Færsluflokkur: Bloggar
2.9.2007 | 19:42
Jæja þá er hann kominn


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 19:35
Veikindi



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 22:02
Útilega






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.8.2007 | 12:36
Ekkert nema leti
Jæja þetta þíðir ekki lengur. Er ekkert búin að blogga í viku, á eftir að segja ykkur frá frábærri helgi sem við höfðum í Húsafelli í frábærum félagsskap og frábæru veðri. Sundlaugin var ofnotuð það allir voru orðnir af svömpum og útkeyrðir eftir rúmlega 2 og 1/2 stunda iðkun það í lauginni að slást um dekk og pulsur. Á laugardagskveldinu var svo grillaður lax namminamminamm sem Laxi grillaði náttúrulega Sunnudagurinn var mjög heitur eða 17 stiga hiti við vorum frekar þakklát því að ekki skildi vera sól því það hefðum við grillast í vagninum. Sem sagt frábær helgi. Og ekki má Gleyma Kidda og Möggu sem eltu okkur á föstudeginum
(þarf nokkuð að ritskoða þetta ) hehe.
Nú er verið að spá í aðra útilegu, kemur í ljós á eftir.
Hér í vinnunni fengum við gám fram Immingham og í honum reyndust vera nokkrir fallegir sniglar sem við settum í glas til að ath. hvort þeir væru á lífi. Jújú þeir eru sprelllifandi (ætlaði að taka mynd af þeim en batteríið er búið) Þetta eru 3 sniglar, einn svartur mjög stór og tveir gulröndóttir ekki eins stórir og svo þegar við mættum í morgun þá var svarti snigilinn strokinn og við finnum hann hvergi hehe þetta eru dugleg dýr, eru alltaf að reyna að komast upp úr glasinu þannig að við erum búin að loka því (ætla að koma með krukku eftir helgi) . ´Jæja óska ykkur góðrar helgi og svo bloggumst við síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.8.2007 | 18:28
Heiðmörkin
Ég skrapp í Heiðmörkina í hádeginu til að hlaupa sem er ekki frásögu færandi (er nú með aðra löppina þar) en mætti manni sem hafði verið að hreyfa sig eitthvað allavega í stuttbuxum og var að teygja og viti menn haldið ekki að maðurinn sýni mér ekki slátrið sitt, ég sem var herumbil búin að bjóða góðan daginn því ég er mjög kurteis kona snarhætti við og tók strauið framhjá honum. Mér bara dauðbrá. En eftir að hafa hlaupið í hálftíma í viðbót þá var ég búin að jafna mig og hló bara en svona á nú ekki að gera
Alltaf sama góða veðrið, aðeins kaldara og enn ætlum við í útilegu, ekki alveg búin að ákveða hvert skal halda. kv.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2007 | 20:07
Meira um ömmubarnið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2007 | 20:04
Restin af helginni
Restin af helgin var nú frekar rólegri en mjög ánægjuleg. Við fórum til Akureyrar og tjölduðum þar í ágætis veðri, kannski ekki mikil sól þessa helgi en samt heitt og stillt. Við skruppum á Dalvík á laugardeginum og fengum okkur fullt af fiski að borða, þetta var virkilega góður matur. TAKK FYRIR MIG Sundlaugin á Akureyri var líka prufuð, mjög langt síðan ég hef farið í hana, ég hef nú bara verið viku á Akureyri og það var nú á síðustu öld
Sem sagt hin ánægjulegasta helgi. Komum heim um kvöldmat á sunnudag því nú var sumarfríið búið í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 19:57
Leitin að Laxfossi
Á fimmtudeginum lögðum við að stað norður í rigningu en þegar komið var á Blönduós var sólin komin svo það var ákveðið að tjalda og skoða Laxfoss Það var í þessari leit sem við komumst að því að nú yrðum við að gera breytingar á okkar lífi
allavega í bílamálum. Hingað og ekki lengra nú yrði farið og spáð í JEPPA því leitin að LAXFOSSI endaði nú JA vel fyrir rest
en Laxi var nú farinn að kannast við sig (hafði skoðað fossinn áður, reyndar fyrir nokkuð mörgum árum) þegar við beygðum inn slóða sem á stóð Hamar og Guðríðarskógur og áfram keyrðum við, (by the way við vorum á Wolswagen golf station) svo var þannig komið að við gátum bara ekki snúið við því við vorum komin á einhverskonar troðninga sem voru með djúpum hjólförum þannig að maður varð að keyra upp á miðjunni og svo maður sópaði ekki öllu undan bílnum
og ég undir stýri ekki alveg sátt við aðstæður
. En niður troðningana varð ég að fara sem ég gerði, þegar við komum niður blasti Blanda við okkur ekki neinn foss
nú neitaði ég að vera lengur undir stýri og lét Laxa taka við ( Laxi er meiri jeppamaður en ég þótt við værum ekki á jeppa). Hann sneri við og fór upp á kantinn öðru megin og á miðjunni og ríkur upp brekkuna og þegar við erum komin hálfa leið þá gefur kanturinn sig og við útaf eða bíllinn settist á (mallan) reyndar vaggaði hann svolítið þannig að við héldum að hann myndi velta en sem betur gerði hann það ekki. Nú voru góð ráð dýr, þekkjum við einhvern hér á Blönduósi sem á jeppa til að redda okkur neeeeeiii. Laxi rölti því af stað til að í leit að bóndabæ og vonaði að það væri einhver heima til að redda okkur. Á meðan vorum við Hannes að spá í hvað við gætum gert ef hann fyndi nú engan. Ég hringdi í 118 og fékk símanúmerið hjá Björgunarsveitinni á Blönduósi. Alltaf gott að vera vel undirbúin
En Laxi fann bónda frá Hamri sem átti líka þennan flotta Landcruserjeppa sem vildi hjálpa okkur. Ég held að hann hafi nú haft svolítið gaman af þessu sérstaklega þegar Laxi sagði honum að við hefðum verið að leita af Laxfossi þarna þá tók hann bakföll af hlátri
Kallinn spurði svo að hverju við værum að leita af Laxfossi þarna en við höfðum nú bara tekið vitlausa beygju hehe. Eftir tvær tilraunir og hjálp okkar Hannesar (við héngum á bílnum svo hann ylti ekki) þá tókst að koma bílnum aftur í troðningana og að sögn Hannesar sem ýtti bílnum af stað reddaði málunum. Sem betur fer urðu engar skemmdir á bílnum og enginn þurfti áfallahjálp. Við ákváðum að fara síðar að leita að Laxfossi við Blönduós því hann á að vera þarna einhversstaðar
Bloggar | Breytt 2.9.2007 kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.8.2007 | 10:32
Og viti menn aftur helgi
Jæja þá er að taka til nesti og halda af stað í útilegu nú skal halda norður á leið, spáir ágætilega kannski smá vætu en ekkert rok þannig að það verður flott. Erum vel út búin þannig að veðrið skiptir ekki öllu og ekki er maður verri þótt það rigni ( eða var það vökni) hehe
.
Smá hugleiðing Ég var að spjalla við ungan vin minn í gær hann Hjört hann er bráðum 6 ára. Ég spurði hann hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Hmmm sko ég ætla að vera Mótorhjólamaður með stórt mótorhjól síðan ætla ég að búa til og gera við tölvur og svo líka að vinna í Bónus.
Mér fannst þetta æðislegt svar og svo hugsaði hann sig um og af því við vorum að baka kleinur þá sagði hann að hann myndi trúlega líka vinna smá í bakaríi til að baka kleinur ef það væri einhver tími. Ég hef trú á að það verði eitthvað úr þessum dreng því það virðist vera gaman að gera allt
. Hafið góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2007 | 14:44
Verslunarmannahelgin
Þá er þessi frábæra helgi búin. Við byrjuðum hana snemma og fórum af stað á fimmtudeginum í líka þessu frábæra veðri. Búið var að spá slæmu veðri um mest allt land á föstudeginum og ætluðum við að vera búin að koma okkur fyrir á Klaustri áður en rokið kæmi en svo kom það ekkert bara smá rigning og vindur sem gat nú ekkert blásið um koll Þarna var fullt af fólki og veðrið var í allastaði gott ein og ein skúr á föstudegi, laugardagur heiðskýr og flottur, hálfskýjað á sunnudegi en varð alveg heiðskýrt um kvöldmatarleitið og mánudagurinn var svakalega góður sást varla ský á himni og smá gola sem hefði átt að kæla okkur niður en hún var bara nokkur heit. Um helgina var farið í gönguferðir, Systrastapi skoðaður og klifinn af þeim sem þorðu (Gunni jaxl). Eina sem við fundum af þessum stað var að það mætti merkja gönguleiðir betur þannig að fólk finni þær.
Aðstaða þarna var sko til fyrirmindar, allt mjög snyrtilegt. Sunnudagskveldið var brekkusöngur og brenna og ég er alveg viss um að þetta fólk úr hljómsveitinni Napeleón sló Árna út í Brekkusöng svo vel stóð það sig
. Frábær helgi.
Svo það flottasta og merkilegasta af öllu ég varð amma´, því klukkan 3 aðfararnótt mánudags eða 06-08-07 Eignuðust Anna María og Gunnþór stúlkubarn sem var 16 1/2 mörk og 52,5 cm., gekk fæðingin ekki alveg nógu vel þannig að það þurfti að taka dömuna með keisara en þeim heilsast öllum mjög vel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)