Færsluflokkur: Bloggar
5.9.2008 | 09:19
Draugabanar




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2008 | 21:58
Draugagangur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2008 | 23:16
Útilega
Þetta land er frábært. Við fórum í hávaðaroki af stað á föstudag og fórum í Laugarás og viti menn það var ekki rok þar. Þar vorum við í frábæru veðri og skemmtum okkur konunglega. Hafsteinn og Beta voru með okkur og svo bættust Anna María og Gunnþór á laugardeginum með Gullu litlu. Hún er svo mikið krútt
Strákarnir þurftu nú aðeins að vesenast í Markísunni og Beta fór að leika sér með Gullu. Setti hana á háhest og fór að skoppa með hana um túnið. Stelpunni þótti þetta nú ekki leiðinlegt og ákvað að borga fyrir sig hehe. Hún gerði sér lítið fyrir og ældi á kollinn hennar Betu
.Svo verður maður svangur og fær sér papriku.
Um kvöldið fór að fara fiðringur um liðið og ákváðum við að kíkja á Harmonikkuball sem var þarna á staðnum
Alltaf gaman að dansa. Þarna var hún Inga hans Kidda pabba strákana og skemmtum við okkur öll konunglega. Frábær helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2008 | 21:23
Vatn
Byrja nú á því að óska Landsliðinu í Handbolta til hamingju með árangurinn. Þeir eru bestastir
Svo fer ég að tala um annað þ.e. hið íslenska vatn. Ég hefði aldrei trúða því að ég myndi sakna þess svona hroðalega þegar ég var úti, nú var ég ekki lengi úti bara 5 daga en vatnið í Danmörku er bara ekkert gott
En þegar maður fer svona út þá fattar maður hvað maður hefur það virkilega gott hér. Nóg af heitu vatni og köldu. Svo er ekkert fjall þarna hehe. En gaman var þarna samt
Helgin var blaut en góð, hljóp mikið, það er svo gaman að hlaupa í rigningu ef það er ekki of mikið rok
Nú er maður byrjaður að vinna aftur og fljótlega fer að koma í ljós hvernig verður með fyrirtækið. Maður þarf að fara að kíkja í kringum sig og kanna markaðinn. Spurning um að fara að skrá sig. Hafið það sem allra best þar til næst.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2008 | 16:46
Danmörk
Þann 18 ágúst fór ég til Danmerkur og var þar í 5 daga. Fór með Villu að sækja dóttir hennar hana Grétu krútt Mikið rosalega var þetta gaman. Í raun vorum við alltaf bara að gera ekki neitt. Röltum um og skoðuðum í glugga, skruppum á ströndina eða bara chilluðum. Ég var á stað sem heitir Lögten og er það á Jótlandi. Þurftum að vera í lest í 3 tíma frá Köben til að komast þangað. Svo skruppum við til Árhus með lest hún var 20 mínútur að koma okkur á réttan stað
Á föstudag fórum við svo til Köben og vorum í Tívoli og kíktum á Strikið. Hérna sjáið þið dömurnar sem ég var með og svo er hin myndin af Villu töskubera hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2008 | 23:24
Mikið að gera
Mikið hefur verið um að vera allan ágúst og ekki er neitt lát á því. Nú þann 6 ágúst þá átti Gulla sonardóttir mín sinn fyrsta afmælisdag (mikið ofboðslega er tíminn fljótur að líða) og hér kemur mynd af feðginunum. Var það stór stund að blása á kertin hehe.
Síðan tók nú vinnan við aftur og er mikið spáð í spilin þar um framhald og svoleiðis. Ekki veit maður hvað verður og fer að líta í kringum sig fljótlega. Um helgina erum við búin að vera á Blönduósi og Skagaströnd i frábæru veðri. Fórum með Hafsteini og Betu og þau tóku Reynir vin sinn með sér. Þetta var í alla staði frábær helgi. Það var Kántrí hátíð á Skagaströnd og þemað hjá Gunna, Reyni og Hafsteini voru hattar og voru þeir flottir með hattana sína .
Svo var það hann Silli sem fékk smá sýningu frá Betu við góðar undirtektir nærstaddra en Silli reyndi eins og hann gat að þykja þetta ekkert skemmtilegt en gekk ekki nógu vel
.
Svo datt Villu í hug að skreppa til Danmerkur þann 18 ágúst að sækja stelpuna sína og vildi endilega fá mig með og ég ætla bara að skella mér. Förum í fyrramálið og komum aftur á föstudagskveld.
Stjörnuspá

Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2008 | 21:47
Laugavegurinn
1 til 5 ágúst þá gegnum við Laugaveginn nokkur saman. Vorum við 5 þ.e. ég Kristín, Villa, Gunni, Sigrún og Silja. Lögðum við af stað frá BSÍ rúmlega hálf 9 og lá nú leið okkar í Landmannalaugar þar sem við ætluðum að hefja gönguna
. Vorum líka í þessari flottu rútu eða þannig, við höfum aldrei kynnst öðru eins. Í Ártúnsbrekkunni þá vorum við strax orðin smeyk um að hún myndi bara velta. Við höfum grun um að flestir demparar væru bilaðir og gírkassinn alveg að fara eins og söng mikið í honum og svo þegar malbikið endaði þá voru allskonar dynkir og læti að við yrðum ekki hissa þótt hún myndi tapa hjólastellinu undan bílnum. En eftir mörg svitaköst þá komumst við nú á leiðarenda hehe.
Við fórum að gera okkur tilbúin, klára að gera pokana klára og fá okkur aðeins að borða áður en við legðum af stað. Átti ég smá afganga frá því kveldinu áður kótelettur í raspi sem ég bauð mannskapnum og var mikið gott að snæða þetta því ekki vildi ég bera svona mikið magn. Um 2 leitið var lagt af stað og gengið inn í aðra veröld. Ég hefði ekki trúað þessu þótt mér væri sagt frá þessu en þetta er annar heimur. Þarna er svo fallegt, litirnir í fjöllunum er svo margbreytilegur og ALLT. Veðrið var mjög gott, sól annaslagið og smá gola. Við vorum komin í Hrafntinnusker rétt um 5 og skráðum okkur inn og komum okkur fyrir og fórum svo út aftur og leituðum uppi heita lind sem við ætluðum að skola lúna fætur í. Þegar við komum að lindinni þá kemur í ljós að í henni er ber kona hehe. Gunni fór nú smá hjá sér og fyrir kurteisi sakir þá snýr hann sér undan þegar hún fór upp úr og fór að þurrka sér með handklæði á stærð við frímerki. Það var nú notalegt að dýfa tánum ofaní eftir fyrsta göngudaginn. Svo átum við nestið okkar og spjölluðum og spiluðum þar til við lögðumst til svefns um hálf 10 allir frekar þreyttir því flestir fóru seint að sofa og vöknuðu snemma
Dagur 2 var yndislegur dagur ekki skýhnoðri á himni og logn. Við vorum komin frammúr rúmlega 7 og fórum að gera okkur klár í rólegheitum og rétt fyrir 9 vorum við lögð af stað. Og ekki tók lakara landslag við en deginum áður. Vááá mar. Ég get bara ekki líst því hvað þetta er fallegt. Þetta er eins og að labba um í málverki af flottustu gerð. Fundum þarna íshellir sem við gátum gengið í gegnum. Stoppuðum reglulega til að taka myndir og fá okkur snarl og nesti. Svo um 2 leitið þá vorum við komin í Álftavatn. Gunni var með veiðistöng og hugsaði sér gott til glóðarinnar. Átti líka þessu flottu beitu (maísbaunir)
nú skyldu sko fiskarnir vara sig. Eftir að hafa hvílt sig í rúman klukkutíma þá töltum við af stað. Þegar við komum á staðinn þá var þar ung stúlka sem var búin að fá nokkra fiska og notaði hún rækju sem beitu
og Gunni greyið fékk ekki neitt og tölti í skálann með skottið milli fótanna ákvað að fara aftur eftir matinn og þá skildi sko taka á því
Og svo þegar við vorum að verða búin að borða þá birtust systir Villu Anna María og maðurinn hennar Andrés á sínum fjallabíl. En nú var Gunni orðinn óþolinmóður og eftir góðan millitekk og viskísnafs frá Andrési þá var stefnan tekinn á Vatnið. Vopnaður veiðistöng og maísbaunum fóru allir nema Sigrún og Silja (þær höfðu það kósí í skálanum) fullt af sætum strákum nýkomnir
. Nú byrjaði sko stuðið Gunni var varla búin að sleppa önglinum þegar fiskur beit á og næstu 10 mínúturnar þá voru hann og Andrés búnir að landa 12 fiskum (þeir veiddu til skiptis) og Stína rotari sá um að þeir sprikluðu ekki aftur í vatnið. Nú var nóg komið og við töltum með aflann glöð í bragði því við ætluðum sko að fara að grilla sem við og gerðum. Mikið var þetta nú góður silungur þótt hann væri ekkert voðalega stór
Svo var skriðið undir feld þegar klukkan var langt gengin í 10. En við vorum ræst rúmlega 12 því það var björgunarsveitarmaður í skálanum og var hann kallaður út því það var komin þoka og maður og nokkrar konur skiluðu sér ekki á réttum tíma. Konurnar komust svo sjálfar í skála en maðurinn var illa villtur og kaldur þegar hann fannst en allt fór vel. En við sofnuðum fljótt aftur eftir að kyrrt varð aftur í skálanum.
Dagur 3 Var nú smá þoka en þurrt. Anna María og Andrés buðust til að skutla dótinu okkar nema nesti dagsins í Emstrur sem við þáðum og vorum létt á okkur þennan daginn. Mikill sandur er á þessari leið en ekki fannst mér hann neitt erfiður. Nú var Gunni kominn með stafi og fannst honum það muna miklu Andrés hafði lánað honum. Ein á þurftum við að vaða en það var bara gaman
Ekki sást nú mikið í fjöllin fyrir þoku en þarna er mjög svo fallegt eins og allt þarna. Við vorum komin um 2 leitið í skálann hjá Emstrum og þar var svo yndislegt fólk sem aðstoðaði mig um rafmagn til að geta hlaðið myndavélina mína sem hafði gefist upp deginum áður
.
Dagur 4 var blautur. Gunni og Villa vöknuðu blaut því þau höfðu verið í tjaldi þessa nótt En þetta yndislega fólk lét það nú ekki eyðileggja góða skapið. Og enn töltum við af stað. Það rigndi nú svoldið á okkur fyrripartinn en fór svo að stytta upp um hálf 12. Við stoppuðum og fengum okkur nesti og settumst niður og akkúrat á þeim tíma lét sólin sjá sig bara til að sjá til þess að við myndum borða vel. Þarna var mikill gróður því við vorum að nálgast Þórsmörk. Og eins og ég hef áður sagt og held því áfram þetta er svooooo fallegt landsvæði. Þarna var ein stór á sem við þurftum að fara yfir og hún var svoldið erfið eða frekar köld og sendin hefði betur verið í sokkum í sandölunum. En svo komum við í Húsadal og byrjuðum á að fá okkur súpu og brauð. Við höfðum leigt okkur lítið hús sem við ætluðum að gista í, höfðum látið senda okkur dót og mat. Við skelltum okkur í sturtu og sauna sem var mjög svo þægilegt eftir allar göngurnar. Ég, Sigrún og Silja kíktum í sönghellin og þá fór að rigna og við vorum þar í rúman hálftíma þá gáfumst við upp á að bíða eftir að það stytti upp. Drifum okkur í bústaðinn og fengum okkur hvítvín. Grilluðum læri, steiktum sveppi sem við höfðum tínt (Sigrún passaði upp á að þeir væru í lagi). Þetta var yndisleg stund. Frábær matur, frábær félagskapur. Fengum fótanudd, það var spákona á staðnum. Hvað getur maður haft það betra hehe.
Þessi helgi fer seint úr mínu minni. Þetta er með því skemmtilegasta ferðalagi sem ég hef farið. Erum við búin að stofna ferðaklúbb og vonandi verða farnar margar ferðir saman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.8.2008 | 21:31
Seljudalur 21
Þann 31 júlí þá var klárað að steypa grunnin að Seljudal. Voru þar komnir Gunni Lax, Gunni Grétars og Hafsteinn, en þegar farið var að steypa þá bættust fleiri við og svo þegar allt var orðið slétt og fínt fengu þeir sér kótelettur og bjór á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 20:12
Komin aftur
Jæja þá er ég komin aftur. Tölvan hjá okkur hrundi þannig að ég hef ekkert komist í að blogga og svo búin að vera út um allar trissur að labba. Gunni átti afmæli þann 16 júlí og maður gat ekkert sent honum kveður hér því allt var BILAÐ Gaman er nú samt að segja frá afmælisgjöf sem hann fékk frá Þórhalli og frú
en það eru sundfit og sundgleraugu ef honum skildi detta í hug að fara í Þórsmörk aftur.
Búin að ganga yfir 100 km frá því ég talaði við ykkur síðast . Fór austur á Höfn og Djúpavog 17-26 júlí Byrjaði á að heimsækja ömmu Guðný á Grænahrauni og það er alltaf jafn yndislegt að koma þar, þetta er besta amma sem ég hef nokkurn tíma átt.Ég ásamt Stjána og Önnu Sigrúnu gengum upp á Snjótind 19 júlí og af honum fórum við að Svarthamarsvatni og svo lölluðum við Anna Sigrún niður með Kyrfulgili en Stjáni hljóp til baka að sækja bílinn
Það er ekki hægt að fara niður í gilið, þannig að við fórum bara með því eins og rollurnar hehe og enduðum við Selá. Stjáni kom svo og sótti okkur. Veðrið var virkilega gott nema um hádegisbilið þá var frekar kalt en svo hlýnaði aftur.
Næsta dag eða 20 júlí fórum við Stjáni inn Geithellnadal því nú ætluðum við að fara og skoða gamalt bæjarstæði sem heitir Grund en það er í Víðidal. Keyrðum við inn Geithellnadal og keyrðum að skála ferðafélagsins. Örkuðum svo af stað um 9 leitið í um 30 stiga hita og logni. Ferðin var um 30 km. fram og til baka og var í einu orði frábær. Landslagið er bara flott. Við sáum líka um 50 hreindýr. Við komum í skálann um kl. 7 um kveldið, þá skruppum við til Hafþórs Sveitarstjóra og frú í kaffi og kleinur en þau búa á Kerhömrum.
21 júlí var þoka yfir Djúpavogi svo maður slappaði aðeins af, nema hvað ég skrapp inn í Skórækt að skoða þar. Alltaf jafn gaman að koma þar. Fór svo í sund á eftir. Sundlaugin á Djúpavogi er með bestu á landinu (að mínu mati
) kannski frekar hlutdræg.
22 júlí fór ég með Önnu Sigrúnu og Bigga í bíltúr í lónið. Ætluðum við að skoða Stafafellsfjöll en það var ekki hægt vegna þess að áin var svo vatnsmikil þannig að við fórum akandi inn eitt gilið sem heitir að við höldum Hafragil Þegar við komum í botninn var farið að tölta um og skoða, síðan klifruðum við upp á brún til að sjá meira, fórum svo niður aftur og kíktum á vatn sem var verið að veiða í og tjaldsvæði á Smiðjunesi. Komum við svo heim um 7 og þá gerði maður sig tilbúin til að fara með Stjána í Breiðdalinn að borða og varð maður ekki fyrir vonbrigðum með það. Þótti nú Stjána samt erfitt að fara ekki Öxi svo í bakaleiðinni fórum við lengri leiðina og fórum í gegnum Þórdalsheiði sem er mjög skemmtileg leið nema hún er full af rafmagnsstaurum fyrir álverið á Reyðarfirði
.
23 júlí fórum við Anna Sigrún á rúntinn og fórum að skoða Steinasafnið hjá Petru. Þetta er mjög flott uppsett þannig að maður gleymir sér þarna í langan tíma í að skoða steina að ýmsum stærðum og gerðum. Vá ekkert smá flott. Fór ég svo aftur til ömmu grænu og var þar til laugardags en þá keyrði ég heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2008 | 18:28
Rok og rigning
Ekki fórum við í útilegu þessa helgi Vaknaði snemma í morgun og sá að komið var rok og rigning þannig að ég ákvað í staðin fyrir að hjóla til Grindavíkur eins og ég var búin að ákveða þá skildi ég nú bara keyra en fór í útifötin og fór að hlaupa um leið og ég kom inn í Grindavík. Fór ég Hópsneshringinn hlaupandi í rok og rigningu sem var bara blautt en svaka gaman, fékk ég mikla útrás við þennan gjörning.
Fór svo í sund með Ólöfu og Jóhannesi litla (sem er sonur Palla,alltaf verið að bæta Jóunum í fjölskylduna
) Síðan spilaði við Ólöfu og Palla og ætlaði að vinna þau í manna en endaði í öðru sæti. Fór síðan og skoðaði líka þennan flotta pall hjá mömmu, hún var líka komin með húsgögn þarna og orðið svaka flott.
Stjörnuspá

Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)