Færsluflokkur: Bloggar

Það fer að vora

Nú fer vonandi að vora aðeins, allavega er orðið bjart til hálf 8 á kveldin. Mér fannst það vera vor í lofti í gær. En svo fór að snjóa í morgun aftur. En smá gamansaga af mér í umferðinni hehe. Ég er eins og þið vitið bíllaus því jeppinn er ennþá á verkstæði. Mig langaði í leikfimi og tók vinnubílinn hér sem er stór sendiferðabíll Angry Og svo lagði mín af stað. Ekki gat ég fært sætið fram þannig að það var frekar fyndið að sjá mig sitjandi á sætisbrúninni til að ná á pedalana. Og einmitt þess vegna þá rann ég af kúplingunni þegar ég var að fara yfir á ljósum og drap á bílnum. Þetta er ekki draumastaðan sem maður lendir í, allir að flauta og ég varð þá ennþá meiri klaufi og ætlaði aldrei að koma bílnum í gang. En það nú hafðist fyrir rest og ég komst á leiðarenda. Sem betur fór ég tímanlega af stað LoL Úti er ævintýri hehe. Hafið það gott þar til næst .

Stjörnuspá

NautNaut: Það kemur þér vel að vera þrjóskur. Minna ákveðin manneskja hefði flúið verkefnið, en þú gefst alls ekki upp. Þú hefur viljann og vitið.

Fallegur dagur

Mikið er fallegur dagur í dag Wink var komin út í blíðuna kl. 9 og fór í langan göngutúr. Krummi var alltaf að fylgjast með mér og spá í lífið og tilveruna og virtist lítið hræddur. Stundum gleymir maður að spá í litlu hlutina, fuglana og hvað náttúran er falleg. Svo þegar ég kom heim gaf ég fuglunum og eftir smá stund voru þeir komnir og hámuðu í sig kornin. Hafið góðan dag Grin

Stjörnuspá

NautNaut: Skiptu um gír. Þrjóskan í þér fær þig til að ýta á sama hnappinn aftur og aftur, sama hvort það skilar árangri eða ekki. Það sem virkar hættir að virka ef það er ofnotað.

Leigubílar........

Mikið rosalega er ég þakklát þess að þurft sjaldan að nota leigubíl en það gerðist núna í hádeginu. Mín fór í leikfimi í hádeginu og af því jeppinn er ennnnnnnn á verkstæði þá lét ég Gústa skutla mér og ætlaði svo bara að taka leigubíl til baka. Kl. 13:11 hringdi ég á bíl frá BSH og maðurinn sagði að það væri smá bið bíllinn myndi koma eftir 10-15 mín og ég var sátt við það EN  rúmlega hálf 2 hringi ég aftur og þá segist maðurinn hafa sent bíl af stað. Svo þegar bíllinn kom rétt fyrir 2 þá varð hann bara fúll þegar ég kvartaði um lélega þjónustu Woundering Svo í þokkabót fór kallhelv.... ætlaði ekki að beygja með mig inn heldur halda áfram inn Reykjavíkurveg þá  spyr ég hvert hann ætli með mig þá segir hann sagðir þú ekki Flatahraun, nebb Stapahraun hann heyrði vitlaust kallanginn og keyrði mig í Dalshraun. Nú tók ég stjórnina og leiðbeindi honum á réttan stað og hann gaf mér 110 kr afslátt  góður Wink Hafið góðan dag.

 

Stjörnuspá

NautNaut:Það sem við lærum af galdrakarlinum í Oz, er að stundum þarf fólk að fara að heiman til að kunna að meta heimili sitt. Þetta er fullkominn dagur til að kaupa sér flugmiða.

Mánudagur til mæðu...

Stundum gerist nú að mánudagur sé til mæðu og var það í þetta skipti. Ekki ætla ég nú að rekja það allt hér nema mamma kom frá Jamaica en hún var búin að vera þar í 10 daga veikist á leiðinni heim og fór beint á sjúkrahús með sjúkrabíl. Upplýsingaflæði í svona tilvikum er hræðilegt. Fyrst var okkur sagt að þeir hafi flutt hana á Landspítalann og hún væri að fara í höfuðskan. Ég sem var komin í vinnuna fer beint upp í Fossvog og þar kannast enginn við kellu en biðja mig um að bíða bara sjúkrabíllinn hljóti að koma fljótlega Smile en eftir hálftíma bið fer ég og tala við kellurnar þar og þeim finnst þetta vera orðið frekar skrítið og hringja upp á Hringbraut og þar er enginn sjúklingur frá Keflavíkurflugvelli hmmmmm hvar skildi nú kella vera. Þá hringir hjúkkan í 112 og þá finnst nú mamma í Keflavík á spítalanum þar. Ólöf systir var kominn inn í Garðabæ og ég sný henni við, back to Kef. Svo var hún send með sjúkrabíl í höfuðskan og þessháttar og back to Kef Wink engar niðurstöður eru komnar og á meðan geyma þeir hana þar því jafnvægisskynið virðist ekki vera í lagi og svo ruglar hún öllu saman eða bara man það ekki. Ég heimsótti hana í gær og þá leið henni ágætlega en mjög þreytt. Svo nú bíðum við bara og bíðum eftir niðurstöðum og svoleiðis. Hafið góðan dag Wink

 

Stjörnuspá

NautNaut: Það er erfitt að standast þig núna - enda vill það enginn! Það er svo gefandi að beygja sig undir þig. Ef þú lætur í ljós aðdáun á einhverjum, verður svarað í sömu mynt.

Konudagurinn

Jæja þá er þessi helgi búin Smile bara allra besta helgi. Grillveislan var frábær í gær nema lagið okkar vann ekki en varð í öðru sæti Angry Vaknaði um 8 í morgun og það var orðið frekar bjart. Flottur dagur sjálfur konudagurinn þannig að það var best að gera eitthvað fyrir MIG hmmmmm hvað langar mig í morgunmat, náttúrulega amerískar pönnukökur með smjöri og sírópi. Sem ég og gerði með hraði og bjó til uppáhalds kaffið mitt. Frábær morgunmatur. Mér finnst svo frábært að vakna ein og finnast ég ein í heiminum í svolitla stund, æðislegt. Fór svo í göngutúr um hádegið í góða veðrinu. Gunni fór og keypti líka þessa flottu súkkulaðiköku handa mér og síðan komu Þórhallur og fjölsk. í kaffi og tjatt. sem sagt frábær dagur LoL 

Stjörnuspá

NautNaut: Þú biður um nýtt tækifæri, og þú færð það. Allir mega gera mistök, og þín eru ekki jafn stór og þú ímyndar þér. Vertu jákvæðari.

Mikið um að vera

Mikið er búið að vera gaman í dag Wink ég byrjaði á að heimsækja Sigrúnu og krakkana hennar á Seltjarnarnesið og spilaði kleppara við Elínu Birnu og fórum svo í göngutúr sem endaði á nammibarnum í Hagkaup. Alltaf gaman að vera í góðra vina hópi LoL Síðan lá leið mín til Hafnarfjarðar því það var Gellu hittingur hjá Lilju sem var frábært. Það var 75% mæting Hildur lét ekki sjá sig og Helga hún bara gleymdi okkur hehe (við sem héldum að við værum ógleymanlegar). Lilja takk fyrir mig þetta var æðislegt, við fengum lauksúpu í forrétt, kjötbollur í chilisósu í aðalrétt og svo enduðum við á að fá okkur kaffi og kíktum í eitt lítið páskaegg hver og hlógum að málsháttunum. Núna á eftir erum við að fara í grill og eurovision til Þórhalls gaman gaman. Ég ætla að kjósa Ho ho ho we say hey hey hey Happy 

Stjörnuspá

NautNaut: Stjörnurnar styðja þig í að verða klárari og einbeittari í að fá það sem þú sækist eftir. Eitthvað gerist í rómantíkinni - ljón á hlut að máli.

Letin að drepa mann

Ég er haldin bloggleti þessa dagana Angry En batnandi fólki er best að lifa. Allt er á góðum nótum þessa dagana og maður fer í vinnunna og í ræktina og svo heim. Erum bara á einum bíl þessa dagana og það er svoldið erfitt, sérstaklega í bænum. Það mun taka svona um mánuð að gera við jeppann, það tekur svo langan tíma að fá varahlutina Errm Tryggingarnar eru búnir að fá hjólhýsið og allt í gúddý þar. Hafið það sem allra best þar til næst.

Stjörnuspá

NautNaut: Það er einhver í umhverfi þínu sem kvartar og þú tekur á því með ástúð. Jafnframt ertu hreinskilinn og krefst þess af öðrum. Friður næst og sátt.

Vandamálatréð

Þetta fann ég á bloggsíðu sem heitir "Lifðu og leyfðu öðrum að lifa" maður tekur stundum vandamálin með sér hvert sem er hver sem þau eru hvort þau eru í vinnunni eða heima. Gott að hafa svona tré sem maður getur bara sett þau á í svolitla stund. Svo þegar maður skoðar þau aftur þá eru þau ekki eins mikil og þau virtust í byrjun. 

Smiðurinn sem ég réð til að hjálpa mér að gera upp gamalt sveitabýli, hafði nýlokið erfiðum fyrsta degi í vinnunni.  Hann var klukkutíma of seinn í vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst upp, og nú neitaði forni pallbíllinn hans að fara í gang. Meðan ég keyrði hann heim, sat hann við hlið mér í steingerðri þögn.

Þegar við vorum komnir, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna. Þar sem við gengum að útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar með báðum höndum. Eftir að hann opnaði hurðina, varð á honum undursamleg breyting. Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín tvö og kyssti konuna sína.  Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér. 

Ég spurði hann um það sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið. "Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann.  "Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu hjá konu minni og börnum.

Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin. Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana." "Það skrýtna er," sagði hann og brosti,  "að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður."

Ég á það nefnilega til að bera mín um allt hehe Angry Núna ætla ég að kaupa mér tré og setja þau þar (aumingja tréð hehe) Hafið góðan dag Tounge

 

Stjörnuspá

NautNaut: Það eru miklar tilfinningar í gangi. Þér líður meira eins og sálfræðingi en nokkuð annað. Er ekki gott að geta hjálpað öðrum?

Ömmubarnið

Ég fékk skemmtilega heimsókn í vinnuna í dag. Gunnþór og Gulla litla. Hún er svo fljót að stækka mar að maður fylgist ekki með. Hún er með tvær tennur í neðrigóm og getur aldrei verið kjur. Vantar bara herslumuninn um að fara að skríða. Tíminn er svo fljótu að líða að hún verður orðin fullorðin áður en maður veit af hehe. Nú eru strákarnir að fara með hjólhýsið í bæinn voða gaman hjá þeim. Það verður skrítið að sjá það ekki hér fyrir utan.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú munt nota falinn hæfileika sem fáir vita að þú býrð yfir. Þú þarfnast líka líkamlegra krafta þinna. Öll kerfi vinna saman að því að líf þitt verði frábært.

Mánudagur til mæðu hehe

Jæja þá veit maður meira. Jeppinn er kominn á  verkstæði og á að gera við hann en hjólhýsið er talið ónýtt og verður það sótt næstu daga. Mér skilst að við höfum verið vel tryggð þannig að við komum ekki illa fjárhagslega út úr þessu sem betur fer LoL En svo er spurning hvernig það verður að vera bara á einum bíl næstu  vikurnar, það gæti orðið svoldið erfitt því við vinnum bæði í bænum og í sitthvorum endanum á höfuðborgarsvæðinu hann í Grafarvoginum og ég í Hafnarfirði en við finnum eitthvað út úr því þetta reddast alltaf.

Stjörnuspá

NautNaut:Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteyt! Annars heldur fólk að þér sé sama. Ef þú stendur með þér, leyfirðu öðrum að gera það sama.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband