Færsluflokkur: Bloggar

Fyrsta útilegan

Helgin var  frábær að venju. Nú var haldið myndakvöld vegna Hlátrabjargarklúbbsins. Og maður verður örmagna af hlátri í þessum félagsskap. Þarna komu frábærar myndir og svo er þetta svo skemmtilegur hópur að þetta er BARA gaman. Svo fékk ég far með Birnu til baka og þar segir Eyvi þennan svaka brandara að það lá við að Birna myndi keyra útaf því hún hló svo mikið eins og við öll gerðum. Takk fyrir mig skemmtilega fólk.

Svo á laugardeginum var farið í fyrstu útileguna. Fórum við upp í Laugarás og vorum þar í einmuna blíðu fram á seinni part sunnudags. Maggi minn sorry að ég leyfði þér ekki að taka hann út í þetta sinn Wink en ég kem aftur því við eigum eftir að takast á við körfuna eins og ég lofaði hehe. Anna María og Gulla komu í heimsókn og var þetta frábær stund. Hér koma dömurnar áður en þær fækkuðu fötum í blíðunni.007

NautNaut: Nautið þarf að hafa hærri tekjur, til þess að geta satt hungur sitt eftir munaði.


Fallegur föstudagur

Nú fór ég loksins aftur í Kópavogslaugina í morgun. Gott að hitta frábært fólk, hlæja og hafa gaman. Takk fyrir mig Wink

 Undanfarið hef ég verið að venjast hundunum og þeir mér. Þetta eru flottir hundar. Þeir fara ekki úr hárum en fara mikið úr mosa (þeir sækja allan mosann sem er úti og bera hann inn heheheh) Þetta eru fjörkálfar. Fyrst eftir að foreldrar þeirra fóru voru þær (þetta eru tvær stelpur) lélegar að borða og leituðu að þeim út um allt en nú eru þær farnar að borða og hafa gaman. Hoppa og skoppa út um allt.

 Í gær var ég með 3 skemmtilegar stelpur í heimsókn og við vorum úti að leika okkur. Fyrst  reyndum við að fara í snúsnú en það var of mikið rok þannig að  við fórum í Hollý Hú. Bara gaman. Leyfði ég hundunum að vera lausum í garðinum og þær fóru ekkert í burtu, hlupu bara um eins og brjálæðingar hehe. Áttu það reyndar til að hlaupa í lappirnar á okkur sem var ekki eins gott en það þarf bara að laga og venja þær af. Takk stelpur fyrir  frábæra stund. Eigið góðan dag Wink

Stjörnuspá

NautNaut: Reyndu að bregðast við eftir efnum og ástæðum því of hörð viðbrögð valda bara vandræðum og það kann ekki góðri lukku að stýra.

Esjan og Keilir

Við tókum góða göngu í gær. Fórum bæði á Esjuna og Keilir. Fyrst ætluðum við að fara tvær ferðir á Esjuna en það var svo hífandi rok og bylur (hefðum þurft að vera með broddana) og erfitt að fara frá læk og upp að steini. Vorum við að spá í að fara bara upp að læk næst en þá fréttist af Helgu og fleirum í Sóló sem væru að fara á Keilir og við brunuðum bara af stað og náðum þeim í fjallinu. Sólin skein á okkur og var aðeins minna rok við Keili. Þetta var frábær dagur. Fór svo í heita pottinn í Kópavogslaug á eftir til að skola rykið og mýkja vöðvana. Bara gaman. Takk fyrir skemmtilegan dag sólófélagar. Fyrst var það Esjan Wink001009

Svo Keilir. 013015Stjörnuspá

NautNaut: Þér mun farnast vel í viðræðum sem þú getur þurft að eiga við embættismenn og forstjóra fljótlega.

Miðvikudagsganga

Ætluðum við Sólófélagar að fara á Esjuna eins og við erum vön að gera á miðvikudögum en svo þegar við erum búin að koma okkur fyrir í tveim bílum þá lagði Kári til að við myndum breyta til og fara á Kerhólakamb sem var samþykkt ekkert leiðinlegt að breyta aðeins til. Þetta er töluvert erfiðara en Esjan en var bara gaman fórum upp að steini hehe. Má alltaf finna einhverja steina til að snúa við á. Göngutími var 2 og hálfur í allt. Alltaf gaman að fara með skemmtilegu fólki.Esjan 6 maíKerhólakambur 6 maí Svo ætlum við að fara tvær ferðir á Esjunni á laugardag, vonandi verður veðrið okkur hliðholt. Nú fer nefnilega að styttast í ferðina á Hvannadalshnúk en það verður um hvítasunnuna. Hlakka bara til. Við erum 10 skráð á Hnúkinn en svo ætlar fleira fólk í ferðina þannig að þetta verður ævintýraferðWink

Stjörnuspá

NautNaut: Haldið ró ykkar á hverju sem gengur og lítið bara á björtu hliðarnar. Notaðu tímann til að byggja þig upp á jákvæðan hátt.

Frábær helgi að baki og meiri flutningar

Ég fer að halda að það sé verið að seigja mér eitthvað sem ég get ómögulega fattað og þess vegna sé ég alltaf flytjandi hehe. En í dag fæ ég húsið sem ég ætla að vera í næstu 4-5 mánuði. Er reyndar búin að vera í mjög góðu yfirlæti á mjög góðum stað (liggur við að maður vilji bara vera þar áfram hehe). Takk fyrir mig þú ert Höfðingi heim að sækja Happy 

Síðasta helgi var alveg meiriháttar. Ekkert verið að slappa af frekar en fyrridaginn. Á föstudagskveldið var hattapartý í týndu Njarðvík og þetta var bara gaman. Þetta skemmtilega fólk sem ég er svo mikið að hitta núna þessa dagana lengir líf mitt um helming því það er sagt að hláturinn lengi lífið. Og hattarnir þeir voru nokkrir frekar skondnir. 0010863284_1123634285143_1055691286_30414172_4861688_s

Á laugardeginum á Anna María tengdadóttir afmæli og Við skruppum í kvöldmat þangað. Fengum flottar grísakótelettur mmmmmmm svaka gott. Anna Mín til hamingju með daginn og takk fyrir okkur. Gulla dúlla var skemmtikrafturinn og hún var yndisleg eins og venjulega. 001

 

Stjörnuspá

NautNaut: Það er allt í lagi að taka tilfinningarnar með í reikninginn en útkoman getur reynst afleit ef þær eru einar um hituna. Allt sem þú stingur upp á er gagnrýnt eða skotið í kaf.

Flottasta stelpan í bænum

Já ég er að flytja eina ferðina enn Wink maður þarf að finna upp á einhverju þegar maður er atvinnulaus. Smile En skrítið hvað góðir hlutir eru að gerast í kringum mig þessa dagana. Ég og sonurinn höfðum ákveðið fyrir 3 mánuðum að segja íbúðinni upp sem við bjuggum í og leigja okkur stærri því Jói hefur sofið í stofunni. Íbúðin er bara um 60 fm. Svo leið tíminn og ég fékk uppsagnarbréfið en við ætluðum samt að stækka við okkur því það er mjög óþægilegt fyrir strákinn að sofa alltaf í stofunni Crying Svo er apríl alveg að koma og ég er farin að líta í kringum mig með aðra íbúð og sá að þótt við myndum stækka við okkur þá myndum við samt borga minni leigu því leiguverð hafði lækkað töluvert. Ég hafði byrjað að borga 110.000,- kr. á mán. í leigu í október en leigan var vísitölutryggð þannig að ég var farin að greiða rúmar 118.000,- kr.. Gat ég fengið 100 fm íbúð á 107.000,- kr. en þá hefur vinafólk samband við mig og spyr um hvort ég sé til í að passa húsið þeirra í sumar og hundana þeirra tvo. Ég þurfi ekki að borga húsaleigu. Var ég fljót að samþykkja það. Vááá ég sem hafði verið farin að hafa áhyggjur um hvernig ég myndi fara að á atvinnuleysisbótum. Svona er heimurinn í dag fyrir mig Tounge allt virðist ganga upp og þakka ég því að nú er ég búin að taka til í pokanum mínum hef sleppt tökunum og náð æðruleysinu. Bara við þetta (sem er nú mjög mikil og sár sálarvinna) en er sko þess virði, hef ég séð hvursu marga og góða vini ég á og svo hlutirnir virðast ganga betur upp. Þetta vil ég þakka guði og SASA vinum mínum því án þeirra hefði ég aldrei getað komist svona langt. Áður var ég í 10 sæti og lét fólk troða svoldið á mér því sjálfsálitið var ekki mikið en núna er ég flottasta stelpan í bænumW00t. Ég er svo stollt af sjálfri mér fyrir hvað ég stóð mig vel í viðtalinu á ÍNN. Þetta hefði ég aldrei samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að fara í viðtal nei ég myndi sko klúðra því. Og svo er fleira frábært að gerast í mínu lífi sem ég segi ykkur síðar frá Cool. Hafið góðan dag.

Stjörnuspá

NautNaut: Það er engin ástæða fyrir þig til þess að bera ábyrgð á öllum sem í kringum þig eru. Leyfðu rómantíkinni að blómstra í lífi þínu.

ÍNN í kvöld

Hæ Hæ nú verð ég í viðtali á ÍNN í kvöld kl. 21:30. Það verður skrítið að sjá mann á skjánum hehe.

skoðið þetta  http://kolbrunb.blog.is/blog/kolbrunb/

Stjörnuspá

NautNaut: Himintunglin vilja hjálpa þér að vaxa. Haltu málum fyrir þig eða milli þín og náins vinar. Einbeittu þér að því sem þú átt að gera.

Afmælisbarn

Hún Guðný Sunna Vinkona mín á afmæli í dag og er hún 5 ára. Óska ég henni ynnilega til hamingju með afmælið. Hún var sko flott í dag LoL005

Stjörnuspá

NautNaut: Þú ert dularfull persóna sem dregst að hinu óvenjulega. Samskiptahæfileikar þínir eru með besta móti og fólki finnst þú hafa góðan húmor.

Kosningaganga hehe

Mikið var gott veður á kosningardaginn ég ákvað rétt  fyrir hádegið að skella mér í góðan göngutúr. Og fór ég upp í Heiðmörk eins og ég hef svo oft gert en breytti nú aðeins um aðferð. Fór ég með göngustafina og gekk mjög rösklega í 3 klukkutíma. Reiknast mér að ég hafi gengið svona um 18 kílómetra. Var ég komin að Elliðavatni þegar ég snéri við. Ekki hafði ég gengið um part af þessu svæði og er þar mjög svo fallegt.019024 Um miðjan dag fór ég á fund með Hornstrandarfólkinu en ég ætla að skella mér á Hesteyri 6 júlí. Mikið var spjallað og rætt um hvernig við færum, hvernig við gistum, hvað við gerum og hversu mikið skal ganga. Þetta verður bara skemmtilegt Grin Skrapp ég svo að kjósa og fór svo til Grindavíkur í grillveislu. Grillaðar voru lærisneiðar með rjómaostasveppasósu með BBQ ívafi mmmmmmm rosalega gott og félagsskapurinn æðislegur.Takk fyrir mig Happy


Matarboð og sumarbústaður og GLEÐILEGT SUMAR

Nú buðu Magga og Kiddi í matarboð Wink ekki seinna vænna nema maður skreppi til spánar til að snæða hjá þeim því þau eru að fara til Spánar í byrjun maí og ætla að vera þar í allt sumar og koma heim með haustinu Smile Ég ætla að vera svo æðisleg að passa húsið og hundana þeirra. Bara gaman. Þau eru alltaf höfðingjar heim að sækja og félagsskapurinn var frábær eins og venjulega. Við vorum 7 sem snæddu saman að þessu sinni. Takk fyrir öll sömul þetta var æðislegt. Ég skrapp svo í sumarbústað í Grímsnesi og er að læra að slappa af og tókst það nokkuð vel. Fórum  reyndar í rúmlega 2 tíma göngu í gær001 en annars var maður bara frekar tímalaus. Í heita pottinum og slappa af. Batnandi fólki er best að lifa þetta tókst loksins að ég geti bara gert akkúrat ekki neitt nema notið þess að vera til Tounge Svo verður skroppið í Keflavíkina í kvöld að kíkja á hana Birnu skutlu sóló konu. Bara gaman og meira stuð. Njótið kvöldsins það ætla ég að gera.

Stjörnuspá

NautNaut: Fólk er vingjarnlegt í þinn garð um þessar mundir. Mundu að allir eiga sinn rétt. Hvaða nýjungar leggur þú til?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband