5.9.2010 | 12:59
Launhelgi Lyganna
Ég er búin að vera að lesa bók sem heitir Launhelgi Lyganna eftir Baugalín og vá maður verður bara reiður eins og ég varð reið þegar ég las bókina Myndin af Pabba eftir Telmu. Ég ætla að vitna aðeins í þessa bók og birta það sem stendur á bakhliðinni það hljómar svona
"Í innsta kjarna sálarinnar skemmist eitthvað. Þar er vettvangur glæpsins. Þegar einhverju djúpt í sálinni, sem er aldurslaust og fylgir okkur alla tíð, er misþyrmt þannig að lífið verður einn allsherjarflótti til að lifa af, hvernig farnast manni þá" (Baugalín)
Og áfram ætla ég að vitna í þessa bók því ég gat ekki hætt að lesa hana fyrr en ég var búin með hana. Það er svo margt sem passar við viðbrögð fólks í þjóðfélaginu gagnvart KYNFERÐISLEGRI MISNOTKUN á síðustu blaðsíðum bókarinnar segir hún hversvegna hún hafi skrifað þessa bók og ætla ég aftur að vitna í hana því þetta passar svo við mig.
"Það skiptir mig líka engu máli þó þau segi að ég sé rugluð. Ekki eftir að ég fattaði hvað þau eiga bágt. Þögnin er stundum alveg eins og lygi. En ég vel að segja frá . Þannig öðlast ég hugrekki mitt. Hugrekki hins saklausa og lífsglaða barns. Barnsins sem ég mundi eiginlega ekkert eftir. Ég fann forvitnu mig og hræddu mig. En líka glaða stelpu sem hlakkar til morgundagsins og er alltaf tilbúin að byrja uppá nýtt. Þannig endurheimti ég aftur "hina týndu" mig. Það er satt að sannleikurinn gerir mann frjálsan. Allavega frelsaði hann mig. (Baugalín)
Og svo aftur eins og talað frá mínu hjarta.
"Ég hef alltaf látið sem þetta skipti ekki máli og að ég geti lifað án þessa fólks. Annað er satt, hitt ekki. Ég get vissulega lifað án þeirra, en mér er ekki sama, það er lífslygin mín. Ég get því aðeins snúið mér að sjálfri mér og myndað mína fjölskyldu og vini. Og tengst tilfinningum sem ég hafði alltaf farið á mis við. (Baugalín) (breytti pínulitlu orðalagi fyrir mig)
Svo í endanum þá kom þetta.
" FORTÍÐIN"
"Sannleikurinn um fortíðina frelsar fólk nefnilega frá því að verða kúgun að bráð. Til að eignast fyllta og hamingjuríka tilveru verður fyrst að klára ljótu upplifanirnar. Viðurkenna það sem gerðist áður fyrr og hvernig. Á endanum getur allt orðið að veruleika, líka að leita að réttlæti sannleikans. Maður þarf aðeins að finna réttu aðferðina."
"Ég gekk inní myrkrið í minningunum, horfðist í augu við raunveruleikann í sjálfri mér og lifði af. Það deyr enginn þó ég segi satt. Né verður geðveikur. Hvorki ég né aðrir. En fjölmargir einstaklingar gætu eignast nýjan skilning, nýtt líf og möguleika á betir framtíð. (Baugalín)
Vil ég þakka þessari konu fyrir að skrifa þessa bók því hún er að hjálpa mér. Segir mér að ég sé búin að vera gera rétt hvað sem öðrum finnist. Njótið þessa fallega dags :) Knús í hús
Athugasemdir
Birna Dúadóttir, 5.9.2010 kl. 13:39
Þetta er greynilega góð bók og gott að hún gerir þér gott. eigðu góðan dag Skvísa.
Ella Stína (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.