Færsluflokkur: Bloggar

Afmælið mitt

Ég átti afmæli 21 apríl og er það nú ekki frásögufærandi en mig langar að deila með ykkur smá þann dag Wink Barnabarnið mitt hún Gulla (Guðlaug Sigurlaug) kom með mömmu sinni og áttum við frábæran dag saman hún fór með okkur í búðina og hjálpaði svo ömmu sinni að gera restina klára fyrir kökurnar þ.e. að þeyta rjómann. Henni þótti hann svo góður að hún fékk að sleikja hrærurnar og fékk þær báðar. Svo ætlaði hún að sýna mömmu sinni allt saman og lallaði af stað og en datt um eitthvað og rjóminn fór að mestu í gólfið. Hún var svo sár en vildi samt ekki sleppa hrærunum til að fá meira. Þau eru svo yndisleg þessi kríli. 011

Viðtal á ÍNN

Alltaf er maður að prufa eitthvað nýtt Wink Nú fór ég í viðtal hjá ÍNN. Nú var Kolbrún Baldursdóttir að gera þætti um einelti og einangrun fullorðina. Voru við tvær í viðtali hjá henni ég sem var í  forsvari fyrir Sólóklúbbinn og svo Sigríður sem er í forsvari fyrir París. Þessir klúbbar eru fyrir fólk sem er ekki partur af pariSmile Þetta var mjög stressandi fyrst, sérstaklega eftir að Kolbrún sagði að þetta yrði ekkert klipt til svo ég stressaðist aðeins, en svo var þetta bara gaman. Þátturinn verður sýndur næsta mánudag kl. 21:30. Það verður gaman að horfa á sjálfan sig hehe. Hér er mynd af okkur sem var tekin eftir viðtalið. Hafið góðan dag. Sólo París NaerveruSalar46

Stjörnuspá

NautNaut: Áttu við vandamál að stríða? Reyndu að nálgast það líkamlega í stað andlega. Njóttu góðra stunda með öðrum og þiggðu öll boð sem þér berast. Taktu til þinna ráða.

Ölfusborgin á laugardegi og sunnudagsmorgni

Kl.11:00 var ég sótt af Hafdísi og var þá orðin fullur bíll af gellum og tókum við stefnuna austur  fyrir fjall nánar tiltekið Ölfusborgir en þar beið okkur Helga og Kolbrún. Helga var búin að elda handa okkur grænmetissúpu sem var æðislega góð. Takk Helga þú ert æði LoL Svo fórum við í Álnavörubúðina í Hveragerði og versluðum smá klæðnað sem við ætlum að nota á næsta Sundmóti sem  verður í júní. Við þurftum nú að máta þetta og vöktum við mikla lukku hvar sem við fórum því við vorum frekar skrautlegar Tounge Við skruppum líka í Sveitabúðina Sóley og þar var sko flottar móttökur. Herramaðurinn á bænum færði okkur hvítvín og konfekt og sýndi okkur staðinn sem er mjög flottur.008 Gott að koma í súpu þarna og slappa aðeins af eða syngja og tralla eins og gellunum þykir svooooo gaman Cool Komum við aðeins við á einum stað á Selfossi til að syngja afmælissöng með Hildi en frændi hennar átti afmæli. Hjalti Geir til hamingju með afmælið á laugardaginn. Wizard  Þegar við komum aftur í Ölfusborgir fórum við í pottinn á meðan steikin kokkaðist í ofninum.059 Um kveldið sungum við í singstar og fórum í fleiri leiki. Þetta var bara gaman eins og allt sem við Gellurnar gerum. Stelpur takk fyrir mig þið eruð frábærar W00t


Föstudagssóló gaman

Ég gerði mér lítið fyrir og skellti mér til Grindavíkur á föstudag (ákveðið hafði verið að vera með sólókaffi þar Wink ) Ég byrjaði nú á að skokka í kringum Þorbjörn og fara í heita pottinn á eftir. Var svo boðið í Eðal Humar um 7 leitið. Bara snilld Kissing Takk fyrir mig.  Svo um 8 leitið var maður mættur á Saltfisksetrið og fljótlega fóru sólófélagar að mæta. Þetta er mjög svo flottur hópur sem var þarna og maður var með verki í andlitinu eftir kveldið því maður hló svo mikið. Takk fyrir góða þjónustu og takk skemmtilega fólk fyrir frábært kveld. 024007

Góðir dagar

Þótt maður sé atvinnulaus þá virðist maður hafa alveg helling að gera. Allavega í dag. Búin að sækja um vinnu á nokkrum stöðum og hringja og kynna mig. Svo fór ég í ræktina um hádegið og var þar í tæpa tvo tíma. Tók vel á því hhehe, fór eftir stjörnuspánni það er ekki oft sem hún mælir með því að ég hreyfi mig meira Tounge Já hlusta betur á stjörnuspánna mína. Ég skrapp í heimsókn til Möggu og Kidda og við vorum að spjalla um mína yfirtöku á þeirra heimili hehe. Svo fór ég á fund með voðalega skemmtilegu fólki sem fær mann til að samþykkja allan and........ ég segi ekki meir Crying. En frábær dagur að baki og ekki verri dagar framundan. Ætla í sumarbústað með gellunum á laugardag og það verður bara gamam. Hafið það sem allra best þar til næst.

Stjörnuspá

NautNaut: Leitaðu leiða til að bæta aðstæður þínar í vinnunni. Reyndu að fá meiri útrás í líkamsrækt og leikfimi. Nýttu þér lögmál aðdráttaraflsins.

ÆÐISLEGIR PÁSKAR

Gleðilega páska öll sömun. Ég er búin að eiga yndislegan tíma um páskana. Var með frábæru fólki. Ögraði sjálfri mér á mjög góðan máta og vann stór sigur.

Eins og ég sagði á laugardag þá var ég á leið í Tröppukapphlaup en Dúddinn hann Maggi mætti ekki (bara í brunsið og færði mér eðal páskaegg fyrir minn dugnað) en ég fór nú samt 2 ferðir ásamt Sissu og syni hennar honum Kristjáni og fékk hann Páskaeggið sem ég hafði keypt handa Magga Tounge 010Svo var farið í Bruns og vá maður þetta var rosalega flott allt saman og var maður svoldinn tíma að  jafna sig eftir þetta 2ja tíma át á svakalegum kræsingum. Og Sólófélagar þið eruð æðisleg þetta var meiriháttar.  Síðan brunaði ég á leikinn í Grindavík í körfu móti KR og töpuðu mínir menn (Grindavík) og svo töpuðu þeir aftur í gær svo við urðum ekki íslandsmeistarar en svona er lífið. þeir voru bara ekki nógu góðir.  Um kvöldið var ég í grillveislu og fékk þar sérstakar lærisneiðar og eðal Grísalund með flottu meðlæti W00t.

 Á páskadag opnaði ég svo eggið sem Maggi gaf mér og málshátturinn hljóðaði svona "Allir fuglar úr eggi skríða" svo hafði ég keypt mér egg ( er nú ekki vön að fá páskaegg) og málshátturinn þar er "Fleira þarf í dansinn en fagra skóna"  Mikið var verið úti um helgina. Skrapp á Ægissand og þar er bara fallegt 010007og gaman að vera og krakkarnir þeir voru að leika sér í flæðarmálinu og búa til litla kastala í sandinum. Fórum í Læri til góðra vina og Takk fyrir skemmtilegt kvöld.

  Á mánudeginum fór ég í auglýsta göngu í kringum Bláa-Lónið ásamt 175 öðrum en við vorum 4 Sólófélgar sem héldum hópinn og þessi litli hópur er svo skemmtilegur að ég held að aðrir göngugarpar hafi haldið að við værum ekki alveg í lagi á tímabili hehe.015 En Sólófélgar takk fyrir mig. Þið eruð æðisleg.

NAUT 20. apríl - 20. maí
Nú virðist vera rétta tækifærið fyrir þig að koma málum þínum áfram. En vinur er sá sem til vamms segir, láttu það duga.


Svakadagur framundan

Hæ öll. Efirrétturinn í gær var lítið páskaegg nr.1 á mann. Við vorum aðeins að taka forskot á sæluna því ég er nú ekki vön að hafa drengina svona hjá mér á páskadag. Gunnþór fékk málsháttinn. "Eigi fellur tréð við fyrsta högg".  Jói fékk "Mjúk er móðurhöndin" (alveg satt hann er óttalegur mömmustrákur hehe) ég fékk "Betra er að vera laukur í lítilli ætt en strákur í stórri". Er ekki alveg að skilja hann en mun spyrjast fyrir.

Nú er svaka dagur framundan. Fékk áskorun um að fara í tröppurnar í Turninum sem sagt kapphlaup upp. Páskaegg í verðlaun. Ég tók áskoruninni hjá Magga og er mæting klukkan 11 ég er hvergi smeyk. Fór nefnilega á mánudaginn og æfði mig og tók 5 ferðir. Núna ætlum við bara eina. Eftir þetta puð ætlum við Sólófélagar að fá okkur bruns í Turninum LoL. Þegar maður verður orðin saddur og pattaralegur ætla ég að taka strauið til Grindavíkur því ég ætla á körfuboltaleik. Hef ekki farið á körfuboltaleik í mjög langan tíma og fannst komin tími til. Mér er líka boðið í grillveislu á eftir. Hlakka bara til. Spennandi dagur framundan.

 NAUT 20. apríl - 20. maí
Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Aðeins þannig áttu möguleika á að klára málin.


Föstudagurinn laaaaaangi

Jæja nú var skroppið á Akranes og ætluðum við á Akrafjall en ferðin breyttist aðeins vegna veðurs.

Byrjuðum við að ganga við Vatnsból Skagamanna en þá var einn bíllinn með þremur meðlimum búin að fara hringinn í kringum Akrafjallið en það var vegna smá misskilningi í leiðbeiningum (Skil ekkert í þessu ég sem er svo góð að segja til en ég var saklaus í þetta skiptið hehe).  Við gengum upp með Berjadalsánni að sunnanverðu (Gíslagata?) í skafbyl og roki, og fórum síðan yfir ánna er upp kom. Siggi Snæ ruddi grjóti í fljótið eins og hver önnur jarðýta, þannig að allir (eða var það ekki Hörður?) komust þurrum fótum yfir.001 Þaðan var haldið upp hlíðina í átt að Geirmundi. Þarna skiptist hópurinn. Þeir galvösku fóru upp allaleið en við hin ákváðum að koma síðar þegar ekki væri svona mikið rok (við nánast fukum).005018 Þetta var sólbjartur dagur en frekar hvass þarna á Akranesi. Við fórum svo til Lindu og fengum þvílíkar hnallþórur að maður hefur ekki séð annað eins. Takk fyrir mig krakkar frábær dagur og Linda þú ert höfðingi heim að sækja.

Svo þegar heim var komið þá var skolað af sér ferðarikið og fengin sér smá kría. Verst að hafa ekki einhvern til að kúra hjá á svona stundum Wink En eftir kríuna þá fór ég að elda eðalmáltíð fyrir drengina mína tvo. Jói skaffaði eðal rauðvín frá Mister Knút  Gunnþór er munaðarlaus þessa dagana því Anna María skrapp austur á Fáskrúðsfjörð og þá flutti hann til mömmu. Henni þykir ekkert leiðinlegt að hafa hann. Skemmtilegur strákur. Njótið þess að vera til ég er að því.

Stjörnuspá

NautNaut: Þrátt fyrir að jákvætt viðhorf stuðli að árangri er nauðsynlegt að vera með báða fætur á jörðinni. Sinntu máli sem leitar sterkt á þig nú um stundir.

Gleðilega páska

Nú eru komnir páskar með þessu líka flotta veðri. Vaknaði snemma eins og alltaf það virðist ekki skipta málið hvenær maður fer að sofa Smile Var á smá skralli í gær. Var boðið af Nordicsea ehf. út að borða og var það svakalega gaman. Takk fyrir mig.

Ég fór út í góða veðrið. Skrapp í tvo tíma upp í Heiðmörk og svo í heitapottinn í Kópavogslauginni á eftir. Svo var ég eitthvað svöng á eftir að ég fór í ísbúð og fékk mér bragðaref mmmmmm það er ekkert smá langt síðan ég hef fengið mér bragðaref. Njótið góða veðursins. Nóg af gönguferðum á næstunni. Við förum á Akrafellið á morgun og svo tröppurnar í turninum á laugardag og bröns á eftir.

Stjörnuspá

NautNaut: Þrátt fyrir að jákvætt viðhorf stuðli að árangri er nauðsynlegt að vera með báða fætur á jörðinni. Sinntu máli sem leitar sterkt á þig nú um stundir.

Rennibraut, páskaegg og málshættir

Jæja þá eru morgunverkin búin. Fór í Kópavogslaug í morgun og við fórum í rennibrautina kl. 06:45. Keli sýndi sína frábæru takta og flaut yfir að stiga Tounge Eysteinn þú misstir að miklu stuði í dag. Eftir sturtu opnuðum við nokkur páskaegg og gæddum okkur á eðal súkkulaði og lásum málshætti. Margir skemmtilegir komu en engir fáránlegur eins og gerir oft. Ætla ég að koma með nokkra hér. Oft er misjafn sauður í mörgu fé Wink Fleira þarf í dansinn en fagra skóna. Auman er fljótt að fyrta. Einhverjir vildu meina á ég hafi átt að fá þennan. Ef þú ætlar upp á efsta þrepið, byrjaður þá í neðstu tröppunni, Cool Vík skyldi milli vina, fjörður milli frænda, Náið er nef augum, Einhvern tíma brennir sá sig sem öll soð vill smakka. Betra er að spyrja tvisvar en villast einu sinni. Svo fórum við að spjalla og fórum svona að segja skondnar sögur af vandræðalegum uppá komum. LoL Þá kom þessi. Betra er autt rúm en illa skipað Devil  Keli gleymdi tímanum því það var svo gaman og fór ekki fyrr en kl. 07:35. Vill ég þakka fyrir frábæran morgun í Kópavogslauginni. Og gleðilega páska.

Stjörnuspá. 

NautNaut: Settu þér ný markmið. Reynsla annarra getur veitt þér nýja innsýn í hlutina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband