Vangarveltur....

Fékk þennan póst sendan á email og langar að deila honum með ykkur Smile

Anne Graham, dóttir Billy Graham var í viðtali í morgunþætti Jane Clayson í sjónvarpi í Bandaríkjunum stuttu eftir hryðjuverkaárásina í World Trede Center. jane Clayson spurði hana. "Hvernig gat Guð leyft þessu að gerast?" Og Anna Graham svaraði þessu á einstaklega djúpan og skilningsríkan hátt....;

"Ég trúi því að Guð sé virkilega sorgmæddur yfir þessu, alveg eins og við erum, en í mörg ár höfum við verið að segja Guði að koma sér út úr skólunum okkar, að koma sér út úr ríkisstjórnum okkar og við að koma sér út úr lífi okkar. og þar sem hann er "heiðursmaður" þá trúi ég því að hann hafi hægt og hljóðlega stigið til hliðar. Hvernig getum við ætlast til þess að Guð gefi okkur blessun sína og vernd ef við krefjumst þess að hann láti okkur í friði? í ljósi liðinna atburða ... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv...      Ég held að þetta hafi allt verið byrjað þegar Madeline Murrey O'Hare (sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu) kvartaði yfir bæn í skólum okkar, og við sögðum "Allt í lagi" Síðan sagði einhver að það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum. Biblíuna sem segir að þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum 'Allt í lagi' . Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga börnin okkar þegar þau haga sér illa. Og skólayfirvöld sögðu 'Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga sér illa vegna ess að við viljum ekki slæmt umtal, og við viljum vissulega ekki verða lögsótt. (það er stór munur á ögun og snertingu, barnsmíðum, löðrungi, niðurlæginu,spörkum o.s.frv. ) Og við sögðum 'Allt i lagi'    Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður 'Það skiptir ekki máli hvað við gerum í okkar einkalífi svo framarlega sem við vinnum vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: Það skiptir ekki máli hvað nokkur annar, þar á meðal forsetinn gerir í einkalífi sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott. Og síðan sagði skemmtanaiðnaðurinn: Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem stuðla að guðlasti (ljótu orðbragði), ofbeldi og óleyfilegu kynlífi. og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana, eiturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar. Og við sögðum: Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin sl´m áhrif og engin tekur þessu hvort sem er alvarlega svo gerið bara eins og þið viljið. Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa enga samvisku og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og röngu og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga skólafélaga sína og sig sjálf.     Ef við hugsum málið nógu vel og lengi þá getum við eflaust áttað okkur á stöðunni. Ég held að þetta hafi mikið að gera með að við UPPSKERUM EINS OG VIÐ SÁUM

Elsku Guð! Hvers vegna hjálpaðir þú ekki litlu stelpunni sem var myrt í skólastofunni sinni? Einlægur og áhyggjufullur nemandi ....... og svarið 'Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér var ekki hleypt inn í skólana. Yðar einlægur Guð.

Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið úr Guði og vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til Helvítis.

Skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum en við efumst um það sem stendur í Biblíunni.

Skrítið hvernig allir vilja komast til himna svo framarlega að þeir þurfi ekki að trúa, hugsa, segja eða gera neitt sem biblían segir

Skrítið hvernig sumir geta sagt : Ég trúi á Guð en samt fylgt Satan, (sem trúir að vísu líka á Guð)

Skrítið hvernig við erum fljót að dæma en viljum sjálf ekki vera dæmd.

Þessu langaði mig að koma frá mér í dag Smile Hafið góan dag.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú þarfnast slægra aðferða til að keppa í umhverfi dagsins. Þekktu andstæðinginn þinn. Ekki hætta þótt þú haldir að þú sért að vinna. Vertu á verði

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Heyr heyr.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.3.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband