Færsluflokkur: Bloggar

Reykjaneshringurinn

Þá er ég komin heim aftur, búin að hjóla 58 km. í dag. Fór um 10 leitið í morgun í ágætu veðri, ekki mikil sól en smá, smá gola (sjaldgæft hér en greinilega gerist það nú) Tounge Ég var klukkustund að Reykjanesvita eða um 23 km. vegurinn malbikaður og flottur, þegar lengra var haldið tók malarvegur við og hef ég aldrei lent í öðru eins mína stuttu ævi Wink Nú hef ég oft hjólað á malarvegum en þetta var alger horror, rassinn minn ber þess seint bætur hehe (frekar aumur) það tók mig klukkutíma að fara 9 km. leið sem ég fór 23 km. stuttu áður. Svo lagaðist þetta nú þegar nær dró Grindavík og fann ég þar fullt af kríum með unga og sumar voru líka enn með egg. Þegar ég kom á malbikið aftur eða þegar nær dró Golfvelli Grindavíkur þá gat maður aftur farið að gefa í og kláraði ég ferðina eða 38 km. á 2 1/2 kl.stund. Hjólaði ég til Öddu mákonu og fékk hjá henni kaffi og fleira til að  hressa rassauman ferðamann við Errm Voru svo tekin fram spil eftir að við gáfumst upp á að reyna að liggja í sólinn sem var oftast nær á bak við skýin. Varð ég að játa mig sigraða 3-4 um 5 leitið. Þá var nú komin tími til að halda heim á leið (hjólandi) með auman rass hehe. Fór ég nú styttri leiðina eða 20 km. til baka, þannig að ég fór alveg í hring Cool Heimferðin tók mig klukkustund og þegar heim kom var búið að elda handa mér líka þennan flotta kjúlla sem maður renndi niður með góðri list.  Skemmtilegur dagur en ég á nú eftir að vera aum í rassinum í nokkra daga hef ég grun um.

Góðar stundir þar til næst LoL 


Mánudagur til mæðu eða hvað :)

Jæja komin í frí í viku jíbbíjei.  Gott að slappa smá af allavega í dag er reyndar búin að hlaupa hringinn minn Smile 

Smá hugleiðingar um sorgina Frown Fyrrverandi mágur minn missti pabba sinn og mömmu með rúmlega mánaðar millibili, stundum spyr maður hvað er hægt að leggja mikið á fólk í einu?  Einn vinur minn misst báða foreldra og bróður á innan við ár. Það eina sem maður getur gert er að biðja fyrir þessu fólki og styðja það.

Á morgun spáir vel og þá ætla ég í hjólatúr, hjóla til Grindavíkur fara Reykjanesmegin og kíkja aðeins á ættingjana í leiðinni og athuga hvernig þeir hafi það Cool 


Tíminn flýgur váááá...

Tíminn er svo fljótur að líða að maður nær varla að fylgjast með, mér finnst ekki vera að koma helgi hin helgin er varla búin þegar það kemur önnur.  Ég ætla að taka viku af sumarfríinu mínu í næstu viku og prufa að gera ekki neitt heheh eins og ég geti það, verð trúlega komin upp á eitthvert fjallið eða í hjólatúr áður en ég veit af ef veðrið verður gott   Whistling 

Eftir vinnu ætla ég að skreppa í Kringluna með tengdadóttir minni að skoða í búðir síðan er stefnan tekin til Grindavíkur því pabbi á afmæli og það er nú ekki vitlaust að sína framan í sig í tilefni dagsins, spáið í hvað hann fær flotta afmælisgjöf hehe

 


Formúlan

Allt er gott sem endar vel og á ég þar við Kubica sem slapp með smá hausverk. Líka frábært að fá fullt af  nýjum mönnum í vinningsraðirnar ekki alltaf þeir sömu og var Smile Áfram Kubica

Nú er sólin aftur  farin að skína á okkur LoL mér er í rauninni sama þótt það séu nokkur ský á himni svo framarlega að það sé ekki of mikið rok, það er leiðinlegt.

Vaknaði snemma og fór út í góða veðrið hljóp góðan hring ummm svo hressandi og svo fór ég í góðan göngutúr eftir vinnu með Jóa félaga Tounge Góður dagur

 

 


mbl.is Kubica útskrifaður og ók sjálfur BMW á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja.....

Jæja nú er ég komin aftur hehe fór til Möggu og Kidda í mat á fimmtudagskveldið og þar lærði ég margt og mikið um blogg og hvernig ætti að setja inn myndir og fleira,(sit ég svo sveitt núna að fara eftir þessum leiðbeiningum og gengur bara þokkalega ) Tounge Síðar þetta sama kveld fór ég til vinafólks míns að spila kana og gekk það þokkalega í byrjun, var ég fyrst að ná 50 stigum og þá fengum við kaffi og hnallþórur eins og venjulega Björk er svo myndarleg en í síðari hálfleik þá seig á ógæfuhliðina og enduðu leikar þannig að ég var í 3 sæti GetLost Björk náði að landa sigri í þetta sinn en við hin munum hefna okkar síðar Devil  

Dagurinn í dag var notaður í tiltektir og göngutúr Wink Fór hringinn í kringum bæinn hehe.


Hláturinn lengir lífið

Nú er maður með harðsperrur eftir gærkveldið Tounge  Skrapp í leikhús og fór að horfa á Ladda, þetta var ekkert nema gaman maður var farin að grenja af hlátri hehe. Svo var maður sem sat við hliðina á mér sem gaf ekki frá sér eitt einasta tíst á meðan ég og Stefa tókum bakföll af hlátri LoL  misjafnt hvernig maður skemmtir sér en þetta var ógleymanleg stund og svo var farið í ísbúðina á eftir nammminamm Halo

Helgaryfirlit

Þetta var frábær helgi hjá mér Grin Hljóp mína kílómetra á laugardagsmorgun og fór í heimilisverkin, hjálpaði tengdadótturinni með gardínurLoL Svo fór að líða að kveldi og stundin runnin upp, skellti mér í betri fötin og fór til Grindavíkur. Byrjaði á Saltfisksetrinu þar sem Þorbjörn-Fiskanes bauð sínu fólki upp á snakk og djús. Þar var systir mín og fleira gott fólk Happy Fórum við svo heim til hennar og undirbjuggum partýið Wizard Gestirnir komu um 9 leitið og var þetta mjög skemmtileg stund (ákváðum að gera þetta aftur fljótlega og undirbúa betur með gömlum myndum og fl. ) því það er langt síðan við hittumst og höfðum margt að ræða og minnast. Síðan var farið í Festi gengið á staðinn því þar var leigubílstjórinn farinn á ball hehe en versta við það að rigndi eins og hellt væri úr fötu og rokið eftir því þannig að hárgreiðslan fór fyrir lítið hehe en það var samt  dansað og dansað við góðan undirleik frá Magna og fél , prufuðum líka Salthúsið en þar var meira af eldra fólki sem við vorum ekki alveg tilbúin til að dansa með. Þá sagði ég stopp um hálf 3 og fór til systu að sofa en liðið hélt áfram til rúmlega 4.

Við systur vorum vaknaðar um 9 leitið og fengum við okkur morgunmat og skelltum okkur í útiföt og gönguskó því í kringum Þorbjörn skildum við ganga (svaka gaman) það er langt síðan ég fór þessa leið og ekki gerði ég mér grein fyrir því að þar hefðu hrunið heilu björgin niður hlíðina  í jarðskjálftanum árið 2000, flott að sjá þetta Joyful 

Eftir hádegi fórum við Gunni og co að skoða bíla hjá Ingvari Helga og þar eru margir flottir bílar og þar var forláta blaðra sem ég ætlaði aðeins að blása í en þá þurfti hún endilega að springa og mér til mikillar ánægju eða þannig þá vakti ég svaka athygli á meðan ég var að tína blöðruruslið upp Police alltaf gaman að fara með mér eitthvað á flakk

Góð helgi þótt það hafi verið rok og rigning


Komin helgi :)

Það er bara komin helgi eina ferðina enn og meira seigja SJÓMANNAHELGI jeje. Búið er að skipuleggja laugardagskveldið með viðkomu á Sjóarann Síkáta Tounge  Ætlum að hittast nokkur sem vorum að vinna saman á tímabilinu 1989-1993. Gaman saman Grin  Vááá er maður gamall þegar maður fer að tala um síðustu ÖLD heheAlien  . 

Helgaryfirlit :)

Jæja þá er þessi Hvítasunna búin og var hún alveg ágæt Smile Var verið að aðstoða Gunnþór og Önnu Maríu við flutninga frá Selfossi til Keflavíkur á laugardeginum. Það gekk bara furðuvel meðað við aldur og fyrri störf Pouty 

Á sunnudeginum var farið á Þingvöll með kleinur og gulrótarköku namminamm Smile Það var nú frekar napurt en við fundum ágætis skjól til að borða nestið okkar LoL Svo þegar við vorum búin að seðja sárasta hungrið segir eitt barnið "sjáið músina" og allir litu inn í runnann og viti menn var þá ekki þessa flotta hagamús að athuga hvort hún fengi ekki bita hjá okkur sem hún gerði, við gáfum henni kleinu sem hún tók með sér í holuna sína. Þarf að læra að setja mynd inn til að sýna ykkur hvað hún er flott. Síðan var kveldið endað með grilli og flottheitum.

Mánudagurinn var sko fallegur og hlýr, vaknaði snemma og tók einn hring í kringum plássið skokkandi ummm æði Tounge eftir hádegi var farið á rúntinn og skruppum við Reykjaneshringinn voða gaman stoppuðum við Vitann og skoðuðum okkur um í góða veðrinu, ég held bara að það hafi verið 14 stiga hiti þar váááááááááá marShocking . Síðan var farið heim að elda því nú átti að halda smá matarboð, voru strákarnir á leið til mömmu gömlu í mat. Ekki var nú lengi verið að skella í mexikanst lasagna rosa gott og tókst reyndar með einsdæmum heh.

Jæja læt þetta duga í bili, er búin að njóta góða veðursins seinnipartinn, skrapp í Heiðmörkina og var þar tekin smá hlaupa æfing veðrið alveg frábært LOKSINS komið sumar Cool 

 

S


Sælt veri fólkið

Jæja þá er búið að plata mann út í að blogga Smile

En kannski er þetta bara þræl gaman Wizard

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband