Færsluflokkur: Bloggar

ennþá í London 3 hluti

Á laugardeginum var vaknað frekar snemma þrátt fyrir drykkju og söng fram á nótt Wizard Ég var nú hissa á hvað sumir voru sprækir því flestir strákarnir í hópnum höfðu verið að keppast um hver gæti drukkið mest af hrísgrjónavíninu Devil Eftir góðan morgunmat fórum við að athuga hvort við gætum fengið leikhúsmiða en við vorum búin að ákveða að fara annaðhvort á MammaMia eða Queen en þá kom í ljós að það var uppselt á báðar sýningarnar um kveldið. Munum það bara næst að panta miklu betra ef maður ætlar að fara Happy Þar sem við vorum komin var stórt torg með fullt af fólki (ég veit ekki hvar við vorum) en þar voru fullt af látbragðsleikurum og svo var einn leikari sem var með einskonar leik og fékk fullt af fólki með sér til að gera það skemmtilegt svaka flott Grin Fengum okkur svo að borða pítzu á ítölskum veitingarstað sem var mjög gott. Vaxmyndasafnið var tekið og skoðað ofan í kjölinn og þetta er frábært. Sumir mjög svo raunverulegir. Við biðum efir að ein konan myndi taka mynd af einu vaxmyndaparinu og svo þegar fleira fólk var líka farið að bíða þá nikkaði ég laust í konuna og þá kom í ljós að hún var úr vaxi hehe. W00t En þetta safn er rosalega flott og mikið gert til að þessa sé sem skemmtilegast. Svo af því við erum svo miklir ferðamenn þá var skroppið næst að Oxford street en við vorum nú ekki lengi þar því mannmergðin var gífurleg, fyrsti laugardagur í desember og það var svo stappað af fólki að við vorum frekar hrædd um að verða troðin niður hehe. Við ákváðum að fara nær hótelinu en Gústi og Stína ætluðu að vera lengur úps við vorum þarna skilin ein eftir Shocking frekar græn á bak við eyrun hvað varðar útlönd og hvað þá lestir en við skellum okkur niður og hoppuðum bara upp í næstu lest og fórum svo út þar sem gult átti heima (við vissum að þar kæmumst við nær hótlinu okkar Kensington close) rosalega vorum við ánægð þegar þetta virkaði allt saman og við vorum komin á réttan stað hehe. Um kvöldið fórum við á Grískan  veitingarstað og mælum við ekkert sérstaklega með honum. öðruvísi matur og ísinn sérstaklega vondur bragðaðist eins og sápukúlur og strákarnir kláruðu hann samt hehe. Skemmtileg lífsreynsla. Sideways Sunnudagurinn var nú bara rölt á milli búða og kaffihúsa og svo farið heim um kveldið. Maturinn eða allavega skinkan var mjög góð en ég held að kartöflusalatið hafi verið úr sama dallinum og á fimmtudeginum því það var eins vont Undecided komin á klakan rúmlega hálf eitt. Skemmtileg ferð.

2 hluti

Föstudagur: Vaknaði spræk eins og venjulega en frekar snemma eða um 7 leitið en naut þess að liggja og dorma. Gunni skellti sér í enskan breakfast en ég var nú öllu hógværari og fékk mér rúnstykki og kaffi. Röltum svo aðeins um og kíktum í búðir Tounge E.h. fórum við í neðanjarðarlestina og fórum upp hjá auganu og BigBen (ég sem aldrei hafði komið til London vissi nú ekki einu sinni hvað það var, en mjög flott )  þegar við komum úr auganu sem var frábært er nú smá lofthrædd en gaman engu að síður Cool fórum við í sædýrasafnið, skrítið að sjá allar þessar fiskitegundir, margar hafði maður séð en vááá mar. Um kvöldið var árshátíðin allir hittumst um kl 6 á hótelbarnum og þaðan fórum við með taxa á Benihana eða það heitir veitingarstaðurinn. Þar var sko gaman að vera og veitingarnar sko frábærar allt í boði Ásgeir Sigurðsson ehf. Við fengum einn kokk sem sá um að elda ofan í okkur og var hann þokkalega frábær. Við sátum í U  hann steikti allt þarna fyrir framan okkur og gerði alls konar kúnstir. Þetta var 6 rétta máltíð + fordrykkur. Á milla kjúklingsins og nautakjötsins var svo komið með sushi og heitt hrísgrjónavín. Stemmingin var frábær í hópnum en við vorum 11 í hópnum. Síðan var farið á hótelbarin og sungið og drukkið fram á nótt Wizard

London 1 hluti

Fórum í loftið um hálf 5 og ferðin ánægjuleg nema maturinn (hafið þið heyrt þetta áður Crying), kaldur kjúlli og kartöflusalat. Kaldur kjúlli er venjulega ekki vondur eða það finnst mér en þetta ojjjj. Eins og Stína hans Gústa sagði "af hverju að bjóða upp á svona hrylling, betra að sleppa því í svona stuttu flugi" Frekar að bjóða upp á kaffi og muffins. Veðrið í London var bara fínt 10 stiga hiti. Við skruppum út um 10 leitið og fengum okkur snarl( Mac donalds) og hittum svo liðið á hótelbarnum sem var bara fínt LoL 

Gaman í vinnunni :)

Mér hefur nú alltaf fundist gaman að vinna en þessa dagana er það sérstaklega gaman því við erum að fara til London. Almar hleypur reglulega fram á pallinn og kallar "Vissuð þið það að við erum að fara til London" og hlær LoL Svo höfum við verið að undirbúa ferðina og hvernig við ætlum að hafa fyrirtækið hvort við myndum loka eða fá einhvern til að vera símamær á meðan, núna er búið að taka ákvörðun það verður lokað. Þá þurfti að fá Ella Símakall til að laga símsvarann hjá okkur en honum tókst það ekki með svona stuttum fyrirvara þannig að hann lánaði okkur símsvara og sýndi mér hvernig ætti að tala inn á hann. Hann talaði fyrstur og sýndi mér hvernig hann virkaði hehe og hvað haldið þið Cool síminn hringdi og símsvarinn fór strax á (og þar var bara grínið hans Ella hehe) sem betur fer náði ég viðskiptavininum og við hlógum mikið af þessu. Svo var ég að æfa mig að tala inn á símsvarann í dag og var aldrei ánægð. En á leiðinni heim þá fattaði ég hvað vantaði hehe það var byrjunin. Redda þessu í fyrramálið. Svo lokum við á hádegi á morgun og ég ætla að skella mér í leikfimi og svo beint upp á flugvöll svaka stuð Tounge Ég hef nefnilega aldrei komið til London og langar að skoða margt. En eins og einn sagði þú verður bara að fara aftur í vor ef þú nærð ekki öllu hehe maður nær því trúlega seint LoL jæja ætla að athuga hvor ég finni ekki fína vegabréfið mitt og setji smá dót í tösku. Hafið það gott þar til næst Grin


Afmæli og aftur afmæli :)

Já nóg er af afmælum í minni fjölskyldu. Á föstudagskveldið vorum við í 40 ára afmæli hjá mági mínum honum Jóhanni og svo var barnaafmæli hjá Ólöfu systur en hún Jódís varð 10 ára þann 19 nóv. svo á Ólöf sjálf afmæli 25 nóv. þannig að maður varð ekki svangur þessa helgi. Jói Mundi var að flytja bílinn sinn bimman austur á Selfoss á laugardag og kom við hjá Ólöfu í veisluna og vantaði smá hjálp. Hann er svo frábær þessi strákur að það hálfa væri nóg hehe. Tounge Loksins er hann búin að fá geymslu fyrir bimman þannig að hann verður tekinn af númerum núna næstu daga Wink En bílinn hefur nú ekki mikið verið hreyfður síðustu árin og geymirinn orðin ónýtur þannig að hann fékk lánaðan geymir úr öðrum bíl en það varð til þess að ekki var hægt að loka húddinu almennilega og fékk hann lánaða gúmmíhanska til að hafa á pólunum til að allt yrði í lagi og svo hjálpað Gunni honum að pumpa í dekkin því Jói er ekki orðin nógu góður í bakinu til að geta það (hann hafði nú vit á því að biðja um hjálp) Cool Svo fékk hann sér einn kökubita og lét sig hverfa í myrkrið. Flýtti sér svo mikið til baka að hann var tekinn fyrir of hraðan akstur (maður á ekki að keyra of hratt). En svona er lífið. Sunnudagurinn fór nú bara í bakstur, bakaði mömmukökur, vanilluhringi, súkkulaðibitakökur 2 og 3 og tromptoppa, notaði svo rauðurnar og bjó til ís ummmmmmmm hlakka til að borða þetta, annars er þetta voðalega fljótt að hverfa skil ekkert í því. Svo verður Gunnþór hjá okkur eitthvað í desember og Jói greyið getur trúlega ekkert borðað því það á að taka hálskirtlana úr honum í næstu viku nóg að gera, já og ekki má gleyma því ég er að fara til London á fimmtudaginn með staffinu. Langt síðan ég fór til útlanda og aldrei komið til London. Er komin með þykka bók yfir hvað er gaman að skoða og sjá. Hafið það gott þar til næst.

Nóg að gera ....

Nú er hafin skemmtilegur tími en jafnframt annasamur, ekki nóg með að það eru jól framundan þá hellast fullt af afmælum líka 75% af fjölskyldunni á afmæli á næstunni hehe. En svo gerir maður jólakort og bakar smákökur og svo ætlum við að skreppa til London með vinnufélögunum mínum. Svo þegar maður keyrir um þá sér maður að fólk er byrjað að setja jólaljósin í gluggana sína og lýsa upp myrkrið. Alltaf gaman að vera til Tounge

Ömmuverkin

Ég passaði ömmubarnið hana Guðlaugu Sigurrósu um helgina Wink hún kom til mín á föstudag um kvöldmat og fór um 2 leitið á laugardeginum. Þetta gekk alveg skínandi hún var frekar vær hjá ömmu sinni. Svaf fyrst 2 tíma og vaknaði og fékk að drekka og svo sofnaði hún aftur rúmlega 12 og svaf til hálf átta. Ekkert mál. Mér kveið svoldið fyrir því hún hefur  verið frekar óróleg á kveldin en dúllan litla var sko bara góð við ömmu sína hehe. Síðan hafði það frést að hún væri hjá mér og María systir og krakkarnir hennar komu og kíktu. Gunni bró og Adda komu líka til að kíkja á prinsessuna. Og svo komu Kiddi og Magga og heimtuðu pönnukökur da, ég átti nú bara kleinur og lagtertu þannig að þau fóru fljótt hehe bara djók. Þau eru yndisleg og þökkum við kærlega fyrir þeirra heimsókn, alltaf gaman að fá þau LoL Síðan buðum við Gunnþóri og Önnu Maríu í kvöldmat og gláptum á vídeó á eftir bara gaman.

Dagurinn í dag er búin að vera góður, fallegt veður, fórum í langan göngutúr og svo er maður bara búin að vera að chilla. Fer svo á afmælisfund í kvöld Wink Hafið það gott þar til næst.


SMS

Eins gott að passa hvað maður segir í sms ef einhver annar en eigandi fær þau hehehehe Tounge 
mbl.is Sambýliskonan lenti í 3. gráðu yfirheyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 hluti

Laugardagurinn var fagur, snjókoma og logn. Eftir staðgóðan morgunmat (ísskápurinn á bænum var virkilega troðfullur af mat) fór Selma með mig og Halldóru í gönguferð að skoða plássið meðan hinar dömurnar sváfu Sleeping Það er nú svoldið fallegt þarna á Breiðdalsvík en mér finnst nú Djúpivogur fallegri (trúlega er ég hlutdræg) en mér finnst þetta bara Wink . Ég fór svo með Kolbrúnu, Lilju og Helgu eftir hádegi hehe. Milli 5 og 7 var hægt að fara í heita pottinn og nýttum við Kolla okkur þann góða valkost og áttum við góða stund með fleira fólki, frábær stund Happy Nú var farið að gera sig fínan fyrir kveldið, ætluðum við að skreppa á Djúpavog og heimsækja Sigga Jóh. og Tenný, skoða svo bæinn og kíkja á ballið Wizard Þetta var bara frábært kvöld, höfðum klætt Jólasveininn úr jólasveinabúningnum og fært hann í jakkaföt og var hann líka glæsilegur þannig, tókum við hann með okkur sem ökumann þetta kveld. Kærar þakkir Jónast Bjarki hehe. Hjá Sigga Jóh. fengum við osta, sallöt og síld namminamm voða gott Wink Mikið var skeggrætt og ýmislegt rifjað upp svaka gaman. Hildur og Hafdís það var svvvvoooooooooooooo gaman þetta kvöld, mikið dansað mikið fjör. Hvað var þetta með Árna Jónsen hehe. Selma uppgefin frekar snemma, spurning hver sá um það hehe. og það var frekar þreyttur hópur sem renndi yfir á Breiðdalsvík rúmlega 3 en hresstist fljótlega þegar inn var komið og farið var að brasa með beikon, skinku og egg Tounge Kolla stóð sveitt við eldavélina Takk fyrir mig.    Þetta var frábær helgi og lögðum við í hann frá Breiðdalsvík um hálf 12 og vorum komin í menninguna aftur um hálf 8.  Selma takk fyrir frábærar móttökur (hef grun um að við höfum ekki verið nógu duglegar að tæma ísskápinn hehe )

2 hluti ...

Á Djúpavog er alltaf gaman að koma, mér finnst það svo yndislegt, sandarnir og mínir vinir sem ég hef  verið svo heppin að kynnast Smile Ég tók þátt í Faðirvorahlaupinu og fór það á tveimur Grin hitti nokkra drauga á leiðinni hrökk bara smá við hehe. Gellurnar áttu að koma um 10 þannig að ég gat ekki skroppið á spilakvöld en fór í staðin í sund og svo til Stefu og Ninna í Hraun. Þar var Rabbi (sá er orðin flottur strákur og er orðin stærri en ég Crying)og spilaði ég nú aðeins með hann í ótukt hehe ég er bestust LoL Sandra kom aðeins við (frétti að hún hafi verið einn af draugunum hehe) hún er orðin fegurðardís W00t Svo um 10 leytið komu Gellurnar og við brunuðum á Breiðdalsvík og þar tók Jólasveinninn á móti okkur með gott í poka (það var banani) jibbíí. Selma var með svaka veislu. Læri með öllu tilheyrandi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband