Helgin að baki :)

Halló þið öll Wink Tíminn flýgur eins og venjulega. Búið að vera brjálað að gera i vinnunni og við vinnum langt fram á kvöld. Svo á föstudag eftir frekar erfiðan dag ákváðum við að skella okkur upp í sumarbústað, bara aðeins til að skipta um umhverfi í smá stund. Þetta var ekkert smá frábært mar Tounge Reyndar var ekkert að borða hjá okkur en að öðru leiti var þetta æðislegt að geta kúplað sig út og verið í kyrrðinni. Við ætluðum að kaupa einkvað að borða á Borg en þá var lokað þar þannig að við urðum að fara alla leið á Laugarvatn til að fá eitthvað að borða hehe. Síðan fórum við til Heiðu í gærkveldi og fengum þessa líka dýryndis steik og svo voru spilin tekin fram og við spiluðum kana frameftir nóttu. Happy Ekkert ætla ég að ræða um hver vann eða neitt svoleiðis en hann Tryggvi byrjaði á núlli og endaði á núlli hehe. Seinni partinn í dag fór ég í bæinn og var að hjálpa þeim Villu og Gunna með ferminguna. Var verið að ferma Grétu skvísu Wizard Til hamingju Gréta. Maturinn var rosalega góður og allt gekk vel fyrir sig.  Jæja nóg í bili. Knús í hús Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir frábært spilakvöld, ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir að hafa lent í einelti (margelti) part að kvöldinu ;-)

Álfheiður (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 15.3.2010 kl. 08:45

3 identicon

seylubúarnir (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 21:18

4 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Takk sömuleiðis Heiða mín en með eineltið ha þá spyr ég hver vann?????

Kristín Jóhannesdóttir, 16.3.2010 kl. 19:29

5 identicon

þessi sem náði að vinna sig útúr eineltinu vann :-)

Álfheiður (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband