Færsluflokkur: Bloggar

Ný vika :)

Þótt ég sé ekki að vinna þá er svakalega mikið um að vera hjá mér Wink Ég vakna snemma á hverjum morgni og fer í ræktina eða bara út að hlaupa eða labba. Helgin var alveg meiriháttar hjá mér. Var með Önnu Maríu og Gullu litlu hjá mér á föstudagskveldið og litla dúllan var eitthvað kvalin um nóttina og grét frá hálf 1 til 4 þá loksins sofnaði hún aftur. Ég  var búin að gleyma hvernig er að vera með lítið barn sem grét og maður bara veit ekki afhverju.

Á laugardeginum fór ég í göngu upp í Heiðmörk, fórum frá þar sem grillið er og löbbuðum upp í Búrfellsgjá. Gott verður, kom bara einn smá skúr en annars skein sólin á okkur. Fórum í heita pottinn í Kópavogslaug á eftir. Síðan sótti Anna María mig (og það tók nú tíman að finna mig Halo) ég nefnilega sagði henni vitlaust til þannig að húna villtist og ætlaði að hringja í mig en þá dó síminn hjá henni Woundering en hún fann þetta fyrir rest og við fórum í Smárann og keyptum skó á mig og Gullu. Við vorum mjög lukkulegar með skóna okkar Grin Síðan fór ég heim og gerði mig klára fyrir Hollyballið en heimsótti Helgu Guðmunds 002fyrst og borðuðum við fyrst saman humar, grænmeti í ostarjómasósu mmmmmmmmm þetta var tær snilld. Helga takk fyrir mig. Svo fórum við á ballið og það var tær snilld. Við dönsuðum megnið af tímanum en þess á milli vorum við með hinum Sólófélögunum. Maður var með frekar aumar tær (eftir nýju skóna (smá hæll á þeim )) Ballið bara skemmtilegt.

Sunnudagurinn var ekki einu sinni þynnkudagur (hafði nú ekki gefið mér tíma til að drekka) Fór í fermingarveislu hjá Hildi Rún, hún er dóttir Sigrúnar og Róberts (Sigrún er dóttir Siggu systir mömmu) Fékk far með Ólöfu og mömmu. Hittum þar fullt af skemmtilegum ættingjum. Mjög gott að borða Wink. En svo þegar líða tók á daginn eða um 6-7 þá var ég farin að vera frekar þreytt þannig að ég ákvað að fara snemma að sofa sem ég og gerði (fyrir 10)því það var rosaleg æfing í morgun. Fórum í Turninn í Kópavogi og hlupum tröppurnar þar. Fórum 5 ferðir og þegar ég ætlaði að fara þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt jakkanum mínum á 10 hæð var á 15 þannig að ég þurfti að fara niður um 5 hæðir og sækja hann Cool fór svo í heitapottinn í Kópavogslaug og lét þreytuna líða úr líkamanum og nú er ég fersk og hress. Páskarnir að koma og vorið að koma. Hvernig getur þetta verið betra. Njótið lífsins og hafið góðan dag Smile

Stjörnuspá

NautNaut: Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Bráðum veistu lausnina.

Atvinnulaus

Jæja Þá er komið að því. Nú er ég orðin atvinnulaus. En ég ætla mér ekki að vera það lengi. Ef ekkert er  að fá í mínum geira þá prufa ég bara næsta hehe. Ætla að vakna á hverjum morgni og brosa framan í heimin því annað er ekki gott. Þegar ég var á leiðinni heim í dag þá helltist yfir mig sorg yfir þessu ástandi því ég hef ekki lent í því að vera sagt upp störfum og ekki fá aðra strax aftur. Ég man meira að segja þegar ég flutti suður að ég var komin með vinnu áður en ég var búin með fríið mitt Wink 

Stjörnuspá

NautNaut: Ástvinir vilja alla þína athygli og tíma. Reyndu að gera öllum eitthvað til góða en láttu það ekki hafa áhrif á þig þótt þú getir ekki bjargað öllum.

Sunnudagsmorgun

Alltaf nóg að gera hjá minni Wink Á föstudagskveld þá gerðist ég klippari og rakaði hárið á Strákunum mínum InLove og fylgdist svo með Idolinu. Vaknaði snemma á laugardagsmorgni eins og alla morgna. Ég og Hildur skruppum í göngu ætluðum að klífa Helgafellið og lögðum af stað. En það var frekar hvasst og þegar við vorum komnar rúmlega hálfa leið upp var orðið hávaðarok og bilur þannig að við ákváðum að fara bara niður aftur og labba bara góðan hring þarna sem við og gerðum. Það var komin skafrenningur þannig að maður var nú ekkert að horfa mikið í kringum sig var aðallega með hausinn niður svo haglið myndi ekki lemja það Crying svo fór ég að kíkja í kringum mig og áttaði mig á því að við vorum komnar nokkuð af leið. En við fundum slóðann aftur hehe. Ég er þekkt fyrir að vera sú sem ratar illa hehe. En við komumst í bílinn (hálf fukum til baka Shocking ) Svo fór maður heim í sturtu. Gellusúpa var hjá Kollu um hádegið og fengum við svakalega flotta kjúklingasúpu og heimabakað brauð með. Kolla takk fyrir mig. Þetta er alltaf bara gaman. Þessar stelpur eru æðislegar.

Svo þegar leið á kveldið eða um kl.19:00 fór ég á Góugleði hjá Burtflognum Djúpavogsbúum. Þarna voru um 30 manns og þetta var mjög skemmtileg stund. Lesnar voru upp auglýsingar frá Þorrablótinu og annállinn skoðaður aðeins, Hallur og bróðir hans sungu og spiluðu nokkur lög og  Ólafur Áki sagði ferðasögu sína en hann fór til Afríku og ætlaði að klífa fjall sem er rúmlega 6.900 metra hátt. En þau urðu að hætta í 6.600 metra hæð vegna veðurs. Þetta voru flottar myndir og frábær saga. Síðan endaði Óli á að fara með nokkrar valdar vísur eftir Trausta Finns frænda sinn sem lést fyrir ári síðan. Þessi dagur var hreint út sagt frábær. Takk fyrir mig. 001002006

Stjörnuspá

NautNaut: Einhver snurða hefur hlaupið á þráðinn hjá þér og gömlum vini. Eyddu meiri tíma í að hugsa um sjálfan þig.

AFMÆLI

Hann Eysteinn á afmæli í dag. Hann er orðinn fertugur kall greyið. Til hamingju og takk fyrir veisluna sem þú hélst í sundlauginni í morgun (engin rennibraut í dag vegna frosts Angry ) Það er sagt að fertugum sé allt fært en það á eftir að koma í ljós með þig hehe. Njóttu dagsins Wizard .

Nú fer að styttast að ég verði atvinnulaus. Skrítin tilfinning því ég hef aldrei orðið atvinnulaus. En ég hef trú á því að þetta sé bara stökk yfir í eitthvað betra Woundering Það tekur bara smá tíma að finna mig hehe. Hafið góðan dag. Veðrið er fallegt dag eftir dag sólin skín.

Stjörnuspá

NautNaut: Þótt þú eigir bágt með að skila hugmyndir vinar þíns er engin ástæða til þess að leggja vináttuna á ís. Leyfðu öðrum að deila ánægjunni með þér.

Hugleiðingar á Sunnudagsmorgun

Stundum held ég að ég hugsi of mikið. Velti mér um of upp úr hlutunum. Þetta er eitthvað sem ég þarf að laga. Núna þessa dagana hef ég verið að velta fyrir mér hver hefur áhuga á hverjum hehe. Wink Hlutirnir fljótir að gerast og líka fljótir að hverfa aftur. Hvenær veit maður að einhver hefur áhuga á manni eða ekki. Stundum verður maður of ákafur og rekur fólk í burtu og stundum prufar maður að gera ekki neitt og þá gerist akkúrat ekki neitt. En nóg um svona pælingar.

Í gær eftir gönguna fór ég að spekúlera í að gera eitthvað skemmtilegt. hmmmm og þá mundi ég eftir því að ég átti gjafabréf í Borgarleikhúsinu sem Glitnir gaf mér vegna mistaka hjá þeim um áramótin 2007-2008 Ég hafði eitt heilum degi í að reyna að stemma þá af því það hvarflaði ekki að neinum að þeir væru að sína vitlausa stöðu en svo kom það í ljós að Glitnir sýndi ranga stöðu. hehe Og ég sagði svona við þjónustufulltrúan minn þar og hver borgar. Bankastjórinn kom sjálfur með miðana handa mér og afsökunarbeiðni Smile En svo gerði ég ekkert með miðana. Ég hringdi í Borgarleikhúsið í gær og spurði hvort miðarnir væru enn í gildi sem var og þá spyr ég í rælni hvort það sé laust sæti á Fló á skinni og hún átti eitt sæti á bekk nr. 2 og ég skellti mér bara ein í leikhús. Þetta var mjög svo skemmtilegt. Sýningin mjög fyndin.  Nú og hvað á ég sjá næst. Ég á einn miða eftir. Maður þarf að gera meira svona. Síðan skrapp ég á Kaffi París og hitti Sólófélagana og það var mjög gaman. Skemmti mér mjög vel, fórum á Players á eftir. Þar var fullt af fólki sem ég þekkti. Bara gaman. Takk fyrir skemmtilegt kvöld góða fólk. Á eftir fer ég í sunnudagsgönguna og heitapottinn, þetta er orðið að föstum vana hjá mér að fara alltaf í klukkutíma göngu um hádegisbilið á sunnudögum. Hafið góðan dag, ég ætla svo sannarlega að gera það.

Stjörnuspá

NautNaut: Einhver mun treysta þér fyrir leyndarmáli og leita ráða hjá þér svo þú mátt vita að orð þín hafa mikið vægi

Oddafellið gengið

Skrapp á Oddafellið í morgun með ágætum félögum úr Sóló. Við vorum 7 og fórum á tveimur bílum. Mín þóttist nú rata þetta búin að fara þessa leið nokkuð oft á síðasta sumri en viti menn ég vissi bara ekki baun. Lét þá fyrst beygja inn á vitlausa afrein (þar var bara hægt að drekka nesti og ætluðum við sko ekki að gera það þarna þannig að við snerum við og héldum áfram að næsta afleggjara og það reyndist sá rétti. Hjúkkit mar þá hélt ég að ég væri sloppin en nei því það var hægt að beygja á fleiri stöðum og ég náttúrulega lét þá beygja vitlaust hehe. En svo komumst við á rétta leið og gengum á Oddafellið sem er um 3 km. langt og lölluðum í hrauninu og skoðuðum Einihver (þar er kominn hiti í núna var ekki í fyrra) Fengum okkur nesti og hvíldum okkur aðeins áður en það var lagt af stað til baka. Veðrið var frábært sól hérumbil allan tímann nema 3 mínútur sem kom regn og hagl annars meiriháttar. Krakkar takk kærlega fyrir mig þið eruð frábær.002007017

NautNaut: Þú hefur með ákveðni og þolinmæði náð þeim áfanga sem þú hefur lengi stefnt að. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.


Rennibrautin

Það er orðið fastur liður í tilverunni hjá mér að fara í rennibrautina í Kópavogslaug kl. 06:45 á föstudagsmorgnum. Þetta er bara gaman nema í morgun þá svindlaði Keli hann renndi sér ekki og ég saknaði gólsins hans og skvettunnar því það verður að viðurkennast að hann á metið í stærstu skvettunni. hehe. Það var síðasti tíminn í Salsa í gær og fórum við á eftir á Kaffi Milano og fengum okkur heitt súkkulaði með mikkklllum rjóma. Mikið spjallað og verið að spekúlera í næsta námskeiði sem að öllum líkindum verður samkvæmisdansar og þá vantar mér dansfélaga en ég hef fram á haust til að leita af honum hehe. SalsaKrakkar takk fyrir mig þið eruð frábær. Jæja best að fara að vinna. Errm Hafið góðan dag.

Stjörnuspá

NautNaut: Það er ágætt að staldra við, líta yfir sviðið og reyna að gera sér grein fyrir því, hvort málin þokast áfram eða ekki. Hlustaðu eftir þeim góðu hugmyndum sem eru á sveimi í kring um þig.

Atvinnulaus

Jæja þá er komið að því. Ég fékk að vita það í dag að þann 1 apríl 2009 þá verð ég atvinnulaus. Var reyndar að vona að ég fengi einn mánuð í viðbót en svona er lífið. Nú þarf maður bara að spýta í lófana og  sækja um allsstaðar hehe. Ég hef aldrei orðið atvinnulaus og reikna nú ekki með að vera það lengi. Ég gæti nú kannski klifrað á nokkur fjöll svona í vorblíðunni á meðan enga vinnu er að fá. Eitt er víst að ekki leggst maður í volæði því það er ekki til í orðabókinni minni. Þetta sló mig aðeins þegar ég fékk svarið váááaa maður þetta er að gerast en svo hugsaði ég. Þetta er verkefni sem þarf að vinna. Ég ætla að fara á Esjuna í þokunni en það er 8 stiga hiti úti þannig að kalt verður manni ekki. Njótið stundarinnar því það ætla ég að gera.

NautNaut: Þú finnur að ábyrgðin er aftur að færast á þig. Þú ert að sjálfsögðu til í að fórna góðum orðstír ef viðfangsefnið er áhugavert og ábatasamt.


Áframhaldandi óveður

Á laugardeginum þá ákvað tengdadóttir mín að koma í mat með Gullu litlu sem hún og gerði. Drengirnir vöknuðu um 2 leitið (svaka svefnpurkur) og ég henti þeim út að leika hehehe.  Fékk nú skemmtilega heimsókn og bauð upp á kaffi og hnetur LoL Þarf að fara að baka kleinur í frystinn (geri það um leið og ég er búin að kaupa mér frystikistu) Svo eldaði ég kjúklingarétt sem var mjög góður að allt kláraðist (eins og venjulega þegar synir mínir borða hjá mér ) Átvögl hehe. En svo þegar Anna María ætlaði að fara að leggja af stað  um 9 leitið var komið hávaðarok ( 30 metrar á Sandskeiði) Þannig að það var fengið að láni ferðarúm og þessa nótt sváfu enn fleiri í litlu sætu íbúðinni minni. Mikið hlakka ég til þegar við flytjum í stærri. En þröngt mega sáttir sitja. Það fór ekkert illa um okkur. Gulla var að dunda sér allan sunnudagsmorguninn svo við Anna sátum og spiluðum Ótukt og hún vann 3-2 Woundering Set inn mynd að feðginunum. 006

Mér líður annars bara ágætlega. Sjálfsvinnan er að skila miklu. Er miklu ánægðari með sjálfa mig. Er að slappa af og skipuleggja mig betur þannig að ég verði ekki of þreytt. Svo er eitthvað lítið um gulrætur þessa dagana er að spara, þori ekki að borða of mikið af þeim Cool. Jæja nú ætla ég að hætta þessu bulli. Hafið það gott þar til næst.

Stjörnuspá

NautNaut: Einhver sem elskar þig er hræddur um að ef þú lifir eigin lífi, muntu ekki þarfnast hans lengur.

Pabbi kominn heim

Alltaf gaman þegar vel gengur. Pabbi er kominn heim og er allur að braggast. Nú kemur ákveðinn biðtími til að láta sárin gróa áður en farið er í endurhæfingu. Svoldið erfitt fyrir mann sem aldrei hefur verið kjur að þurfa að liggja og bíða eftir þessu. En góðir hlutir  gerast hægt. Gangi þér vel elsku pabbi minn. Búin að átta mig á því að við öll þessi veikindi pabba þá er ég óttaleg pabbastelpa InLove Ætlaði nú að skreppa í Grindavíkina í dag en veðrið er ekkert spennandi þannig að ég geymi það aðeins.

Eins og margir vita þá bý ég í 60 fermetra íbúð og yngri sonur minn hefur nánast búið í stofunni frá því ég flutti inn og höfum við tekið þá ákvörðun að leigja saman stærri íbúð svo það fari betur um okkur. Líka þá kemur Gulla litla stundum í heimsókn og gistir hjá ömmu sinni og það verður að vera smá pláss fyrir dúlluna Tounge Núna var svo vont veður í gær og Gunnþór sem er að keyra leigubíl hér á höfuðborgarsvæðinu um helgar varð veðurtepptur og eru þeir sem sagt bræðurnir báðir sofandi í stofunni minni. Ekki leiðinleg tilfinning að hafa strákana sína hjá sér þótt fullorðnir séu InLove 

Síðasta vika var frekar annasöm eins og margar mínar vikur en er farin að passa mig á að það er lágmark 2 kvöld í viku sem ég slappa af (enda gengur mér vel að prjóna lopapeysuna mína), á miðvikudagskveldið fór ég á Bítlasöngleik sem Fjölbrautarskólinn í Ármúla setti upp. Rosalega var þetta skemmtilegt en vinkona mín hún Kristín Benediktsdóttir átti stóran þátt í uppsetningu, skipulagningu og hún lék líka í söngleiknum. Svakalega voru margir góðir söngvarar þarna vááá maður tekur sko ofan hattinn fyrir þeim. Til hamingju krakkar þið eruð frábær.

Svo er ekkert útiveður þessa helgina Angry Spurning hvað maður gerir í staðin. Eigið góðan dag.

NautNaut: Eitthvert óvænt happ rekur á fjörur þínar og þú skalt ekki hika við að taka við því og njóta þess góða sem það færir þér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband