Færsluflokkur: Bloggar
13.11.2007 | 21:38
Ferðalag 1 hluti :)





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 14:22
Í ferðalag liggaliggalái



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2007 | 14:46
Hreyfing
Það er þetta með hreyfinguna ég hef verið svoldið mikið fyrir að hreyfa mig undanfarin ár eða frá því ég hætti að reykja og fór að geta hreyft á mér lappirnar aftur því ég var langt komin með að reykja þær undan mér (ekkert smá þakklát fyrir að hafa tekist að losna undan þessu böli). Ég byrjaði hjá Sigrúnu á Djúpavogi frekar rólega en hún kveikti í mér og síðan hafa engin bönd geta haldið mér.Hjá henni lærði ég að meta pallatímana. Þegar ég flutti í bæinn fór ég að fara í Hreyfingu og líkaði mjög vel, sérstaklega við pallatímana hjá Valdísi, síðan flutti ég í Hafnarfjörð og svo kom vinnan mín líka þangað og ég hafði svo skamman tíma til að komast í tíma hjá henni, það var annaðhvort að valda stórtjóni á bílnum eða láta lögguna taka mig fyrir glanna- og of hraðan akstur
þannig að ég hætti og fór í Hress en alltaf saknaði ég Valdísar því það er alltaf svo mikið stuð í tímunum hjá henni. Núna er hún komin í Sporthúsið og ég hætt í Hress þannig að ég flutti mig þangað og er búin að fara í nokkra tíma hjá henni og það er eins og að vera komin heim svo mikið fæ ég út úr þessum tímum hjá henni. Áfram Valdís
Nú er mikið um að vera á næstunni ég skil þetta ekki venjulega er svona frekar lítið að gera hjá mér í félagslífinu, bara þetta daglega líf og rólegheit um helgar. En svo kemur nóvember og þá verður allt brjálað, þetta hefur verið svona undanfarið 3 ár og svo byrjar ballið eftir helgi. Ég er að fara austur til ömmu og svo á Djúpavog og Breiðdalsvík (ætla að reyna að ná spilakveldi á föstudagskveldinu Anna Sigrún sagði mér að það yrði spilað
) svo er vinnan að fara til London mar ekkert smá og svo eru blessuð jólin á næsta leiti og öll afmælin, það er alda framundan 3 í nóv. og 5 í des. ég ætla ekki að fara ræða hvað margir eru í jan. og feb. strax það kemur síðar en aldan gengur yfir í lok feb. eftir það eru bara svona eitt og eitt
En þar til næst hafði það sem allra best.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2007 | 08:13
Komin helgi


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 23:13
Fyrsti snjórinn


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 22:01
Góðar fréttir


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2007 | 14:19
Góð helgi
Vonandi hafa allir haft góða helgi eins og ég. Náði að slappa vel af og hafa það huggulegt (dugleg stelpa). Á laugardeginum þá fór ég í ræktina þegar ég vaknaði og ljós á eftir fór svo heim og tók húsið í gegn, skúraði og gerði fínt. Síðan fórum við Gunni í búðina og versluðum fyrir kveldið því við áttum von á gestum. Kveldið var vel heppnað góður matur og félagsskapurinn flottur Sunnudagurinn var líka góður, skruppum að hitta Gísla og Kollu og fengum kaffi og konfekt þar. Svona rólyndis helgi í alla staði nema tölvan okkar stoppaði (hef ekki hugmynd hvað að henni er) en hún er komin í viðgerð
Hafið góðar stundir þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2007 | 09:55
Ömmubarnið hún Guðlaug
Já við skruppum í heimsókn til Gunnþórs og Önnu Maríu í gær og var litla daman í þvílíku stuði hún er farin að fá hálfa teskeið af graut daglega og þá fór nú litla daman sko aldeilis að taka gleði sína. Ég fékk að gefa henni restina af pelanum í gær og hún sko ældi á ömmu sína og kúkaði heljarinnar mikið (fór nú ekkert á mig hehe) og svo fór hún að þenja raddböndin í þessu líka svaka stuði. Þvílíkur munur að sjá hana núna, skríkjandi og svo hissa á því að þessi hljóð skuli koma frá henni
.
Jói er búin að fara í sneiðmyndatöku og nú er aftur bið eftir þeirri niðurstöðu. Alltaf að bíða og bíða og bíða. Hafið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2007 | 09:28
Skemmtilegur dagur



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2007 | 16:00
Jói minn ...





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)