Skuldir annara

Hæ Hæ þið öllAngry

Hlutirnir eru ekki alltaf eins og maður vill að þeir séu. Ég hef alltaf og kenndi strákunum mínum að "koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig" yngri sonur minn sagði við mig eitt sinn þegar hann er rúmlega 9 ára gamall "mamma það er ekki hægt að haga sér svona eins og þú segir því fólk er svo vont" ekki var ég sammála honum en það er önnur saga Errm

Ég hef alltaf trúað á hið góða í fólki og hefur það reynst mér misvel. Núna kemur það illilega við mig því þetta er að gera mig gjaldþrota Crying Ég hef alltaf reynt að passa vel upp á peningana mína (aldrei átt mikið af þeim) en alltaf borgað það sem ég skulda. Ég fór í sambúð með manni 1996 (já langt síðan) þá átti ég íbúð og bíl og allt Wink en  hann fór ekki vel með peninga en ég trúði alltaf á hið góða í honum og að hann myndi borga skuldirnar sínar. Skrifaði ég upp á 2 skuldabréf fyrir hann og svo yfirdrátt. Við hættum saman um áramótin 2002-2003. Fyrstu árin á eftir tókst honum að greiða alltaf inná yfirdráttinn (ég þurfti nú alltaf að minna hann á það greyið) svo daginn fyrir afmælið mitt 2007 sendi mér hann skilaboð og sagðist ekki eiga peninga. Ekki hefur hann greitt krónu inn á yfirdráttinn síðan. Á þessum tíma vissi ég að hann var í góðri vinnu sem borgaði vel.( Ég er að greiða niður þennan yfirdrátt) Skuldabréfin hefur hann lítið sem ekkert greitt af og núna á að gera mig gjaldþrota ef ég borga þau ekki. Spáið í það. Hann virðist bara geta labbað út úr þessu og haldið áfram að lifa sínu lífi. En ég verð að taka afleyðingunum, því ég treysti þessum manni og skrifaði upp á fyrir hann.

Ætla ég að reyna að tala við lögfræðinginn á mánudag þótt ég eigi enga peninga því mér finnst það skelfileg tilhugsun um að verða gjaldþrota. Sök sér ef ég borgaði ekki skuldirnar mínar en það hef ég alltaf gert og meira en það.

Stjörnuspá - 27. mars 2010
fyrir 21. apríl 1966

Ímyndunarafl þitt er sterkt og þú ert ekki jarðbundin. Það er því best að leggja áherslu á andlegar pælingar, skapandi verkefni eða afþreyingu, en forðast að taka ákvarðanir sem tengjast viðskiptum og fjármálum. Hlutirnir í óljósir og öðruvísi en virðist í fyrstu. (Sól 135 gráður Neptúnus)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Stína mín.
Leiðinlegt að heyra þetta en vonandi bjargast þetta allt hjá þér og að þú hafir það gott því þú átt það svo sannarlega skilið.
Bestu kveðjur, Dagrún

Dagrún (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 18:31

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sumt fólk er bara fífl

Birna Dúadóttir, 28.3.2010 kl. 00:25

3 identicon

Leiðinlegt  hvernig fólk getur hagað sér.

Höfum það fyrir reglu að skrifa ekki uppá fyrir nokkurn mann.

      kveðja úr seylunni.

seylubúarnir (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 20:46

4 identicon

Finnst þér nú ekki pínu hallærislegt að vera lýsa einkalífi þínu á netinu,,finnst alveg að þú gætir haft þetta fyrir þig,, það er gaman að vitaáð þú hafir ekki átt þér neitt líf þegar þú varst í fjölskyldunni. takk

Guðný (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 14:28

5 identicon

Ekki sniðugt að vera að skrifa illa um aðra, ættir kannski að líta í egin barm, veit ekki betur en að ég greiddi útb í golfinum sem þú ekur á, ekki endirgreiddir þú mer þessa útb er við slitum samvistum, svo keyptum við jeppan saman, á mínu nafni og þú fórst í burtu frá öllu saman og allt lennti á mér.

Vorkenni þér ekki neitt bara horfa í spegil og hugsa áður en þú skrifar svona blogg

Gunni (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 15:21

6 identicon

Sæl elsku kerlingin.Þetta sannar bara að maður þekkir sitt heimafólk.Þó að maður þekki það ekki neitt.Og ekkert meira um það þú veist hvað ég meina.

gerðu það gott í lífsins baráttu .Og þetta fer vonandi allt vel hjá þér.

Til hamingju með nýju vinnuna. Kveðja til Jóa.frá mér.

Sakna þín ,Dúna 

Duna (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband