Nudd og möndludropar ;)

Eins og kannski mörg ykkar vissu þá átti hún Álfheiður Hörn stórafmæli 06.06.10 hún varð fullra 45 ára.034 Ekki átti ég auðvelt með að finna eitthvað handa henni í afmælisgjöf svo ég gaf henni bara ekki neitt. En svo fattaði ég hvað ég gæti gefið henni. Nudd og heilun hjá góðum manni Smile Orðaði ég þetta við þetta blessaða afmælisbarn og henni leist nú bara vel á Tounge ætlaði ég líka að nota tækifærið og láta þennan góða mann nudda mig líka.

Var ákveðið að fara í ágúst og ég pantaði tíma sem hentaði öllum vel Wink Mætum við hressar á svæðið og Reynir Katrínar tekur vel á móti okkur en er frekar hissa á svipinn þegar við komum. Bíður hann okkur upp á kaffi og bíður okkur að skoða rúnirnar hans (fengum við að prufa að henda þeim á altarið og ýmislegt kom í ljós )og húfurnar sem hann er að hníta (rosalega fallegar húfur (erum við búin að ákveða að hann haldi fyrir okkur einkanámskeið í haust hehe )) Við drekkum kaffi í rólegheitum og spjöllum um allt og ekkert en ég er nú farin að hugsa hmmmm ætlar maðurinn ekkert að fara að byrja á þessu því við Heiða ætluðum út að borða á eftir. Vorum mættar þarna kl: 18:00 og reiknuðum með að vera búnar upp úr kl: 20:00 en kl. rúmlega 19:00 þá erum við enn að kjafta. Ég kunni nú einhverja hluta vegna ekki við að spyrja beint hvort hann vilji nú ekki fara að byrja á þessu en segi svona hvort "við ættum ekki að fara að nuddast eitthvað" en hann segist nú ekki nenna því. HMMMMMmmmmmmm hvað á ég nú að gera hugsa ég ??? Svo fer Heiða að spyrja hann um heilun hvað hver tími tekur langan tíma og svoleiðis og segir svo svaka saklaus eigum við þá eftir að vera hér í meira en 2 tíma enn. Þá kviknaði ljós hjá Reynir ha ætluðuð þið að koma í nudd horfir á mig og þá man hann eftir því að hafa bókað tíma heheheheeh.  Við fáum allavega einkanámskeið hjá honum í hnútum. Mikið var nú hlegið af þessu og svo nuddaði hann okkur og við komum út frá honum afslappaðar og reyndar mjög svangar því klukkan var farin að ganga 23:00 og hvar getum við fengið okkur að borða svona seint. HVERGI allavega ekki í henni Keflavík það var allt lokað hafði lokað kl:22:00 við fórum í næstu sjoppu og keyptum okkur þann ógeðslegasta hamborgara sem ég hef á ævinni smakkað. Hann var hitaður í örbylgjunni. Spurðum við afgreiðsludömuna hvenær hann hafi verið steiktur og hún bara vissi það ekki hélt kannski í dag :) Ég var nú rétt að narta í minn og segi við Heiðu ég vil skila mínum hann er vibbi en þá er Heiða bara búin með sinn hún var bara svona ofboðslega svöng. Þannig að ég lét mig hafa það að éta minn ooojjjjjjjjjj.  heheheheheheh

Nú var haldið heim til Heiðu til að spila, spjalla, spekúlera, skoða tarot og margt fleira. Fékk ég að smakka þessa líka eðal Möndludropa bara nokkuð góðir hehehe. Og þessa helgina þá er ég SIGURVEGARINNN  í ótuktinni nanananana BÚBÚ.  Hún nefnilega vinnur mig alltaf en ekki þessa helgina W00t Svo vorum við einar heima hjá henni nema hundurinn því krakkarnir höfðu ákveðið að fara í bíó og ætluðu að gista í bænum og ákvað Heiða að eftirláta mér rúmmið sitt og ætlaði sjálf að sofa í rúmmi dóttur sinnar. En svo komu Svanhildur og Guðmundur heim en Heiða hélt fast við sitt Blush í hennar rúmi skyldi ég sofa og hún tróð sér hjá hundinum Pinch

Hef ég ekki gist í þessu húsi áður en eitthvað var verið að pikka í mig í nótt og er ég svona að spekúlera útaf hverju. Mér leið á tímabili í nótt eins og það væri bara verið að ýta mér út úr rúminu. Finnur hvoru meginn svafstu eiginlega Cool og hvað ertu að meina með þessu.  Vöknuðum við Heiða frekar snemma á hennar mælikvarða og fórum út að virða hundinn Happy Frekar var hann kaldur í morgunsárið. Þegar komið var úr göngutúrnum þá var farið að gera afmælismorgunmat handa honum Guðmundi Ásgeiri (betra seint en að sleppa því) fyrir ári síðan þá reyndi ég að gefa honum amerískar pönnukökur en þá voru þær ekki með rétta útlitið og hafði ég svoldið fyrir því að komast að því hvað hann vildi og nú fékk hann loksins eins og hann vildi hafa þær og mikið borðaði hann Grin004

Síðan fórum við á flakk eftir hádegið í dag. Skruppum í Hveragerði en stoppuðum bara í 5 mínútur þar. Heiða er eitthvað svo hrifin af Byko þessa dagana og þræðir allar búðirnar hvar sem þær eru Woundering þannig að við skruppum í Byko á Selfossi. Fórum svo í Laugarás og skoðuðum Slakka þar. Og viti menn Heiða fékk mig til að taka golfkylfu í hönd og spila við sig Mínigolf og það var bara gaman hehe. Náði ég nú ekki að vinna hana en það munaði nú bara einu stigi á okkur hehe. Svo tókum við Guðmundur 019annað spil sem var nú aðeins meiri hasar í og fór hann frekar illa með kellu021 en þá brá ég á það ráð að skora á Heiðu og burstaði ég hana 9-0 026

Eftir að hafa keypt allt grænmetið í  Laugarási þá fórum við á Stokkseyri og fengum okkur líka þessa flottu Humarsúpu og ég mátti ekki leifa og ég át svo mikið að mig verkjaði. Meira að seigja þjónninn var farinn að vorkenna mér og bjóðast til að klára en Heiða sagði nei hún skal klára heheheheh.

Þetta var í alla staði geggjaður tími sem við Þrjú áttum og kynntist ég nýjum dreng í þessari ferð. Sá ég smá í hann um síðustu helgi en núna sé ég hvursu eðal drengur er þarna á ferð. Takk fyrir mig frábæra kona og Guðmundur þú rokkar feitt.

Stjörnuspá - 21. ágúst 2010
fyrir 21. apríl 1966

Þú ert jarðbundin og yfirveguð og það er ekki mikill hraði í loftinu. Þetta er tími til að vera þolinmóð og takast á við ábyrgð. Aðstæður eru hagstæðar fyrir hagnýt verkefni sem tengjast vinnu, viðskiptum, fjármálum eða fjölskyldu þinni. (Tungl 60 gráður Satúrnus)


 
 


 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk sömuleiðis fyrir frábæran tíma, ég á eftir að reka upp nokkrar hlátursrokur næstu dagana

Álfheiður (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Snilld sæta

Birna Dúadóttir, 22.8.2010 kl. 01:44

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég get vel heyrt í ykkur hlátrasköllin og skrækina  Gott þið skemmtuð ykkur vel

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.8.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband