Letibloggari :)

Ég er búin að vera virkilega léleg að hanga á netinu undanfarið. Spurning hvers vegna. W00t Helgin er búin að vera virkilega frábær. Sjóarinn Síkáti var haldin hér í Grindavík með allri sinni dýrð. Var hverfum skipti í liti og við vorum rauð.Stelpurnar hans Þormars voru virkilega duglegar að skreyta húsið okkar með rauðu dóti. Buðum við fullt af fólki í fiskisúpu og komu um 25 mans. Súpan heppnaðist mjög vel og notuðum við þorskkinnar og skötuselskinnar mmmmmmmmmmmm bara gott.  Um 10 leytið um kveldið fórum við svo niður á bryggju til að hlusta á Ingó og Veðurguðina og dansa svoldið sem var rosalega gaman.

Á laugardeginum vorum við á bryggjunni að hitta fólk og bíða eftir að stelpurnar myndu þora að hoppa í sjóinn Blush ekki þorðu þær því Tounge þær fóru bara smá ofnaí. En hún Hildur stökk í sjóinn í flotgalla og var hetja kvöldsins. Svo var farið heim að grilla og hafa gaman. Sem sagt frábær helgi. Það kom um 40 mans til okkar þessa helgi en ekki alveg allir á sama tíma. Mest var á föstudagskveldinu eða um 25 mans. Margir voru alla helgina en aðrir styttra.

Nú er ég alltaf að vinna í Hafnarfirði og svo var ég að bæta við mig aukavinnu við að sjá um bókhaldið. Og er það svoldil mikil vinna fyrst á meðan ég er að koma öllu á réttan stað en svo verður þetta flott. Kíki þá bara 2-3 í mán og athuga með strákana hehe.

Lífið gengur sem sagt bara vel. Pabbi fer alveg að verða klár með bátinn Smile. Ég er alltaf að sjá það betur og betur að ef maður setur sér markmið og stendur með sjálfum sér þá gengur allt miklu betur. Mér hefur gengið vel á þessu ári með að standa með mér, setja mér markmið, og smátt og smátt rætast mínir draumar. Ekki kannski alveg eins og ég vildi hafa þá en samt í þá áttina.

Allt mitt líf hef ég verið að berjast við drauga og vandamál og ekki skilið neitt hvers vegna ég hef ekkert getað komist áfram í lífinu en nú veit ég að þetta eru afleyðingar. Og þegar maður veit aaaaaaaaaa ég hagaði mér svona...  vegna þess að..... þá skilur maður betur hlutina og getur tekist á við þá. Áður fyrr setti ég bara upp eina af mínum mörgu grímum og hugsaði svona vill fólk að ég hagi mér í dag. Í dag bið ég guð á hverjum morgni um að hjálpa mér að  vera ég sjálf grímulaus og tekst það þokkalega. Stundum dett ég  eða hrasa en það er allt í lagi ég er komin með verkfæri til að standa um og vera stolt af sjálfri mér.

Stjörnuspá - 8. júní 2010
fyrir 21. apríl 1966

Þú ert kraftmikil og ákveðin í dag, en einnig spennt og jafnvel svolítið 'aggressív'. Það er best að leggja áherslu á líkamlega athafnasemi, vinna af krafti, fara í göngutúr og vera útivið. Með öðrum orðum, reyna á þig. (Sól 45 gráður Mars)


Pabbi og báturinn hans

Eitt er víst hann pabbi minn InLove er ekki feigur. Því undan farið hefur hann verið að lenda í hverju óhappinu á fætur öðru. Um daginn keyrði hann útaf og slapp ómeiddur, svo datt hann í sjóinn í síðustu viku og svo toppaði hann þetta allt með að báturinn hans sökk eða hérumbil. Pabbi þetta er nóggggggggggggggg. Ég vil fá að hafa þig mikið lengur. Tounge En það er einhver verndarengill yfir kallinum því allt hefur farið mjög vel. Bíllinn skemmdur og báturinn líka en hann er á lifi og í góðu formi. 022Hér sjáið þið bátinn á leið í land ásamt björgunarsveitinni.

Fallegir dagar

Mikið er gaman að sjá allt verða grænt og brumið á trjánum að springa út og er sprungið á mörgum stöðum. Ég hef haft það bara fínt undanfarið Wink Nýja vinnan er mjög skemmtileg. Ég varð reyndar fyrir því óláni að fá ofnæmi svona frekar upp úr þurru. Er reyndar búin að finna fyrir einhverjum kláða frá því ég var úti síðastliðið haust en beið alltaf eftir að þetta lagaðist en þegar sólin fór aðeins að skína á mig þá varð allt vitlaust. Ég öll í útbrotum og blöðrum ( fannst svo skrítið að ég skildi brenna svona í sólinni sem var nú ekki mikil) hehe en fór til læknis og fékk hjá honum bæði góð ráð og lyf sem ég þarf að taka á sumrin því þetta er sólarexem.

Skrítið að vera bara að vinna til kl. 2. Stundum þarf að reka mig heim hehe (þetta lærist svo að fara allt of snemma heim) En svo fer ég stundum og hjálpa Þormari í fiskinum þannig að þetta jafnast út.

Knús í hús þar til næst

Stjörnuspá MBL Naut  W00t Ekki reyna að breyta maka þínum og ekki leyfa neinum að reyna að breyta þér. Ef þú þarft að láta í minni pokann á annað borð skaltu umfram allt gera það með reisn.


Mjallhvít og dvergarnir sjö

Núna er ég byrjuð í nýju vinnunni og er það bara feikilega skemmtilegt Wink Frábært verkefni fyrir mig og áskorun Smile Þetta er 75% starf þannig að ég verð búin frekar snemma á daginn og spurning uppá hverju maður tekur þegar ekkert er að gera í fiskinum Tounge 

Svo skráðum við okkur í Jóga og er búin að prufa 2 tíma og undur og stórmerki (var nefnilega viss um að mér myndi ekki líka við þetta) mér líkar bara vel, reikna með að koma hlaupandi í tímann og þá fæ ég væntanlega þá útrás sem ég þarf hehe. Fékk reyndar í bakið eftir fyrsta tímann en kennarinn sagði að það væri ósköp eðlilegt því ég væri að hreyfa við vöðvafestum GetLost 

í kvöld ætlum við skötuhjúin að halda smá partý og vera með þema. Allir karlmenn eiga að koma klæddir sem Mjallhvít en konur sem dvergar. hehe Happy Þetta verður bara snilld. Þessi félagsskapur sem ætlar að hittast á 1 árs afmæli einmitt í dag Wizard  Fyrir ári síðan þá  var hatta þema og það var bara geggjað W00t

Hugrenning Pouty "Vinir" kann maður að vera vinur ?  Það sem ég er að upplifa þessa daga með mínum vinum er alveg nýtt því ég gat aldrei gefið mikið af mér. Núna get ég bæði gefið og þegið frá mínum vinum og er það sérstök tilfining að geta það. Að faðma manneskju eða vera nálægt fólki var eitthvað sem ég átti mjög bágt með en er öll á batavegi með það í dag. Mér finnst bara gaman og gott að faðma mína vini.  Þegar ég fór á fundi t.d. hjá sasa þá geymdi ég alltaf veskið mitt öðrumegin við mig og kaffibollan hinum megin svo enginn settist of "nálægt" mér Blush í dag þá er laust öðru megin við mig. Bata merki hehe Núna á ég þannig vini sem ég hefði þurft þegar ég var krakki en þá hleypti ég engum nálægt mér. FootinMouth

Knús í hús og njótið helgarinnar Whistling LoL

 

 


Sumardagurinn Fyrsti :)

Gleðilegt sumar flotta fólk Wink Það er sko komið sumar því ég sólbrann í heita pottinum áðan Blush hehe sko í gær fór ég í pottinn (nóta bene það var sól ) og svo aftur í dag. Var að mýkja húðina með smá mýkingarefni sem ég á hehe og púff brann Blush Ég man ekki mína löngu ævi að hafa nokkurn tíma brunnið í apríl, (er nú ekki vön að brenna) kannski í maí en aldrei í apríl og það á sjálfan sumardaginn fyrsta hehe. Bara gaman Tounge

Annars er ég góð. Átti afmæli í  gær og það kom þetta flotta fólk og tók af mér völdin í eldhúsinu mínu og eldaði handa mér og fleira fólki dýryndis nautasteik. Ég vissi bara ekkert hvað ég átti að gera hehe fór bara að spila tölvuleik í tölvunni á meðan verið  var að elda í eldhúsinu mínu hehe. En maturinn var sko ekkert smá flottur Happy Svo bjó ég til Fílakaramelluköku og ég átti von á nokkrum gestum þannig að ég rúmlega 2faldaði hana og setti hana bara í stærra form en þá tók hún uppá því að bakast ekki fyrr en seint og síðar hehe. Þannið að það lá við að hún yrði miðnæturterta með ís Cool en góð var hún.

Nú fer að styttast í að ég fari að byrja í nýju vinnunni. Bæði kvíði fyrir og hlakka til Pinch Mér finnst alltaf erfitt að byrja á nýjum stað en svo þegar ég er komin á staðin þá er þetta ekkert mál ég veit það Woundering

Svo í dag átti ég svo mikinn afgangsrjóma því ég  gleymdi að þeyta hann með kökunni í gær svo ég bjó til svakalega stórt fjall af Vöfflum. Svo þetta var bara annar í afmæli hehe. Vill einhver vöfflur hehe.FootinMouth Er búin að fá alveg fullt af flottu fólki í heimsókn síðustu 2 daga. Mínir foreldrar komu báðir í Karamelluköku í gær Happy bara snilld.

Þannig að ég er bara góð. Stefnan er tekin framá við með öllu þessu flotta fólki sem í kringum mig er. Og er ég smá saman að sætta mig við það sem ég get ekki fengið. Það er bara mér ekki ætlað í þessu lífi. Knús í hús :)

Stjörnuspá - 22. apríl 2010
fyrir 21. apríl 1966

Þú ert kraftmikil og ákveðin í dag. Ytri aðstæður eru einnig hagstæðar. Þetta er því frábær dagur fyrir vinnu og almenna athafnasemi, s.s. að byrja á nýju verkefni (m.a. á nýju átaki í heilsurækt). Notaðu tækifærið og kýldu á mál sem þú vilt koma áleiðis. (Sól 0 gráður Mars)

 


Ef maður biður fallega þá fær maður það :)

En kannski ekki alltaf eins og maður vildi fá það LoL Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að okkar tími er svoldið ákveðinn en stundum getur maður gripið inn í ef maður vill ekki Blush 

Í vetur hef ég verið að vinna í lítilli fiskverkun og þar hefur verið mikið fjör og mikið gaman. En alltaf vitað að þarna get ég ekki verið allar mínar stundir vegna handa minna Errm svo þetta yrði bara tímabundið hugsaði ég Wink En hvursu lengi hmmmmmmmm svo fór báturinn á snurvoð og varð minna að gera og við sáum framá að í sumar yrði lítið að gera nema viðhald og smá útflutningur.

Í allan vetur hef ég verið að skoða markaðinn sko vinnumarkaðinn og sótt um hin og þessi störf en ekkert gerst í þeim málum. En um daginn þá var hringt út af starfi sem ég hafði sótt um Smile og BINGÓ ég fékk hana. Ég er nefnilega svo frábær að hann valdi mig W00t Byrja í lok þessa mánaðar og lalalalala bara gaman.

Í gær vorum við Þormar á fundi um stóra göngu í sumar og var mikill spenningur í liðinu mar. Erum við með plan A sem er á Vesturlandi og svo plan B sem er fyrir norðan.  Var setið og spekúlerað fram á nótt hehe.

Þið eruð æðisleg og viti menn ég líka hehe

Stjörnuspá - 7. apríl 2010
fyrir 21. apríl 1966

Nú er viss spenna í loftinu sem getur skapað smá stress. Það er því gott að verja tíma í athafnir sem krefjast orku og áreynslu, til dæmis að vera útivið og gera æfingar sem slaka á líkama og tilfinningum. Einnig er ágætt að hlusta á skemmtilega tónlist. (Tungl 90 gráður Sól)


Föstudagurinn laaaaaaaaangi

HÆ HÆ vonandi hafið þið það gott. Ég hef það allavega Wink

Fór í fermingarveislu hjá henni Fjólu Dóru og er hún flott stelpa. Óska ég henni ynnilega til hamingju með að vera komin í tölu fullorðna Wink Hitti ég þar mikið af skemmtilegu fólki og áttaði mig á því að það er nokkrir ættingjar sem ég þarf að rækta meira garðinn minn með :)

Svo á Föstudaginn langa fór ég í göngu með 21 manneskjum sem er allt frábært fólk Wink við fórum svoldið langa göngu frá Selvogi að Þorlákshöfn (of langa fyrir suma) en við styttum ferðina um ca 5 kílómetra vegna veðurs og stoppuðum við gömlu fiskeldisstöðina í Keflavík. Það var mikill bilur á tímabili þannig að maður sá bara botninn á næsta manni hehe. En svo fórum við að spá í að hætta að fara í göngu á þessum degi því í fyrra ætluðum við að ganga á Akrafjall og urðum frá að hverfa vegna roks og snjókomu Crying   Bilurinn minnti varð til þess að maður hugsaði um Hvannadalshnjúk þegar maður horfði bara á næsta rass hehe. En svo stytti upp og við Írena og Telma fórum að leika okkur með að meiga ekki stíga á neitt nema steina og stundum var það svoldið erfitt því á þessari leit er mikið um sand :) eftir rúmlega 4 tíma göngu þá vorum við loksins komin að húsinu sem alltaf var beðið eftir að finna :)  Þormar skokkaði eftir bílnum og við fórum heim og þá var Eyvi byrjaður að grilla ofaní mannskapinn LoL Þetta var frábær dagur með frábæru fólki. Mikið  var hlegið eins og venjulega með þessu fólki. Það er eitthvað við þetta fólk. Maður er með verki í kinnum eins og Gerður segir. Takk fyrir mig frábæra fólk Tounge 

Svo skelltum við okkur í sumarbústað og ætlum við að vera þar þessa páskana í afslöppun Smile Heiti potturinn bara snilld. Njótið helgarinnar.

3. apríl 2010
fyrir 21. apríl 1966

Hugsun þín er skýr og meðvitund þín um sjálfa þig og markmið þín er sterk. Pláneta vitsmuna er tengd grunneðli þínu. Þetta er því góður dagur til að pæla, gera áætlanir og koma hugmyndum þínum á framfæri. Þetta er einnig góður tími fyrir ferðalag eða viðskipti. (Merkúr 0 gráður Sól)


Skuldir annara

Hæ Hæ þið öllAngry

Hlutirnir eru ekki alltaf eins og maður vill að þeir séu. Ég hef alltaf og kenndi strákunum mínum að "koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig" yngri sonur minn sagði við mig eitt sinn þegar hann er rúmlega 9 ára gamall "mamma það er ekki hægt að haga sér svona eins og þú segir því fólk er svo vont" ekki var ég sammála honum en það er önnur saga Errm

Ég hef alltaf trúað á hið góða í fólki og hefur það reynst mér misvel. Núna kemur það illilega við mig því þetta er að gera mig gjaldþrota Crying Ég hef alltaf reynt að passa vel upp á peningana mína (aldrei átt mikið af þeim) en alltaf borgað það sem ég skulda. Ég fór í sambúð með manni 1996 (já langt síðan) þá átti ég íbúð og bíl og allt Wink en  hann fór ekki vel með peninga en ég trúði alltaf á hið góða í honum og að hann myndi borga skuldirnar sínar. Skrifaði ég upp á 2 skuldabréf fyrir hann og svo yfirdrátt. Við hættum saman um áramótin 2002-2003. Fyrstu árin á eftir tókst honum að greiða alltaf inná yfirdráttinn (ég þurfti nú alltaf að minna hann á það greyið) svo daginn fyrir afmælið mitt 2007 sendi mér hann skilaboð og sagðist ekki eiga peninga. Ekki hefur hann greitt krónu inn á yfirdráttinn síðan. Á þessum tíma vissi ég að hann var í góðri vinnu sem borgaði vel.( Ég er að greiða niður þennan yfirdrátt) Skuldabréfin hefur hann lítið sem ekkert greitt af og núna á að gera mig gjaldþrota ef ég borga þau ekki. Spáið í það. Hann virðist bara geta labbað út úr þessu og haldið áfram að lifa sínu lífi. En ég verð að taka afleyðingunum, því ég treysti þessum manni og skrifaði upp á fyrir hann.

Ætla ég að reyna að tala við lögfræðinginn á mánudag þótt ég eigi enga peninga því mér finnst það skelfileg tilhugsun um að verða gjaldþrota. Sök sér ef ég borgaði ekki skuldirnar mínar en það hef ég alltaf gert og meira en það.

Stjörnuspá - 27. mars 2010
fyrir 21. apríl 1966

Ímyndunarafl þitt er sterkt og þú ert ekki jarðbundin. Það er því best að leggja áherslu á andlegar pælingar, skapandi verkefni eða afþreyingu, en forðast að taka ákvarðanir sem tengjast viðskiptum og fjármálum. Hlutirnir í óljósir og öðruvísi en virðist í fyrstu. (Sól 135 gráður Neptúnus)


Helgin að baki :)

Halló þið öll Wink Tíminn flýgur eins og venjulega. Búið að vera brjálað að gera i vinnunni og við vinnum langt fram á kvöld. Svo á föstudag eftir frekar erfiðan dag ákváðum við að skella okkur upp í sumarbústað, bara aðeins til að skipta um umhverfi í smá stund. Þetta var ekkert smá frábært mar Tounge Reyndar var ekkert að borða hjá okkur en að öðru leiti var þetta æðislegt að geta kúplað sig út og verið í kyrrðinni. Við ætluðum að kaupa einkvað að borða á Borg en þá var lokað þar þannig að við urðum að fara alla leið á Laugarvatn til að fá eitthvað að borða hehe. Síðan fórum við til Heiðu í gærkveldi og fengum þessa líka dýryndis steik og svo voru spilin tekin fram og við spiluðum kana frameftir nóttu. Happy Ekkert ætla ég að ræða um hver vann eða neitt svoleiðis en hann Tryggvi byrjaði á núlli og endaði á núlli hehe. Seinni partinn í dag fór ég í bæinn og var að hjálpa þeim Villu og Gunna með ferminguna. Var verið að ferma Grétu skvísu Wizard Til hamingju Gréta. Maturinn var rosalega góður og allt gekk vel fyrir sig.  Jæja nóg í bili. Knús í hús Crying


Komin aftur

Tók mér smá bloggpásu en er komin aftur hress og kát. Tounge Átti slæma tíma þarna og ákvað að segja pass í smá tíma. En ákvað það að ég er hætt að fela hlutina þeir eru bara eins og þeir eru og ef aðrir geta ekki höndlað það þá er það þeirra vandamál en ekki mitt. Ég hef ekkert gert sem ég þarf að skammast mín fyrir. Skömmin var flutt á þá sem eiga hana og ég stend upp sem sigurvegari.

Pabbi minn var heiðraður fyrir sitt góða starf (hann stofnaði júdódeildina og hefur séð um hana alla daga síðan)  á Afmælishófi UMFG. Allir stóðu upp fyrir Jóa júdó eins og hann er alltaf kallaður hér og er ég ekkert smá stolt af kallinum InLove Þú er bestastur.

Það er búið að vera brjálað að gera í fiskinum, maður vinnur bara fram á kvöld og svo farið í matarboð og árshátíðir um helgar Wink Ekki leiðinlegt. Maður passar sig bara á að hvílast nóg (fara snemma að sofa og svoleiðis sem tekst stundum) Svo fer þetta að róast svona upp úr páskum.

Ég er alltaf að átta mig betur og betur á því hvað ég á mikið af frábærum vinum sem standa með mér í gegnum súrt og sárt. Takk fyrir mig Þið eruð æðisleg InLove  Þegar á reynir þá veit maður hverjir það eru og það þarf ekki alltaf að vera ættingjar mans.

Strákarnir mínir tveir eru það dýrmætasta sem ég á og ég er alltaf að gera mér meira og meira grein fyrir því hvað ég er heppin að eiga þá. Ekkert smá rík manneskja og það sem ég hef öðlast í dag með mínum bata er að finnast ég jafningi á meðal fólks og er það mikill sigur. Ég get í dag gengið um göturnar bein í baki, stolt af því sem ég er og hver ég er.

Jæja nú ætla ég að láta þetta duga í bili en mun ekki láta líða svona langt á milli. Þið eruð æðisleg

7. mars 2010
fyrir 21. apríl 1966

Tilfinningar þínar eru sterkar, en um leið er viss spenna í loftinu. Þetta er því tími til að beina athyglinni að ást eða vinum. Ef þú ert stressuð er ágætt að laga til, versla, hitta vinkonurnar á kaffihúsi eða slappa af með ástinni þinni. (Tungl 90 gráður Venus)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband