Færsluflokkur: Bloggar

Vinnan aftur

Jæja þá er kominn hversdagsleikinn aftur en bara í stutta stund, ég ætla að vinna í heila 4 daga og fara svo aftur í frí í rúma viku mæti svo galvösk 13 ágúst.

En um helgina var farið á Grundarfjörð með góðu fólki og þar var nú fjör, fullt af fólki og æðislegt veður. Komum við þar milli 8-9 á föstudagskveldið og virtust öll tjaldstæði full nema í Gilinu svo kallaða. Leist okkur nú svona þokkalega á nema hvað það var mikið af ungu fólki þarna. Slógum við upp tjöldum eða vögnum og létum fara vel um okkur því veðrið var gott og góð stemming í liðinu. En um nóttina þá var ekkert gaman því eftir 4 var þarna líka flotta teknó músíkin í fullt af bílum þannig að maður var í þvílíkri þeytivindu alla nóttina, úthaldið sem þessir krakkar hafa og tillitsleysið algert. Þótt við færum og bæðum þá að lækka músíkina þá var búið að hækka aftur eftir 5 mín. Við lifðum þetta nú samt af þótt þreytt værum eftir nóttina.

Um hádegi daginn fékk ég áskorum sem ég guggnaði á og nú er ég farin að sjá eftir því og á semsagt eftir að fara á Grundarfjörð og klífa þar eitt fjall sem heitir Kirkjufell. Mér fannst það of bratt en svo sá ég nærmyndir af því sjálfu og gæti trúað að ég myndi komast í rólegheitum á toppinn þar í komandi framtíð. Góð áskorun fyrir mig og mína lofthræðslu bara guggnaði núna en fer örugglega næst. Eins og með Búlandstindinn fór á toppinn í seinni skiptið Wink Þarna eru nú keðjur til að hjálpa manni þannig að það er kannski minna mál að fara upp en það þarf víst að fara niður aftur. Í staðin fyrir að fara á Kirkjufellið fórum við að skoða  Kirkjufelsfoss  og prufað að vaða smá brrrrrr svakalega var vatnið kalt mar, nú finnst mér gaman að vaða en lappirnar frusu strax, krakkarnir vildu ekki einu sinni vaða vegna kulda Crying Um kveldið var grillað og slappað af, dömurnar voru skildar eftir í tjöldum á meðan allur karlpeningurinn fór að skoða hoppukastala og hringekkjur Sick Þórhallur var nú eitthvað skrítinn eftir eina hringferð frétti ég Tounge. Um nóttina fengum við meira næði því við höfðum haft samband við lögregluna og beðið hana að fylgjast betur með svæðinu þannig að það yrði svefnfriður sem og varð fyrir utan smá ryskingar í einhverjum stelpuskjátum sem voru að slást um strákana Shocking.

Á sunnudeginum var tekið saman um 11 leitið eða rétt áður en fór að rigna. Ákveðið var að fara að skoða safnið að Bjarnarhöfn og var það skemmtileg sjón. Fengum við leiðsögn um hvernig þetta var gert í gamla daga og núna líka sem er nokkuð svipað. Smakkaðist hákarlinn bara vel. Skemmtileg stund. Á heimleiðinni var ákveðið að fara Hvalfjörðinn og stoppa þar til að borða nesti, stoppuðum við fossinn og fengum okkur kaffi, kakó og kleinur og meira meðlæti síðan fórum við  í fjöruna og vorum að þeyta kellingar. Tókum við eftir því að það var að flæða að, það gerðist svo hratt að maður sá sjóinn koma að  okkur á smástund, ákváðu strákarnir að standa á steinum í 5 mín og athuga hvort það myndi flæða að þeim og þeir þurftu að vaða í land Whistling smá blautir (ekki er maður verri þótt maður vökni) jæja svona fór hlegin sú og ekkert barnabarn komið hehe. Kv.


17-24 júlí

Hæ! Er komin úr útlegð LoL Fór austur á firði voða stuð. Ætla að segja ykkur hvað hefur verið að gerast í þeirri útlegð en fyrst að segja frá því að vendingin hjá Önnu Maríu gekk rosalega vel (dugleg stelpa) og barnið hefur ekki snúið sér aftur heldur hefur það lausskorðað sig JIBBÍ þannig að það lítur út fyrir eðlilega fæðingu.

17 júlí lagði ég af stað austur á land nánar tiltekið fór ég á Grænahraun við Höfn að heimsækja ömmu. Gekk ferðin vel en svakalega heitt í bílnum (mæli ekki með því að vera að keyra í svona góðu veðri) maður var illa bakaður Gasp Kom austur um 5 leitið og var ekki sól á Höfn en milt og gott veður. Amma var að malla Saltkjöt og baunir handa minni Tounge  Hjá ömmu var ég til fimmtudags þá var brunað á Djúpavog og byrjaði ég á að skreppa til Önnu Sigrúnar hjá Hreppnum og var þar ákveðið að skella sér inn Fossárdal á laugardeginum og fara að veiða í Líkárvatni (hafði heyrst af fiski þar) og keyra svo hringinn og koma niður við Öxi. Eftir kaffisopann þar fór ég út á sanda að hlaupa og var það ekkert nema frábært. Eftir rúmlega klukkutíma dvöl þar fór ég að skoða hvort sundlaugin hefði nokkuð breyst en hún hafði bara batnað. Sundaðstaðan á Djúpavogi er bara frábær LoL Skrapp ég svo Við Voginn og hitti þar fullt af fólki meira að segja vinafólk mitt frá Reykjanesbæ LoL

Föstudagur 20 júlí kl 7 fórum við Stjáni af stað á vit ævintýra Wink Keyrðum við inn Geithellnadal og fórum við alla leið að Afrétt og lögðum bílnum þar kl. 08.45 og fórum upp með ánni Sunnu fórum yfir hana þegar ofar dró og gengum ofan við Göngufellið og komum upp á Sunnutind baksviðs séð frá Geithellnadal, skoðuðum tindinn vel og settumst á nefið á honum og fengum okkur kaffi og kleinurnar hennar Kristrúnar Happy Síðan skruppum við aðeins yfir á Þrándarjökul til að geta tekið myndir hehe. Löbbuðum síðan með Fossbrúnum og komum niður með Bótará og fengum okkur banana við Bótarfossinn. Þá áttum við eftir að fara að bílnum sem var frekar langt í burtu og þurftum við að fara yfir nokkrar efnilegar ár t.d. Morsa (óð upp á mið læri ) það var bara gaman, áður en þangað var komið. Vorum við komin að bílnum kl. 17.15. Reiknast okkur að þetta séu eitthvað á milli 18-20 km sem við  gengum W00t Eftir þessa löngu göngu beið okkar kaffi og meðlæti hjá Sveitarstjóranum á Djúpavogi býr hann á Kerhömrum. Var maður nú nokkuð þreyttur eftir þetta ferðalag þannig að Stjáni æddi á Djúpa til að ég kæmist í sund. Var ég komin í heita pottinn rétt fyrir 8 og mýkti ég auma vöðva í hálftíma en þá var lauginni lokað. Fór ég til Sigga og Tenný í svaka humarveislu þannig að ekki svalt maður á þessum slóðum.

Laugardagur 21 júlí. Nú átti að fara að veiða í Líkárvatni. Lagt var af stað um 10 leitið og farið inn Fossárdal og keyrt eftir honum endilöngum. Stoppað við hvern foss og teknar myndir. Við stoppuðum líka við kofa sem er í Víðidalnum og kvittað fyrir komu okkar. Kom þá í ljós að Stjáni hafði verið þar 07.07.07 og farið að veiða í Líkárvatni en ekki veitt neitt ( held ég að hann vonist til að við veiðum ekki neitt) og honum varð að ósk sinni því þegar að vatninu var komið var komin svo mikil rigning að það var ekki hundi út sigandi. Og þessi vegarekkislóði var nú ekki bjóðandi hverjum sem er. Þegar við vorum komin að Merkjahrygg var ákveðið að taka smá lykkju og kíkja á Bjarnarhíði sem er svoldið innar við Ódáðavötn (ca hálftíma akstur frá gatnamótum) spurning hvernig Stjáni reiknar hálftímann Shocking en í Bjarnarhíði komumst við og er þetta flottur bústaður sem mikið er búið að vinna í og var nýbúið að gera pall fyrir utan og allt voða notalegt. Fengum við okkur nesti því var maður orðin svoldið svangur og héldum svo heim á leið. Stoppuðum næst við Folaldafoss sem er á leið niður af Öxi sem  tröllið Skrímnir passar vel. Um kvöldið fórum ég, Anna Sigrún og Dúna að borða á Hótel Framtíð ummm það var sko gott og mjög skemmtileg stund. Á sunnudeginum fór ég í Skógræktina, þar er nú alltaf jafn fallegt og af því ég var að fara á Höfn aftur til ömmu þá skrapp ég á sandana og ætlaði bara að rölta þá en stóðst ekki mátið þegar þangað var komið og hljóp þá þvera og endilanga og fór svo að vaða í sjónum það var nú bara snilld.

Mánudagur 23 júlí. Við amma vorum að dúlla okkur fyrir hádegi, fórum í búðina, apótekið og svoleiðis. Eftir hádegið komu Ninni og Stefa í heimsókn og var þar glatt á hjalla frameftir degi.  Þriðjudagur 24 júlí keyrði ég heim á leið. Er mjög ánægð með þetta ferðalag Happy  Tók Önnu Maríu tengdadóttur upp í á Selfossi, hafði hún verið í skoðum og leit þetta allt mjög vel út nema hún á ekki að vera alltaf að elta köttinn heldur kúra með honum Halo . Alltaf er gott að koma heim. Maður finnur það alltaf þegar maður er búin að vera í burtu í nokkra daga Wink KVEÐJA  


Klukk á mig :)

Ég fékk á mig klukk hehe og þarf að nefna Margréti sem klukkara, nefna 8 atriði um mig 1. er að verða amma. 2. er herumbil komin í sumarfrí. 3. er að fara austur á firði á þriðjudagSmile 4. er þægilega þrýstin og kynferðislega kósý Gasp 5. Geng oft í grænu. 6. er að fara að borða grillaðan kjulla. 7. á rauðan bíl. 8. er með krullur. Pinch Og svo þeir sem ég ætla að klukka váááá á ég          svona marga vini ( veit ekki) en Jói, Jói, Gunnþór, Anna, Gunni, Rúnar, Viktor og Guðrún hehehe

Jæja nú er maður búin að grilla sig svaðalega, búin að liggja í sólinni alla helgina fyrir utan tvo göngutúra í gær einn í morgunsárið og svo annan þegar sólin var að setjast (tók myndir svaðalega flottar) síðan í morgun fór ég í smá hlaupatúr og svo beint á beddann hér fyrir utan þar til Anna María og Gunnþór vöknuðu þá fór ég til Grindó (fórum Reykjanesmegin) kíktum í sund og skruppum til pabba (tilvonandi langafa hehe) og Hebbu. Erum svo að grilla kjúlla Tounge 

Morgundagurinn mun byrja snemma því ég ætla með tengdadótturina á Lansan í vendingu eða að snúa barninu því það er í sitjandi stöðu, síðan á að fara heim og baka afmælistertu því Gunni á afmæli og þá bakar maður köku Wizard

Skjáumst


Það fer að koma frí

Jæja nú styttist í að ég fái smá frí, er að fara í hálfan mánuð og ætla að skreppa austur að hitta ömmu og fara á fjöll, en svo gat ég ekki sagt nei þegar ég var beðin að kíkja aðeins hér á mánudag til að skoða reikninga sem á að borga Sideways Stundum heldur maður að maður sé búin að læra að segja nei en hvað gerist Woundering en ég græði á þessu eins og í fyrra tvo fyrir einn hehe. Jæja ætla nú að skella mér á fund og koma mér svo heim í heiðardalin hehe.

Í rólegheitum

Það er svo gott veður þessa dagana að maður hefur það bara rólegt. Fórum í bakarí í Hafnarfirði á sunnudag sem er ekki frásögu færandi en þar voru þrjár mjög ungar stelpur að vinna, við komum oft þarna og alltaf hefur verið mjög snyrtilegt og þægilegt að vera en núna þá höfðu stelpurnar ekkert þrifið borðin heldur bara tekið diska og könnur af en alveg gleymt að þurrka. Þyrfti nú að vera einhver fullorðin með þessum stelpum því þær virtust mjög dugmiklar bara vantaði einhvern til að stjórna sér Smile 

Mánudagur til mæðu eins og máltækið segir Gasp Ég myndi nú segja að þetta hafi passað vel allavega í vinnunni. Kom í ljós að það hafði komið leki að skipi sem Eimskip hafði tekið á leigu og  vildi svo illa til að vara frá okkur (staðnum sem ég vinn á) er um borð og okkur bráðvantar þessa vöru úps Angry En þegar ég var að keyra heim á leið úr þokunni í Hafnarfirði þá létti heldur betur til og kom sólin í ljós og veðrið varð betra eftir því sem ég nálgaðist Reykjanesbæinn Cool   Og svo kallar fólk þetta rokrassgat hehe. Hafið góðar stundir

 


Gönguferð 4/7

Eftir vinnu í gær ákvað ég að skreppa í Gönguferð og þá vantaði ferðafélaga og eftir smá stund hafði ég samband við Jóa og ætluðum við fyrst að skreppa á Esjuna en skiptum um skoðun því ég hélt að það myndi rigna þar því það höfðu verið þrumur og eldingar fyrir austan fjall Crying ekki vildum við blotna, þótt það sé stundum ekkert verra Pinch En við fórum upp í Heiðmörk og löbbuðum að Helgafelli og upp fórum við (dugleg) síðan niður aftur og tók þetta ekki langa stund eða rúman einn og hálfan. Þá fór okkur að svengja svo við fórum í Völuból sem er þar rétt hjá og fengum okkur brauð og kleinur. Tókum við þar smá hvíld því þar er mjög fallegt að vera. Síðan löbbuðum við í átt að Búrfelli og þaðan tókum við stefnuna aftur að Heiðmörkinni. Þetta tók okkur svona 3 og hálfa klukkustund með hálftíma stoppi í bólinu hehe.  Veðrið var frábært og æðislegt í alla staði W00t

Helgin 29 jún til 1 júlí

Blessuð sólin elskar allt hehe, Veðrið um helgina var frábært og ákváðum við að skreppa í útilegu á laugardeginum. Um hádegi þann dag fórum við ásamt annarri fjölskyldu að skreppa í Laugarás. Þar var fullt af fólki og mjög gott veður, logn og sól. Slógum við upp tjöldum og höfðum góðar stundir ( alltaf gaman í útilegu) nema á svæðinu voru nokkrar manneskjur sem kunna ekki að taka tillit til þeirra sem vilja sofa á nóttinni. En svona er þetta bara.

Á sunnudeginum upp úr hádegi tókum við niður tjöldin og Berta og co. fóru í dýragarðinn á meðan Gunni og ég fórum og fengum okkur kaffibolla hjá frænku minni. Síðan var tekin stefnan á Gullfoss og Geysir. Þá kom það í ljós að ég hafði ekki farið þangað síðan ég var smá stelpa og pabbi fór með okkur systkinin ástamt Gauju og hennar fólki. Ætli ég hafi ekki verið svona 7-8 ára. Þetta var voða gaman, flottur foss (við komum nú rennandi blaut upp aftur) það var svo mikill úði og vindáttin þannig að það gekk allt yfir okkur Joyful Og svo var haldið heim á leið og heyrðum við þá að það væri orðin mikil umferð, allir á leið heim eftir góða helgi svo við fórum Krísuvíkurleiðina og þótt vegurinn sé ekkert sá besti þá var þetta mjög skemmtileg ferð við fórum og skoðuðum Strandakirkju sem er virkilega flott og kom þar kona að og sagði okkur sögu kirkjunnar (mjög merkileg saga) og skemmtileg. Sem sagt góð helgi Happy


Tíminn flýgur

Svakalega flýgur tíminn fljótt, það er bara strax komin helgi aftur váá.

Veðrið hefur leikið við okkur þessa dagana, sem er æðislegt og ekki einu sinni mikið rok hehe. Í kvöld var svo gott veður að maður nennti ekki inn, heldur gekk bara aðeins lengra, fór fyrst í Heiðmörkina strax eftir vinnu og svo eftir matinn fór ég aftur út að labba því það var logn í Reykjanesbæ (þá sjaldan sem það er) hehe. Hafið góðar stundir þar til næst :)


Svaka helgi

Sælt veri fólkið Wink

Þetta var góð helgi, mikið um að  vera og veisla og allt Joyful

Föstudagurinn var frekar rólegur, fór í langan göngutúr um fjörurnar hér sem er alltaf jafn gaman, síðan var skroppið til Önnu Maríu tengdadóttur og við fórum að spila ótukt og viti menn hún burstaði mig eða 3-0 frekar sjaldgæft. Svo var farið í búðarráp sem endaði snögglega þegar það uppgötvaðist að ég hafði gleymt veskinu heima hehe gott þá eyðir maður ekki of miklu Sick En ég þurfti nú samt að skutlast heim og sækja skjóðuna til að borga ketið sem átti að vera í kveldmat, Gunni ætlaði að grilla og ég keypti svínahnakka sem ég kryddaði eftir kúnstarinnar reglum Pinch Tókst líka þetta flott. Góður dagur.

Laugardagurinn var sko ekkert smá fallegur, ekki einn skýjahnoðri á himni, fór út að hlaupa. Þegar heim var komið fann ég sólbeddann og góða bók til að lesa því nú skildi ég skella mér í sólbað því veðrið var svo flott, sól og smá gola. Ég flatmagaði til kl 15 þá fór ég í bað og gerði mig fína fyrir kveldið því ég og Anna María vorum á leið í útskriftarveislu vinkonu minnar. Kveldið lofaði góðu hehe Við vorum mættar rúmlega sex og enn var  veðrið svona gott og það hélst alveg fram á hádegi daginn eftir eða þá dró fyrir sólu. Kampavín var manni boðið þegar mætt var á staðinn og snakk, maturinn kom frekar seint eða rúmlega 8 og þá var ég búin að drekka smá af víninu og farin að finna vel á mér, kvöldið var frábært um 1 fórum við að leggja í hann til Grindavíkur því við ætluðum að sækja Gunnþór þangað en fyrst vildi ég bjóða Önnu Maríu upp á einn drykk svo við kíktum inn á Players og ég þurfti að borga fyrir hana inn til að geta keypt handa henni einn drykk svo var haldið til Grindavíkur, reyndist þetta vera hið skemmtilegast kveld mikið drukkið og mikið gaman. Þakka ég öllum sem ég hitti og skemmtu sér með mér samveruna því það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel Wizard en daginn eftir þá var nú ekki svo glatt á hjalla því ég þjáðist af miklum timburmönnum Shocking En er öll að koma til hehe.

Alltaf gaman að vera til. Góðar stundir


Kleinur :)

Sæl aftur W00t Smá saga frá gærdeginum. Ég skrapp í bæjarferð til Reykjavíkur sem er ekki frásögu færandi, borðaði með vinkonum mínum í hádeginu og var svo bara að flakka og útrétta og endaði á að fara á fund um kveldið en ég þurfti að taka bensín og venjulega gengur það bara vel nema í gær þá einhvernvegin tókst mér að festa bensíndæluna í gatinu og gekk frekar illa að ná honum út Undecided og ég hugsaði hvar eru karlmennirnir þegar maður þarf á þeim að halda hehe og vera með hann fastan inni í þokkabót W00t en svo með því að snúa upp á hann þá loksins losnaði hann og ég gat keyrt heim á leið. Hefði nú verið mér líkt ef ég hefði þurft að hringja í einhvern til að spyrja um hvernig maður losar bensíndælu eftir að hafa dælt bensíni.

 Jæja nóg um þetta.

Í dag var allt gert klárt í kleinubakstur sem tókst með einsdæmum vel, fékk tengdadóttir mína til að vera með og skemmtum við okkur konunglega, þetta var frumraun hennar og þótti henni nú frekar slepjulegt að koma við blautt deigið en þetta gat hún Tounge og svo þegar búið var að landa upp úr pottinum rúmlega 6 kílóum af kleinum þá fórum við í sund því sólin var farin að skína og við áttum það svo sannarlega skilið að liggja í heitapottinum eftir allan þennan bakstur Cool enduðum við daginn á að bjóða liðinu í skyr og flatkökur með kleinur í eftirrétt.

Góðar stundir þar til næsti Shocking


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband