Færsluflokkur: Bloggar
10.2.2008 | 13:48
Smá hugrenningar í helgarlok.
Mikið eignatjón varð hjá okkur í rokinu á föstudagskvöld (reikna með að vera vel tryggð erum í kaskó) en sem betur fer þá urðu engin slys á fólki, hvorki hjá okkur né hefur maður heyrt af því í fréttum. Það sem mér finnst skrítið er aðstoð lögreglunnar sem var enginn, fyrst hringdi ég hálf 8 og gaf upp aðstæður, nafn og símanúmer. Kl. 21:35 hringdi ég aftur því aðstæður voru orðnar þannig að ég þurfti virkilega hjálp því ástandið var orðið mjög slæmt, þá er mér bara sagt að róa mig niður , hann myndi ítreka þetta en ég færi bara í röðina. Ekki hafði lögreglan samband til að athuga hvað hefði verið í gangi og hvernig hlutirnir lukkuðust, þótt okkur hafi tekist fyrir rest að stoppa hjólhýsið af með hjálp góðra manna í blokkinni og vina, þá finnst mér lögreglan hafi átt að hafa samband til að fylgja málinu eftir.
Stjörnuspá

Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 14:14
Það byrtir alltaf til.....
Jæja þá er þessi raun búin
Við erum búin að setja hjólhýsið aftur á sinn stað, það er fjarska fallegt. Innan í því er allt í rúst, þa kom mesta höggið á klósetið, glugginn er farinn og gat á því þar svo speglar eru brotnið og innrétting laus frá lofti og veggjum. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu í stuttu máli
set myndir inn á eftir. Bíllinn mjög illa farinn. Annars er fallegt veður annaðslagið, fór í langan göngutúr og líður bara betur við það
Það styttir nefnilega alltaf upp um síðir. Hafið góðan dag. Er að fara að baka pönnukökur handa honum Kidda
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2008 | 23:13
Nú er það ljótt




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2008 | 09:16
Nú er það blautt :(
Jói sonur minn var að hringja og sagðist vera að drukkna því húsið læki svo mikið sem hann býr í. Hann á ekki að byrja í skólanum fyrr enn á hádegi en svo vaknaði greyið kl 6 við það að hann heyrði vatn renna og viti menn hann er búin að vera á fullu að tæma fötur og þurrka upp því það lekur nánast allsstaðar hjá honum
Hann býr í mjög gömlu húsi í Grindavík sem heitir Garðhús og þegar hann talaði við mig áðan þá heyrði maður þegar vatnið lennti í fötunum svaka stuð
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 16:20
Veður.. Veður..
Vanga veltur um veður. Það er svo gaman að fylgjast með fréttum af veðri þessa dagana, nóg af snjó og látum hehe. Ég man þegar ég var að velta því fyrir mér að flytja í Reykjanesbæ þá var sagt við mig að brautin yrði aldrei ófær og svo væri svo sjaldan snjór að þetta yrði ekkert vandamál. Og svo HVAÐ ég man ekki eftir svona miklum snjó frá því ég var krakki. Í morgun þurfti maður að fara í stígvél og galla til að moka af bílnum sem var á kafi eða þannig. Jói býr í Grindavík og er búin að vera veðurtepptur allavega tvisvar, ég einu sinni. Þetta kallar maður vetur
Spáir illa á morgun en þá á að vera rigning. Ætli maður komist nokkuð heim eftir frænkupartýið
Hafið góðar stundir þar til næst
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2008 | 08:23
Fleiri afmæli :)
Eitt afmæli enn nú í gær varð yngri maðurinn minn hann Jóhannes Mundi 22 ára, drengirnir mínir eru að verða að köllum hehehe en ég eldist ekki neitt, skil þetta ekki
Jú það er svona þegar maður byrjar ungur að eiga þau þá eldist maður ekkert hehe. Jói kom í gær og fékk saltkjöt og baunir og spilaði svo við mömmu sína og tók hana laglega í bakaríið hehe. Ætlum svo að fara út að borða og í keilu fljótlega, spurning hver vinnur þá. hehe Hafið góðan dag
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2008 | 22:23
Góð helgi :)
Nú er helgin búin og er hún búin að vera athafnasöm. í gær fórum við á þorrablót hjá Systrafélaginu í Njarðvík sem var mjög gaman, svoldið sérstakt komum með troginn full af mat og vín í poka hehe og svo var verið að skýra barnabarnið í dag. Daman var bara stillt í kirkjunni og stóð sig vel þótt henni litist nú ekkert á prestinn þegar hann fór að ausa yfir hana vatni hvað þá að það megi halla henni aftur svona stórri stelpu (alveg að verða 6 mánaða). Kiddi afi hélt á henni undir skírn og pabbi minn og pabbi hennar Önnu Maríu voru skírnarvottar. Þetta var falleg stund í kirkjunni. Síðan var haldin vegleg veisla og maður er vel sáttur við daginn. Svo á leiðinni heim hvað haldið þið að gerist, það hvellspringur á bílnum. Og Gunni þurfti að skipta um dekk á Reykjanesbrautinni í -9° kulda, hann var ekki öfundaður að þeim gjörðum
En hann var snöggur að því.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2008 | 08:29
Janúar bara búin
Tíminn er feikilega fljótur að líða. Sonur minn orðin 25 ára vááá maður. Svona er að byrja snemma hehe Til hamingju með daginn í gær Gunnþór. Hálf fimmtugur er nú töluverður aldur hehe. Svo á að skíra dömuna litlu á sunnudaginn gaman gaman
. Þessi vetur ætlar að verða svoldið harður, ég er einu sinni búin að vera veðurteppt og þegar ég vaknaði í nótt til að loka gluggum vegna óveðurs hugsaði ég úbs þetta lítur ekki vel út (sá ekki á milli húsa) en svo í morgun þá var hætt að snjóa og fjúka svona mikið þannig að það var skaplegt á leiðinni bara skafrenningur og frekar hvasst.
Breyta smá til og birta stjörnuspánna mína alltaf þegar ég blogga, hafið góðar stundir
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2008 | 18:28
Hello..... :)
jæja þá er búið að skamma mann fyrir að blogga lítið, þannig að Ella sorry hehe. Og til hamingju með afmælið gamla mín þú ert alltaf ári á undan alveg sama hvað ég reyni mikið að ná þér þá tekst mér það ekki hehe. (ekki það að mig langi nokkuð, gott að vera yngri ). Smá svona saga af því sem gerðist í dag. Fór í leikfimi í hádeginu sem er ekki frásögufærandi nema þetta var æðislegur tími hún Valdís er frábær
. En ég gleymdi sokkum fyrir tímann þannig að ég notaði bara sokkana sem ég var í, nema hvað að svo var ég náttúrulega sokkalaus
voða flott. Eftir vinnu fór ég í Bónus og fólk horfði frekar undarlega á mig og ég fattaði það ekkert strax afhverju, ég er nú skrítin fyrir en svo fannst mér þetta frekar fyndið. Ég í dúnúlpu með svakalega langan röndóttan trefil og lúffur á höndunum í sandölum og engum sokkum hahaha.
Ég skrapp til Grindavíkur á sunnudaginn bara til að skoða snjóinn og vááá mar ég man ekki eftir að hafa séð svona mikinn snjó í Grindavík frá því ég var 10 ára og eru það nokkuð mörg ár síðan. Tók mynd af bílunum hans Jóa set þá inn því þetta er bara fyndið. Hafið góðar stundir þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2008 | 16:50
Á lífi
Ég vil bara óska ykkur gleðilegs nýs árs og takk fyrir skemmtilegar stundir á árinu. Hef bara verið í leti kasti hvað varðar blogg en dugleg að öllu öðru leiti eins og venjulega hehe. Nú fylgist maður bara með strákunum sínum í sínum átökum við veðurguðina. Gunnþór á Selfoss og Jói í Grindavík. Jói varð veðurtepptur í gær og komst hvorki lönd né strönd og missti af prófi sem átti að vera kl. 11 en hann hafði samband við kennarann og fær að taka prófið (hjúkkit mar) leiðinlegt að komast ekkert. Svo kom hann áðan og er hann á lánsbíl því bílarnir hans tveir eru á kafi, það sést bara í loftnetið á mözdunni hans og hinn er bara vel á kafi. Pælið í þessu ekkert smá snjór það er mikill snjór í Reykjanesbæ en ekki svona mikill. Jæja hafið það sem allra best þar til næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)