Færsluflokkur: Bloggar
20.1.2009 | 18:01
Glerbrot sálarinnar
Vinkona mín samdi þetta og leifði mér að setja það hér. Þetta lýsir lífinu hjá manni. Takk Elva fyrir að leyfa mér að setja þetta hér. Mig langaði að deila þessu með ykkur hvernig mér hefur liðið. En nú er allt á uppleið með hjálp góðra vina. Njótið dagsins.
Glerbrot sálarinnar
Ég sit á hnjánum - í stofunni
Örvænting og vanlíðan í sál minni
Þú stendur fyrir aftan mig faðir
En ég sé þig ekki, veit ekki af þér
Finn bara örvæntingu og uppgjöf
Þú horfir á mig með kærleika og ást
ég sit með fangið fullt af glerbrotum
Brotin eru líf mitt mistök mín og sár
Ég veit ekki hvað ég á að gera við þau
Í stað þess að biðja þig að hjálpa mér
Fer ég að reyna að líma brotin saman
Tek eitt af öðru og lími þau saman
Ég fyllist skelfingu þau festast ekki
Molna í höndum mér, eitt af öðru
Ég brest í óstjórnlegan grát
Hvað á ég að gera núna faðir ??
Ég sit með sandhrúgu í fanginulíf mitt
Þá sé ég þig Jesús við hlið mér
Grátandi sópa ég sandinum mínum saman
Þú tekur sandinn þá breytist hann í púsl
Fullt af kubbum og byrjar að púsla
Lífi mínu saman aftur,vonin vaknar í mér
Ég tek upp öll púslin, eitt af öðru
reyni að finna stað fyrir þau
En ég get ekki púslað, bara þú faðir
Þú segir, ég skal sjá um þetta dóttir
Með kærleika og þolinmæði í rödd þinn
Smá saman fæðist falleg mynd úr púslinu
Hún er ólík gamla glerinu mínu
Svo falleg, stöðug og örugg
Ég veit það er þér að þakka, faðir
Ég leyfði þér að púsla líf mitt saman
Búa til fallega framtíð fyrir mig
Ég veit að ef ég fer að púsla sjálf
brotnar það í sundur og molnar
Takk faðir fyrir þessa kennslustund
Ég þarf bara að treysta þér, Jesús
Leyfa þér að vinna verkið fyrir mig
Það eru forréttindi að vera barnið þitt
Núna og um alla eilífð.
EMG - 2005
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2009 | 11:54
Annasöm vika
Jæja þá er þessi vika á enda ég byrjaði í hópátaki á þriðjudagsmorgun og það er bara svoldið erfitt. Nú er ég vön að hreyfa mig mikið en nú þarf ég að gera það með öðrum (svoldið erfiðara) En líst bara vel á þetta. Og svo er verið að skoða mataræðið. Úps hehe. Nei ég hef ekki viljað taka inn prótein hingað til en nú vill Valdís þjálfari meina það að það sé einmitt mitt vandamál. Mig vanti prótein í líkamann einmitt af því að ég hreyfi mig svo mikið. Þannig að mín ætlar að skreppa á eftir og kaupa smá prótein til að prufa. Sagt er að það sé allt í lagi að skipta um skoðun og er þessi skoðun í skoðun hehe.
Svo vaknaði ég glorhungruð i morgun og ég ákvað að fá mér alvöru morgunmat. Skellti hveiti og eggjum í skál og bjó til amerískar pönnukökur með smjöri og sýrópi, bara gott. Svo ætla ég mér að fá mér góoooooðan göngutúr og jafnvel skreppa í heitapottinn á eftir. Bara skemmtilegt líf. Njótið lífsins eins og þið viljið lifa því ekki eins og aðrir vilja að þið gerið það. Er hætt slíku.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2009 | 19:29
Krókódíla Stína
Ég sæki fundi hjá sasa (www.sasa.is) og er þar að taka sporinn 12. Mér gengur mjög vel. Líður miklu betur, er að átta mig á vandamáli mínu. Nú fékk ég það verkefni að kaupa mér dúkku eða bangsa til að finna litlu Kristínu. Litlu stelpuna sem átti erfitt þegar hún var lítil og þurfti að taka of mikla ábyrgð. Nú ég fór í Hagkaup og sá þar hunda, bangsa, kisur, tígrísdýr en ekkert heillaði mig sá meira segja ísbjörn hvítan og stóran en svo sá ég það sem mig langaði í þennan líka flotta krókódíl vááa grænn og flottur. Afgreiðslumaðurinn spurði mig hvort þetta væri gjöf (trúlega til að setja skiptimiða á eða eitthvað) og ég sagði nei
Þá sagði hann: passaðu að hann bíti þig ekki hehe. Nú er spilakvöld í kvöld og ætla ég að vinna ehhehe. Njótið þess að vera til. Ég ætla að gera það.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.1.2009 | 12:07
Gelluhittingur
Fyrsti gelluhittingurinn með Gellunum var í gærkveldi og var bara gaman. Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem við erum allar 8 að hittast. Við hittumst heima hjá Hildi og þar var spjallað um gamalt og gott, hlustað á plötur (ekki geisladiska) hún á gamlan grammafón og þetta var bara gaman.
Við sungum okkur hásar og stelpurnar allar nema ég og Hafdís drukku eðalvín og snafsa. Við ýttum borðum til hliðar og fórum að dansa og leika okkur. Henry hani fékk að vera með því hann er svo frábær
(hann má ekki vita af okkur að syngja og leika okkur þá vill hann vera með) Selma austfirðingur var loksins með okkur en hún flutti til Breiðdalsvíkur fyrir 2 árum og fann draumaprinsinn þar svo þar vill hún vera. Takk fyrir frábært kvöld stelpur.
Stjörnuspá

Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2009 | 22:33
Jólin búin
Jólin búin og lífið heldur áfram sinn vanagang Nú er löppin komin í ágætislag, búin að prufa pallatíma og það gekk vel. Helgin framundan vel hlaðin eins og venjulega
ætla að reyna að koma hlaupi fyrir einhverstaðar. Vakna snemma til að fara í Heiðmörkina eða um leið og birtir (þá getur maður reynt að sofa til rúmlega 10 því það birtir svo seint hehe) Njótið helgarinnar.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2009 | 23:01
Frábær byrjun á ári
Nú ætla ég að setja nokkrar myndir inn og reyna að hafa texta við hehe. Um áramótin var ég hjá Möggu og Kidda og af því hjá mér eru frekar merkileg áramót eða tímamót því ég hef tekið vel til í mínu lífi þá keypti ég eina köku sem hét Egill Skallagrímsson, henni skaut ég upp til að kveðja ýmislegt slæmt í mínu lífi og svo til að bjóða allt hið góða velkomið. Svo um síðustu helgi þá var ég að passa barnabarnið og ekki var það leiðinlegt.
NAUT: Þótt erfiðleikar skjóti upp kollinum hér og þar eru þeir bara til að sigrast á og þú hefur gaman af þeirri glímu. Næsta mánuðinn er best að vinna bak við tjöldin og hafa sig ekki í frammi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.1.2009 | 13:34
Ömmuhelgin og brjálaður köttur
Jæja þá er þessi helgi senn á enda og er hún búin að vera frábær. Við Gulla Gullmoli höfum lent í ýmsu þessa helgi hehhe. Við erum búnar að skoða nokkra leikskóla og prufa ýmis tæki þar Síðan fórum við i heimsókn til Halla og Gunnhildar í gær en það gekk ekki vel fyrir okkur að komast þangað því við villtumst
Ég beygði einni götu of seint og svo var rigning og mikil þoka og ég lenti herumbil upp í afdölum hehe. En svo hringdi ég í þau en það svaraði þannig að ég hringdi í Kidda leigubílstjóra og þegar hann jafnaði sig á því að ég væri villt þá gat hann auðveldlega hjálpað okkur dömunum til baka og á réttan stað og þökkum við honum kærlega fyrir hjálpina. Svo í morgun þá var kötturinn búin að klára matinn sinn og fór að væla um meira. Ekki fann ég neinn mat og þá varð kötturinn bara fúll og fór að skemma dótið hennar Gullu
og svo þegar kötturinn fór að ráðast á rafmagnssnúruna þá tók ég villidýrið og henti honum út
Klæddi mig og Gullu Gullmola í útiföt og tókum kerruna og röltum af stað í búð til að kaupa mat handa kettinum. Haldið ekki að kötturinn elti okkur ekki hehe Svo vildi hann koma inn í búðina en ég kom nú í veg fyrir það. Þegar við vorum búin að versla og komum út þá var kötturinn þar ennþá. og hann fór með okkur á næsta leikskóla og í góðan göngutúr vælandi (ég vil matinn minn núna hehe). Núna er hann búin að fá mat og farin út (trúlega á næsta leikskóla að leika sér hehe) Þetta eru sjálfselskustu dýr sem ég hef kynnst. *Annars var helgin frábær. Anna María og Gunnþór koma seinnipartinn. Þetta ætla ég að gera aftur en senda þau þá í eitthvað skemmtilegra en jarðarför. Njótið dagsins.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 21:12
Amman á Selfossi
Gleðilegt ár og takk fyrir gamlar og skemmtilegar stundir. Um áramótin sem ég eyddi hjá Möggu og Kidda (Takk fyrir mig þið eruð frábær) þá keypti ég Egil Skallagrímsson og sprengdi hann Kvaddi gamalt og bauð nýju inn. Þetta er gert af sérstakri ástæðu. Hef verið að vinna mikið í sjálfri mér og uppgötvað margt fallegt í kringum mig
Búin að hreinsa út og nú er það lífið framundan. Bara skemmtilegt. Með góðri hjálp æðri máttar og félögum í sasa.
Nóg um það. Nýtt ár gekk í garð með góðu veðri og þegar ég var á leið heim heyrði ég í Jóa Egils og co. og þau voru á ferðinni og buðu mér með á rúntinn. Þáði ég það. Fórum við til Egils og Steinunnar og fengum heitt kakó og flatkökur m/ hangiketi (flatkökurnar voru heimagerðar namminamminamm) Svo fór hver heim til sín. Reyndar var partý í blokkinni sem ég bý í en með eyrnatöppum og þolinmæði þá lifði ég það af hehe.
Núna er ég komin á Selfoss og ætla að vera hér alla helgina. Gunnþór og Anna María þurftu að fara á Blönduós í jarðarför og tók ég að mér að sjá um dúlluna þeirra, yndislegt barn. Foreldrarnir áttu nú svoldið erfitt þegar þau fóru því þau hafa ekki verið svona lengi í burtu frá henni En við Gulla lékum okkur þar til hún fór að geispa og þá burstuðum við (slógumst um burstann hehe) tennurnar og hún var mjög snögg að sofna. Hlakka ég mjög til helgarinnar hef ekki sofið á Selfossi í mjög mörg ár. Ekki síðan á síðustu öld hehe. Kem til með að taka nokkrar myndir af dúllunni. Set nokkrar hér inn um leið og helgin er búin. Njótið þess að vera til ég ætla að gera það.
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.12.2008 | 19:59
Hlaupa hlaupa hlaupa
Ég gerði mér lítið fyrir að fór upp í Heiðmörk í dag og prufaði að hlaupa og það gekk alveg glimrandi. Kiddi takk fyrir lánið að Kiddatækninni en nú ætla ég að skila henni og byrja aftur með mína. Þín virkaði vel í mánuð en þetta er þín tækni en ekki mín. Takk fyrir mig þú ert æðislegur. Svo þegar ég var búin að vera skokkandi í Heiðmörkinni í einn og hálfan klukkutíma fór ég í heita pottinn í Kópavogslaug og lét mér líða bara vel. Njótið þess að vera til
Stjörnuspá

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.12.2008 | 12:19
Jólin






Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)