11.9.2010 | 20:32
Rallý, ganga og berjamó :)
Í gær fékk ég skemmtilegar dömur í heimsókn önnur fór fljótlega í prjónahitting en ég fór að púsla og lesa með hinni snótinni Gullinu mínu Svo í morgun þá fór ég í göngu en fyrst þurfti ég að koma mér á staðinn og þá var spurningin er styttra að fara Grindavíkurveginn eða Krísuvík og ég ákvað Krísuvíkina var orðin frekar sein (hélt að ég yrði fljótari í för) þannig að ég gaf aðeins í og viti menn í einni krapri beygjunni þá fer bíllinn bara að skransa og snúast og ég man eiginlega ekkert hvað ég gerði en mér tókst allavega að halda honum á veginum púfff þetta var ekkert smá stressandi en á veginum tókst mér að vera. Fer varlega í framtíðinni
En mér tókst að skila mér á réttan stað tímanlega fyrir gönguna Var Gengið frá Íshólsskála að Selatöngum og þar var hópur frá Borgarnesi sem þurfti leiðsögn um svæðið. Ómar og Sigrún eru frábærir leiðsögumenn og gaman að hlusta á þau. Þau hafa frá mörgu að segja. Mikið er um flottar minjar þarna á svæðinu og svo má ekki gleyma þessu flotta hrauni sem kemur í allskonar myndum. Við vorum á gangi í um 6 klukkustundir og var veðrið æðislegt. Var smá þungbúið þegar við byrjuðum en svo kom fröken sól og var þar til rúmlega 4 eða þar til við fórum af svæðinu hehe.
Svo vantaði mér krækiber í hafragrautinn minn svo ég fór að Þorbirni og tíndi snöggvast í eina krús Síðan var ég komin heim um sexleiðið. Skellti kjúlla og grænmeti í ofninn (er með súperofn) og maturinn var tilbúin á frekar stuttum tíma hehe. Knús í hús
Stjörnuspá - 11. september 2010
fyrir 21. apríl 1966
Dagur tækifæra og jákvæðni. Þú ert bæði andlega og líkamlega kraftmikil og dómgreind þín er góð. Þetta er góður dagur til að ferðast og taka ákvarðanir vegna vinnu. Viðskipti sem þú átt í dag ættu að takast vel. Notaðu tækifærið og kýldu á mál sem þú vilt framkvæma. (Mars 120 gráður Júpíter)
Athugasemdir
Knús í þitt hús sæta
Birna Dúadóttir, 13.9.2010 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.