Færsluflokkur: Bloggar
30.3.2011 | 10:12
Þögn er ekkert svar
Hæ fann þennan pistil á "Trúin og Lífið" og ákvað að deila honum með ykkur.
Pétur Björgvin Þorsteinsson
Þögn er ekki svar
22. september 2010
Freistingin er stór að segja ekki neitt. Bara þegja! Sennilegast er líka auðveldast að þegja. Þá segir maður ekkert sem maður hefði betur ekki sagt. En í mínum huga er þögnin ekkert svar. Og sársauki minn, ef ég yrði skammaður fyrir að nota vitlaus orð eða hlegið að mér fyrir vanþekkingu mína, er afskaplega smár ef hægt væri að bera hann saman við þjáningu þeirra sem hafa orðið fyrir áreitni, misnotkun eða ofbeldi.
Öll erum við slegin í hvert sinn sem við heyrum fréttir um kynferðisbrot. Sjálfur verð ég oftast reiður. Það er sárara en orðum taki að heyra um slík brot. Og ég græt yfir því hversu vanmáttugur mér finnst við öll vera sem kirkja og sem þjóðfélag þó ég sé mjög þakklátur fyrir mörg framfaraskref sem tekin hafa verið á þessum vettvangi. í nokkur ár höfum við haft siðareglur og heilræði sem starfsfólk í barna- og unglingastarfi hefur haft að leiðarljósi. Það er gott. Og við erum heppin að hafa fagráð sem tekur vel á málunum. Það er til fyrirmyndar. En sérstaklega græt ég yfir eigin vanmætti því mér finnst að við hljótum að geta gert betur sem þjóðfélag. Og ég vil ekki þegja.
Ég var svo heppinn nýverið að fá að taka þátt í námskeiðinu Verndarar barnanna. Leiðbeinandi á vegum Blátt áfram fór með okkur þátttakendurna í gegnum sársaukafullt ferðalag þar sem að við hlustuðum á frásagnir fórnarlamba af myndbandi. Í tengslum við þessar frásagnir unnum við verkefni og svöruðum ýmsum spurningum. Námskeiðið snérist um 7 skref til verndar börnunum okkar. Skilaboðin á námskeiðinu voru skýr: Það er fullorðna fólkið sem þarf að taka málin í sínar hendur og breyta viðhorfunum í samfélaginu. Forvarnir gegn kynferðislegri misnotkun á börnum og viðbrögð við henni eru á þeirra höndum. Á námskeiðinu voru líka dregnar upp myndir af gerendum og hversu auðvelt þeir virðast eiga með að skapa sér ímynd sem allir treysta. Það er þessi ímynd sem mér þykir hættuleg og því þarf ég að læra að gerendur koma úr öllum hópum samfélagsins!
Á markvissan hátt er þátttakendum á námskeiðinu hjá Blátt áfram gerð grein fyrir ábyrgð sinni og hvernig hægt er að bregðast á virkan hátt við ábyrgðinni. Þeir eru minntir á mikilvægi þess að vera meðvituð um líf sitt og annarra á þann hátt að gjörðir þeirra séu í samræmi við áform um heim sem verndar börn. Áhersla er lögð á að þátttakendur geri sér grein fyrir því að þeir eiga val um að ráðast í það verkefni af ástríðu og eldmóði að gera umhverfi barna öruggt. Um leið er þátttakendum gert ljóst að slíkt næst aðeins með því að byggja upp eigið sjálfstraust, treysta sjálfum sér til dáða og vinna að uppbyggingu á samfélagi sem sé mótað af óþrjótandi samhygð og umhyggju.
Í mínum augum er kynferðisleg misnotkun á börnum hryllingur, synd, smánarblettur á samfélaginu okkar. Vandamálið er ekki aðeins yfirþyrmandi vegna þess hversu útbreitt það er, né vegna þess óbærilega sársauka sem því fylgir fyrir þolendurna. Þetta er líka stórt vandamál vegna þess að það eru engar auðveldar, öruggar lausnir til þegar kynferðisleg misnotkun á börnum er annars vegar. Og sjálfum þykir mér ég lítið vita. En ég reyni að læra. Á námskeiðinu var sett fram eftirfarandi skilgreining:
Kynferðisleg misnotkun á börnum er hvers kyns kynferðisathöfn milli fullorðins einstaklings og ólögráða einstaklings eða milli tveggja ólögráða einstaklinga þar sem annar aðilinn hefur vald yfir hinum. Þegar fullorðinn einstaklingur eða eldra barn, neyðir, þvingar, sannfærir eða hvetur barn til að taka þátt í hvers kyns kynferðislegri snertingu þá er það kynferðisleg misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi getur verið einn einstakur atburður eða viðvarandi ástand sem varir í mánuði eða ár.
Við erum kölluð til ábyrgðar. Ábyrgðin felur í sér að við leitum að leiðum til að gera börn öruggari meðal fólks, gefumst ekki upp. Lausnamiðað skref getur verið þátttaka í námskeiðinuVerndarar barnanna sem Blátt áfram stendur fyrir. Ég hvet sóknir landsins til þess að halda slík námskeið fyrir sitt starfsfólk. Það er þörf viðbót við námskeiðiðVerndum þau og önnur námskeið sem kirkjan hefur staðið fyrir á undanförnum misserum. Einnig leyfi ég mér að benda á mjög góða glærukynningu á vef Blátt áfram þar sem foreldrar eru beðnir að skoða ýmsa þætti varðandi það æskulýðsstarf sem þeir velja fyrir börnin sín.
Stöndum upp og tökum sjö skref til verndar börnunum okkar:
1. Gerðu þér grein fyrir staðreyndum og áhættuþáttunum. Staðreyndir - ekki traust - eiga að hafa áhrif á ákvarðanir þínar varðandi barnið þitt.
2. Fækkaðu tækifærunum. Ef þú kemur í veg fyrir eða fækkar þeim kringumstæðum þar sem barn er eitt með einum fullorðnum - þá dregur þú verulega úr hættunni á að barn þitt verði fyrir kynferðislegri misnotkun.
3. Talaðu um það. Börn halda oft misnotkuninni leyndri - en hægt er að fá þau til að rjúfa þögnina með því að tala opinskátt um málefni.
4. Vertu vakandi. Ekki búast við að merkin séu augljós hjá barni sem sætir kynferðislegri misnotkun. Merkin eru oft til staðar en þú þarft að koma auga á þau.
5. Búðu þér til áætlun. Kynntu þér hvert þú átt að leita, í hvern þú átt að hringja og hvernig þú átt að bregðast við.
6. Fylgdu grunsemdum eftir. Framtíðarvelferð barns er í húfi.
7. Gerðu eitthvað í málinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2011 | 20:44
Nýtt ár :)
Sælt veri fólkið Gleðilegt ár og takk fyrir það síðasta Ég er orðin algjör letipinni en það er allt í lagi svona stundum ég skrapp í smá ferðalag 26-30 jan og skemmti mér alveg konunglega
Miðvikudaginn 26 jan var ég að vinna fram að hádegi og fór þá að hitta tvær flottar skvísur í mat. Selma fékk að ráða núna svo við fórum á "Maður lifandi" í Kópavogi. Var frábært að hitta þessar stelpur eins og alltaf.
Hann Steina ætlaði að lána mér "punginn" sinn og skaust ég til að ná í hann Fékk ég mjög góðar leiðbeiningar með honum, þær hljóðuðu svona " þú stingur honum inn setur "pin" númer notar hann að vild en mundu að taka hann út þegar þú ert búin að nota hann..........." hehe þetta gekk mjög vel því það fylgdu líka þessar flottu leiðbeiningar . Síðan skaust ég heim og pakkaði dótinu mínu niður og hélt á vit ævintýranna.
Var komin á Höfn rétt fyrir 5 og lenti á meðan sólin settist það var sko geggjað að sjá það.
Amma Græna tók á móti með með saltketi, baunum og soðkökum mmmmmmmmmmmm ég flýtti bara aðeins sprengideginum því svona kökur eða baunasúpu get ég ekki gert. Hjá ömmu er gott að vera. Það kemur einhver sérstök ró alltaf yfir mig þegar ég er þar. Fínt að hugsa og hreinsa hugann. Prjónaði fullt og dundaði mér með ömmu. Eftir hádegi á fimmtudeginum skokkaði ég á meðan amma lagði sig. Fór í áttina að Almannaskarði og var búin að skokka í rúmlega 20 mín. þegar allt í einu spruttu upp 3 hreindýr úr lautinni fyrir framan mig. Mér brá alveg helling því þessu átti ég ekki von á. Ekki vildu dýrin hlaupa með mér hehe.
Áttum við amma góðar stundir saman þessa tvo daga sem ég var hjá henni.
Um hádegi á föstudeginum kom Stjáni að sækja mig á "Gullvagninum" og þegar við komum á Djúpavog í þessu fallegu veðri þá fór ég beint á Sandana að skokka og svo í sundlaugina, elska heitu pottana þarna. Það er eitthvað við þessa sanda, einhver orka sem ég sæki þangað, get ekki útskýrt það Kíkti svo Við Voginn og fékk mér kaffi og jólaköku og viti menn það var hægt að fá keypta punga hehe. Skrapp svo í beikon og egg til Dúnu Alltaf gaman að koma til hennar. Við skröfuðum um allt og ekkert þar til við þurftum að fara hún á Generalprufu hjá Þorrablótsnefndinni og ég á Félagsvist. Í Löngubúð hitti ég fullt af skemmtilegu fólki og alltaf finnst mér ég svo velkomin hjá þessu skemmtilega fólki. Vistin skilaði mér nú engum verðlaunum en eins og alltaf þá var mikið hlegið og mikið gaman.
Laugardagurinn byrjaði rólega, var ég hjá Önnu Sigrúnu og Bigga. Þar er sko gott að vera. Þar var setið og spjallað. Spekúlerað í gönguferðum og fl. Eftir hádegið fórum við Sóley í góðan göngutúr upp í skógrækt og tókum svo góðan hring um plássið. Kíktum svo í heitu pottana á eftir.
Þorrablótið var æðislegt. Flott skemmtiatriði, fjölda söngur og svo dansað eins og engin yrði morgundagurinn.
Sunnudagurinn var flottur. Fékk eðalsteik í hádeginu hjá Önnu Sigrúnu og Bigga dreif mig svo suður og fór austur á Selfoss í Afmælisveislu hjá Gunnþori því hann varð 28 ára þann 30 jan.
Hafið það sem allra best þar til næst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2010 | 15:03
Saman um jólin:)
Gleðileg jól öll saman Er búin að eiga yndislega daga Var sótt á Þorláksmessu af tengdadóttir minni og eftir mikla lyklaleit þá fórum við á Selfoss með veika skottu í bílnum. En hún sofnaði svo litla greyjið eftir að hafa ælt sig alla út. Anna María var búin að bjóða systrum Gunnþórs í pizzaveislu. Pizza alla Anna er spes en æðislega góð (hún yrði rekin á pizzastað því áleggið var svo mikið ) bara yndislegt.
Á aðfangadag sauð ég möndlugrautinn og Gunnþór hélt að ég væri að elda fyrir alla á Selfossi en svo var nú ekkert mikið eftir því þetta reyndist hin ágætasti grautur. Systur Gunnþórs og Jóa komu lika þær Elsie og Rúna. Og að þessu sinni vann Gunnþór. Hann hefur ekki fengið möndluna síðan 1987 (hann hefur gott minni ) Þetta var skemmtileg stund og litla Gullið mitt borðaði vel og allir héldu að nú væri henni farið að batna engin hiti og henni virtist líða vel svo við klæddum okkur í snjóföt og fórum út að labba í snjókomunni og bjuggum okkur til snjókall
þegar við komum til baka. Veðrið var yndislegt.
Kvöldið var yndislegt. Litla Gullið var reyndar búin að vera ælandi frá kl.5 en hafði sofnað rétt fyrir 6 og svaf til kl. 8 þá vaknaði hún og var hressari. Maturinn var mjög góður sósan geggjuð (Anna hafði smá áhyggjur því hún hafði ekki gert hana sjálf áður). Svo þegar líða tók á nóttina þá fórum við Jói heim. Gunnþór og Anna þið eruð höfðingjar heim að sækja. Gaman að vera hjá ykkur.
Jói Mundi kom og borðaði hjá mér á jóladagskvöld og áttum við frábæra stund saman. Á annan í jólum fór ég í mat til Arnars og Ellu Stínu :) fékk þar grillað lambalæri, greyjið Arnar var rekinn út í brjálað veður til að grilla hehe nei það virtist vera gott skjól hjá þeim þarna í Grafarvoginum. Maturinn var æðislegur og heimalagaði ísinn frábær. Svo fórum við að spila Party Alians á eftir og það fór ekki alveg eins og það átti að fara því mitt lið vann ekki hehe. Þið eruð frábær öll með tölu :) við vinnum bara næst.
Fyrir rúmlega ári lofaði ég mér því að hugsa vel um mig og hef svona að mestu leiti gert það en átt líka slæma tíma en svo bara gerðist það í gær að ég fékk svæsna hálsbólgu og ætlaði bara að bíta hana af mér en ákvað svo að hugsa vel um mig núna (það gerir það engin annar) og tilkynnti veikindi í morgun. Þetta hef ég ekki gert í mörg ár (nákvæmlega 10 ár síðan ég lá heima með hálsbólgu) . Enda greinilega borgar þetta sig því ég er öll að koma til. Verð orðin góð á morgun (eins gott) ætla nefnilega að heimsækja skemmtilegar stelpur og við ætlum að borða saman og spila. Ólöf systir kemur vonandi með dúlluna hana Jódísi og spilin frægu hehe. Ég pant vinna hehe.
Stjörnuspá Nautsins.
Þú ert lífleg og upptendruð, en einnig frumleg og skapandi. Þetta er því góður dagur fyrir athafnir og ný verkefni. Notaðu tækifærið og gerðu tilraunir í vinnu eða leitaðu nýrra leiða til að framkvæma hlutina. Pældu t.d. í nýju sporti eða útivist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2010 | 09:07
Jóla jóla
Nú eru jólin bara að koma Flott og róleg jól framundan Ég ákvað að mæta ekki í jólaboð fjölskyldunnar (þótt mér væri boðið) Ég treysti mér ekki til að fara. Annars er ég bara góð Ætla að fara Austur á Selfoss í dag og vera hjá Gunnþór og Önnu Maríu á aðfangadag Í hádeginu á aðfangadag er ég búin að bjóða systrum Jóa og Gunnþórs og fleira fólki í Möndlugraut. Allt er tilbúið hjá mér á bara eftir að skipta um á rúminu mínu og pakka inn einni gjöf Í hádeginu er mér boðið af Fyrirtækinu Nes hf. í skötu á Hótel Sögu mmmmmmmm bara gaman og gott Í gær bauð Fyrirtækið Gluggagerðin mér í Flotta pizzaveislu frá Italiano, geggjaðar pizzur þar.
Hlutirnir verða kannski ekki svo mikið öðruvísi þessi jólin nema Jólaboðið en ég er einhvernvegin orðin öðruvísi. Kannski erfitt að lýsa því en mér finnst ég hafa breyst. (Til hins betra er að kynnast nýrri mér heilbrigðari ) Reyni að útskýra það fyrir ykkur seinna Jæja ætla fara út í daginn með gleði í hjarta. Hafið það gott þar til næst og alltaf
Stjörnuspá - 23. desember 2010
fyrir 21. apríl 1966
Tilfinningar þínar eru lifandi og spenna og óvæntir hlutir liggja í loftinu, félagslega og í ást. Það er því best að vera sveigjanleg og binda þig ekki fyrirfram. Þú þarft að geta brugðist við því sem gerist. Það má búast við skemmtilegum og líflegum degi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2010 | 18:57
Góðir tímar að baki og spennandi tímar framundan :)
Heil og sæl :) Það er mikið að gera hjá mér um þessar mundir bæði það að ég vinn mikið, tók 4 helga djamm :) og svo er ég á námskeiði sem fylgir mikill heimalærdómur :) En allt þetta er mjög gaman.
Helgina 12-14 fékk ég Gullið mitt (barnabarnið) hún kom á föstudagskveldið og gisti hjá ömmu sinni :) Þetta er skemmtilegt skott :) við byrjuðum á að fara í búðina til að kaupa allt fyrir grjónagrautinn. Síðan var púslað og lesið fyrir svefninn. Svo á laugardeginum fórum við að gefa fuglunum við Tjörnina í Hafnarfirði. Tók ég stelpuna upp úr kerrunni og var að ná í brauðið þegar Gulla kallar amma fuglinn tók vettlingana mína :( Einn svanurinn hafði gert sér lítið fyrir og tekið annan vettlinginn hennar en sleppt honum fljótt þegar hann gerði sér grein fyrir að ekki var hægt að borða hann. Þessi sami svanur beit mig tvisvar þegar ég var að ýta honum frá stelpunni svo hún yrði ekki hrædd því lætin voru svo mikil í þessum eina fugli. En svo áttaði snúllan sig á því að þetta var ágætis brauð sem við vorum að gefa fuglunum og borðaði eina sneið hehe. Mikið var þetta skemmtileg stund. Svo kom mamman úr skólanum og ég bauð þeim í mat ásamt Guðrúnu og dóttir hennar Sólveigu. Eldaði snillar kjúklingarétt sem ég hafði séð á vísir.is.
Á sunnudeginu þegar ég var búin að læra og læra um rúmlega 3 þá fórum við Jói Egils út að labba, ákváðum við að labba í kringum Elliðavatn, það var frekar kalt úti en blankalogn þannig að þetta var allt í lagi á meðan sólin skein. Þegar við vorum komin að öllum húsunum við vatnið ákváðum við að labba út á vatnið og út í Hólmann :) það var gaman að renna sér á svellinu en svo tók ég allt í einu eftir því að ísinn var alveg glær þannig að maður sá alveg í botninn hmmmm það var frekar spúkí. Geggjuð gönguferð.
Hef ég verið að byggja mig upp undanfarið og gengur það mjög vel :) Er smá saman að átta mig á því að ég á ekki alltaf að trúa því sem fólk segir við mig :( er alltaf að reka mig á að fólk segir bara oft það sem það vill að ég heyri og særir mig þar að leiðandi. Er ég smá saman að draga mig frá því fólki og bæta nýju og heilbrigðara fólki inn í mitt líf. Svo áttaði ég mig á því að ég var orðin hamingjusöm innra með mér, fann frið með bara mér :) það er dásamleg tilfinning. Vonandi tekst ykkur líka að finna þennan frið því þetta er svo gott.
Stjörnuspá - 23. nóvember 2010
fyrir 21. apríl 1966
Nú er tími til að takast á við ábyrgð og vera yfirveguð og þolinmóð. Nú er best að vinna í kyrrþey, bakvið tjöldin og leggja áherslu á hagnýt verkefni tengd vinnu, fjármálum eða fjölskyldu þinni. (Tungl 90 gráður Satúrnus)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2010 | 10:31
Uppskeran :)
Nóg að gera á stóru heimili hehe. En það er allt í lagi að hafa mikið að gera svo framarlega ef maður fær nógan svefn og það er ég að fá meira að segja vakna oft á undan klukkunni. Bara snilld. Er alltaf að kynnast hinni nýju mér meira og meira og er bara að átta mig á þvi að ég er bara frábær. Ég er búin að finna fullt af hlutum sem mér líkar bara við (bara ég ) COOL Orðin hamingjusöm innra með mér og þá getur maður ekki beðið um meira. Það er fullt eftir að laga en það kemur í rólegheitum. Alltaf að læra eitthvað nýtt. Er á námskeiði hjá Sála og svo byrjar annað námskeið í næstu viku fullt af fallegu fólki í kringum mig er að kynnast fullt af flottu fólki eins og manni hefur einhvertíma verið sagt það kemur alltaf maður í mann stað en það er satt. Þegar maður gengur í gegnum svona erfiðleika þá áttar maður sig á því hverjir eru raunverulegir vinir mans og hverjir ekki. Og ekki er það alltaf fjölskyldan sem er manni næst En litla sæta fjölskyldan mín (börn,tengda og barnabarn) þig eruð æði.
20. apríl - 20. maí
Þú ert í þeirri stöðu að velja lið fyrir tiltekið verkefni. Reyndu að skipuleggja tíma þinn þannig að þú getir sinnt sjálfum þér, þú situr alltof oft á hakanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2010 | 11:31
Að taka sér pláss
Jæja þá er frábær en mjög annasöm helgi að baki og ég gerði mér lítið fyrir og fór út að skemmta mér bæði föstudags- og laugardagskveld Svo skrapp ég í Þórsmörk á laugardeginum og það var frábært veður og litirnir geggjaðir. Við komumst bara í Bása því Krossá var ófær en það var þarna smá sýning fyrir ferðamenn. Maður á stórum jeppa á 46" dekkjum tók smá sýningu og var það mjög flott Mér finnst ég eitthvað öðruvísi núna en öll haust áður því þá sá ég ekki þessa frábæru liti í náttúrunni eins og ég geri núna. Allsstaðar er allt svo fallegt. Kannski er ég bara opnari fyrir fegurðinni.
Já og ekki má gleyma fyrirsögninni Þetta er víst eitthvað sem ég þarf að læra að taka mér pláss. Ég á það til að gera pláss fyrir alla aðra en svo þegar kemur að mér úps allt bú hehe og ég segi alltaf ekkert mál. Maður er svo vanur þessu að ég tek ekki einusinni eftir þessu. Sálinn minn sagði við mig um daginn að nú væri tíminn að læra að taka sér pláss Ég tók mér pláss um helgina og lifði það af hehe. Góðir hlutir gerast hægt. Knús í hús þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2010 | 13:33
Hver er maðurinn
Ég byrjaði að vinna í Firðinum í lok apríl og alltaf annað slagið hef ég séð mann sem mér fannst ég alltaf kannast við hmmmmmmm en gat ómögulega munað hvaðan Svo um daginn sá ég að hann var greinilega að vinna í sama turni og ég því hann var að sækja póst. Ég er mikið búin að spekúlera og loksins komst ég að niðurstöðu (sem var röng hehe) þetta er gamall séns, eða maður sem reyndi mikið við mig fyrir nokkrum árum hehe. Svo spáði ég ekkert meira í því fyrr en við vorum bæði á leið niður lyftuna og ég horfi á hann og segi á ég ekki að þekkja þig hann horfir á mig og þá fatta ég hver þetta er Hjúkkit að ég var ekkert búin að segja neitt meira því þetta er bróðir hans Tryggva hehehehehe ég er ekkert smá búin að hlæja af þessu. Tryggvi fíflið þitt ekki segja mér að bróðir þinn sé að vinna fyrir neðan mig hehehe.
Stjörnuspá - 7. október 2010
fyrir 21. apríl 1966
Tilfinningar þínar eru sterkar og þú þráir ást. Þú er sexí, geislandi og flott, sem er pottþétt blanda. Þetta er því frábær dagur fyrir ást og samskipti, bæði hvað varðar samstarf í vinnu og til þess að sjarmera þann sem þú þráir að elska. Ekkert fær staðist þig. (Mars 120 gráður Venus)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2010 | 22:28
Heppin ég
Ég á sko flottan yfirmann Yfirmaður minn kallar á mig í gærmorgun og spyr mig um hvenær námskeiðið byrji og hvað það standi lengi yfir? ( hmm hvað ætli þetta merki alveg í mínus (maður hugsar oft ekki alveg alltaf jákvætt)) Ég segi honum að námskeiðið byrji 2 nóv og sé í 6 vikur jááa og hvað kostar það? og ég segi honum það hmmmmmm svo sagði ég honum stolt að VR borgaði helminginn Þá segir hann. Við borgum hinn og ég fékk bara tár í augun því þessu átti ég sko ekki von á . Ég þarf semsagt ekkert að borga fyrir þetta námskeið. Ekkert smá heppin ég
Nú þessa dagana er ég frekar upptekin við að endurheimta hláturinn minn sem fór eitthvað á flakk í sumar En Var einmitt að æfa mig áðan með henni Guðrúnu bestu vinkonu oooooo hvað það var gaman. Takk kæra vinkona fyrir frábært kveld. Knús í hús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2010 | 16:06
Skrítinn heimur
Heimurinn er svo skrítinn Ekki gat ég sleppt því að fara í Kópavogslaug tvo föstudaga í röð, sleppti síðasta en fór í morgun og þetta er svooooooo gaman. Fólkið með einsdæmum skemmtilegt (annars væri þetta ekkert gaman) hehe. En ég var að tala um hvað heimurinn væri skrítinn. Skooooo ég skráði mig á námskeið hjá Tölvu og verkfræðiþjónustunni, sem átti að byrja núna 29 sept. Hlakkaði til og allt en var líka búin að skrá mig á annað námskeið sem ég hélt fyrst að yrði á sunnudögum en kom svo í ljós að það yrði á miðvikudögum seinnipart eða rétt á undan hinu námskeiðinu Jæja ég vildi hvorugu sleppa og hugsaði þetta eru bara nokkrar vikur. Það hefur áður verið svona mikið að gera hjá mér En svo hringdi maðurinn frá tölvu og ..... og sagði að það yrði ekkert af kvöldnámskeiðinu og bauð mér á námskeið sem yrði haldið í nóvember tvisvar í viku frá 9-12. Ég talaði við yfirmann minn og hann já endilega farðu á þetta námskeið því þetta á eftir að koma sér vel fyrir okkur líka hehe. Þannig að það verður ekkert of mikið að gera hjá mér og ég get einbeitt mér að sitthvoru námskeiðinu án þess að ofgera mér. Geggjað. Guð er góður hann leysir hlutina fyrir mig þessa dagana eins og hentar mér best.
Svo er ég líka hjá Sálfræðingi sem setur mér fyrir heimaverkefni og eitt verkefnið var að skrifa mínar langanir og þarfir og vitiði hvað ég gerði ha. hehe ég skrifaði mig í þriðju persónu hehe. Ég er ekkert smá skrítin skrúfa. En er samt á flottum batavegi. Er alveg að verða aftur flottasta Stelpan í plássinu hehe.
Svo er Síf hittingur á laugardaginn bara gaman. Njótið komandi helgi.
Stjörnuspá - 24. september 2010
fyrir 21. apríl 1966
Hugsun og tilfinningar rekast á. Það getur skapað spennu í samskiptum, en gefur þér einnig orku til að koma skoðunum þínum á framfæri. Ræddu því málin, en mundu að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Gott er einnig að fá útrás með því að útrétta eða fást við skapandi (handverk) verkefni. (Merkúr 180 Venus)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)