Færsluflokkur: Bloggar
7.2.2009 | 18:06
Bifvélavirki


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2009 | 12:36
Hreyfingarlaus dagur
Vaknaði fyrir 7 til að ýta við Jóa Munda því hann er að taka sveinsprófið núna. Gangi honum vel. Síðan kúrði ég smá áfram alveg til 9 þá fór ég framúr og bjó til eðal morgunmat, Amerískar pönnukökur með smjöri og sýrópi namminamminamm. Þær runnu ljúft niður með kókoskaffi. Alltaf gaman að dúllast aðeins með morgunmatinn á laugardögum. Nú er ég búin að þrífa alla íbúðina og er að skipta á rúmum (svaka dugleg). Ætla svo í Grindavík að skoða lítil borð. Pabbi er að taka til og sagðist eiga eitthvað smotterí sem hann væri að fara að henda Kíki kannski á einhverja í kaffi aldrei að vita hvað mér dettur í hug
ekki fer ég á fjall í dag
En ég hlít að lifa það af, það kemur dagur eftir þennan nefnilega. Er ekki alveg að hugsa nógu vel um sjálfa mig þessa dagana en er búin að koma auga á það og er að skoða málið. Hafið góðan dag. Set inn tvær myndir af dúllunni minni frá því um síðustu helgi.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 08:03
Afmæli
Nú er afmælistíð í minni fjölskyldu. Í gær átti Rúnar Örn afmæli og var hann 16 ára. Til hamingju snjókallinn minn
Í dag 5 febrúar þá á Jóhannes Mundi minn afmæli og er hann orðin 23 ára gamall litli strákurinn minn váá hvað tíminn líður. Til hamingju og vonandi áttu ánægjulegan dag Set inn mynd af drengnum.
Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar
Almenn svartsýni virðist ríkja í kringum þig augnablikinu. Farðu vel yfir fyrirmæli sem þér berast frá yfirboðurum og foreldrum því mikill misskilningur er á ferðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2009 | 10:38
Hvað ljóðin segja
Ung stúlka situr í rúmi sínu
Tárin renna sársauki nýsir hana
Finnst hún svo ein og yfirgefinn
Móðir hennar hafnaði henni algjörlega
Fjölskylda hennar dæmdi hana
Hún á fáa að engan sem hún treystir
Engan til að halla sér að og treysta
Hún veit ekki að hún er ekki ein
Jesús stendur styrkur hjá henni
Hún óttast svo að standa ein
Að lifa lifinu án stuðnings annara
Hún fer því út að leita... að stuðning
En sjálfsmynd hennar er svo brotinn
Hún leitar á svo röngum stöðum
Fær aðeins meiri og meiri sársauka
Þangað til fólkið sem hún treystir á fer
Gengur út úr lífi hennar hafnar henni
Eftir situr hún sár, svekt og reið
Finnst hún svo gölluð og glötuð
Hún veit ekki að hún er það alls ekki
Jesús sér hana sem geislandi stúlku.
Stúlkan er orðin að ungri konu
Sem reynir að vera alltaf sterk
Sama þótt fólk bregðist henni
Þá reynir hún að vera sterk
En í hjarta hennar blæðir
Sárin verða fleiri og dýpri
Hver höfnun er eins og salt
Sem rífur upp öll gömlu sárin
Sem svo erfitt er að bera og lækna
En Jesús þráir að lækna þau öll
Konan veiðir sér fljótlega mann
Hann er stöðugur klettur og ber hana
Yfir hæðir, dali og baráttur er hann þar
Óttinn við að treysta á hann er mikill
En hún tekur áhættu, treystir á hann
Í mörg ár ber hana hana á örmum sér
Hún þráir sjálfstæði en óttast það samt
Jesús getur veitt henni þetta sjálfstæði
Hún rífur sig lausa frá öryggi mannsins
Gengur út í ótryggt lífið á ný
Eftir átta ár í öryggi fjölskyldulífsins
Hún er að kafna úr ótta er svo lítil
Hún hatar sjálfan sig svo mikið
Rífur sig niður í huga sem gjörðum..
Hún veit að Jesús elskar hana ekki svona.
Hún er svo lítil og hrædd eins og ungi
Sem finnur sér alltaf skel til að skríða í
Sem er fólk sem er mannlegt og veikt
Óttasleginn, vanmáttug og brotinn
Er viss um að hún sé ómöguleg
Ljót, leiðinleg og asnaleg persóna
En Jesús sér hana sem fullkomna sköpun
Konan missir fótana, öskrar og grætur
Er viss um að hún getir aldrei verið ein
Vill bara deyja gefast upp- fá frið
En svo kemur Jesús til hennar
Umvefur hana kærleika sínum og ást
Hann styrkir fætur hennar og sál
Svo hún geti staðið upp á ný
Hún öðlast frá honum von
Von að hún komist í gegnum þetta
Að hún geti staðið ein á móti heiminum
Hún undrast hve mikill styrkur Guðs er
En heldur áfram einn dag í einu
Með Drottinn sér við hlið- daglega
Hún er enn eins og fugl í eggi
En í þetta skipti er Drottinn skurnin
Þessum skurn fylgir ekkert von né sárt
Bara styrkur og kraftur af himnum
Dag hvern hverja stund - á Guð hana
Í dag mun hann vera styrkur hennar
Henni eru allir vegir færir með honum
Hún óttast ekkert lengur - hún hefur Jesús
Með honum er hún ekki ein í dag,
Ekki á morgun aldrei aftur ein Aldrei !!!!
Elfa 2006
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 10:09
Ég og Gulla
Ég og Gulla er að dunda okkur í morgunsárið. Hún er mikill dundari, getur verið með smá dót og fært það til og frá. Það er sko ekki mikið mál að passa svona snúllu. Kötturinn úti og lætur okkur í friði eheh. Svo ætla ég að gefa Gunnþóri lax í hádegismat því hann átti afmæli í gær og fór á þorrablót og svo að keyra leigubíl í alla nótt. Eftir hádegi á ætla ég að fara í ræktina eða taka góðan göngutúr áður en ég fer að undirbúa matarboðið. Hlakka til að hitta þetta skemmtilega fólk. Set inn myndir af dúllunni þegar ég er komin heim. Hafið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2009 | 08:38
Gunnþór á afmæli
Gunnþór á afmæli. Hann er 26 ára gamall í dag váá hvað tíminn liður. Ég er bara lítið eldri en hann. Gunnþór til hamingju með daginn og njóttu hans vel. Set inn stjörnuspánna hans í tilefni dagsins.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 20:10
Mikið að gera
Það er ekkert smá mikið að gera hjá minni Brjálað að gera í vinnunni vegna innheimtumála, launa og svo launaframtalið mar. Svo á kvöldin þá er ég upptekin þau flest. Það liggur við að fólk þurfi að panta tíma til að geta hitt mig hee. En á meðan maður hvílist þá hlýtur þetta að vera í lagi í smá tíma. T.d. þessi vika. Mánudagskvöld fundur, þriðjudagskvöld spilakvöld, miðvikudagskvöld Esjuganga, fimmtudagskvöld salsakennsla, föstudagskveld þá passa ég uppáhalds ömmubarnið og svo laugardagskveld þá er matarboð. vaáá en gæti átt frí á sunnudagskvöld svo veit maður aldrei. Manni gæti kannski bara verið boðið út eða eitthvað heehhe. Þetta er bara gaman. Svo kvartar maður stundum yfir að hafa ekkert að gera. En ég vona að þetta verði ekki alltaf svona því ég vakna alla virka daga kl 5:35 til að fara í ræktina svo maður er frekar bissi allan sólarhringinn. Hafið það gott þar til næst.
Augnabliksfeimni jafngildir glötuðu tækifæri. Mest spennandi uppákoma dagsins felst í óvæntum glaðningi að ofan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2009 | 18:59
Frábær laugardagur




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2009 | 09:01
Hugrenningar að morgni dags

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 08:25
Upp og niður, upp og niður
Á þessum orðum enduðum við kaffifundinn í Sundlaug Kópavogs í morgun. Vil ég þakka Kela fyrir frábæra rennslu og skvettu og söng í rennubrautinni. Hann átti vinninginn. Steini og Jói þeir hafa dalað aðeins Spurning hvernig þetta verður næst
Bóndar til hamingju með daginn. Enginn bóndi fyrir mig til að dekra við svo ég geri bara eitthvað skemmtilegt fyrir sjálfa mig og soninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)