ár í Keflavík og þegar hann komst að því hverra manna Gunni var gat hann gefið út staðfestingu á að Gunni er besta skinn hehe. Þessi maður hafði alist upp í Sæbóli og fermdist árið 1943 og þá höfðu 12 krakkar fermst það árið. (Greinilega búið eitthvað fleiri þá en núna hehe) Síðan var tölt til baka. Nú var háfjara svo við sluppum við keðjuna og klifruðum bara upp klettana sem var miklu auðveldara. Síðan skoppaði maður bara milli steina í rólegheitum. Þetta var frekar langt en við mössuðum þetta eins og allt annað Cool þegar við óðum árnar voru þær orðnar heitar og fínar.         Síðan fengum við okkur kvöldmatinn á ströndinni hjá sefinu þurrmatur jammijamm Sideways    Um kveldið eftir fjörugar umræður um allt og ekkert og nokkra snafsa þá var ferðasagan kláruð. Gaman að heyra svona sögu, þeir sögðu svo skemmtilega en orðalagið hjá þeim var samt stundum svo skrítið.

                                             FIMMTUDAGUR 4 göngudagur

Vá hvað tíminn líður bara einn göngudagur eftir og skal gengið yfir á Hesteyri. Vorum við lögð af stað upp úr 09:00 þurftum við að fara yfir eina á sem var bara notalegt sendin og fín. Veðrið geggjað eins og alla hina dagana. Þetta er mjög skemmtileg gönguleið, góðir stígar þannig að þetta  var auðfarið. Á Hesteyri er mjög fallegt eins og allsstaðar.041 Við komum við í Læknishúsinu og fengum kaffi og vöfflur. Sú gamla þar fannst ekki leiðinlegt að segja frá og var tilbúin til að segja margar sögurnar Smile ( við prufuðum líka þetta fína klóset hehe) ákveðið var að fara Miðvíkina til baka er hún ekki alveg eins auðfarin en skemmtileg engu að síður. Með góðri hjálp frá Villu massai ég þetta alveg.087 Svo þegar ég er að fara fram hjá einhverjum runnanum þá ráðast á mig geitungar og einn gerir sér lítið fyrir og stingur mig i bakið. OG ÞAÐ VAR VONT en fékk afterbite frá Gunna og svo var málið dautt.      Í ánni í víkinni voru bæði litlir silungar og sandkolar og reyndi Gunni að veiða þá með stöng sem einhver hafði skilið eftir en engin vildi bíta á, þá tók Brói á það ráð að stinga sér út í á fallega rauðum naríum í von um að ná á grillið en ég hef grun um að þeir hafi orðið svo skelkaðir (fiskarnir sko) að þeir fóru langt út í ballarhaf aftur hehe.    Þegar við komum aftur í tjaldbúðirnar var strax ráðist í að elda dýryndis lambalæri og strákarnir fóru að grafa stóra holu og settu kol í hana eftir kúnstarinnar reglum, lærinu troðið í. Brói fór á stúfana og fann grillgrind svo við gætum grillað kartöflurnar líka með.    Svo átti eftir að klára nokkra snafsa og eftirrétturinn ummmmmmmmm ávaxtagrautur með rjóma sam.....       James Bond kom á svæðið og bauð upp á wisky. ´Hann átti flottan bústað sólarmegin í víkinni og gortaði hann yfir að hafa sólina miklu lengur en hinir hehe. Hann var svo fullur að hann man ekki eftir okkur daginn eftir hehe.  Gunni tók lærið þegar búið var að skera næstum allt af því að stakk því í holun aftur til að restin yrði kruns. Þá misstu Gulla og Bryndís sig og urðu eins og villimenn við að eta restina 177hehe. . Síðar var tekin skoðunarferð um plássið sem einu sinni var og alltaf sér maður eitthvað nýtt.

                                         FÖSTUDAGUR aftur í menninguna

Nú skildi halda heim á leið. Höfðum við alltaf verið að rekast á Sigurlaugu og Magnús og nú ætluðu þau með sama bát og við til Bolungarvíkur. Þegar maður kom út úr tjaldinu var þoka yfir öllu. Öldungarnir sögðu nú að þetta yrði farið um hádegi og þeir höfðu víst rétt fyrir sér. Báturinn kom kl. 10:00 og við fórum í sund um leið og við komum á Bolungarvík. Maður hafði ekki farið í bað í tæpa viku og það gerist ekki oft. Var það mjög svo gott þegar vatnið skolaði skítinn af okkur. Svo var farið í heita pottinn og rennibrautin prufuð. Á Ísafirði voru búðir skoðaðar og einhverjir versluðu eitthvað fallegt. Áttum við pantað borð í Tjöruhúsinu er er þar bara fiskihlaðborð. Þetta var geggjaður matur og frábær þjónusta nema þegar stúlkan var að setja Grand Mariner í staupið mitt að hún hættir í miðjum klíðum og fer að skipta um kaffibrúsa fyrir Sveinbjörn daaaaaaa ég átti ekki til orð yfir þessu og hún skammaðist að gaf mér smá meira grand í staðin hehe.

TAKK FYRIR MIG FRÁBÆRA FÓLK, ÉG HLAKKA TIL ÞESS AÐ EIGA FLEIRI FLOTTAR STUNDIR MEÐ YKKUR.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband