Færsluflokkur: Bloggar

Hækjur

Ég er búin að komast að einu LoL að vera á hækjum eða geta ekki gert það sem maður þarf og vill gera er mjögggg svooooooo erfitttttt. Ég komst að því í gær að ég á erfitt með að viðurkenna að ég þurfi hjálp og fæ svo samviskubit yfir því að aðrir þurfa að gera hlutina fyrir mig Angry Magga nú skil ég þig svoooooo Innilega. Jói Sonur minn er draumur í dós þessa dagana hann stjanar við mig (og ég var með samviskubit yfir að geta ekki eldað handa honum í gær) En þetta er verkefni fyrir mig að læra að biðja um hjálp og þiggja hana ekki gera allt sjálf. Njótið dagsins.

Stjörnuspá

NautNaut: Stundum er betra að breiða út faðminn og stundum að krossleggja handleggina og huga að eigin innri manni. Athugaðu stöðuna og vittu, hvort núverandi fyrirkomulag hentar þér ekki enn um sinn

Fjallganga

Nú átti að prufa að fara í Fjallgöngu að vetri í snjó og kulda Wink Vorum við 5 saman. Ég, Stebbi, Soffía, Sigurður og Hörður. Hittumst við hjá Húsgagnahöllinni og fórum við dömurnar í bílana hjá strákunum. Ég hjá Stebba og Soffía hjá Herði. Stefnan var tekin upp á Hellisheiði því við ætluðum að ganga á Hengilsvæðinu upp á Vörðuskegg. Stefán fór á undan því hann hafði farið þetta áður. Fór aðeins af leið en sneri við þegar við komum að stórri á FootinMouth Hann var nú ekki lengi að komast á  réttan slóða. Fórum svo öll í jeppann hans Harðar til að komast aðeins nær.  Svo var lagt í hann rétt upp úr kl. 11. það var c.a. 8 stiga frost en heiðskýrt. Við höfðum reyndar tekið eftir því á leiðinni að það var skýjahula yfir Vörðuskeggi en vonuðum að það myndi hverfa þegar sólin kæmi sem og það gerði. Mér varð strax mjög kalt á puttunum (hafði bara tekið flíslúffur en engar hlífar) Stebbi lánaði mér svo kallaðar skeljar sem björguðu puttunum mínum algjör snilld. Takk Stebbi Wink Ég fann ekki meira fyrir kulda eftir þetta. Áfram fórum við upp á topp. Teknar nokkrar myndir sem fylgja hér með. Á leiðinni niður varð ég fyrir því óhappi að missa fótanna í snjóklaka og renna niður um 30 metra frekar bratt (Siggi hafði sínt okkur rétt áður hvernig við ættum að bregðast við ef við færum að renna af stað) Takk Siggi ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir mér ef ég hefði ekki tekið vel eftir þarna. Mér fannst mjög óþægilegt að renna þarna niður og meiddi mig á vinstri löpp (fannst það ekkert mikið þarna því ég fann eitthvað en ekki mikið) Þegar Stebbi var að koma til mín að athuga um mig þá datt hann ( Við erum gáfuleg hann aumur á rassinum og ég á einari Cool ) Fyrir utan þetta óhapp þá var þetta æðisleg fjallaferð, frábær félagsskapur og frábært veður. Þegar við komum til byggða ákváðum við Stebbi að lina aumu partana í heitapottinum en þegar ég var komin ofaní pottinn fór mér ekki að lítast á blikuna. Ökklinn var mjög bólginn og blár. Þannig að ég fór upp úr og skrap upp á slysó og þar var ég mynduð og vafinn. Ekkert brotið en illa tognuð. Skrítið að ég virtist ekki finna mikið til fyrr en ég fór úr skónum. Læknirinn heimtaði að ég yrði á hækjum í nokkra daga þannig að við Jói fórum til Grindavíkur og fengum hækjurnar hennar mömmu lánaðar. 229          228221230

 

Stjörnuspá

NautNaut: Blandaðu geði við fólk í dag með því að spjalla við þína nánustu eða fara í stórt boð. Nú er ekki rétti tíminn til að setja sjálfstýringuna á.

Rennibrautin

Og enn er kominn föstudagur, ekki eru nú margir föstudagar eftir á árinu eða 4 stk. Maður bara dreif sig á fætur því nú er það Rennibrautin í Kópavogslauginni. Mætti bara snemma svo maður gat synt nokkrar ferðir. Svo var kallað upp að tíminn væri komin og viti menn það hafði gleymst að kveikja á græjunum. Við fórum þá bara í gufuna á meðan allt var gert klárt. Tærnar voru frekar frosnar eftir að hafa klifrað upp stigann en alltaf er þetta jafn gaman. Og svo var fengið sér kaffi á eftir. Þeir Keli og Steini reittu af sér brandarana. Keli er nú þræl skemmtilegur kall Grin og Steini fylgir fast á eftir Tounge. Þetta gefur lífinu lit. Takk fyrir mig.

 

Stjörnuspá

NautNaut: Viðskiptin ganga vel. Kannski af því að þig langar til að vera innan um fólk. Ekki láta sjá þig með hverjum sem er.

Sund og ostar

Ég er farin að heimsækja Sundlaug Kópavogs á föstudagsmorgnum en mætti í morgun því þá var skyldumæting i osta og jólaöl. Lífið er bara skemmtilegt. Alltaf hægt að finna skemmtilegt fólk til að kynnast og eiga stuttar en skemmtilegar stundir með. Strákar takk fyrir mig.      Og svo Hvað er Krikaleikur? Þá fylgir því smá saga. 

Kona kominn á nýræðisaldur fer til læknis (hún er mjög ern) Hann hækkar róminn þegar hann sér svona gamla konu en hún skammar hann fyrir að öskra á sig. Og svo skoðar læknirinn konuna og sér að hún er mjög heilsuhraust miðað við aldur og hann spyr hana hvað hún hafi gert til að halda sér svona vel og hún svarar "Dugleg að stunda Krikaleiki" Læknirinn verður hvumsa FootinMouth og spyr hverslags leikur er það. Konan spyr þá hvort hann eigi ekki konu og börn, Jú konu og tvö börn. Þá svarar konan ég á 16 börn og fór oft í krikaleiki svo ef þú vilt hafa konuna spræka fram eftir aldri vertu duglegur í krikaleik við hana. Cool Spurning hverslags leikur þetta sé. Whistling Hafið góðan dag.

Stjörnuspá

NautNaut: Ef þú freistast til þess að skipta þér af annarra málefnum skaltu ekki búast við því að geta sinnt eigin skyldum á meðan

Krikaleikur ?

Ég var að spila cana í gær sem var ekki frásögufærandi (ég vann ekki núna heldur Jói Tounge ) Og við vorum að spjalla eins og venjulega um allt og ekkert. Og þá kom þetta orð upp KRIKALEIKUR.  Útskýringarnar voru skemmtilegar sem ég heyrði en hvað með ykkur LoL. Njótið dagsins. Ég ætla að gera það.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú þarft ekki að vera unglingur til að finnast allt frekar fáránlegt. Heimilið er þitt vígi og þú mátt ekkert spara til þess að það sé griðastaður þinn og vandamanna þinna.

Flott helgi

Ég er snillingur í að hafa nóg að gera. Þessi helgi var ekkert öðruvísi með það. Föstudagurinn var annasamur fór í Pallaleikfimi hjá Valdísi, hún sko klikkar ekki alltaf frábært hjá henni. Brunaði svo til Keflavíkur á Codafund sem var mjög góður. Kíkti svo á Þórhall og fjölskyldu. Alltaf gaman að kíkja á þau. Nú er Þórhallur orðinn alskeggjaður smá breyting hehe.IMG_5620   Eftir að hafa fengið Lasanja namminamm og skemmtilegt spjall fór ég til Grindavíkur til Öddu mákonu og gisti þar. Við Adda fórum að spila ótukt og hafði hún betur 3-2 en ég hafði svo betur morguninn eftir þá vann ég hana 3-1 liggaliggalái. Svo var afmæli hjá Ólöfu hún Jódís er orðin 11 ára. hér er mynd af henni og Heiðrúnu að baka köku fyrir afmælið. IMG_5622vá hvað tíminn er fljótur að líða. Þar var öll ættin og svo fólkið hans Palla. Gaman að sjá og spjalla. Skemmtileg stund. Ólöf og co takk fyrir mig. Wizard Svo var stefnan tekin á Kópavog því mér var boðið í matarboð til Jóa Egils svo kom það í ljós að þetta var síðbúin afmælisveisla en Jói átti afmæli 24 okt. og var loksins að halda upp á það Tounge en betra er að halda það seint en að sleppa því. Takk Jói minn þetta var æðisleg stund. Skemmtilegt fólk. Maður þarf að gera meira af svona. Bjóða í mat og eiga góðar stundir með skemmtilegu fólki.

Sunnudagurinn var kaldur en fallegur. Vaknaði snemma eins og venjulega en fór ekki út fyrr en rúmlega 11 fór þá í góðan göngutúr í Kópavogi og endaði í sundi. Fór svo á kaffihús og endaði í Íkea til að kaupa einn hilluskáp og svo nú er þetta allt að gerast trúlega hverfa allir kassar héðan og sjást ekki í bráð (vonandi ) .

 

Stjörnuspá

NautNaut: Fljótfærni getur komið þér í koll. Ekki hika við að hafa þær í frammi því að aðrir munu verða hrifnir af þeim.

Fyrsti Flokkur

Vonandi hafið þið haft það eins gott og ég Wink Ég er búin að vera að vinna of mikið og ekki verið tilbúin til að taka á vissum vandamálum hjá mér en svo í síðustu viku þegar ég fékk hálsbólgu og kvef þá var ekkert annað í stöðunni en að hægja á sér og takast á við þessi vandamál. T.d. minnka vinnuna sem ég er byrjuð á (fór bara tvisvar í þessari viku og ekkert um síðustu helgi LoL) sæki fundina mína samviskusamlega og rækta minn innri mann. Úllala og hvað gerist mér líður strax betur. Nú eins og sáli sagði ég á að setja mig í fyrsta flokk og segja við mig á hverjum degi þú átt ekkert nema það besta skilið Tounge. Og það er bara alveg satt. Ég vaknaði snemma í morgun og fór aftur í rennibrautina í kópavogslaug kl. 6:45. Þarna er frábært fólk svo þetta var frábær stund. Njótið dagsins. Og Þórhallur til hamingju með afmælið í gær gamli minn. Grin Þórhallur og Berta

Stjörnuspá

NautNaut: Það er mikilvægt að þú fáir næga hreyfingu. Spurðu þig þrisvar hvort þú þurfir á viðkomandi hlut að halda áður en þú opnar budduna.

Önnur frábær helgi

Nú er enn ein helgin að baki eftir nokkra klukkutíma Wink Mikið búið að vera um að vera. Föstudagskveldið þá var hóf hjá Ásgeiri Sig. Vel var mætt og fengum við lambalæri að hætti Ara, Meiriháttar gott og veislan hin flottasta. Almar takk fyrir mig LoL Við skoðuðum myndir frá London ferðinni og svo var spjallað fram á nótt og takk fyrir gott kveld.

Laugardagurinn var meiriháttar líka. Byrjaði á að fara upp í nýju laugina í Hafnarfirði og þar var sundmót og voru tvær frænkur mínar að keppa þær Sunneva og Jódís. Jódís bætti sinn tíma baksundi en Sunneva vann 200 metra flugsund. Til hamingju stelpur LoL Svo um kl. 12 fór ég og náði í Kristínu, Hólmfríði og Ásu systurnar frábæru Wink Við fórum heim og settum nammi í skál og biðum eftir Ólöfu og co. Svo var farið að spila Jungle speed og var þetta alveg frábært Grin   IMG_5605IMG_5606 Við spiluðum í rúma 3 klukkutíma en þá þurftu Ólöf og þau að fara. Takk fyrir daginn Ólöf, Jódís og Palli. Svo röltum við stelpurnar í búðina til að kaupa í matinn og svo komu Gulla og Anna María og voru með okkur (þær gistu ) IMG_5609svo lituðum við og  spiluðum Trivial Pursuit til klukkan að ganga 12 þá keyrði ég systurnar heim.   Setti inn myndband af Gullu Kíkið endilega á það hún er svo frábær.

Sunnudagurinn var öllu rólegri. Við bökuðum bananabrauð og spiluðum ótukt, svo skruppum við í Smárann. Anna hjálpaði mér að finna kjól og leggings því allt í einu mundi ég eftir því að ég átti gjafabréf sem var að verða svoldið gamalt hehe.  Anna og Gulla takk fyrir helgina.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú ert alltaf til í að endurskapa sjálfan þig. Gleymdu því samt ekki að heima bíða þínir nánustu og þurfa líka á þér að halda.

 


Föstudagsmorgun

Hvað haldið þið að ég hafi verið að gera í morgun. Ég efast um að þið getið upp á réttu en það er lengi búið að vera að mana mig að mæta í Kópavogslaugina á föstudagsmorgni  því það væri svo gaman. Og loksins lét ég til leiðast(var mætt 06:35) og vááá hvað þetta var gaman. Byrjaði nú á því að synda 200m.   Nákvæmlega kl. 06:45 þá var farið í rennibrautina. Það voru 12 manneskjur á öllum aldri sem renndu sér og var metingur um hver gerði stærstu skvettuna. Svo var farið í gufu. Þetta er þræl skemmtilegt fólk þannig að ég mun mæta þarna næstu föstudaga. Gott að byrja daginn svona hehe. Nóg að gera hjá mér annars. Grillveisla hjá Ásg.Sig. í kveld. Hlakka til að skemmta mér með þeim annars er þetta kveðjupartý því við Gústi erum hætt. Njótið dagsins.  

 StjörnuspáNaut: Hver er sinnar gæfu smiður segir máltækið og það á við þig sem aðra. Fráskildir foreldrar ná hugsanlega samkomulagi hvað þetta varðar. 

 


Ég vann

Undur og stórmerki gerast enn Tounge hver haldið að hafi unnið í cana í gær hehe hún Ég LoL Mikið finnst mér alltaf gaman að spila og spjalla við þetta fólk þ.e. Martein, Björk og Jóa. Takk fyrir mig þið eruð æðisleg Wink. Já og kakan var ekkert nema góð. Súkkulaðikaka með hnetusmjörskremi og þeyttum íslenskum rjóma Grin. Njótið dagsins Það ætla ég að gera.

Stjörnuspá

NautNaut: Ástæður þess að þú ert svo gleyminn þessa dagana er að þú ert með of mörg járn í eldinum. Samt titrar lífið af spennu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband