Færsluflokkur: Bloggar

Árekstur

Það er alltaf mikið sjokk fyrir mann þegar hringt í mann og manni tilkynnt um að einhver manni nákominn hafi lent í slysi. Jói hringdi nú bara sjálfur og sagði við mig. "Bara að láta mig vita svo ég væri nú ekki að heyra það annarsstaðar frá að hann hafi eyðilagt bílinn sinn" Hann var nú í fullum rétti og sjálfur væri hann ekkert meiddur eða svona hér umbil ekkert meiddur. Löggan sagði við hann að hann ætti nú að fara upp á spítala og láta skoða sig og hann tók skóladótið sitt úr bílnum og labbaði heim (frá gatnamótum Víkurbrautar og Staðarhrauns þar sem áreksturinn átti sér stað og í Garðhús þar sem hann býr) Löggan bauðst nú ekki einu sinni til að skutla honum þangað Angry Sótti ég nú drenginn og fór með hann upp á sjúkrahúsið í Keflavík og kíkti læknir á hann og er hann tognaður á hálsi og hægri hlið. Síðan er hann með heljarinnar hellu á öðru eyra og marin þar fyrir neðan. Er við komum heim þá beið okkur dýrindis máltíð Kjötbollur alla Gunni, mikið var nú drengurinn svangur eftir þetta allt saman og át hann vel eins og hans var vísa hehe. Sá verður klamboleraður næstu daga því eftirköstin verða oft mikil eftir slys. Guð hvað ég er þakklát fyrir að ekki fór ver. Jói hefur mestar áhyggjur af hvað hann fær út úr bílnum því þetta var góður bíll en ég fyrir að hann skuli vera næstum því heill á húfi FootinMouth Súkkan hans var með loftpúða svo þetta var nú fínasti bíll eftir allt Happy 

Bæ Bæ Almera Bæ Bæ

Nú er bíllinn seldur Wink Í síðustu viku vorum við að reyna að selja tjaldvagninn og var vinur Gunna orðin mjög heitur fyrir honum. Fórum við í heimsókn með myndir af vagninum og þeim fannst þetta mjög spennandi og svo sagði ég í gríni að hann gæti líka fengið bílinn minn keyptan því hann væri til sölu, það væri nú krókur þannig að hann gæti dregið tjaldvagninn hehe. Svo hringir hann á laugardaginn og vill bara fá bílinn en ætli að sjá til með tjaldvagninn og Gunni minn var nú ekki alveg sáttur Crying hehe. Jónas fékk bílinn í gær og var gengið frá öllu í dag.


Helgin

Helgin var frábær LoL við fórum að sækja hjólhýsið eftir vinnu á föstudeginum það var á Laugarvatni og þetta var ekkert smá hjólhýsi og flott hehe. Við fórum á Tjaldsvæðið hjá Apavatni og er aðstaðan þar mjög góð. Gekk þetta nú frekar brösuglega hjá okkur í byrjun t.d. gleymdum við að kveikja á gasinu og skildum ekkert í því af hverju það virkaði ekki og svo sló rafmagninu út þannig að við kláruðum af geyminum, en á endanum þá hitnaði hjá okkur og við gátum fengið okkur heitt kakó eins og við höfum verið vön í sumar í útilegunum. Frekar var nú blautt daginn eftir og frekar kalt úti því það var komin slydda og mikið rok en ekki varð okkur kalt í hjólhýsinu. Við vorum nú ekki ein á svæðinu heldur var þarna húsbíll, fellihýsi og hjólhýsi Cool Mikið slappaði maður af við bókalestur og dundur, á laugardagskveldið var komið logn og flott veður. Ég þarf að fara að setja myndir inn hehe. Á sunnudeginum var heiðskýrt og smá gola. Svo átti eftir að keyra alla leiðina heim með þetta ferlíki aftaní okkur og kveið ég nú smá fyrir en hann Gunni minn stóð sig eins og hetja, bara eins og hann hafi ekki gert annað en að vera með hjólhýsi í eftirdragi Tounge

Mikið að gerast

Skrítið hvað maður er stundum fljótur að skipta um skoðun. Ég hef alltaf haft þá skoðun að ég vilji ekki hjólhýsi en viti menn hvað erum við búin að gera, gerðum okkur lítið fyrir og skelltum okkur á eitt í gær og stefnum á að prufukeyra það um helgina. váá Tounge  Nú er bara að selja bílinn minn og tjaldvagninn hehe vill einhver kaupa Wink 

Svo fór ég í Lífstíl í Keflavík í gær prufaði prufutíma hjá Vikari í Fitness BOX og nú býð ég eftir harðsperrum því þetta var rosalegur tími. Byrjaði rólega en endaði svakalega, langt síðan það hefur verið gert útaf við mig Blush Ég varð að stopp í síðustu æfingunni því orkan var alveg búin (hafði lítið borðað þennan dag)(léleg afsökun) Wink En allavega virkaði þetta það vel að ég ætla að kaupa 3 mán. kort og athuga hvort það séu fleiri svona góðir tímar til að puða. Ég vil nefnilega hafa aksjón. Hlakka bara til. Mér finnst alltaf svo erfitt að byrja á nýjum stað, þekkir engan og svoleiðis. Hafið góðan dag.


Verið að spá og spekulera

Alltaf verið að spá og spekúlera, við eigum tjaldvagn og við erum að spá í að fá okkur fellihýsi en núna höfum við verið að skoða hjólhýsi og það er bara orðið möguleiki að við skellum okkur á eitt svoleiðis. Það var allavega mikið spáð og spekúlerað í gær, við skoðuðum líka heilan helling af hjólhýsum Cool Fórum svo í heimsókn til Þorsteins pabba Gunnars og þar lentum við í svaka veislu, kaffi og kökur og svo hryggur með tilheyrandi sósu og meðlæti  mmmmmmm svaka gott. Fórum með Steina á rúntinn og ætluðum að skoða Gljúfrastein þar sem Laxnes bjó en vorum aðeins of sein því það var verið að loka þegar við komum Tounge Yndislegur dagur

Gellurnar

Nú mættu gellurnar hjá mér í hádeginu á laugardeginum og ég gerði Marókkóskan grænmetisrétt, allar komu nema Selma sem er á Breiðdalsvík og sendum henni austfirskar kveðjur og Hildur sem var í sumarbústað. Lukkaðist þetta mjög vel og allir fóru saddir og glaðir. Ákveðið var að Helga kannaði hvort eitthvað skemmtilegt væri hægt að gera í Baðhúsinu núna í haust og síðan er verið að spá í að safna fyrir utanlandsferð að einhverju tagi fyrir næsta ár Happy 

Um fjögur leitið fórum við Gunni inn í Grindavík til að  fylgjast með kraftakeppninni Suðurnesjatröllið. Var nýlega byrjað að rigna og það rigndi eins og hellt væri úr fötu, nú kom sér vel að vera búin að klæða sig vel í regngalla og með regnhlíf. Skemmtilegur dagur LoL


Hreyfing

Jæja nú þarf maður að fara að ákveða hvar maður ætlar að æfa í vetur, hvernig maður ætlar að hafa það, hvursu oft að æfa í viku og setja sér markmið. Hvursu mikið af spiki skal breyta í vöðva og þannig sko. Það er alltaf gott að vera þægilega þrýstin og kynferðislega kósý hehe en ég ætla að losa mig við 5-6 kíló í vetur Wink ætli ég verði ekki að borða aðeins minna LoL


Afmæli

Alltaf nóg að gera hjá manni. Um hver mánaðarmót er svo brjálað að gera í vinnunni að það er erfitt að líta upp en svo róast það aðeins eftir nokkra daga Wink Kolbrún hans átti afmæli 4 sept og óska ég henni innilega til hamingju með afmælið. Í gærkveldi buðum við henni í mat og áttum skemmtilega stund saman. Svo var Hannes að kaupa sér skellinöðru og nú sefur hann ekki næstu nætur því hann fær hjólið á morgun en æfingarleyfið kemur ekki fyrr en 19 sept.Crying það verður erfiður tíma að bíða eftir því hehe. Svo hitti ég líka Önnu Maríu og Barnabarnið og við fórum saman í Bónus. Ég fékk að keyra kerruna og var voðalega ömmuleg eða þannig Happy en þetta er yndislegt kríli. Gunnþór kann vel á þetta hehe. W00t Hafið góðan dag LoL

Björt

Hæ hæ ég fór í heimsókn til Bjartar í gær og hún hefur það gott miðað við aðstæður, hressari en ég átti von á. Ég var pínu feimin fyrst en svo fórum við að spjalla og þá fann ég að hún hafði lítið breyst (frekar langt síðan við sáumst síðast) ég færði henni litabók, liti og spilastokka tvo og heimtaði svo að hún spilaði Ótukt við mig, hún hélt að hún hefði gleymt hvernig það var en svo vann hún mig tvisvar Angry Við áttum frábæra stund saman og vonast ég til að hitta hana aftur Smile Hún er ákveðin í að taka sig á og snúa sínu blaði við í lífinu og finnst mér það æðislegt (bara leiðinlegt hvað það þarf stundum mikið til) Mér heyrist að allir séu tilbúnir til að styðja hana á uppleiðinni og er það frábært. Áfram BJÖRT Grin  

Helgin

Jæja þá er helgin alveg að vera búin Smile í gær fórum við á rúntinn aftur hehe og kíktum í bæinn, fórum í Kringluna og heim aftur. Vorum með grillveislu um kveldið. Ólöf systir og Jódís komu og við grilluðum humar (gáfum Gunna frí í grilleríi, hann átti nú smá erfitt með það en það hafðist). Humarinn var rosalega góður eins og alltaf LoL Síðan var farið á svaka tónleika með Ljótu hálfvitunum, Jogvan, Rúnari Júl og co. og Garðari Cortes váváváááá svakalega flott hjá þeim. Og svo flugeldasýningin Kiddi mar þú hefðir átt að sjá þetta vááá þú verður að fá þér svona köku mar Tounge. Enduðum kveldið á að fara heim og glápa á vídeó og borða doritos og ostatacosósu heita með mmmmmmmmmmm.

Sunnudagurinn var líka frábær, nóg að gera Smile Gunnþór, Anna María og ömmubarnið komu í heimsókn. Langafinn og Hebba, Langamman og Ólöf og Jódís svo má nú ekki gleyma honum Jóa mínum. Ég var búin að baka pönnukökur svaka fjall, gera túnfisksalat, svo mínar frægu kleinur og svo átti ég skúffuköku í frystinum. Svaka veisla. Ömmubarnið var rétt komið í heimsókn þegar daman þurfti að gera stórt og gerði svo mikið að það þurfti að skipta um allt og mamman líka hehe. Mikið var rætt um húsbyggingar og bíla (það að segja kallarnir) við konurnar ræddum nú bara um börn og þannig dót því það var nú tilefnið með svona litla dúllu 4 vikna gamla. Æðislegur dagur og svo fórum við í afmæli hjá Bertu eftir kveldmat alltaf nóg að gera Wizard


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband