Færsluflokkur: Bloggar
11.7.2008 | 22:03
Miðvikudagsgangan
Ekki sleppti ég miðvikudagsgöngunni en að þessu sinni var farið að Höfnum og gengið frá Kirkjuhöfn- Sandhöfn. Rosalegt hvað sandurinn getur gert, fór bara allt á kaf vegna sandfoks. Merkilegt . Alltaf jafn gaman.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2008 | 20:01
Long time .....


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2008 | 09:51
Miðvikudagsgangan....
Ég gleymdi að segja ykkur frá miðvikudagsgöngunni í síðustu viku en þá var farið og gengið milli Reykjanesvitanna. Mjög skemmtileg ganga, svoldið rok en við létum það ekki aftra okkur. Við fengum okkur kaffi í laut sem er víst á hafsbotni (einu sinni var) Það er við byrjun Reykjaneshryggjar sem liggur í gegnum mest allt landið Það var prestur með okkur sem fór með sjómannabænina vegna allra sjóslysa sem hafa orðið þarna. Mjög skemmtileg ferð.
En í gær fórum við á Fiskidalsfell - Vatnsheiði. Þetta er rétt fyrir utan Grindavík og útsýnið var stórkostlegt. Fórum fyrst upp á Fiskidalsfellið og niður aftur hehe og upp á Húsafellið og niður aftur hehe veðrið var frábært smá vindur en það er alltaf smá vindur á suðurnesjunum þannið að maður er hættur að kippa sér upp við það. Set inn myndir síðar.
Stjörnuspá

Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2008 | 18:37
Borg í Grímsnesi
Jæja komin mánudagur aftur hehe. Við skruppum á Borg í Grímsnesi þessa helgi og var það frábært, þar er gott að vera. Smá ónæði af unglingum en svona er lífið bara. Við ætluðum sko að vera tímanlega í þetta skiptið og grilla læri sem við vorum búin að undirbúa vel mmmmmmm. Fellihýsið var hjá Víkurverk því það var verið að laga nefhjólið og setja betri festingar á kassann svo hann myndi ekki renna út þegar við værum á keyrslu eins og gerðist þegar við vorum á leið í Þórsmörk. En þegar við komum og ætluðum að taka fellihýsið kom í ljós að þeir voru ekki byrjaðir á því en þeir brugðust strax við og kláruðu málið þannig að við vorum komin af stað rétt fyrir 7 í staðin rétt fyrir 5, ákváðum við að fresta lærinu fram á sunnudag og grilluðum svínarif. Þórhallur og Berta komu líka og þeirra kríli Hjörtur Máni og Guðný Sunna.
Við fórum í brúðkaup á laugardeginum, Sigrún Ósk og Róbert voru að gifta sig og þetta var frábær stund. Þetta var mjög svo skemmtileg og vel undirbúin veisla og fengum við smá innsýn inn í þeirra líf Svo var dansað fram á nótt. Á sunnudeginum var sól annað slagið en heitt úti. Við fórum að grilla lærið okkar, Gunnþór og Anna María komu með Gullu litlu og borðuðu með okkur. Frábær helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 22:21
Skorradalur og fl
jæja alltaf nóg að gera á stóru heimili hehe. Við skruppum í Skorradalinn á sunnudagskveld fljótlega eftir að við komum heim úr Þórsmörk. Ólöf systir og hennar fólk var með bústað á leigu þar. Við komum þar um hálf 10 í frábæru veðri en það hvessi hressilega um morguninn og komu líka þessar flottu skúrir. En við létum það ekki aftra okkur frá að fara í góðan göngutúr þarna um svæðið. Við löbbuðum upp hjá tjaldsvæðinu og ákváðum að í staðin fyrir að fara sömu leið til baka þá skyldum við bara fara í gegnum skógin hehe. Við fórum þarna ótroðnar slóðir sem sumum fannst æðislegt og öðrum allt í lagi. Þurftum að hoppa nokkrum sinnum yfir sömu sprænuna til að komast út úr skóginum hehe. En fyrir rest eins og venjulega þá komumst við í bústaðinn aftur eftir að hafa tvisvar farið yfir rafmagnsgirðingu. Ég þurfti nú að prufa hvort það væri nú rafmagn á henni og viti menn það var ég fékk smá stuð hehe. Frábær dagur
Hæ Hó jíbbíjeei það er kominn 17 júní við eyddum helmingnum af deginum í að taka utan af grunninum í alveg ágætis veðri, smá gjóla en það er nú ekkert nýtt hér á suðurnesjum hehe. Frábær dagur
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 19:49
Þórsmerkurferð






Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2008 | 19:59
Hópsnes
Nú var farið til Grindavíkur og Hópsnesið gengið og endað í Þórkötlustaðahverfi. Hver haldiði að ég hafi hitt í þessari göngu enga aðra en hana Kolbrúnu og vinkonu hennar .
Veðrið var frábært, sól og nánast ekkert rok( og það í Grindavík sem er algjört rokrassgat) á þessari leið eru nokkur skipsflök og sagðar sögur um sjóskaða. 1988 fórst Hrafn Sveinbjarnarson III og er flakið á honum ennþá þarna
og það skrítna við það er að það er í tveimur hlutum og frekar langt á milli þeirra.
Stoppuðum við og borðuðum nesti hjá gömlu bryggjunni og þar eru fullt af gömlum rústum. Þarna var fólk á öllum aldri, frá 3ja ára til 70 eða eldra. Þetta var frekar létt ganga.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2008 | 20:33
Húsafell heimsótt
Nú fórum við og skoðuðum aðstöðuna í Húsafelli og er hún alveg hreint ágæt, við höfðum það rosalega fínt Með okkur í för voru Sigrún, Jón Ingi og börnin þeirra og Ásgeir, Fanney og Björk. Það var mjög mikið af fólki komið þegar við komum á svæðið rúmlega 7 á föstudagskveldið. Ætluðum við að finna stæði þar sem við kæmumst í rafmagn því það var eitt hjólhýsi með í för sem þurfti á rafmagni að halda. En þau voru bara öll fullnýtt. Þannig að þrátt fyrir þokkalega leiðinlega spá þá var sko fullt af fólki í útilegu
Veðrið á föstudagskveldinu var yndislegt logn og heiðskýrt. Á laugardeginum þá var skýjað en hélst hann þurr framyfir hádegi en þá komu skúrir annað slagið. Farið var í bíltúr og svæðið skoðað. Sundlaugin prufuð
Um kveldið svona um það leiti þegar búið var að grilla þá kom svona rok hvellur sem stóð í 3 klukkutíma og stóð manni ekki á sama á tímabili því það komu svoddan hvellir annað slagið.
En um 11 þá datt allt í dúnalogn og við fórum með stólana út og sátum þar til klukkan að ganga 2. Vöknuðum svo við fuglasöng í sólinni. Frábært fólk, frábær staður Takk fyrir mig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 21:54
Trölladyngja
Í gærkveldi var farið á Trölladyngju og Grænudyngju. Við vorum svo heppin með veður að það rigndi ekki neitt bara smá vindur og léttskýjað á köflum. Æðisleg ganga. Það kom jarðfræðingur á vegum Hitaveitu Suðurnesja með okkur til að fræða okkur um svæðið og borholur sem voru á þessu svæði. Útsýnið var stórkostlegt. Frábær göngutúr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 09:53
Ísbjörn og Spilakvöld
Með blessaðan Ísbjörninn (blessuð sé minning hans) þá finnst mér fólk vera að flýta sér svo mikið alltaf . Eins og við vitum þá eru fljótfærnisákvarðanir oft ekki réttu ákvarðanirnar. Ég var ekki á staðnum og ekki í aðstöðu til að dæma en hefði ekki mátt koma fólkinu í burtu og reyna allt áður en þurfti að drepa dýrið.
Alltaf finnst mér gaman að spila og er farin að spila cana aftur annanhvern þriðjudag við nokkra Kópavogsbúa Hittumst við hjá Marteini og Björk. Þegar búið var að ná 50 stigum þá fengum við líka þessa svaka hnallþóru namminamm
haldið var áfram upp í 100 stig sem Jói náði eins og venjulega. Alltaf jafn gaman að spila. Takk fyrir mig.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)