Færsluflokkur: Bloggar

Berjamó og rennibraut

Hæ  Hó Ég fór vestur um helgina til að tína ber, nótabene Bláber. Ég hef aldrei farið að tína bláber hvað þá borðað mikið af þeim en þetta var frábær ferð. Fórum í Kerlingarfjörð. Vorum á bæ sem heitir Fjörður ásamt fullt af skemmtilegu fólki. Við lögðum af stað snemma á föstudagsmorgninum og ætluðum að dóla þetta í rólegheitum. Fórum í bónus í Borgarnesi og stoppuðum svo rétt fyrir utan Búðardal í laut við á Wink Dóluðum svo restina. Komum á staðinn um 4 leitið og fengum okkur kaffi og kleinur ( Gunna takk fyrir mig ) fórum svo að tína ber. Gunna og Bjössi voru nýbúin að tína yfir 10 lítra af krækiberjum en við fórum aðeins lengra upp í hlíðina og fundum bláber. Fyrst týndi ég bara bláber og gerði engan greinarmun á aðal og ekki aðal hehe en svo var mér sýndur munurinn og bragðmunurinn líka þannig að ég gerðist vandlát (bara allt í einu hehe) og tíndi bara aðalbláber eftir það. Þau eru bara miklu betri. (ein sem hafði ekkert vit á bláberjum hehe) Um kveldið var fengið sér rauðvín og bjór eða það sem hverjum og einum langaði að drekka. Stína kom með Tópas svona aðeins til að skerpa á spilamennskunni því við fórum að spila UNO og var spilað til klukkan hálf 4. Það virðist bara ekki vera hægt að stoppa þegar maður byrjar. Laugardagurinn var flottur, komu tvær rigningaskúrir en við gátum samt týnt svoldið af berjum. Fórum fyrst að skoða þau í Mjóafirði og svo týndum við meira í Kerlingarfirði. Þetta var bara frábær helgi í alla staði. Þið skemmtilega fólk sem voruð með mér Takk æðislega fyrir mig. Þið eruð frábær. Á heimleiðinni vorum við í samfloti við Bjössa og Gunnu og fórum við í sund í Borgarnesi og verð ég alltaf að prufa allar rennibrautir hehe. Þessi er alveg frábær (skil bara ekki afhverju vatnið er svona kalt í þeim) prufaði fyrst þessa bláu og rann rólega niður. Svo ákvað ég eftir að vera búin að hlýja mér smá að fara í grænu hún er svoldið stærri. Írena og Telma voru búnar að segja mér að vatnið frussaðist mikið efst og væri hún æðisleg. Já nú ætlaði ég að vera sniðug og gera eins og krakkarnir og setja sundbuxurnar upp í rassinn hehe. Svo var lagt af stað. Skellti mér í kalda bununa og rann svaka hratt niður ( munar miklu þegar maður setur buxurnar upp í hehe) en af því vatnið var orðið svo mikið þá var ég nærri því drukknuð þegar ég kom á leiðarenda hehe en gaman var þetta. Fór ég svo í heita pottinn 42° aaaaaaa heitt og gott. Svo fór ég að horfa í kringum mig og tók þá eftir því að rennibrautirnar eru gegnsæjar úbs þannig að þegar ég renndi mér í seinna skiptið með buxurnar upp í. Þá gátu allir sem í pottunum voru horft á rassinn á mér á leiðinni niður heheheeh. Bara fyndið. Ekki ætla ég aftur að setja buxurnar upp í nema kanna hvort rennibrautin sé gegnsæ eða ekki.  Hafið góðar stundir þar til næst.

NautNaut: Þú hefur á tilfinningunni að yfirvöld og stórar stofnir vinna gegn þér sama hversu hart þú leggur að þér. Njóttu þess að tala við aðra.


Blogg hehe

Sælinú LoL það hefur verið mikið að gera hjá mér í sumar og ég hef látið það mæta afgangi að blogga og þvælast á netinu. Mikið hefur gengið á bæði í leik og starfi. Vinnan í Ölgerðinni hefur verið frábær og mikið að gera. Var ég flutt þangað á tímabili svo lengi vann ég á kveldin. En okkur Elísabetu tókst nú að koma útborguninni út á réttum tíma eða svona nokkurnvegin. En þetta er vinna sem gaman er að vinna þannig að þetta hefur verið æðislega gaman. Svo er hún búin um næstu mánaðarmót.Crying Og spurning hvað tekur við þá Woundering En eitt er víst það tekur alltaf eitthvað annað við. En það sem hefur verið að gerast undanfarið hjá mér er margt og mikið. Eins og þið vissuð þá bjó ég í Kópavogi og var að passa tvo hunda og hús. En svo kom smá ágreiningur okkar á milli og ég flutti út og hmmmmm hvert skal halda með svona litlum fyrirvara. Jú vinur minn í Grindavík bauð mér að koma bara til sín ég væri hvort eð er alltaf hjá honum hehehe.   HMMMMmmm ég sem ætlaði ekkert að vera að sniglast meira í Grindavík nema til að heimsækja fólk er allt í einu flutt þangað. OMG.

Ég er búin að vera í útilegum flestar helgar í sumar og er maður búin að fara víða. Núna síðast á Dalvík og þar var bongóblíða og svakalega gaman.  Svoldið margt fólk en eins og sagt er þröngt mega sáttir sitja og það virtist vera pláss fyrir alla Wink Núna er ég að byrja að koma mér fyrir hér og hefur það verið pínulítið erfitt  fyrir mig. Ég á stundum svoldið erfitt því mér finnst ég stundum vera fyrir. (sem er ekki þannig). Fólk sem hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun hefur við þennan vanda að glíma því oft finnst þeim (ég og fleiri www.sasa.is) ekki hafa tilverurétt (þetta eru afleiðingar sem ég er að vinna á og gengur svona ágætlega) Nú er ég sem sagt að passa upp á minn tilverurétt sem er erfitt því ég er svo fljót að hleypa öðrum framfyrir mig. Ég verð stöðugt að minna mig á en með að fara í gegnum sporin 12 með hjálp góðrar manneskju þá er allt að gerast. Nú er maður komin með fullt af verkfærum til að hjálpa manni þegar maður dettur niður í 10 sætið. Því er orðin ein af flottustu stelpunum í bænum hehe.

NautNaut: Þú berð sérstakt skynbragð á fegurð í dag og ættir að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. Njóttu vinnu þinnar.


Lóns Öræfi

Mikið er ég alltaf upptekin þessa dagana. En það hlýtur að koma logn hjá mér  einhverntíma hehe.

Vikuna 6 - 11 júlí fór ég austur á land og vorum við 7 saman Ég, Villa, Gunni, Brói, Gulla, Bryndís og Svanbjörn sem ætluðum að ganga Lóns Öræfi. Vorum við keyrð af þeim heiðursmönnum Kristjáni og Hafþóri inn í Geithellnadal þriðjudagsmorgun og lögðum við að stað um 9 leitið Wink Gaman var að fara með þessum félögum því þeir hafa gaman af að segja frá stöðum og staðhættum og segja skemmtilega frá og svo fóru þeir nú að æsa hvorn annan upp þegar leið á ferðina. Stjáni var með okkur dömurnar en Hafþór var með strákana. Svo kom að því að ekki var hægt að aka lengra svo Hafþór fór heim en Stjáni ákvað að ganga með okkur að Leirás Skálanum sem við ætluðum að gista í um nóttina. Var þetta skemmtileg ganga, tvær ár sem við þurftum að komast yfir og mér þykir ekki leiðinlegt að vaða. Ekki leist nú stelpunum vel á skálann svona við fyrstu sýn héldu fyrst að við værum að grínast þegar við sýndum þeim skálann. Hann er frekar lítill en okkur tókst nú að sofa 7 þarna inni. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir þá gengum við 5 upp að fossi en Gunni og Svanbjörn ætluðu að passa upp á að geitungarnir ætu ekki kássuna okkar (kom svo í ljós þegar við komum til baka að þeir fóru eitthvað að kíkja á kássuna þannig að þeir drápu þá baraLoL ) Kássan hennar Villu var alveg frábær og eplasalatið sem meðlæti tær snilld. Einn galli var þó á þessu það voru nýrnabaunir í kássunni og í svona litlum skála þá fer það ekki framhjá neinum þegar loftið lekur hehe. Niðri sváfu 4 og uppi sváfu 3. Þröngt mega sátti liggja og það átti sko vel við núna hehe. En ágætlega sváfum við nema það var einhver spýtulufsa að stríða Villu og Gunna.034070

Dagur 2 Vöknuðum snemma eða um kl.06:45 í þessu líka svakalega flotta veðri. Blankalogn og ekki sást ský á himni. Fengum okkar eðal morgunmatWink swissmiss með súkkulaðimusli. Þessi dagur var farið lengst eða rúma 16 kílómetra og komum við í selið um hálf 5. Var mikið stoppað og þurftum við að fara yfir eina stóra á. Við sáum 2 hjarðir af hreindýrum og var það rosalega flott. Þetta eru svo tignarleg dýr. Þegar líða tók á daginn þá fór ég að hugsa um eplið mitt hehe. Því ég ætlaði að fá mér epli þegar við kæmum í skálann og það var sko safaríkt epli sem ég fékk namminamminamm Cool Borðuðum við kveldmatinn um 6 leitið og fékk ég  mér villidýrakássu. Svo ætluðum við að ganga og skoða jörðina Grund og rústirnar þar. Við vorum 5 sem lögðum af stað en svo missteig Brói sig og sneri við. Þannig að það vorum við dömurnar sem röltum í kvöldsólinni í logni og æðislegu veðri eins og öll vikan var hjá okkur. Við erum nefnilega á vinsældarlistanum hjá veðurguðunum þessa dagana. Ekki fórum við yfir ánna við Grund því það var svo mikið í ánni að það yrði mjög hættulegt fyrir okkur að fara. En göngutúrinn var æðislegur, kyrrðin mikil og náttúran glæsileg. Þegar í skálann var komið fengum við okkur nokkur staup og skemmtum okkur vel í skemmtilegum félagsskap. Hafði reyndar Íraki komið á meðan við stelpurnar vorum í göngunni en hann var fljótur að koma sér í burtu þegar hann sá okkur dömurnar. Ekki vissum við afhverju heeh, Kannski erum við svo óhuggulegar hehe. 005075

Dagur 3.  Vöknuðum um 7 missofin vegna hita og hrota (ég tók upp á því að hrjóta heeh). Veðrið eins og venjulega heiður himin og logn. Borðuðum við morgunmat og núna þurftum við að byrja á því að vaða smá þannig að ég fór fyrst yfir ánna áður en ég gerði mig klára. Mikið mý var því það var logn og við vorum við vatn (sem engin fiskur var í Frown Gunni prufaði að veiða kvöldið áður og notaði maísbaunir sem beitu) Gengum við frá Egilseli og fórum að skoða Tröllakróka og eru þeir með því flottasta sem ég hef séð. Stoppuðum við í smá stund og nutum útsýnisins. Gengum þaðan og fórum upp á Múlakolla, útsýnið stórkostlegt og við sáum um 50 hreindýr í hvíld í snjónum. Síðan var stefnan tekin að Múlaskála. Leiðin gekk vel framanaf en þegar 1/3 var eftir og jafnvel styttra  að ég var komin í ógöngur því nú þurftum við að fara niður gil sem mig langaði ekki að fara í. En hjá því var ekki komist því hin leiðin var víst ekkert betri þar sem við vorum en hetjan ég mér tókst að fara niður í kaðli og upp þá bröttustu brekku sem ég hef farið hún var frekar erfið og þegar ég kom upp þá bara gáfu lappirnar sig. Ég hef gengið mikið en þetta er það erfiðasta (ég hélt það þarna) sem ég hef gert á æfinni í göngu. Þegar við komum í bústaðinn var rokið í kalda sturtu og fórum við öll nema Gunni hann fór að fixa eitthvað og fékk heitt vatn Crying. Áttum við frábæra stund með léttu spjalli og gjallandi hlátri. Var koin ró á liðið um 10 leitið. Var ég að læra að setja eyrnatappa og komu upp fjörugar umræður um hvernig ætti að nudda þá og og fá þá til að haldast inni hehe. Niðri voru þau búin að koma sér vel fyrir á básunum sínum.102105

Dagur 4. Vöknuðum um 8 leitið í góðu veðri eins og hina dagana. Var ákveðið að vera í léttri göngu þennan daginn Cool Skoðuðum Þilgil og Víðigil og fleiri gil og fullt af steinum, þetta var svakalega gaman. Sólin hátt á lofti og við öll í góðum gír eins og venjulega. Þetta er frábær hópur. Eftir góðan kvöldmat fórum við í kvöldgöngu. Vorum við búin að skoða aðstæður fyrr um daginn og virtist þetta líta vel út. Göngustígurinn flottur í hlíðinni en það var bara það sem við sáum við enduðum í svaðilförum því göngustígurinn varð nánast að engu og nú lenti ég í því erfiðasta sem ég hef nokkru sinni lent í. En með góðri leiðsögn Villu og humminu hans Bróa tókum við skref fyrir skref og á endanum tókst þetta. Þegar ég kom aftur í grasið var eins og ég hafi fengið rakettur undir skóna mína því ég skaust fram og til baka gólandi og gargandi af létti því þetta er ekkert smá erfitt fyrir svona lofthrædda manneskju að gera svona. En hetjan mín hún ég, fór þetta. Svo þegar við komum í skálann aftur þá áttum við eftir að klára alla snafsana sem við drukkum ekki hin kveldin hehe. Svo var skrifað í gestabókina og var þetta síðasta kveldið okkar saman og fann maður til smá söknuðar því þetta hafði verið svakalega gaman. 011110

Morguninn eftir fórum við upp Illakamb og þar beið eftir okkur bíll sem fór með okkur niður að Stafafelli þar sem þetta byrjaði allt saman 5 dögum áður. Fór ég á Djúpavog með Stjána og borðaði pottrétt hjá Dúnu. Hún býr alltaf til svo góðan mat. mmmmmmmmm. Skellti mér svo í sund og heimsótti Stefu og Ninna í sumarbústað kvenfélagsins inni í Fossárdal. Síðan lagði ég af stað heim. Kom við hjá Ömmu Grænu og hélt svo af stað. Var ég frekar þreytt og var þetta frekar erfitt að keyra þetta en tókst fyrir rest. Vorum við komin í Grindavík um 1 leytið.  Þið frábæra fólk sem voruð með mér í þessari ferð kærar þakkir fyrir mig þið eruð æðisleg.012


Ein upptekin

Jæja nú ætla ég loksins að blogga smá. Það virðist alltaf vera svo mikið að gera hjá mér að ég var farin að gleyma ykkur og það má ekki gerast Angry En ég er búin að  fara á Sundmót sem var þriðju helgina í júní og þar var virkilega gaman. Þakka staðarhaldara fyrir afnotin af klósetinu og svæðinu. Helga þetta var bara snilld. Og fótboltaleikurinn var bara fyndin. 024

Svo var ég svo heppin að fá hana Gullu í heimsókn eina helgi og vá hvað það var gaman. Fórum við öll til Grindavíkur og vorum hjá Þormari. Gulla flutti reyndar út á pall því þar er lítið hús fullt af eldhúsgræjum og hún kom reglulega út til að athuga hvort einhver væri heima og kallaði og ef hún fékk svar fór hún inn aftur og hélt áfram að leika sér. Hundarnir undu sér vel á pallinum eins og venjulega. Þeim er samt ekkert of vel við Gullu því það verður stundum svo mikil læti í henni LoL Írena og Telma pössuðu hana í smá stund og þá var hún snögg og kúkaði (stelpunum þótti það ekkert sniðugt ) en þær voru svo duglegar að þær skiptu á henni. Ekkert smá flottar stelpur. Það var sko dekrað við allar stelpurnar þessa helgi. Þormar og Loftur á móti 7 stelpum hehe. Sko Gulla, Írena, Telma, Sandra, Bomba, Tívolí og ég W00t hehe þvílík kvennaveröld. Voru allir sælir og glaði eftir þessa helgi.

Hann Eyfi átti 45 ára afmæli um daginn og hélt hann upp á það í sumarbústað í Svignaskarði. Veðurblíðan elti okkur og var maður vel steiktur. Birna bakaði og sá um að ekkert vantaði úr eldhúsinu ( Afhverju ertu alltaf í eldhúsinu Birna hehe?)  En það voru frekar margar Birnur þarna um helgina því það komu gestir að heimsækja Eyfa. Birna Sig. og Birna Ben. Hjölli kom líka og fleiri gestir. Eyfi Takk fyrir frábæra helgi og Birna takk fyrir allar pönnsurnar. Þú ert æðisleg í eldhúsinu Tounge 

Nú var orðið mikið að gera í vinnunni. Verð svo ein eftir mánaðarmótin eða þegar ég kem úr göngunni miklu. Fer í útilegu um helgina í Grímsnesið og ætlar Jói að vera með hundana. Hann er búinn að taka miklu ástfóstri með hundana og verður mikill missir þegar þeir fara. Mikil vinna er að vera með hundana sérstaklega eftir að ég byrjaði að vinna aftur en hann hefur verið mín stoð og stytta í gegnum þetta allt. Hann er æðislegur.  

Jæja læt þetta duga í bili. Þið eruð búin að fá ágætis skýrslu um mig núna. Mér líður að öðru leiti ágætlega. Búin að vera mjög þreytt undanfarið og alltaf haldið að það væri út af því ég væri að hreyfa mig of mikið en þá kemur í ljós að það kom smá bilelsi í ljós í blóðinu sem er búið að kippa í liðin með einni töflu á dag og bíð ég spennt eftir að hún fari að virka almennilega hehe. Lifið heil það ætla ég að gera.

 


Sjómannahelgin

Svoldið á eftir áætlun með skriftir en það verður að hafa það Smile En við vorum 3 sem tókum okkur saman úr Sóló og slógum upp veislu um sjómannahelgina í Grindavík. Þormar lánaði sitt heimili og var haldin svakaleg grillveisla á föstudagskveldið. Margir tjölduðu í bakgarðinum og mættu fimmtíu manns. Voru grilluð lambalæri og svo var fiskiveisla, steinbítur, koli og lúða. Þetta tókst með eindæmum vel og röltum við svo  niður á bryggju og skemmtum okkur með Bubba og Egó (Bubbi var nú frekar kuldalegur og oft hefur maður séð hann hressari).

Laugardagurinn var mjög svo fallegur. Sólin skein og lítið rok (það er nefnilega alltaf rok) . Var farið í göngutúr um þorpið hehe fyrir hádegi og voru heilir 5 sem röltu Tounge. Um kveldið grilluðu bara hver fyrir sig og reiknast okkur til að það hafi verið um 30 manns. Síðan var tekinn fram grammafónn og spilaðar plötur. Upp úr kl. 23:00 fórum við á ball í Salthúsinu en Stjórnin spilaði fyrir dansi. Hulda var svo óheppin að detta og brjóta á sér úlnliðinn en er öll að gróa.  Þessi helgi tókst frábærlega allavega skemmti ég mér rosalega vel. Allir hjálpuðust að við að ganga frá á sunnudeginum í smá þynnku. Veðrið æðislegt. Krakkar takk fyrir mig.


Minningarbrot

Vinkona mín missti manninn sinn um daginn. Sigurfinnur megi friður vera með þér. Þú varst frábær strákur. Ég þekkti þig ekki mjög mikið en rólegri mann hafði ég ekki kynnst. Þolinmóður og indæll maður. Jarðaförin hans var mjög falleg og situr einn sálmurinn mjög svo í mínu minni. Ætla ég að deila honum með ykkur.

Dag í senn, eitt andartak í einu, eilífð náð þín, Faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða ei neinu þegar Guð minn fyrir öllu sér. Hann sem miðlar mér af gæsku sinni, minna daga,  skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni, fyrir  skrefið hvert á lífs míns braut. 

Hann sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð. Máttur hans er allri hugsun hærri heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg að Drottinn segir mér. Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. 

Guð ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer.

Heiða mín, Svanhildur, Kristín Harpa og Guðmundur Ásgeir. Þið eruð flottust, ekkert smá sterk, er mjög stolt af að þekkja ykkur. Megi guð vera með ykkur.       4256_89869621265_640221265_2306218_4914872_s                                                                

 

 


Hvítasunnan

 

 

Sólóklúbburinn fór um Hvítasunnuna austur í Skaftafell til að klífa Hvannadalshnúk. Vorum við 9 sem ætluðum upp og 2 dömur sem pössuðu upp á að við nærðumst rétt J

Ég Kristín , Þormar, Hörður og Elín lögðum af stað um eitt leitið á föstudeginum en restin eða Tryggvi, Magnús, Sigurlaug, Hildur, Sjöfn, Gerður og Gunnlaugur  um fimm.

Við byrjuðum fyrst á að koma við hjá Ólöfu Sólókonu sem býr í Hveragerði og skoðuðum hennar heimili,  fallegt heimili þar og gaman væri að heimsækja hana viðbetra tækifæri  því þarna er nóg pláss til að grilla og hafa gaman J

Svo fór Elín á bensínstöðina og keypti bjór því hún öfundaði   Þormar svo af kassanum hans. Þaðan fórum við í Bónus á Selfossi og versluðum góðan mat og meðlæti J

Og áfram var haldið J þegar við komum á Vík þá fór Hörður með okkur að húsinu hans Stebba. Flott hús sem hann hefur þarna J  Á Mýrdalssöndum gerðist Hörður svolítið kærulaus og gaf aðeins í og ekki  var hann búinn að keyra lengi þegar við mættum löggu sem bæði blikkaði hann og benti (með fingrinum) Jsvo Hörður var stilltur eftir það. Á Klaustri fengum við okkur kvöldmat og vorum svo komin í Vesturhús í Hofi um 7 leitið. Komum okkur fyrir og fórum svo að spila UNO þar til restin af liðinu kom um hálf 11 og þá var spjallað og trallað fram á nótt JSvo kom í ljós að Sjöfn (sem var ekki orðin sjóaður Sólófélagi) (hún er það núna ) tók bara með sér orkudrykki en Tryggvi var vel birgur bjargaði henni fyrir horn en þá fór Hildur að gráta því hún hélt að hún fengi afgangana J

Jón Tryggvason faðir Sjafnar sendi okkur þessa stöku:

Upp á Tinda tifa

Kátar konur og vaskir menn

Í þeirra hópi ég áður var

Húki nú sem hálfgert skar

Ég vona að tindinum nái fljótt

Þó það verði um miðja nótt.

Þökkum honum kærlega fyrir alltaf gaman að fá svona með í för J

Laugardagsmorguninn var notalegur í rigningunni. Allir rólegir nema Magnús og Sigurlaug sem fóru að skoða lömbin J

Fórum seinnipartinn þegar við héldum að myndi stytta upp (sem nú gerði annað slagið) í Skaftafell að skoða Svartafoss og fleiri fossa.061jög skemmtileg ganga. Þarna er mjög fallegt. Sóttum líka búnaðinn sem við þurftum að nota í aðalgönguna á sunnudeginum. Um kveldið fengum við kjúkling og pasta að borða. Og spiluðum UNO fram eftir kveldi en fórum frekar snemma í bólið því það var strembinn dagur framundan J  Vöknuðum við um 4 leitið og skelltum okkur í fötin og átum Hnúkamorgunmatinn ( nokkuð spes orkuríkur matur) og klukkan 04:55 vorum við mætt við Sandfell (maðurinn var búin að segja okkur hvernig við myndum finna staðinn með því að leita af eina trénu á svæðinu, nokkur spes ) . Við hittum Leiðsögumennina hana Helgu Maríu og Hjört og við hópinn okkar bættust  5 strákar og Hildur lét þá alveg í friði, hehe. Lögðum við svo loksins af sta í þessa ferð sem sum okkar vorum búin að undirbúa frá því í janúar og aðrir fyrir hálfum mánuði J 005

9 stykki með  sól í hjarta og léttskýjað. Gætarnir sögðu að þetta gæti ekki litið betur út miðað við spár. Og upp Sandfellið fórum við en rétt áður en við komum að brynningarstöðinni þá sprakk allt utan af Tryggva eða búnaðurinn en við hnýttum hann saman aftur hehe. Við fylltum á alla brúsa því nú skyldi passa upp á að þorna ekki.  Fljótlega eftir að við fórum inn á jökulinn eða í 1100 metra hæð þá var ákveðið að binda okkur saman og þá var spurningin hverja við hvern hehe. Nei nei við vorum á 2 línum og Maggi og Sigurlaug voru bundin með strákunum 5, voru þau fremst og Helga María passaði vel upp á þau. Hjörtur tók restina og var svoldinn tíma að raða okkur upp því við gátum ekki verið kjur en þetta hafðist nú fyrir rest J

Tryggvi fyrstur, bara út af því að Hjörtur þurfti að hafa einn traustann (sem kom sér vel þegar á reyndi) Síðan kom Hildur ( hún sagðist hafa haft lélegt útsýni en kvartaði svo yfir því að skjólveggurinn hennar væri of hreyfanlegur), þá kom Hörður (hann var bara ánægður með sitt), Sjöfn (fiðrildið sem  flögraði um allt sípissandi), Gulli ( hann átti svoldið erfitt með að fylgjast með fiðrildinu) , þá ég milli tveggja stoða og restina rak Þormar með yfirsýn yfir allt J. Við bættum á sólaráburðinn og lögðum svo af stað í seinni aflíðandi brekkuna hans Harðar J  Þegar við vorum búin að ganga í svona klukkutíma í aflíðandi brekku fór að hvessa og éljagangur hófst, við héldum á tímabili að þetta myndi stoppa en í staðin þá jókst það bara.  Var ástandið það slæmt á tímabili á sléttunni að gætarnir voru ekki alveg vissir um hvar við værum en klukkan 12:20 þá vorum við kominn að sjálfum Hnúknum í 1800 metra hæð. Þá settum við á okkur broddana og tókum af okkur bakpokana og skiptum úr stöfum í ísaxir JNú skildum við klífa sjálfan Hnúkinn í blindbil. Upp skildum við fara. Og við gengum og gengum, allt hvítt og blint, svo var allt stopp. Gætinn var að skoða eitthvað og hann datt svo bara niður að mitti eða tókst að stoppa sig af þá. Sprungan sem hann datt niður um var mjög djúp (hann sá ekki hvursu langt niður hún náði) voru fleiri sprungur þarna og mjög þunn skel á þeim og ákvað Gætinn okkar að snúa við og ekki gat hann farið fremst þannig að nú snerum við okkur í hálf hring og þá var Þormar skyndilega orðin fremstur og honum langaði ekkert að vera þarna lengur svo hann lagði af stað og eftir að hafa fengið góða hvatningu um hraðan frá Hildi þá gaf hann bara í og dró okkur niður á sléttuna aftur (ekki fékk Þormar að vera meira fremstur hmmmm fór hann of hratt hehe) en hann stjórnaði í raun hraðanum niður því eftir þetta þá nánast hlupum við niður að snjólínu eða 1100 metra hæð.008 Þá var línan tekin af okkur og þá flaug Fiðrildið niður og var komin um kl 1800. Maggi, Hörður, Sigurlaug og Gulli voru komin rúmlega hálf 7 og restina ráku Ég. Þormar, Hildur og Tryggvi uppdópuð af verkjatöflum og koníaki um kl.1900.  Öll slæm í vinstra hné og fædd 1966.

Við drifum okkur í heitapottinn á Svínafelli. Mikið var notalegt þegar í bústaðinn kom þá beið okkur bólgueiðandi nudd og læri með öllu tilheyrandi. Eftirrétturinn var mjög fjölbreyttur, Súkkulaði, , Eplasnafs, ostur og snakk J  Um kveldið hófust miklar og fjörugar umræður um ferðina og um níu leitið fannst henni Gunnlaugur og Hörður fara of snemma að sofa og vakti þá (munu þeir hefna sín síðar J) Fórum frekar snemma í háttinn eftir viðburðaríkan dag.

Vöknuðum spræk öll nema Sjöfn hún vaknaði um nóttin og fór á Hnappavelli að klifra, hún nefnilega fékk ekki nógu mikla útrás út úr Hnúknum.  Var spilað UNO, sjómannaróðurinn ákveðin. Maggi og Sigurlaug bökuðu fyrir okkur vöfflur með sultu og rjóma. Svo pökkuðum við niður.

Kíktum við í Þakgil í bakaleiðinni. Vááááá svakalega er fallegt þarna J 047057

Næsta stopp var á Hvolsvelli þá fengum við okkur pizzu á GallerýPizzu nammigott. Mikið hlegið eins og venjulega, Gulli fékk ekki einu sinni frið til að tala við mömmu sína og segja henni að  hann hafi rölt á Hnúkinn.

TAKK FRÁBÆRA FÓLK FYRIR FRÁBÆRA HELGI.

Sjáumst hress og kát um næstu helgi því það er alltaf nóg að gera hjá Sólófólki.


Litlu hlutirnir

Maður á það til að gleyma litlu hlutunum. Ég fór í "rólegan" göngutúr í morgun gerði allavega heiðarlega tilraun til þess Tounge Tókst reyndar ekki en það er aukaatriði. Ég reyndi. Var að labba með hundana og heyri skrýtið hljóð og viti menn á Skítalæknum var önd með 8 litla unga. (finnst þetta frekar snemmt) en vááá hvað þeir voru flottir. Veðrið var svo frábært og fullt af litlum og fallegum hlutum úti í náttúrunni sem maður tekur ekki alltaf eftir því maður er svo upptekin að öðru sem oft á tíðum skiptir litlu máli. Nú er alveg að koma að Hnúknum LoL förum af stað á föstudag og reiknum með að fara á laugardeginum upp. Þetta verður sko ævintýri jeeeee hlakka ekkert smá til. Njótið dagsins. Er að fara að hitta vinkonur mínar í hádegismat á eftir bara gaman. LoL


Stóri Meitill

Nú fer að styttast í að ég fari á Hvannadalshnúk. Bara vika, vááá mar. En í gær fór ég ásamt 2 öðrum á Stóra Meitil og er hann einhverstaðar í þrengslum Wink Alltaf jafn gaman að ganga á fjöll. En í dag snjóaði smá á okkur Woundering Ekki átti maður von á því en það var bara stutt stund. Síðan stytti upp og var bara ágætis veður svoldið rok en annars bara flottGrin.012

Kvöldið var frábært. Fór til Grindavíkur og heimsótti skemmtilegt fólk. Var að undirbúa Sjómannahelgina og verður þá stuð í Grindó hehe. Takk fyrir mig.

NAUT 20. apríl - 20. maí
Ekki eru allir á eitt sáttir um að gera breytingar núna. Jafnvel meistari skuldbindur sig til þess að halda áfram að nema.

Gönguferð

Þessa dagana hefur verið einmuna blíða og hef ég verið nokkuð dugleg að fara með hundana í gönguferðir út í náttúruna Smile Þriðjudag fór ég með þær í göngu að Búrfelsgjá og þótti þeim það ekki leiðinlegt. Í dag fór ég með þær aðeins lengra á stað sem nefnist Haukadalur að mig minnir Wink ætlaði ég bara að sitja í sólinni og láta hundana hlaupa um í grasinu en fórum aðeins að skoða trén hehe. Við þvældumst um á milli trjánna og í öðrum gróðri í góðan klukkutíma. Ef Magga og Kiddi hefðu séð hundana sína breytast úr sætum snyrtilegum hundum í 2 litla mosa hnoðra hehe. Lét þær hlaupa svoldið í grasinu og veltast um til að losa sig við óhreinindin áður en ég hleypti þeim inn í bílinn.

Alltaf gaman að vera til . Núna er ég búin að fá vinnu í sumar hjá Ölgerðinni og byrja 2 júní og verð til loka ágúst. Mikið rosalega er ég fegin að vera að fara að vinna aftur. Það er ekkert skemmtilegt að vera atvinnulaus. Fólk var búið að segja að þetta myndi venjast en þetta er eitthvað sem mig langar ekkert að venjast. Þetta er frekar niðurdrepandi. En hef passað mig á því að vakna snemma og hreyfa mig mikið og það er það sem hjálpar mér mikið. Nú erum við rúmlega 20 manns að fara í Íslensku óperuna að horfa á Fúlar á móti og hlakka mér mikið til. Hafið góðar stundir þar til næst Grin

NAUT 20. apríl - 20. maí
Þegar einhver lætur út úr sér: þessi börn og bætir svo við einhverju neikvæðu, má búast við að sá hinn sami sé orðinn gamall. En þú kemur málunum á hreint með lagni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband