Færsluflokkur: Bloggar

Skruppum á Selfoss

Í gær skruppum við á Selfoss í blíðskapar veðri, okkur var boðið í mat til Gunnþórs og Önnu Maríu nammi namm Wink Guðlaug Sigurrós er búin að vera að ergja foreldra sína undanfarið og sofið lítið verið frekar pirruð og á erfitt með að sofna þannig að Anna María hafði skroppið með hana á læknavaktina sem fann ekkert að. Við fengum folaldainnlæri með bernaise sósu sem var ekkert nema gott. Set inn myndir af dömunniWink Heimferðin var ekki eins skemmtileg en það var að byrja að skafa á leið niður af Hellisheiði og snjóa en svo þegar maður kom út úr Reykjavík og á Reykjanesbrautina þá var farið að rigna þannig að þetta varð bara slapp og bleyta. Við fórum beint til Þórhalls og Bertu en þau voru einmitt þetta kvöld búin að vera trúlofuð í 20 ár, vááaá mar. Til lukku með það. Áttum við skemmtilega stund.

Jólin Jólin

Smile  Gleðileg Jól og takk fyrir skemmtilegar stundir hér á blogginu Wink Alltaf jafn gaman á jólunum. Þessi jól buðum við pabba hans Gunna honum Þorsteini (kallaður Steini) að vera hjá okkur sem hann og gerði Smile Þetta er sérstakur kall með sína sérstæðu, hefur búið einn í fjölda mörg ár og kann kannski ekki að taka eins mikið tillit til annarra þess vegna en hann reyndi og við metum það mest. Ég ákvað að láta hans umgengni ekki eyðileggja neitt og fór bara að hafa gaman af hans háttum LoL sem voru frekar sérstakir. Þetta er skemmtilegur kall sem spekúlerar í ótrúlegustu hlutum og hefur frá mörgu að segja Wink Hann var það óheppinn að ávinna sér inn sykursýki og tekur einhverjar töflur við því, ekki vitum við Gunni hvernig svona virkar og hvað má og hvað ekki Crying en ég hef aldrei séð manneskju borða eins mikið af sætindum og hann t.d. þegar hann fær sér kaffi sem hann drekkur mikið af þá fær hann sér alltaf kúfaða teskeið af strásætu (ekki sykur heldur eins og canderal eða eitthvað Wink) og aðra kúfaða teskeið af swiss miss hehe. Svo á aðfangadagskvöld þá var maður farin að hafa verulegar áhyggjur af honum því hann át svo mikið af nammi og eftirrétturinn rann ljúft niður sem var Myntudraumur, sítrónubúðingur og rjómi Tounge þannig að ég spurði hann af því hvort hann þyrfti ekkert að passa upp á sykurinn þá sagði Steini ég tek bara eina töflu meira en  venjulega þá er þetta allt í lagi. Maður er nú búin að liggja á meltunni öll jólin borða vel af öllu hehe.

Vitlaus bíll...

Það er gaman að vera til þessa dagana Grin hvert ævintýrið eftir annað hehe. Hannes var vakinn með afmælissöng og morgunmat í rúmmið. Wizard Hann loksins orðin 15. Og svo var lítið rok í morgun hehe. En aðal ævintýrið var þegar ég fór í banka og pósthús sem ég fer reglulega í vegna vinnunnar. Ég var á Dodge Durango inum og lagði honum niðri í Firði og skrapp í minn venjulega rúnt (á milli banka og pósthús) Svo röltir mín í rólegheitum og opnar bílinn, sest inn og legg frá mér dótið sem ég var með (jólagjöf frá Glitni Smile) set lykilinn í svissinn og hva get ekki snúið lyklinum ég tek lykilinn út og athuga hvort eitthvað sé að honum, nei í fínu lagi svo ég sting honum aftur inn Wink en get ekki hreyft hann. hmmmmm þá fer ég nú að líta í kringum mig og viti menn haldið ekki að ég hafi ekki farið inn í vitlausan bíl.Undecided Þarna voru lopavettlingar og allskonar dót sem ég kannaðist ekkert við Blush ég tók mitt hafurtask og læddist út Whistling(leit vel í kringum mig til að athuga hvort einhver væri að horfa Devil) og labbaði í rólegheitum að mínum bíl, settist inn og það gekk ekkert smá vel að starta bílnum mar hehe. Þessi bíll var svarblár og það var enn myrkur úti klukkan hálf 11 og ekki datt mér í hug að þeir væru tveir hlið við hlið hehe. Mig langaði sem snöggvast að deila þessu með ykkur. Hafið góðan dag Cool


Smásaga

Systir mín hringdi í morgun og sagði mér frá sinni lífsreynslu þennan morguninn. Hún hafði skutlað dóttur sinni í skólann og var að vesenast inn á baði þegar Krúsilíus (kötturinn hennar) kom röltandi til hennar með eitthvað í kjaftinum. Hann labbaði að henni og ætlaði að leggja það sem í kjafti hans var við lappir hennar þegar kemur í ljós að þetta er lifandi mús hehe hún (sem betur fer er ekki hrædd við þær) brást skjótt við og lokaði baðherbergishurðinni svo hún slippi ekki fram og nú hófst eltingarleikur hún fann vopn (fann enga hanska) þ.e. sokk og poka og svo hélt hún að kötturinn myndi nú hjálpa henni að ná músinni neiiiii hann hafði nú bara gaman af þessum eltingarleik músarinnar og konunnar Devil en systir mín vann og setti krílið í poka og fór með hana út og sleppti henni. Hvað skildi nú líða langur tími þar til kötturinn kemur með hana aftur inn til að færa "MÖMMU" hehe

Góð helgi

Helgin var mjög góð, hún byrjaði nú ekki velAngry því ég hélt að ég væri að veikjast. Gunni búin að æla innyflum og skíta rækilega í nokkra daga svo ég hélt að röðin væri komin að mér en fékk smá seyðing svona af og til annars í góðu lagi. Fór á laugardagsmorguninn á undan traffíkinni og verslaði jólagjafir og slíkt, kláraði herumbil þá deild eitthvað smálegt eftir Happy. Á laugardagskveldið fékk ég Guðlaugu Sigurrós í heimsókn og var hún hjá okkur í nokkra klukkutíma meðan foreldrarnir skruppu á jólahlaðborð í Bláa-lóninu. Svaka stuð á þeim bænum á meðan hehe. Sunnudagur var ég að búa til jólakort og fór svo í afmælisveislu til Sunnevu en hún var 13 ára váá hvað þessir krakkar eru orðnir stórir.  Gaman að fylgjast með þeim vaxa og breytast Gasp.

Hrakfallabálkarnir mínir

Á þriðjudag þá fór nú að létta til hjá honum Jóa mínum hann gat sofið í 10 tíma og hann hætti að vera kokmæltur og gat farið að borða aðeins (eitthvað annað en vökva hehe) ræddi við kauða á þriðjudagskveldið og þá held ég bara að hann hafi brosað í símann það var hann ekki búin að  gera í viku því það var ekkert gott Wink  Og hvað haldið þið að Gunnþór geri þá ha, honum skrikar fótur og tognar illa á vinstri fót. Sem betur fer ekki brotinn. Þetta gerðist á Þriðjudagsmorguninn og hann hélt áfram að vinna og kláraði daginn (eitthvað líkur afa sínum hehe) en sem betur fer þá er hann allur að koma til, reiknar með að fara að vinna á mánudag LoL 

Það er búið að vera frekar hvasst í morgun, ég man nú ekki eftir að hafa keyrt í öðru eins roki og í morgun Frown(jú ég var búin að gleyma þorrablótsferðinni forðum ´05 Tounge)  fór svo í morgun inn á vegagerd.is og þar komst ég að því að það hafi verið eitthvað um 40 metrar á sekúndu þegar við áttum leið um Reykjanesbraut.  Nú fer svo að styttast í jólin. Fínt að fá svona rólega daga í vinnunni engin kemur því veðrið er svo vont. Slæmt fyrir viðskiptin ég veit en gott að fá tíma til að vinna í friði Grin. Hafið góðar stundir


Restin af helginni

Í kvöld vorum við búin að bjóða Kidda og Möggu í mat og var það mjög gaman. Var hann Kiddi að kenna Gunna að grilla naut og gekk það mjög vel nema þeir voru ekki alveg sammála um hversu vel steikt það skildi vera en máltíðin heppnaðist mjög vel. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Frábært fólk Wink Nú er ég búin að baka fyrir jólin og þá finnst mér oft að þau séu komin, alltaf kökur á borðum (frekar hættulegt) skemmtilegur tími framundan Smile 


Blæðingar og læti...

Á föstudagsmorgninum leit allt út fyrir að þetta yrði rólyndishelgi, ætlaði að klára að baka, setja upp jólaljós og klára að baka (átti eina tegund eftir) en svo á hádegi á föstudag þá breyttist þetta skyndilega. Jói hringir og segir að það blæði svo mikið (kirtlarnir voru teknir á þriðjudag) að ég þurfi að skutla honum upp á Borgarspítala (hann var þá nýbúinn að spjalla við þær þar) sem ég og geri. Hann dvelur nú ekki lengi þar en um 4 leitið þá leysa þeir hann úr haldi búnir að stoppa blæðingarnar og geti farið heim. Síðan fór ég aftur í bæinn til að hitta gellurnar og fórum við Þrjár, ég, Kolla og Helga á rölt á Laugarveginn og fórum inn á Caruso að borða, þar er svakalega góður matur og mjög góð þjónusta allt gekk hratt og vel fyrir sig Wink Þaðan komum við mjög sáttar og saddar út (kókosísinn alveg frábær LoL) Við röltum nú hinum megin á Laugarveginum og var þetta frábært stund með gellunum þótt fáar væru. Takk fyrir kvöldið stelpur.

Á laugardeginum þá blæddi þó nokkuð mikið fyrir hádegi hjá Jóa en hann vildi ekki fara og láta kíkja á sig heldur bíða og sjá til. Hann var nokkuð góður seinnipartinn en svo um nóttina þá fór heldur betur að blæða og við fórum aftur inn á spítala (þá var hætt að blæða) og hann var skoðaður í bak og fyrir en ákveðið að gera ekkert heldur bíða og sjá til. Hann sendur heim með þau fyrir mæli að ef aftur færi að blæða þá ætti hann að safna því saman upp í svona 200 ml og þá ætti hann að koma aftur og þá yrði hann lagður inn og þá yrði honum gefið efni í æð sem ætti að stoppa þetta. Gaman. Sem betur fer þá hefur ekki farið að blæða enn og vonar maður og vonar að þetta sé búið.

 


Lengi á leiðinni heim....

Ekki var maður sínar 25 mín á leiðinn heim í kvöld heldur rúma 2 tíma ég kom heim klukkan að verða hálf 8. Ég hef verið mjög heppin í gegnum mitt líf með það að ég hef ekki verið vitni að alvarlegum slysum í umferðinni og ekki lent heldur í slíku. Mikið fann ég til með fólkinu sem lenti í þessu slysi fast í bílunum og allt. En svona er lífið, eina sem maður getur gert er að byðja fyrir þessu fólki og aðstandendum þess.
mbl.is Brak hreinsað af slysstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirltataka og fl...

Það var frekar þreytt fólk sem var að vinna í gær hehe en allir glaðir og kátir eftir skemmtilega ferð. Ég skutlaði Jóa upp á Borgarspítala í morgun því það átti að taka hálskirtlana úr honum sem og var gert. Sótti hann aftur um 4 leitið. Mig langar ekkert mikið að fara í svona aðgerð, held að ég haldi mínum kirtlum bara Woundering En hann jafnar sig eins og allir gera eftir svona. En svo seldi ég hillusamstæðuna mína í dag sem er ekki frásögu færandi og konan ætlaði að leggja peningana inn á reikninginn minn og ég hringdi í bankann til að fá staðfestingu á því og fékk samband við einhverja konu og bið hana um að athuga þetta fyrir mig en hún segist ekki geta það og hún muni gefa mér samband við konu sem myndi gera það. Ég beið í smá stund áður en ég fékk samband við hana og svo kom hún loks í síman (önnum kafin manneskja Happy) en ég hjó efir því svona í rólegheitum á meðan ég var að biðja hana um að tékka á reikningnum mínum að hún hafði sagst vera starfsmannastjóri og svo ég segi snögglega ertu starfsmannastjóri og hún segir já og ég spyr af hverju ég sé að tala við hana og segir ég veit það ekki og þá spurði ég hana hvar í ósköpunum þetta væri og hún svarar N1 ég sem sagt hringdi í N1 en ekki bankann minn, úps alltaf jafngaman hjá minni hehe. Svo hringdi ég nú í rétt númer og fékk að vita að peningurinn væri kominn inn Cool Hafið það gott þar til næst.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband