Færsluflokkur: Bloggar

Flott helgi

Þetta var flott helgi. Fórum í útilegu og við fyrstu athugun þá ákváðum við að fara í Húsafell en svo þegar við vorum búin að liggja aðeins yfir veðurspám þá ákváðum við að kíkja á Suðurland og varð Faxi fyrir valinu. Frábær staður. Frábært veðurTounge Gunni hélt að hann hefði fundið Laxfoss en ég er ekki alveg sammála hehe. Gunn laxFellihýsið                                                                                                                                                                                                   Á laugardags seinnipart komu Gunnþór og Anna María með engilinn sinn.Gulla sveppurGulla prufaði að róla og vegasalt voða gaman. Borðuðum frábæran mat. Alltaf gaman að hafa þau hjá sér Gunnþór og Önnu Maríu.Gulla Á sunnudeginum fór að hvessa upp úr hálf 2 og þá fórum við að taka saman og koma okkur heim. Kíktum svo til Þórhalls og Bertu í kaffi og þar var okkur boðið í dýrindis lambasteik namminamm takk fyrir mig.

 


Suðulandsskjálftinn...

Mikið er rosalega gott að ekki urðu meiri slys á fólki en raun varð Smile Maður finnst nóg um eyðilegginguna. Mér leið ekki vel fyrr en ég var búin að heyra í Gunnþóri og Önnu Maríu í dag eftir að ósköpin dundu yfir. Gunnþór var að vinna á Stokkseyri og Anna María í skólanum og Gulla litla var hjá hinni ömmunni Wink, Anna er í Björgunarsveitinni og fór strax að aðstoða fólk. Íbúðin hjá þeim er öll í drasli en þau voru ekki búin að gera sér grein fyrir hvað mikið var skemmt og hvað hafði bara dottið í gólfið. Allt er gott sem endar vel. Jói fór á Selfoss að skoða vegsummerki og fannst þetta ekkert svo svakalegt eins og hann hélt að þetta yrði.

Stjörnuspá

NautNaut: Þróun er ekki alltaf hægfara ferli. Þú verður vitni að breytingum sem eiga sér stað á ljóshraða og vilt endilega leika þær eftir. Það sem þú sást, hentar þér.

mbl.is Minni líkur á öðrum skjálfta af svipaðri stærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór á Keili

Ég fór ásamt fullt af fólki upp á Keili í gærkveldi. Veðrið var bara ágætt, þurrt, skýjað og smá rok fyrripart ferðarinnar en þegar líða tók á kveldið þá kom logn. Alltaf gaman úti í náttúrunni. Þarna voru 2 litlar hnátur sem slógust í för með mér á heimleið og sögðu mér sögur af sér og sínum vinum, kanínum og fleira. Alltaf gaman að vera með krakka í kringum sig. Frábært kvöld. Var komin heim að ganga eitt.

Hugvekja til sonar

Móðir sem missti son sinn fyrir 10 árum síðan vegna eiturlyfja setti þessa Hugvekju í minningargrein til hans.

Hugvekja til sonar

Sonur minn,

Þú flýtur sofandi að feigðarósi,

Og vilt ekki vakna.

Ég stend álengdar og næ ekki til þín.

Þó elska ég þig svo mikið.

Ég kalla til þín með hjartanu,

En þú heyrir ekki.

Ég kalla til þín með skynseminni,

En þú skilur ekki.

Ég kalla til þín með örvæntingu,

En þú flýtur framhjá.

Hvað á ég að gera?

Ég get ekki varið þig fyrir áföllum,

Ekki hlíft þér við miskunnarleysi mannanna,

Þú ert fastur í víti þar sem ég næ ekki til þín.

Drottinn frelsi þig frá vítinu.

En ég elska þig.

Kannski nær ástúðin að bræða burt

Kalið í hjarta þínu.

                                                                               Svo Ísdrottningin vonda haldi þér ekki að eilífu.  

 

Mér þótti þetta svo satt og fallegt að ég ákvað að deila þessu með ykkur.                               

 


Líðandi vika

Mikið er að gera hjá manni þannig að maður gefur sér ekki tíma til að blogga. Reynum að bæta aðeins úr því. Á miðvikudagskvöld fór ég í göngu með sama hóp og vikuna áður. Verður þetta alla miðvikudaga og ætla ég mér að sækja þær göngur eftir bestu getu. Veðrið var svona allt í lagi, skýjað og rok en við létum það ekki aftra okkur. Voru um 70 mans að þessu sinni og fórum við að skoða Lambafellsklofa. Hún Rannveig leiðsögumaður gerði þetta að 2 tíma göngu með að fara stóran hring Smile Þetta var mjög skemmtileg ganga, fróðleg mjög að vanda. Stoppað og fengið sér nesti (kaffi og kleinur) Síðan fórum við og skoðuðum gjá sem við ætluðum að ganga í gegnum en það var hætt við því töluvert var að snjó ennþá í gjánni. (fer aftur seinna í sumar og prufa það) Skemmtileg ferð.

IMG_4427

IMG_4431

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á laugardagsmorgun fórum við Ólöf að labba og löbbuðum í kringum Þorbjörn og í sund á eftir. Alltaf gaman að vera í hennar félagsskap. Fór síðan að hitta Heiðu sem var að útskrifast sem Sjúkraliði og fór illa með hana í Ótukt Devil 

Jói Mundi

Hringdi í Jóa Munda því hann ætlaði að borða með okkur, þegar Jói svarar þá er hann staddur upp í Grafarholtskóla að útskrifast. Ekki verið að láta mömmu vita haaShocking En hann var að klára skólann í Bifvélavirkjun og tekur sveinsprófið í feb '09.Til hamingju Jói Grin Um kveldið grilluðum við Nautalund og svínarif rosalega gott. Úlli kom og borðaði með okkur. Svo var horft á Eurovision og Þórhallur og Berta komu. Þetta var mjög gaman. Alltaf gaman að fylgjast með sínu fólki og að allir hafi skoðun sem við hin þurfum ekki endilega að vera sammála Cool Frábær stund.

 

Stjörnuspá

NautNaut: Þú hefur haldið nógu lengi aftur af sterkum tilfinningum þínum í garð manneskju sem heillar þig. Hún mun brátt upplifa taumlausa aðdáun þína.

Refur

Góðan og blessaðan daginn Smile Hvað haldið að hafi hlaupið fyrir bílinn minn á leiðinni í vinnuna í morgun.  Ég var rétt komin að brúnni hjá Keilir og þá kemur Rebbi og hleypur yfir veginn( ég hefði nú farið undir brúnna ef ég hefði hann) greyið var frekar rytjulegt Crying úfinn og svo vantaði skinn á part af skottinu. Sumir hefðu trúlega keyrt yfir greyið Devil Hafið góðar stundir.

Stjörnuspá

NautNaut: Rökrétt svör hreinlega gubbast upp úr þér, án þess að þú þurfir að hugsa. Þegar fólk reynir að höfða til tilfinninga þinna, verðurðu bara enn hagsýnni.

Stolt móðir

Gunnþór var í Sveinsprófi í Húsasmíðum í vikunni og stóðst það með stæl LoL. Þannig að hann útskrifast sem Húsasmiður í næstu viku. Ekkert smá stolt af honum. Til hamingju Gunnþór

IMG_4417

Svo þegar búið var að afhenda einkunnir og þeir máttu fara heim með stykkin þá buðum við honum út að borða. Anna María var að fara á námskeið þannig að hún komst ekki með en Gulla og Gunnþór fóru með okkur Gunna á Veitingarstaðinn Mamon sem var flottur matur og gott að vera. Síðan fórum við heim með Gunnþóri því Gulla var orðin svo þreytt og þar fengum við kaffi og koníak Cool. Takk fyrir mig Gunnþór.

IMG_4420IMG_4418

 

Svona er þau flott feðginin. Gunnþór og Guðlaug Sigurrós. Ég er sko ekkert smá stolt mamma og amma W00t

 

 

 

 

 

Stjörnuspá

NautNaut:Þú þarfnast umhyggju. Þú skalt dekra við sjálfan þig án þess að eyða peningum. Bestu meðölin eru náttúruleg og ódýr - eins og að fá sér blund.

Smá mistök

Smá mistök áttu sér stað í gær þegar ég var að blogga (tölvan var alltaf að frjósa einhverra hluta vegna) að færslurnar vígsluðust. Hvítasunnuhelgin á að vera á undan Miðvikudagsgöngunni. Í gærkveldi hittumst Gellurnar og fengum "súpu" hjá Hafdísi (hún breytti nú súpunni í svaka grillveislu) Takk fyrir mig Hafdís. Hafið það sem allra best.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú ögrar fólki þessa dagana. Þér finnst traustvekjandi þegar fólk bregst harkalega við þér. Það þýðir að það er hlustað á þig, og ögrunin að virka

Hvítasunnuhelgin

Það er svo mikið að gera hjá manni að maður gefur sér ekki tíma til að blogga. En Hvítasunnuhelgin var bara fín. Farið í útilegu. Leiðin lá í Fossatún og hafði ég ekki farið þangað áður, var ég gerð að leiðsugumanni því þetta var fyrsta sinn sem við fórum þangað. Ég er snillingur að segja fólki til vegar eða þannig Tounge og gerði það með stæl í þetta sinn sem oftast hehe. Þeir sem hafa farið þessa leið vita að þetta er beinn og breiður vegur með smá hólum á, en mér tókst að flækja málin þannig að við fórum malarveg og fullt af einbreiðum brúm, geri aðrir betur hehe. En komumst þó á leiðarenda og er þetta virkilega skemmtilegt svæði.

IMG_4383

Á annan í Hvítasunnu fór ég í skemmtilegan göngutúr til að finna Laxfoss sem ég hafði frétt að væri þarna sem og var. Labbaði með Grímsá frá Fossatúni og endaði hjá veiðihúsinu sem er risastórt. Fossinn er bara flottur (loksins fann ég Laxfoss hehe) veðrið var mjög gott sást í sólina annað slagið og hitinn svona um 13 stig. Frábær göngutúr Happy


Miðvikudagsganga

Gönguferðir á Reykjanesi sem er á vegum Geysir Green Energy og Hitaveita Suðurnesja.  Ég ákvað að skella mér með og var um 100 manns í þessari ferð. Ferðinni var heitið á Oddafellið sem er 3 km langt. Gengið var frá bílastæðinu við Keilir og labbað yfir fellið og endað við EinaHver og þar var borðað nesti og hlustað á sögur. Rannveig Garðarsdóttir var leiðsögumaður. Veðrið var frábært og ferðin skemmtileg í alla staði. Þarna er sko fallegt útsýni og gaman að sjá hvernig hraunið hefur runnið. Svo þegar við vorum að koma að rútunum aftur þá lagðist dalalæða yfir allt og allt var frekar spúkí en flott.

IMG_4403IMG_4414


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband