Færsluflokkur: Bloggar

Snjór

Í morgun var alhvít jörð hér í Reykjanesbæ en fljótlega hvarf hann. Svo þegar  ég var hjá mömmu á spítalanum um sjö leitið í kveld þá var komin svaka snjókoma og svo fórég í stóran göngutúr í snjókomunni og kom eins og snjókall heim hehe. Mér finnst alltaf svo gaman í fyrsta snjónum það er eitthvað svo spes W00t Á röltinu sá ég fullt af krökkum komin út þótt klukkan væri seint og voru að búa til snjókalla eða leika sér í snjónum. Æðislegt. Njótið augnabliksins.

Stjörnuspá

NautNaut: Settu takmörk sem henta þér. Símsvari var fundinn upp af gildum ástæðum. Þú ert betri vinur ef þú ert ekki neyddur í samræður. Hafðu samband á morgun.

Að gefa sér tíma ...

Nú þarf ég að passa mig á að gefa mér tíma fyrir sjálfa mig þegar svona mikið er að gera, því þetta verður nú bara tímabundið, sem ég verð að vinna á tveim stöðum (vona það allavega). Hvað hentar mér? Ekki alltaf að hugsa hvað hentar öðrum því ég er vön því. Ef ég hefði ekki hreyfinguna og fundina mína þá væri ég illa stödd. Jæja tölum um eitthvað skemmtilegra hehe. Gunnþór eldri strákurinn minn var að taka formlega  við sveinsprófinu á föstudag fékk einhvern skjöld og skírteini. Maður er ekkert smá stoltur.

  Svo ætla ég að reyna að slappa svoldið af í dag nema skreppa smá hjólahring svo maður gleymi því ekki hvernig er að hjóla því nú fer hjólið í geymslu fram á næsta vor.

Stjörnuspá

NautNaut: Munnurinn þinn segir eitt og hegðun þín annað. Þú getur grætt heilmikið á því að lesa í hárfín skilaboðin sem fara á milli þín og ástvinanna.

Vinna og vinna...

Nú er maður bara alltaf vinnandi LoL en gef mér nú samt tíma til að fara í leikfimi og borða smá hehe. Nú er ég alveg byrjuð í nýju vinnunni og gamla vinnan orðin aukavinna. Þetta er spennandi starf og hlakkar mig bara til að takast á við þetta allt. Veit að ég kem til með að hafa nóg að gera, sem mér finnst ekki slæmt Smile Svo er ég byrjuð á fullu í líkamsræktinni og reyni líka að fara út að labba. Hafið það næs on ice.

Stjörnuspá

NautNaut: Það leikur enginn vafi á því að þú ert skarpur. Fólk kann að meta hversu hratt þú hugsar og þegar þú beitir þér, spararðu peninga fyrir þig og fyrirtækið.

Rok og rigning

Ég var búin að ákveða að fara í göngutúr í dag og ég lét sko ekki smá rok og rigningu skemma það. Jói Egils kom með mér og löbbuðum við í kringum Elliðavatn. Þetta var sko ekkert smá blautt og hressandi Smile maður var orðin vel blautur í lappirnar í restina þannig að ég stóðst ekki mátið og hoppaði í einn pollinn hehe ekkert smá gaman.

Nú fer ég að byrja í nýju vinnunni. Á morgun fer ég á námskeið fyrir hádegi og svo fer ég og kynnist aðeins fólkinu. Svo verð ég byrjuð alveg um miðja næstu viku. Verð samt áfram eitthvað á gamla staðnum að hjálpa strákunum. Mér finnst alltaf erfitt að byrja á nýjum stað enda ætlaði ég ekkert að skipta um vinnu en svona er þetta. Maður stjórnar ekki öllu. En þetta er áhugavert starf. Alltaf gaman að takast á við ný viðfangsefni samt.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú þarft að vera í rólegu umhverfi svo þú getir hvílst fyrir annasama viku framundan. Innleiddu reglu sem bannar öskur á heimilinu. Aðdáandi eykur sjálfstraustið í kvöld.

Kleinur

Ég var aldeilis í stuði í gær. Vaknaði rúmlega 7 og var komin út að hlaupa um 8 leitið Tounge Síðan eftir gott bað fór ég nú að hugsa hvað ég gæti tekið mér fyrir hendur í dag hmmmmmm svo ég ákvað að baka í frystirinn og þar vantaði kleinur. Svo þegar ég lít í frystirinn þá sé ég þar skúffuköku sem hefði þurft að borða þannig að ég sendi skilaboð á systur mínar og mágkonu um að það væru kleinur og skúffukaka á borðum svo fannst mér það ekki nóg þannig að Beta og Hafsteinn fengu líka boð Wink Svo fór ég  að hnoða og hnoða og þegar ég var búin að fletja út og snúa og allt þá lít ég í kringum mig úpps, ég hafði bakaði fyrir allan veturinn hehe. Þegar upp var staðið og búið að éta yfir hundrað kleinur þá átti ég samt yfir 300 stk eftir. En þetta varð skemmtilegur dagur Tounge fullt af fólki og ekki má gleyma draugastráknum mínum sem er allur að koma til Happy     Svo kom Úlli í heimsókn um kveldið og þá hófust nú fjörugar umræður. W00t

Stjörnuspá

NautNaut: Viðureignin hefur margar lotur og stigin eru ekki talin fyrr en bjallan glymur í síðasta sinn. Gefðu þér einkunn jafnóðum. Sjálfsmat skiptir meira máli en skoðanir annarra.

Klukk-klukk

Ég var klukkuð af Bestust og best að reyna að svara þessu sómasamlega og finna einhverja til að klukka á eftir hehe.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

Síf (saltfiskur)

Djúpavogshreppur (Skrifstofustjóri)

Trefjar (bókhald og sala á heitum pottum)

Ásgeir Sigurðsson Heildsala (Skrifstofustjóri) 

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá

Stella í orlofi

Pretty Woman

er ekkert mikill bíomynda gella Wink 

 

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á

Grindavík ( þar ólst ég upp)

Selfoss ( þegar ég flutti að heiman )

Djúpivogur (  4 ár )

Hafnarfjörður

Bý núna í Reykjanesbæ

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

Grey's Anatomy

American Idol

Útsvar

Fréttir 

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

Ég hef nú lítið út fyrir landsteinana farið

Austurland

Danmörk (Lugten)

Fór Laugaveginn (ekki í Reykjavík Smile)

Laugar í Sælingsdal

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan að blogga

mbl.is

visir.is

vedur.is

Glitnir.is (vinnan )

 

 

Fernt sem ég held uppá matarkyns

Fiskur

Mexikanst lasanja

Kjúklingaréttir

Kjötsúpa  

 

 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

Einn dagur í einu í Al-anon

Biblían

Uppskriftarbækur

aðrar bækur les ég ekki oft en les samt mikið Wink

Svo er spurning hvern ég klukka hmmmmmmmmm 

 


Flott Brjúðhjón

Var að vafra og fann þennan flotta dans. Njótið.

http://www.youtube.com/watch?v=QujA8YYgTWU


Ljósnótt

Nú er skemmtilegur dagur að baki og kominn rólegur sunnudagur en við eigum samt eftir að fara í smá afmælisveislu hjá henni Bertu, hún hefur elst aðeins. Til hamingju Berta.

Í gær fengum við Gunna Grétars og Villu til okkar í heimsókn við bjuggum um þau í fellihýsinu. Þau höfðu þrjár yngismeyjar með sér sem er hver annari fallegri Cool En Það er  eitt sem hrjáir þetta fallega fólk að þau eru pínulitlir hrakfallabálkar eins og sjá má á eftirfarandi mynd W00t  Gunni og co      Við fórum til Snorra og Guðrúnar með grillið okkar og þar var sko grillaðGunnarar og etið á sig gat, þar var lax í boði, kjúlli, lamb og naut allt dýrindissteikur.  Frábært kvöld. Takk fyrir mig

Stjörnuspá

NautNaut: Þótt þú sért líklega ekki að vinna núna, færðu sýn á vinnuna sem hjálpar þér að skara fram úr í næstu viku. Í kvöld færðu ósk þína uppfyllta. Þetta eru galdrar!

 


Skellinöðrur og útbúnaður á þeim.

Mér blöskrar hvað foreldrar unglinga á skellinöðrum eru að pæla í dag. Þeir leyfa krökkunum að vera á hjólunum án viðeigandi galla. Myndu þeir vilja lifa með því ef eitthvað kæmi fyrir, það þarf svo lítið að gerast til að fólk slasist illa ef útbúnaðurinn er rangur. Angry maður verður bara reiður og svo les maður um mótorhjólaslys og þakkar guði fyrir að fólkið hafi verið í viðeigandi klæðnaði.
mbl.is Mótorhjólaslys á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náðum þeim

Jæja þá er þetta komið. Nú er þetta undir Jóa komið hvað gerist næst. Búið er að hreinsa og kenna Jóa að hafa þetta undir control, gamna að fylgjast með þessu og líka erfitt. Hann var með Jóa hjá sér og svo fórum við heim til Jóa í Garðhús og þar var hreinsað út. Þetta var víst mikil ringulreið. Og það sást hvílíkur léttir þetta var fyrir strákinn eins og þungu fargi af honum létt.

Stjörnuspá

NautNaut:Orka með tilgang er aðlaðandi. Þess vegna dregstu að einhverjum sem er leitandi. Þig grunar að þú hafir það sem hann vantar og það er rétt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband