Færsluflokkur: Bloggar

Þorláksmessa

Þetta er búinn að vera yndislegur dagur Smile var að vinna í ostabúðinni til klukkan að verða eitt, þá var farið í Múlakaffi og hitti Ragnheiði þar og við fengum okkur kæsta skötu nammi namm. Svo var farið að versla. Var að kaupa smáhluti í aðalréttinn sem ég ætla að vera með á jóladag. Það hefur verið æðislega gaman að búa til jólin. Litla jólatréð mitt er ekkert smá fallegt.Nú var ég í litlu íbúðinni minni að búa til jólin og tók upp allt dótið mitt og vá hvað er flott hjá mér. Ég hef haldið aftur af mér undanfarið og ekki líkað það nógu vel, ekki verið ég sjálf fyrr en núna í nóvember þá fór  að koma í ljós aftur og líkar bara vel við snótina. Jólin tilbúin og ég bara bíð LoL Gleðileg jól.

Jólatréleiðangur

Ég fór að leita mér að jólatré í dag. Var stefnan tekin á Hvalfjörð nánar tiltekið að Fossá. Var þetta planað að Stefáni nokkrum Sólófélaga og voru nokkrir búnir að skrá sig en þær dömur duttu út vegna óviðráðanlegra ástæðna Angry En þá vorum við Stefán sem fórum og drengirnir hans. Veðrið var alveg ágætt smá gola og hálfskýjað. Við röltum um skóginn og fundum flott jólatré. Þetta var gaman fullt af snjó og við  þurftum að vaða hann stundum frekar djúpt LoL Svo þegar krílið mitt og risinn þeirra var kominn í bílinn var ákveðið að fara og borða nestið okkar sem var ekki af verri endanum. Heitt súkkulaði, flatkökur og smákökur namminamm. En til að komast að húsinu til að geta sest niður þurftum við að fara smá ófærur og viti menn Stebbi festir bílinn. Jaxlarnir Ég, Breki og Askur örkum út úr bílnum og komum okkur fyrir og íttum bílnum bara Wink Ekkert smá Jaxlar á meðan Stebbi sat í bílnum og stýrði hehe. Í húsinu var notalegt og átum við nestið okkar og vorum að vonast til að það kæmu nú eins og ein eða tvær mýs til að skemmta okkur en það gerðist ekki. Núna erum við Jói að fara að snæða Kjöt í karrý namminammi namm síðan förum við á aðventutónleika í Langholtskirkju. Njótið kvöldsins Smile það ætlum við að gera.008028027034

Föstudagurinn fyrir jól

Vá búið að vera frábær dagur. Vaknaði snemma til að fara í rennibrautina eins og venjulega en þá var hún lokuð vegna frosts -4°. Við fórum bara í gufuna í staðin. Takk Steini þetta var kalt hehe. En var svo óheppin að gleyma helminginn af fötunum mínum heima þannig að ég þurfti að rjúka heim aftur og sækja þau. Svo í hádeginu  vorum við með Litlu jólin.Allir komu með pakka og við borðuðum Hangiket og alles. En við skiptum öllu á milli okkar t.d. ég kom með kartöflur og uppstúf, Hrönn kom með heimatilbúið rauðkál og Bára kom með flottasta eftirrétt ever. Bara flott. Svo var búið að númera pakkana og þetta vara bara snilld.007 Ragnheiður hún á heiður skilið fyrir hugmyndina. Svo fór ég að vinna niður í ostabúð því þar var svo mikið af pöntunum fyrir ostakörfur þannig að ég var að vinna við ostakörfugerð til klukkan að verða 7. 009Nú er löppin pínu þreytt en þetta var mjög svo gaman. Mikil tilbreyting í því að gera eitthvað annað. Skemmtilegt fólk. Takk fyrir mig,

Jólakakósmákökuhittingur

Ég fór í fyrsta göngutúrinn minn í gær. Klæddi mig í gönguskóna og gekk til vinkonu minnar í jólakakósmákökuboð LoL Gasalega leið mér vel á eftir. Og svo kom Halldóra með fullt af saltfisk sem hún var í vandræðum með og það var bara gaman að spekúlera afhverju hann væri gulur þar og hvítur hér. Takk stelpur fyrir frábært kvöld. Svo fékk ég náttúrulega í soðið hehe. Síðan fór ég aftur í gönguskóna mína og tók langan hring heim og löppin kvartaði ekkert var bara svolítið þreytt Tounge Hún verður æft á hverjum degi núna næstu daga til að ná upp töpuðum tíma. Njótið dagsins.

Jólahlaðborð

Maður þarf oft að velja hvað maður vill gera. Nú stóð ég frammi fyrir því að það voru tvö jólahlaðborð á sama tíma að velja. Ég valdi ódýrari kostinn og ekki varð ég fyrir vonbrigðum með það. Mikið rosalega var gaman í gær. Það er langt síðan ég hef skemmt mér svona rosalega vel. Sólokrakkar takk fyrir mig. Maturinn var frábær og allt. Eyrún takk fyrir miðann á árshátíðina hehe. Það er nú saga til að segja frá. Það var leikur í gangi og ég missti miðann minn til Eyrúnar því ég var svo mikil ljóska hehe. En svo voru þeir sem misstu miðana sína svo heppnir að þeir fengu að draga annan miða fyrir happadrættið. Ég og Guðrún sem líka hafði gerst ljóska og misst sinn miða líka til Eyrúnar (hún með þrjá miða) svo var dregið um vinningana og viti menn við Guðrún fengum árshátíðarmiðana hehe. Setti mynd af Kokkunum.  Og enn einu sinni Takk Eyrún.035028

Hjörtur Máni á afmæli

070Vinur minn hann Hjörtur Máni á afmæli í dag. Hann er 7 ára gamall. Til hamingju vinur. Þú ert flottastur W00t 

Stjörnuspá

NautNaut: Nautið á von á því að eitthvað stórt haldi henni á floti. Vertu samferða því og njóttu ástarinnar sem þú finnur.

Jóla jóla jóla

Nú er að koma smá jólablær á heimilið mitt Smile búin að baka nokkrar smákökur, setja upp jólagardínur og jólakortin eru farin að taka á sig flotta mynd Wink Ég haltra um en er öll að koma til. Góðir hlutir gerast hægt en þeir gerast. Nóg að gera framundan, nokkur afmæli og jólagleði og svo þau notalegheit sem fylgja aðventunni. Njótið dagsins.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú getur treyst reglum sem þú setur þér sjálfur. Sem betur fer er þetta langur leikur og mörg mörk í pottinum.

Jóla Jóla Boð

Í gær var Nordicsea með jólaboð fyrir okkur starfsfólkið. Mættum við klukkan 7 og var mikið um dýrðir á Suðurgötunni. Búið var að gera þetta að svaka kósý Smile Borðin voru hlaðin veigum og eðalvínum og smakkaðist þetta svakalega flott. Þetta var svakalega gaman. Fór maður nú að sjá fólkið sem maður hefur bara talað við í síma. Þetta reyndist vera mjög svo skemmtilegt fólk. Skemmtum við okkur konunglega. Svo kom Karl Örvarsson og skemmti fólkinu með hjálp Gústa sem lét sitt ekki eftir liggja. Nordicsea Takk fyrir mig þetta var æðislegt.017039

NautNaut: Einhver vandræði koma upp í samskiptum þínum við aðra þannig að þú þarft að leita þér að bandamanni.

Fótamein

Nú hefur bólgan minnkað og ég er farin að sjá tærnar en þá koma þessir elskulegu verkir sem ég var svo blessunarlaus við. (en ykkur að segja þá held ég líka að ég sé ekki að slappa nóg af Halo) En ég ætla að nota hækjurnar á morgun ef ég verð slæm.004Set inn 2 myndir önnur tekin á sunnudeginum og hin áðan. 011 Mesti verkurinn er hjá hælnum og ökklakúlunni. Ég er ekki að sjá fram á hreyfingu á næstunni. Þarf að nota Kiddatækni á allt núna. Geri það ekki nema ég geti keyrt þangað Wink. Fór nú samt í laugina í morgun en sleppti rennibrautinni (stillt stelpa) Alltaf jafn gaman að hitta þetta fólk. Takk fyrir mig. Tounge 

Stjörnuspá

NautNaut: Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Ef þú gerir sömu kröfur til sjálfs þín og þú gerir til annarra kemstu hjá vandræðum.

Á einari

Ég tel mig mjög heppna með mín meiðsl. Ég virðist vera fljót að ná mér og finn að bólgan er farin að minnka og marið að koma komið í ljós Crying Ég kannski mætti slappa meira af en það kemur hehe. Ætla nú að vera stillt þessa vikuna og ekkert að fara í ræktina eða í göngur en skoða svo í næstu viku hvernig hlutirnir þróast. Ætla að skreppa í heita pottinn á eftir að mýkja auma vöðva og slappa af.

Stjörnuspá

NautNaut: Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband