Færsluflokkur: Bloggar

Daglegt líf.....

Mér finnst hversdagslífið alltaf svo skemmtilegt því ég er komin á þann stað þar sem ég vil vera, gaman í vinnunni (skemmtilegt fólk) hehe, yndislega fjölskyldu, líður vel hef góða heilsu, á ömmubarn og heilsuhrausta stráka og hef eignast tengdadóttur sem er frábær. Ekkert smá rík LoL og þakklát fyrir að eiga svona mikið. Góða vini og allt jíbbííí. Gunnþór og fjölskylda, og Jói komu í mat í kveld, svaka gaman að fá þau, Gulla brosti til ömmu sinnar og lýsti upp daginn (er ég nokkuð að verða væmin hehe). Var að baka bananabrauð og bíð spennt eftir að það kólni til að geta fengið mér mjólk og bananabrauð með smjöri og osti namminamm. Hafið góðar stundir þar til næst Cool Skjáumst. Og Kiddi þetta orð notum við því ég sé þig ekki heldur skjáumst við Tounge

Frænkuhittingur

Í gær hittumst við frænkurnar eða dömurnar og við eigum allar sömu ömmuna hana Kristínu ömmu Wink  við erum 16 sem erum uppaldar hér á landi en það eru nokkrar í Ameríku eða dætur Ellu elstu systur pabba. Við hittumst hjá Jöru og var mætingin ágæt eða 9 stk. fyrir tveimur árum þegar við hittumst hjá Gullu þá mættu 15 stk og er það met mæting, við ætlum alltaf að hittast einu sinni til tvisvar á ári en þetta dregst alltaf en rosalega gaman þegar við hittumst.Mikið var skrafað og hlegið, hver og ein að segja sögur af sjálfum sér og sínum Grin Og svoldið var talað um Ellu sindromið. Næst ætlum við að hittast hjá Stínu Hreins upp í sveit strax farin að hlakka til LoL Af þessum 16 stúlkna hóp heita 7 dömur því fallega nafni Kristín allar skírðar í höfuðið á henni Ömmu okkar Kristínu Sveinsdóttur sem lést í nóv.'91 þá 86 ára gömul.


Fólkið í kringum mann

Jæja hér er ég hehe alltaf svo mikið að gera um mánaðarmót Wink og svo margt að gerast eða maður hleður svo mikið á sig í einu. Ég er búin að fara til tannholdssérfræðings í vikunni (hélt nú að allt væri að losna eða eitthvað mikið að, þannig lét tannlæknirinn) en allt leit ágætlega út, þarf að laga gamlar syndir frá dögum reykinganna (tannsteinn) og svo þarf ég að nota sérstakan bursta á milli tannanna og þá er allt í lagi með túllan á mér hehe. Síðan hitti ég Brynjar nuddara og hann lagaði bakið og fleira eins og honum einum er lagið Wink Svo ætlaði ég að láta lita gráu hárin en þá vildu þau ekki verða í þeim lit sem þau áttu að vera þrátt fyrir miklar og erfiðartilraunir rótin bara rauð hehe. Heim með sjampoo sem gæti lagað málið Devil  Svo ætla Gunnþór og fjölskylda að flytja aftur á Selfoss Angry svona er lífið. Jói minn ennþá að drepast í bakinu eftir áreksturinn, hann ætlar að fara til bæklunarsérfræðings til að láta kíkja á sig svo þarf hann að hreyfa sig aðeins meira og fara í sund og heita potta til að mýkja sig. Þetta tekur allt sinn tíma. Skjáumst Cool

Gamlir bílar og skellinöðrur

Var að velta því fyrir mér hvort er betra að eiga gamlan bíl eða nýjan. Jói minn er að ganga í gegnum eitthvað óhappaskeið. Fyrir hálfum mánuði þá keyrði bíll í veg fyrir hann og bíllinn eyðilagðist hann tognaði á hálsi og hlið. Á föstudag fór hann á bílnum í vinnuna sem hann keypti í þokkalegu standi að hann hélt og á leiðinni þá bara ákveður eitt hjólið að yfirgefa bílinn og hann lendir á staur, sem betur fer þá var hann ekki á mikilli ferð en þetta fer nú ekkert vel með líkamann að lenda oft í svona pústrum. Bíllinn er frekar illa farin en hann ætti að geta selt hann í varahluti og svolleiðis. Á hann ekki bara að kaupa sér nýjan ( sé hann nú í anda á einum nýjum) þá myndu nú öll hjólin haldast undir honum og ég sofa betur hehe.

Hannes hans Gunna er komin með æfingaleyfi á skellinöðru og keyrir um allt, svaka flottur. Þeir voru þrír félagarnir að rúnta í gær og löggan stoppar þá, Hannes var sá eini sem var rétt búinn Flott hjá honum (kostar tuð samt) löggan setti út á klæðnað hinna strákanna og ákvað að sekta þá ekki í þetta sinn. Það er ekki nóg að vera bara með hjálm það þarf alklæðnað en þessir strákar hugsa bara það kemur ekkert fyrir mig, allt í lagi einu sinni.  Ég man bara eftir því að Jói sleppti hjólahjálminum einu sinni og varð fyrir bíl í það skiptið, slapp með skrámur, heilahristing og mjög bólgið andlit HEPPINN málið er bara það eru ekki allir svona heppnir Crying Guð veri með þeim sem ekki reyna að verja sig á réttan hátt.


Hvað er best að gera í rigningu

Já það er spurning hvað er að gera í rigningu ? það er sko margt Wink Ég fór á bókasafnið í morgun og fann mér góðar bækur ( notalegt að lesa í rigningu) síðan fór ég að baka skinkuhorn því það var von á gesti í mat í hádeginu fínt að bjóða upp á heitt brauð og súpu. Þvo þvott og taka til, síðan fór ég í tölvuna að vinna smá verkefni sem ég tók með mér úr vinnunni og svo núna ætla ég að klæða mig (eftir veðri náttúrulega Grin) og fara út í góðan göngutúr. Skoða hvalinn sem rak hér á land Andanefja held ég að hann heiti. Skjáumst Happy

Klippari

Maður er mjög fjölhæfur eða þannig LoL Strákarnir mínir, tengdadóttir og barnabarn komu í kvöld og borðuðu hjá okkur snilldar fiskibollur alla Gunni Tounge Hann er sko góður kokkur. Síðan var ráðist að snoða nokkra hausa. Það var kominn svo mikill lubbi á þá báða að vélin reif í hárið á þeim hún erfiðaði svo mikið Crying slæmt fyrir þá, þeim var nær að koma ekki fyrr hehe.

Ég hef ekki spáð hvað maður getur verið háður tölvu í vinnunni fyrr en núna þegar þurfti að skipta um server hjá okkur og allt er búið að liggja meira og minna niðri síðustu daga. Maður verður bara stopp og getur ekkert gert, hemmm hvert er gengið í dag úps kemst ekki á netið til að athuga það, hmmm hvað kostar þetta dót úps navision virkar ekki sorry geturðu komið á morgun hehe nei það var nú ekki svo slæmt en samt. En mikið varð ég fegin þegar það loks komst allt í lag um 3 leitið í dag. Þá loksins gat maður farið að vinna. Svo fór ég til tannlæknis í dag og engin tönn skemmd Grin dugleg stelpa. Þetta er það leiðinlegasta sem ég geri en það er að fara til tannlæknis ég veit bara ekkert leiðinlegra. Jæja best að fara að slappa af og reyna að gera ekki neitt. Stundum svo lítið erfitt hehe. Góðar stundir Wink


Fyrirsögn

Það sem mér finnst erfiðast með að blogga er að finna út hvaða fyrirsögn ég eigi að setja hehe. En það er alltaf nóg að gera hjá manni þannig að tíminn líður svo fljótt að maður nær ekki að fylgjast með Wink 

Okkur var boðið í mat í gær hjá Gunnþór og Önnu Maríu og fengum við líka þessa flottu súpu með allskonar kjöti og grænmeti í ekki þessi sígilda kjötsúpa heldur öðruvísi, alltaf gaman að fá svona öðruvísi. Guðlaug Sigurrós eins og búið er að nefna barnabarnið mitt (kölluð Gulla) er frekar óvær á kveldin svona eitthvað að magast en dafnar vel, hún sefur svona ágætlega á nóttunni svona frá rúmlega eitt fram á morgun. Var verið að græja  vagninn til að hægt sé að viðra dömuna Tounge voru öll dekkin ónýt og þurfti að finna ný, fengust þau í Vörðunni og voru ekki ódýr. En nýr Silvercross vagn kostar nú ekkert smá.

Nú eru gellurnar að spá í skrepping austur að heimsækja Selmu á Breiðdalsvík og er komin niðurstaða á helgi og mun það vera helgina 9-11 nóv. maður er bara farin að hlakka til Grin 

Jæja hafið það gott þar til næst


Rok og rigning

Nú er úti veður vont verður allt að klessu hehe nei nei Grin Þetta er fyrsta helgin hjá okkur Gunna sem er ekkert skipulögð og  við erum  búin að vera dunda okkur fullt. Vorum úti í morgun að þvo og bóna hjólhýsið og bílinn. Ég var nú bara inni að pússa glugga og svoleiðis hehe (slepp alltaf svo vel) Síðan var farið í sund og tekið á því þar og endað í heita pottinum Tounge Þegar heim var komið var skellt í bananabrauð namminammi og svo er ætlunin að gera einmitt það sem á að gera í svona veðrum akkúrat ekki neitt hehe Hafið góðar stundir Cool

Ömmuæfing

Í gær kom Anna María tengdadóttir með litlu dúlluna í vinnuna til mín og leifði mér að sinna ömmuhlutverkinu á aðra klukkustund. Fyrsta skiptið sem maður fékk að passa þessa dúllu Grin Hún var ekki búin að vera ein hjá mér nema nokkrar mínútur þegar fóru að heyrast skrítin hljóð frá dömunni, skruðningar og læti og viti menn daman tekur upp á því að gera nr. 2 og ekkert smá magn maður minn, þetta var langt upp á bak og amman hafði enga reynslu af stelpum (bara átt stráka). En við skruppum upp á loft og fengum lánað skrifborðið hans Almars og breyttum því í skiptiborð því það þurfti að berhátta dömuna og hún var nú ekkert sérstaklega ánægð með það. Með hjálp Gústa (lagermans og pabbi tveggja telpna Tounge) þá hafðist þetta að miklum myndarskap. Daman var svo hin rólegasta hjá ömmu sinni fékk að drekka og ropaði á réttum stöðum. Þetta var bara gaman LoL 

Svo gerðist það sem aldrei gerist að ég hin skipulagða sem alltaf er með lykla og allt með mér hvert sem ég fer var bara læst úti í gærkveldi hehe skrapp í leikfimi tók smá Þolfimi hjá Hálfdáni voða gaman og skaust svo heim sveitt og rjóð. Kem svo að læstu húsi hmmmmm ég vissi að Gunni var að skutla stráknum til mömmu sinnar en hvenær myndi hann nú koma aftur, myndi hann hitta einhvern og tjatta í svolla stund eða hvað. Tók nú ekki séns á því og skrapp til Þórhalls og fékk að hringja í gaurinn til að opna fyrir mér og honum þótti þetta nú bara fyndið, það hvarflaði ekki að honum að ég hefði farið út úr húsi án símans hvað þá lyklanna hehe.


Hvað tíminn er fljótur að líða

Já tíminn er svo fljótur að líða að börnin hjá manni verða orðin gömul áður en maður veit af en ekki við foreldrarnir hehe. Jói er allur að koma til, ég er svo þakklát fyrir að ekki fór ver Grin Og svo barnabarnið mitt þvílík dúlla, var hjá þeim í gærkveldi og stúlkan var í góðu formi orðin rúml. 6 vikna og stækkar ört LoL Tók flottar myndir af henni sem ég ætla að setja inn við tækifæri. Sumarið sennilega búið svona nokkurn vegin þannig að maður verður að fara að taka slátur og gera haustverkin og áður en maður veit af þá eru jólin bara komin. Maður segir alltaf það er nógur tími en svo BÚMM allt búið hehe. Hafið góðan dag

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband