Færsluflokkur: Bloggar

Ferðalag 1 hluti :)

Yndislegt að vera komin í smá frí. Flugferðin var frábær, ég hélt að ég myndi fara í svona röri eins og var fyrir nokkrum árum en Nei það var þessi líka fína flugvél (veit ekkert hvað hún heitir) fór rosalega vel um okkur öll 6 hehe. Á höfn átti ég eftir að fá far á Grænahraun og vonaðist til að hitta einhvern sem ég þekkti og sá þá Hauk á Starmýri sem var svo elskulegur að skutla mér Smile Hjá ömmu (sem beið eftir mér með kaffi og vínarbrauðTounge) var gott að vera. Þetta er einstök kona svo æðrulaus og sátt við sitt. Ég ætla sko að nota hana sem fyrirmynd. Hún hefur alltaf eitthvað fyrir stafni og kann ekki að láta sér leiðast Wink. Á fimmtudeginum var frábært veður, snjór yfir öllu, heiðskýrt og logn. Fór í langan göngutúr með hundinum á bænum henni Birtu og hún ákvað að vera alltaf á veginum svo bílarnir 4 sem fóru framhjá voru eiginlega fyrir henni LoL. Höfðum við amma það bara notalegt og spjölluðum og púsluðum saman, gaman Happy Á föstudeginum fór ég svo á Djúpavog með honum Stjána, alltaf gaman að þvælast með Stjána (ætli hann hafi fengið einhverjar kleinur hehe.

Í ferðalag liggaliggalái

Jæja nú ætla ég að skreppa austur á dag LoL fer fyrst á Höfn í Hornafirði að heimsækja ömmu Guðný. Hún verður 90 ára á sunnudaginn pældu í því og enn er hún hress og kát. Alveg frábært eintak. Hún er besta amman sem ég hef átt hehe. (stal henni nefnilega) Að vera orðin þetta gamall og geta notið þess að vera til, gantast og haft gaman af hlutunum er frábær eiginleiki sem ég ætla að tileinka mér í framtíðinni. Ekki vorkenna mér af því ég er orðin gömul og þreytt Wink Svo þegar ég er búin að vera hjá ömmu ætla ég að fara á Djúpavog og hitta vini og kunningja. Kem með svaka skýrslu þegar ég kem til baka. Hafið það gott þangað til ég kem til baka og alltaf Tounge

Hreyfing

Það er þetta með hreyfinguna Smile ég hef verið svoldið mikið fyrir að hreyfa mig undanfarin ár eða frá því ég hætti að reykja og fór að geta hreyft á mér lappirnar aftur því ég var langt komin með að reykja þær undan mér (ekkert smá þakklát fyrir að hafa tekist að losna undan þessu böli). Ég byrjaði hjá Sigrúnu á Djúpavogi frekar rólega en hún kveikti í mér og síðan hafa engin bönd geta haldið mér.Hjá henni lærði ég að meta pallatímana. Þegar ég flutti í bæinn fór ég að fara í Hreyfingu og líkaði mjög vel, sérstaklega við pallatímana hjá Valdísi, síðan flutti ég í Hafnarfjörð og svo kom vinnan mín líka þangað og ég hafði svo skamman tíma til að komast í tíma hjá henni, það var annaðhvort að valda stórtjóni á bílnum eða láta lögguna taka mig fyrir glanna- og of hraðan akstur Devil þannig að ég hætti og fór í Hress en alltaf saknaði ég Valdísar því það er alltaf svo mikið stuð í tímunum hjá henni. Núna er hún komin í Sporthúsið og ég hætt í Hress þannig að ég flutti mig þangað og er búin að fara í nokkra tíma hjá henni og það er eins og að vera komin heim svo mikið fæ ég út úr þessum tímum hjá henni. Áfram Valdís LoL 

Nú er mikið um að vera á næstunni ég skil þetta ekki Woundering venjulega er svona frekar lítið að gera hjá mér í félagslífinu, bara þetta daglega líf og rólegheit um helgar. En svo kemur nóvember og þá verður allt brjálað, þetta hefur verið svona undanfarið 3 ár og svo byrjar ballið eftir helgi. Ég er að fara austur til ömmu og svo á Djúpavog og Breiðdalsvík (ætla að reyna að ná spilakveldi á föstudagskveldinu Anna Sigrún sagði mér að það yrði spilaðLoL) svo er vinnan að fara til London mar ekkert smá og svo eru blessuð jólin á næsta leiti og öll afmælin, það er alda framundan 3 í nóv. og 5 í des. ég ætla ekki að fara ræða hvað margir eru í jan. og feb. strax það kemur síðar en aldan gengur yfir í lok feb. eftir það eru bara svona eitt og eitt LoL En þar til næst hafði það sem allra best.


Komin helgi

í gærkveldi komu Gunnþór og Anna María ásamt prinsessunni í heimsókn LoL sú litla var frekar svöng og fékk amman að gefa pelann (svaka stuð). Hún var nú ekkert lengi að drekka 200 ml. Þau eru farin að gefa henni smá graut og hún fór að vera rólegri eftir það, sefur betur og svoleiðis. Nú er helgin framundan. Hafið góðan dag Wink

Fyrsti snjórinn

Stundum á ég það til að vakna snemma( mjög oft en stundum ligg ég lengi undir sænginni) en ekki í morgun, hafði enga eirð í mér og fór framúr rétt um átta og viti menn bara kominn snjór og það bara þokkalega mikið. Ég dreif mig í föt og út í göngutúr, marraði skemmtilega undir fótunum og blankalogn YNDISLEGT við kirkjuna var búið að gera flottan snjókall (gleymdi að taka mynd af honum) úti var ég í rúman klukkutíma og svo beint í heitt og notalegt bað á eftir. Eftir hádegi skruppum við í bíltúr, náðum í pabba Gunnars og fórum austur fyrir fjall og kíktum á Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri þetta var bara ánægjulegt á Stokkseyri er hús sem heitir Vegamót og bjuggu afi og amma Gunnars þar og hvíla í kirkjugarðinum á Stokkseyri sem við kíktum á. Fórum síðan á Selfoss og fengum okkur kaffi og snúða í Nóatúni Smile Frábært veður í allan dag, sól og logn hvert sem við fórum. Kíktum líka á húsið hans Gunnþórs sem hann var að kaupa á Selfossi, sáum nú bara utan á það grænt og fínt hehe. Hafið góðar stundir þar til næst Wink

Góðar fréttir

Já svo sannarlega góðar fréttir, hann Jói var að fá niðurstöður úr sneiðmyndatökunni og á þeim fannst brot í hryggjarlið nr.10 Frown sem virðist liggja rétt og er að gróa vel. Hann þarf að passa sig á að lyfta ekki þungu og fara vel með sig fram í desember (spurning hvort hann geti það). Þungu fargi af mér létt því það hefði verið mikið mál ef brotið hefði verið farið að gróa skakkt og hann endað með krippu eða þurft að brjóta allt upp til að laga. Hryggbrot er sko ekkert grín hef ég heyrt. Nú á hann bara að bryðja parkódín þar til þetta er gróið namminamm. Hafið það gott þar til næst LoL 

Góð helgi

Vonandi hafa allir haft góða helgi eins og ég. Náði að slappa vel af og hafa það huggulegt (dugleg stelpa). Á laugardeginum þá fór ég í ræktina þegar ég vaknaði og ljós á eftir fór svo heim og tók húsið í gegn, skúraði og gerði fínt. Síðan fórum við Gunni í búðina og versluðum fyrir kveldið því við áttum von á gestum. Kveldið var vel heppnað góður matur og félagsskapurinn flottur LoL Sunnudagurinn var líka góður, skruppum að hitta Gísla og Kollu og fengum kaffi og konfekt þar. Svona rólyndis helgi í alla staði nema tölvan okkar stoppaði (hef ekki hugmynd hvað að henni er) en hún er komin í viðgerð Crying Hafið góðar stundir þar til næst Smile


Ömmubarnið hún Guðlaug

Já við skruppum í heimsókn til Gunnþórs og Önnu Maríu í gær og var litla daman í þvílíku stuði LoL hún er farin að fá hálfa teskeið af graut daglega og þá fór nú litla daman sko aldeilis að taka gleði sína. Ég fékk að gefa henni restina af pelanum í gær og hún sko ældi á ömmu sína og kúkaði heljarinnar mikið (fór nú ekkert á mig hehe) og svo fór hún að þenja raddböndin í þessu líka svaka stuði. Þvílíkur munur að sjá hana núna, skríkjandi og svo hissa á því að þessi hljóð skuli koma frá henni LoL.

Jói er búin að fara í sneiðmyndatöku og nú er aftur bið eftir þeirri niðurstöðu. Alltaf að bíða og bíða og bíða. Hafið góðan dag Happy


Skemmtilegur dagur

Ekki þarf maður að gera mikið til að lyfta sér aðeins upp hehe ég fór í mat til Sigrúnar vinkonu og við komumst að því að við værum búnar að þekkjast frá því sept. 01 vááá hvað tíminn er fljótur að líða. Shocking Ég fékk grænmetislasanja að borða sem var rosalega gott (fékk uppskriftina svo ég get prufað á öðrum) Síðan æfðum við Elín Birna smá fimleika og Magnús í Batmangallanum fór í splitt hehe (æðislegt). Síðan var sest við spilin ég og Elín Birna fórum í veiðimann (hún hefur alltaf unnið mig GetLost) nema í kvöld þá hafði ég vinninginn en þá skipti hún bara um spil og við spiluðum Fléttu og þá fór sko daman að vinna hehe. Síðan sýndi hún mér hvað hún er dugleg að læra og svo skellti ég mér á fund og þar hitti ég fullt af fólki sem ég hafði ekki hitt í svoldin tíma Happy Frábær dagur

Jói minn ...

Það gengur ekki nógu vel hjá Jóa mínum. Honum hefur ekki liðið vel í bakinu eftir áreksturinn og læknirinn hélt að þetta væri bara tognun Devil sendur heim með verkja- og bólgueyðandi töflur. Mér hafði verið bent á að láta Jóa hafa samband við lögfræðing út af árekstrinum og mikið er ég þakklát þeirri manneskju því sú kona sendir hann til Bæklunarsérfræðings sem sendir drenginn í myndatöku og segir svo við hann ég hringi ef eitthvað slæmt kemur í ljós SmileFrown Læknirinn hringir í gær (á laugardegi) og segir við hann að það sé einn hryggjarliður brotinn og hann þurfi að fara í sneiðmyndatöku eftir helgi og þá verði metið hvort þurfi að skera eða eitthvað að gera.FrownHann megi ekki lyfta þungu eða reyna mikið á sig. Hann fór nú samt á næturvakt  síðastliðna nótt (vinnur á Subway) og fer sennilega aftur í nótt (frekar þrjóskur drengur) hann ætlar að vinna nokkrar vaktir í viðbót til að eiga nóg af peningum (einn dýr í rekstri). Jæja nóg af slæmum fréttum. Er að búa til sviðasultu mmmmm. Hafið góðan dag Happy

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband