Færsluflokkur: Bloggar
30.12.2007 | 16:28
Skruppum á Selfoss


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2007 | 16:28
Jólin Jólin








Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2007 | 11:13
Vitlaus bíll...
Það er gaman að vera til þessa dagana hvert ævintýrið eftir annað hehe. Hannes var vakinn með afmælissöng og morgunmat í rúmmið.
Hann loksins orðin 15. Og svo var lítið rok í morgun hehe. En aðal ævintýrið var þegar ég fór í banka og pósthús sem ég fer reglulega í vegna vinnunnar. Ég var á Dodge Durango inum og lagði honum niðri í Firði og skrapp í minn venjulega rúnt (á milli banka og pósthús) Svo röltir mín í rólegheitum og opnar bílinn, sest inn og legg frá mér dótið sem ég var með (jólagjöf frá Glitni
) set lykilinn í svissinn og hva get ekki snúið lyklinum ég tek lykilinn út og athuga hvort eitthvað sé að honum, nei í fínu lagi svo ég sting honum aftur inn
en get ekki hreyft hann. hmmmmm þá fer ég nú að líta í kringum mig og viti menn haldið ekki að ég hafi ekki farið inn í vitlausan bíl.
Þarna voru lopavettlingar og allskonar dót sem ég kannaðist ekkert við
ég tók mitt hafurtask og læddist út
(leit vel í kringum mig til að athuga hvort einhver væri að horfa
) og labbaði í rólegheitum að mínum bíl, settist inn og það gekk ekkert smá vel að starta bílnum mar hehe. Þessi bíll var svarblár og það var enn myrkur úti klukkan hálf 11 og ekki datt mér í hug að þeir væru tveir hlið við hlið hehe. Mig langaði sem snöggvast að deila þessu með ykkur. Hafið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.12.2007 | 14:58
Smásaga

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2007 | 14:51
Góð helgi



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 14:24
Hrakfallabálkarnir mínir
Á þriðjudag þá fór nú að létta til hjá honum Jóa mínum hann gat sofið í 10 tíma og hann hætti að vera kokmæltur og gat farið að borða aðeins (eitthvað annað en vökva hehe) ræddi við kauða á þriðjudagskveldið og þá held ég bara að hann hafi brosað í símann það var hann ekki búin að gera í viku því það var ekkert gott Og hvað haldið þið að Gunnþór geri þá ha, honum skrikar fótur og tognar illa á vinstri fót. Sem betur fer ekki brotinn. Þetta gerðist á Þriðjudagsmorguninn og hann hélt áfram að vinna og kláraði daginn (eitthvað líkur afa sínum hehe) en sem betur fer þá er hann allur að koma til, reiknar með að fara að vinna á mánudag
Það er búið að vera frekar hvasst í morgun, ég man nú ekki eftir að hafa keyrt í öðru eins roki og í morgun (jú ég var búin að gleyma þorrablótsferðinni forðum ´05
) fór svo í morgun inn á vegagerd.is og þar komst ég að því að það hafi verið eitthvað um 40 metrar á sekúndu þegar við áttum leið um Reykjanesbraut. Nú fer svo að styttast í jólin. Fínt að fá svona rólega daga í vinnunni engin kemur því veðrið er svo vont. Slæmt fyrir viðskiptin ég veit en gott að fá tíma til að vinna í friði
. Hafið góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2007 | 21:20
Restin af helginni
Í kvöld vorum við búin að bjóða Kidda og Möggu í mat og var það mjög gaman. Var hann Kiddi að kenna Gunna að grilla naut og gekk það mjög vel nema þeir voru ekki alveg sammála um hversu vel steikt það skildi vera en máltíðin heppnaðist mjög vel. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Frábært fólk Nú er ég búin að baka fyrir jólin og þá finnst mér oft að þau séu komin, alltaf kökur á borðum (frekar hættulegt) skemmtilegur tími framundan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.12.2007 | 21:16
Blæðingar og læti...
Á föstudagsmorgninum leit allt út fyrir að þetta yrði rólyndishelgi, ætlaði að klára að baka, setja upp jólaljós og klára að baka (átti eina tegund eftir) en svo á hádegi á föstudag þá breyttist þetta skyndilega. Jói hringir og segir að það blæði svo mikið (kirtlarnir voru teknir á þriðjudag) að ég þurfi að skutla honum upp á Borgarspítala (hann var þá nýbúinn að spjalla við þær þar) sem ég og geri. Hann dvelur nú ekki lengi þar en um 4 leitið þá leysa þeir hann úr haldi búnir að stoppa blæðingarnar og geti farið heim. Síðan fór ég aftur í bæinn til að hitta gellurnar og fórum við Þrjár, ég, Kolla og Helga á rölt á Laugarveginn og fórum inn á Caruso að borða, þar er svakalega góður matur og mjög góð þjónusta allt gekk hratt og vel fyrir sig Þaðan komum við mjög sáttar og saddar út (kókosísinn alveg frábær
) Við röltum nú hinum megin á Laugarveginum og var þetta frábært stund með gellunum þótt fáar væru. Takk fyrir kvöldið stelpur.
Á laugardeginum þá blæddi þó nokkuð mikið fyrir hádegi hjá Jóa en hann vildi ekki fara og láta kíkja á sig heldur bíða og sjá til. Hann var nokkuð góður seinnipartinn en svo um nóttina þá fór heldur betur að blæða og við fórum aftur inn á spítala (þá var hætt að blæða) og hann var skoðaður í bak og fyrir en ákveðið að gera ekkert heldur bíða og sjá til. Hann sendur heim með þau fyrir mæli að ef aftur færi að blæða þá ætti hann að safna því saman upp í svona 200 ml og þá ætti hann að koma aftur og þá yrði hann lagður inn og þá yrði honum gefið efni í æð sem ætti að stoppa þetta. Gaman. Sem betur fer þá hefur ekki farið að blæða enn og vonar maður og vonar að þetta sé búið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 20:57
Lengi á leiðinni heim....
![]() |
Brak hreinsað af slysstað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2007 | 21:24
Kirltataka og fl...



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)