Færsluflokkur: Bloggar

Hæ Hæ aftur

Ég gerði mér lítið fyrir á þriðjudag að næla mér í leiðinda flensu. Sonur minn reyndar elti mig á miðvikudag og hann var svo pen að hann tók bara einn dag en ég var með í maganum alveg fram á sunnudag. Gat reyndar borðað vel á laugardeginum og um kveldið. Núna er ég eins og nýsleginn túskildingur hehe. Svo er námskeiðið búið þannig að nú get ég farið að fara á fjöll aftur og er þessa dagana að skipuleggja næstu daga með hreyfingu jíbíííbííí. Pabbi hefur það ágætt miðað við aðstæður, fékk reyndar aðeins ofaní lungun og það er svo erfitt með þennan rosalega skurð að hósta upp. Það stendur til að senda hann heim á miðvikudaginn. Allt að koma.  

Helgin hjá mér var mjööööggggg skemmtileg. Var með Gullu litlu á föstudagskveld fram á miðjan laugardag og við brölluðum ýmislegt Tounge 005Svo fór ég út að borða á laugardagskveldið mmmmm æðislegt Takk fyrir mig. Fór svo í góðan göngutúr í gær í Heiðmörkina Wink Það er svo mikið af góðu og skemmtilegur fólki í kringum mig að lífið er bara frábært. Njótið þess að vera til ég er að því. Bara þurfti að sleppa tökunum, slappa svoldið af og akadadabra .

 NautNaut: Reyndu að vera opinn fyrir nýjum aðferðum og nýrri tækni í vinnunni. Vertu vakandi fyrir möguleikum í dag, því að þér gætu áskotnast peningar.


Íþróttarálfurinn

Pabbi er allur að braggast var bara rúman hálfan sólarhring á gjörgæslu í staðin fyrir heilan. Farin að fara smá framúr og borða. Allt að koma. Það er náttúrulega langt ferli framundan en það sem hann þarf að passa að gera ekki of mikið Wink og of snemma. Til hamingju pabbi InLove hvað þetta gengur allt vel.

Ég aftur á móti var svo óheppin í gærmorgun á æfingu að meiða mig í lærvöðvanum að framan, spurning hvort ég hafi bara tognað aðeins er miklu skárri í dag en í gær. Annars liggjum við hér mæðginin heima og berjumst um dolluna reglulega hehe.  Stjáni næst þegar þú hringir til að athuga hvort ég sé að ofgera mér þá skal ég hlusta hehe.

NautNaut: Sýndu maka þínum eða góðum vini sérstaka tillitssemi í dag. Svona eins og ef hún væri gestur í eigin brúðkaupi.


Pabbi minn

Jæja nú er aðgerðin búin loksins hjá pabba og gekk vel. Þetta var mjög stór aðgerð, fjórar æðar bilaðar, mikil kölkun og ein alveg ónýt. En mikið líður mér betur að þetta er búið og nú er stefnan tekin upp Mynd0001

NautNaut: Einhverjar breytingar standa fyrir dyrum sem gefa þér tækifæri til að sýna hvers þú ert megnugur. Vertu því lipur og víðsýnn á öllum sviðum.

Frábær helgi

Þetta er búið að vera frábær helgi Wink búin að hlæja svo mikið að ég held að ég sé með harðsperrur. En Anna María, Gunnþór og Gulla komu í heimsókn á föstudagskveld og við byrjuðum ásamt Jóa Munda að heimsækja pabba og leifa honum að hitta Gullu barnabarnabarn. Það er frekar langt síðan hann hefur hitt hana. Síðan fórum við á Nings og fengum okkur að borða. Gunnþór fór svo að keyra leigubíl en við hin fórum heim og gerðum klárt fyrir spilamennsku. Við spiluðum manna og það var bara gaman. Fengum okkur Blush sem ég átti í ísskápnum sem er ekki frásögu færandi nema þegar við fórum að skoða flöskuna þá kemur í ljós að hún var best before 0608 hehe. Enda vorum við farin að finna á okkur fljótlega.

Laugardagur: þá fór ég til Keflavíkur að láta gera mig fína og hitta skemmtilegt fólk og notaði tækifærið að æfa mig á brautinni því ég ætlaði að vera með söng atriði á árshátíðinni sem tókst mjög vel.  Dagurinn var í allastaði frábær og ekki var kvöldið verra. Maturinn var frábær, fólkið meiriháttar og þetta var í alla staði meiri háttar. Og ekki var verra að finna gulrót Tounge. Fór svo í göngutúr og heitapottinn og á kaffihús í dag. Ætla svo að byrja að prjóna á eftir. Mér líður rosalega vel. Pabbi verður skorinn á morgun og ég veit að þetta fer allt vel. Njótið stundarinnar

Stjörnuspá

NautNaut: Þú átt þér marga talsmenn og þarft því ekki að örvænta um þinn hlut þegar ákvarðanir verða teknar um framtíðarstöðu þína.

 


Atvinna

Ég gleymdi að segja ykkur um daginn að mér var sagt upp störfum um síðustu mánaðarmót og af því ég er nýbyrjuð í þessu starfi mínu þá hafði ég bara mánaðaruppsögn Tounge en það er búið að framlengja um mánuð þannig að ég hef  mánuð í viðbót til að redda mér einhverju að gera. Annars er bara allt í rólegheitum hjá mér. Er að læra að slappa af og það gengur þokkalega Woundering ég er allavega rólegri og skipulegg mig ekki eins mikið fram í tíman og passa upp á að ég eigi fríkvöld heima í rólegheitum Wink ætla meira að segja að fara að prjóna mér peysu. Batnandi fólki er best að lifa. Hafið það gott þar til næst.

Stjörnuspá

NautNaut: Horfur á rómantíska sviðinu eru góðar á næstunni. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.

Þorbjörn og pabbi

Ætlaði að skreppa á Þorbjörn í gær með Ólöfu Þóru systur en þegar þangað var komið var farið að hvessa þannig að við ákváðum að fara bara í kringum það. Það komu skemmtilegar vindhviður og dóttir Ólafar hún Jódís var næstum fokin nokkrum sinnum. Vindbarðar fórum við í heita pottinn í Sundlaug Grindavíkur og var þar frekar kalt því það var mikið rok en pottarnir yljuðu okkur Wink Fórum svo heim til Ólafar og Jódís bakaði handa okkur dýrindis pizzusnúða, namminamm Takk fyrir mig Jódís. (ætla ekkert að segja frá hinum snúðunum Tounge ) Spiluðum við Ólöf ótukt sem ég vann og síðan var farið að púsla og festumst við algjörlega í púslinu fram yfir kvöldmat. Skemmtilegur dagur takk fyrir mig.

Pabbi minn var lagður inn á spítala síðastliðinn miðvikudag og settur í hjartaþræðingu strax á fimmtudagsmorgun og þar kemur í ljós að það þarf að skipta um æðar strax ein alveg lokuð og tvær illa farnar. Hann verður skorinn 2 mars næstkomandi. Maður er búin að vera í sjokki í nokkra daga yfir þessu því pabbi hefur alltaf verið svoddan íþróttaálfur alltaf að þjálfa sig og aðra, aldrei reykt en þetta er ættgengur andskoti. Hreinn bróðir pabba dó 50 ára og Óli bróðir hans er búin að ganga í gegnum þetta. En þetta er bara verkefni sem þarf að leysa. Hann verður orðinn góður fyrir hreindýratímabilið í haust.

NautNaut: Vertu ekki vonsvikinn þótt þér hafi mistekist eitthvað. Þetta snýst um að gera verkið rétt, ekki hvert er haldið.

Afmæli

Hún Anna Sigrún vinkona á afmæli í dag. Til hamingju Anna Sigrún. Set inn mynd af henni hún er svo dugleg að safna  steinum .Smile Set inn hennar stjörnumerki.IMG_0065

Vatnsberi: Þú vilt ekki setja margar reglur í samböndum þínum, og þess vegna er auðvelt að vera vinur þinn. Fylgdu hjarta þínu.


Búrhvalur og Djúpivogur

Ég fór á Djúpavog á föstudag í grenjandi rigningu en ég lét það nú ekki aftra mér að heimsækja sandana. Fór bara í pollagalla og arkaði af stað. Það er viss heilun fyrir mig að fara á sandana þeir hafa einhvern mátt yfir mér sem hreinsar allt. Þótt það væri lemjandi rigning og rok þá endurnærðist ég og fór svo í heitapottana á eftir. Um hálf 7 hitti ég svo Stjána, Önnu Sigrúnu og Dúnu ( maður þekkir hana varla aftur hún er búin að missa 26 kíló) á hótel Framtíð og fengum við okkur að borða. Fékk mér steikt kolaflök með grænmeti (svakalega gott) Takk fyrir mig J Svo fórum við Stjáni á Félagsvist í Löngubúð og var það virkilega gaman. Gaman að hitta allt þetta fólk sem tekur alltaf svo vel á móti mér  og segja að ég sé orðin ein af þeim og alltaf velkomin heim J IMG_0023IMG_0027

Á laugardeginum fórum við að skoða Búrhval sem hafði rekið á Lónsfjörur rétt hjá Hvalsnesi. Er hann um 20 metra langur svaka flykki. Var svo annar minni en það er lengra síðan hann rak á land, eins var með kjálkann sem ég settist á. Fórum við á 5 bílum og var þetta mjög gaman.  Set inn nokkrar myndir. IMG_0046IMG_0054IMG_0067

Naut: Það er auðveldara en þig grunar að sleppa sér lausum í kaupum á yfirdrifnum munaðarvarningi. Efastu ekki um hæfileika þína. Gakktu því ótrauður til verks.


Heimsókn hjá Ömmu Grænu

Ég skrapp í burtu í nokkra daga J Fór til ömmu minnar í Grænahrauni. (hún er ekki  skyld mér en hún er bestasta amma sem ég hef átt J ) Ég á við það vandamál að stríða að geta ekki slappað af og tók amma það verkefni að sér að láta mig ekki gera neitt. Ég mátti varla vaska upp eftir matinn. Kom í ljós að ég var mjög þreytt. Svaf mikið en svakalega er gott að vera hjá henni. Ég er búin að vera í mikilli sjálfsvinnu og var nú komið að því að fyrirgefa sjálfri mér. Skrifað ég mér bréf og ætla ég að lesa það yfir daglega í einhvern tíma til að þetta komist inn í kollinn á mér. Ég nefnilega á það til að vera sjálfri mér verst, læt alla ganga fyrir áður en kemur að mér. Nú þarf ég að breyta því, því JÚ ég skipti máli J Nú þarf ég að skipuleggja aðeins minni hreyfingu og meiri afslöppun. Ætla ég mér að fara að prjóna aftur og mun ég prjóna lopapeysu á gelluna sjálfa (MIG).  Með hjálp góðra vina hef ég komist hingað og líka með hjálp www.sasa.is  þessi samtök eru að bjarga mér. Amma takk fyrir mig. 2009-02-15 2009-02-15 001 001


Hellaskoðun

Nú fór ég ásamt Stebba og hans strákum í Hellaskoðun í Heiðmörk. Mikið er þetta rosalega gaman og flott. Skríða um og skoða Tounge Svo var nú hátt til lofts á sumum stöðum. Grýlukerti bæði í lofti og gólfi. Þessi ferð tók nú bara 1 og hálfan tíma og var alveg rosalega gaman. Veðrið var ótrúlega flott. 077029066047

Stjörnuspá

NautNaut: Þú býrð yfir öllum þeim orðaforða sem þú þarft til að koma skilaboðunum á framfæri. Settu skýr mörk svo þú getir haldið þig á áætlun, það er best fyrir alla.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband