Færsluflokkur: Bloggar

Góðan dag

Jæja nú er ég góð. Nú fékk ég frábæra heimsókn í gærkveldi. Jói Egils, Ása Kristín og Hugrún vinkona hennar komu í gær og Jói lagaði snúrurnar mína (hann á sko flotta borvél Wink) og setti saman kommóðuna. Nú þarf ég bara að taka upp úr nokkrum kössum og þá er allt komið LoL það er orðið svoooooo flott hjá mér Tounge Svo verður spilakvöldið haldið hjá mér í kvöld og ég er búin að baka líka þessi svaka vandræði (ég meina köku) nammm. Farið nú vel með ykkur og njótið dagsins. Smile

Stjörnuspá

NautNaut: Í dag er gott að ganga frá lausum endum í tengslum við tryggingar, fasteignir, erfðaskrár eða skuldir. Margir myndu vilja baða þig með blessun sinni, ef þú bara leyfðir þeim það.

Smá fyrir svefninn.

Ég er búin að vera svakalega dugleg í dag og kvöld Wink Fór i Ikea og keypti mér eldhúsborð (pínulítið og krúttlegt), bókahillur og kommóðu Tounge Svo átti nú eftir að setja þetta allt saman. Jói fór á fund svo ekki var mikil hjálp í honum og ég er svo óþolinmóð að ég gat ekki beðið svo ég byrjaði Joyful Ég byrjaði á hillunum og gekk það bara vel en ég átti ekki borvél og ekki einu sinni hamar en ég átti þetta líka flotta skrúfjárn og nágranni minn lánaði mér hamar. Svo var hafist handa. Allt gekk eins og í sögu. Hillurnar tóku á sig mynd og úlla Flottustu hillur ever Grin þá réðist ég á eldhúsborðið það gæti nú ekki verið mikið mál sem það nú reyndar var ekki nema það var svo gott að gera þetta á rúminu mínu því það er svo hátt og þá þarf maður ekki að bogra hehe. En þegar ég ætlaði með það inn í eldhús þá komst það ekki í gegnum hurðina á svefnherberginu haaahaha ég þurfti að taka lappirnar reyndar bara tvær af til að koma því fram. Stundum getur maður verið svoldið fljótfær en ég skemmti mér ágætlega. Nú er bara eftir að smíða eins og eitt stk. kommóðu en það bíður til morguns nú ætla ég að skríða undir feldinn minnSleeping( hann er búin að vera úti á svölum í allt kvöld að viðrast W00t) ummm. Góða nótt.

 


Góð helgi.

Ég er búin að átta mig á því (loksins ) að ég er að ofgera mér á vinnu hehe. En þetta fer allt að taka enda. Nýja starfstúlkan í Ásg.sig fer að geta séð um sig sjálf (vonandi). Ég er búin að eiga yndislega helgi og er einn dagur eftir Tounge. Datt inn til Möggu og Kidda á föstudagskveldið á mjög svo ókristilegum tíma þ.e. í kvöldmat og þau tóku ekki annað í mál en að ég borðaði með þeim. Takk fyrir mig þið eruð frábær. Laugardagsmorgun var ég komin upp í Heiðmörk fyrir hálf 10 og hljóp þar í rúman klukkutíma var svo mætt í vinnuna kl 1. Var ég þar til hálf 5 þá fór ég heim í bað og fór að gera mig fína fyrir ABBA sjóvið sem við fjórar flottar stelpur fórum á. Við byrjuðum á að fara til Villu og hún var búin að elda handa okkur lasanja og drukkum við hvítvín með. Villa takk fyrir mig maturinn var æðislegur. Svo fórum við á sjóvið sem var æðislegt. Skemmti mér konunglega. Dagurinn í dag þá ætla ég bara að vinna til svona 1 og þá fer ég á flakk að kaupa mér kommóðu og hillur því nú er komið að því að klára að koma sér fyrir. Nenni ekki að vera í þessu drasli lengur. Njótið dagsins.

Stjörnuspá

NautNaut: Það er allt í lagi að taka tilfinningarnar með í reikninginn en útkoman getur reynst afleit ef þær eru einar um hituna.

Mikið að gera

Vá það er svo mikið að gera hjá mér að ég gef mér ekki tíma til að vera heima hjá mér. Ég áttaði mig á því í morgun að alla þessa viku hef ég bara komið heim til að sofa, vakna og borða morgunmat og svo út, skipta um föt eða sturta mig. Þetta er einum of mikið en þetta verður aðeins skárra í komandi viku en helgin álíka skipulögð. En þetta er ekkert leiðinlegt það sem ég er að gera. Vinn náttúrulega eins og brjálæðingur er enn í tveimur vinnum. En svo var vinnustaðapartý á föstudagskveldið svaka stuð W00tmikið dansað og spjallað. Var reyndar komin heim fyrir miðnætti og komin á ról rúmlega 7 morguninn eftir. Í gærkveldi þá var hattapartý Wizardhjá Sóló og setti mín bastkörfu á kollin og skreytti hana með allskonar skrauti + dömubindi sem ég límdi aftan á hehe. En það voru fullt af flottum skrítnum höttum þarna. Þetta var rosalega gaman. Svo dansað villt frameftir kvöldi en ég var komin heim um eitt (alltaf svo stillt stelpa heheDevil) og fór fljótt að sofa. Vaknaði svo hress í morgun og bjó mér til amerískar pönnukökur mmmmmmmmm ekkert smá gott og hressandi eftir annasama daga LoL. Maður verður bara að passa sig á að vera duglegur að borða og sofa og hreyfa sig Cool þá getur maður allt. Elsku vinir njótið þess að vera til.

Stjörnuspá

NautNaut: Það er svo sem í lagi að treysta á sína nánustu tilfinningalega. Svo vilja allir í kringum þig vita hvað það er og taka þátt í spennunni.

Sunnudagur

Ég vaknaði smá ryðguð eftir smá rauðvínsdrykkju í gærkveldi en var fljót að borða morgunmat og skella mér í göngugallan og koma mér af stað þvi ég ætlaði í göngu með Jóa Egils. Við fórum upp í Heiðmörk hjá Elliðavatni og gengum þar c.a. 12 kílómetra og tók það tæpa 2 tíma. Erfitt að ganga í snjó en svakalega gaman í góðum félagsskap. Síðan skelltum við okkur í sund og svo á kaffihús á eftir.  Um 5 leitið fór ég til Villu og Gunna og buðu þau mér í mat alltaf eru þau höfðingjar heim að sækja. Fékk íslenskt lambakjöt mmmmmmmm gott. Takk fyrir mig.

Stjörnuspá Cool Er í tölunni hans Jóa Munda og þar er ekki hægt að copera svo ég skrifa bara stjörnuspánna niður hún er svo frábær í dag.

NAUT. Þú hittir einhvern sem þú getur hlegið með, svo vertu viss um að  fá símann hjá honum. Þú átt það skilið að einhverjum finnist þú alveg einstök.  


Góð helgi.

Helgin búin að vera frábær. Var að vinna  á báðum stöðum á laugardag alveg til klukkan að ganga 8 en þá fór ég heim að gera mig klára fyrir afmælið hennar Sigrúnar. Selma kom og sótti mig klukkan að ganga 10 þannig að þegar við loksins komum þá vorum við síðust. En það kom ekki að sök því það var ofboðslega gaman.  Mikið sungið. Við Selma gáfum Sigrúnu afnot af karlmanni sem eina kvöldstund og hún ákvað að hann myndi spila og syngja fyrir okkur. Honum var réttur gítar í hönd og hann stóð sig með stæl enda er þetta hans atvinna hehe.Wizard Það var sungið og spjallað fram á nótt. Takk Sigrún og Jón Ingi fyrir frábært kvöld. Þið eruð æðisleg. W00t Set svo myndir inn fljótlega.

 


Salsa...

sæl Wink Hvað haldið þið að ég hafi verið að gera í gærkveldi LoL Fór á Salsa námskeið. Rosalega var gaman. Að maður skuli ekki hafa farið fyrr fyrst manni þykir svona gaman. Ég hef lítið sem ekkert dansað í tvö ár. PUHH Ég þarf sko að fara að bæta úr því mar. W00t Fer í fertugsafmæli um helgina Wizard kannski maður dansi eitthvað þar. Sigrún mín til hamingju með að vera komin á fimmtugsaldurinn hehe. Hafið góðan dag Grin


Halló Hafnarfjörður

Jæja þá er ég orðin Hafnfirðingur aftur Wink Fyrir viku síðan þá gerði ég mér lítið fyrir og gerðist Hafnfirðingur aftur. Gulla geymd í þvottakörfu á meðan var verið að koma sér fyrir hehe.Picture 191

Og er að koma mér fyrir í rólegheitum. Nóg að gera, vinn eins og brjálæðingur en slappa af inn á milli. Í gær fékk ég Gellurnar í súpu og var það æðislegt. Gellurnar mínar eru frábærar stelpur sem alltaf er gaman að umgangast. Síðan fékk ég Gullu litlu í heimsókn með mömmu sinni og átti nú amma að passa í smá stund. Við Gulla skruppum í Grindavík því langamma hafði ekki séð Gullu lengi. Þar heillaði hún alla upp úr skónum eins og henni er lagið því hún er flott stelpuskott. Picture 193 

Stjörnuspá

NautNaut: Þú leggur þitt af mörkum, þótt ekki sé beðið um það, og ástvinir reiða sig á það. Framlag þitt er mikils metið. Þú hjálpar til við að móta lífshlaup.

Á lífi

Bara að láta vita að ég er á lífi hehe. Mikið að gerast í mínu lífi þessa dagana og læt ykkur vita af því síðar. Hafið það sem allra best LoL

Veturinn búinn

Jæja þá er þetta snjódót búið í bili. Skellti vetrardekkjum (naglalausum) undir Krulluna og var hissa á hvað það kostaði lítið eða kr. 4.990,- hélt að þetta væri dýrara LoL það er nefnilega allt orðið svo dýrt í dag. Var ekki á nöglum í fyrra og líkaði það bara vel og ætla að gera það aftur. Dagurinn í dag er svona dagur sem maður fer bara undir feld og fer að lesa góða bók eða eitthvað. Njótið dagsins Happy 

 

Stjörnuspá

NautNaut: Þér finnst hugmyndin um ferðalag spennandi. Ef þú getur ekki séð allan heiminn, geturðu alla vega séð nýtt horn af honum. Þú finnur ferð á góðu verði.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband