23.11.2010 | 18:57
Góðir tímar að baki og spennandi tímar framundan :)
Heil og sæl :) Það er mikið að gera hjá mér um þessar mundir bæði það að ég vinn mikið, tók 4 helga djamm :) og svo er ég á námskeiði sem fylgir mikill heimalærdómur :) En allt þetta er mjög gaman.
Helgina 12-14 fékk ég Gullið mitt (barnabarnið) hún kom á föstudagskveldið og gisti hjá ömmu sinni :) Þetta er skemmtilegt skott :) við byrjuðum á að fara í búðina til að kaupa allt fyrir grjónagrautinn. Síðan var púslað og lesið fyrir svefninn. Svo á laugardeginum fórum við að gefa fuglunum við Tjörnina í Hafnarfirði. Tók ég stelpuna upp úr kerrunni og var að ná í brauðið þegar Gulla kallar amma fuglinn tók vettlingana mína :( Einn svanurinn hafði gert sér lítið fyrir og tekið annan vettlinginn hennar en sleppt honum fljótt þegar hann gerði sér grein fyrir að ekki var hægt að borða hann. Þessi sami svanur beit mig tvisvar þegar ég var að ýta honum frá stelpunni svo hún yrði ekki hrædd því lætin voru svo mikil í þessum eina fugli. En svo áttaði snúllan sig á því að þetta var ágætis brauð sem við vorum að gefa fuglunum og borðaði eina sneið hehe. Mikið var þetta skemmtileg stund. Svo kom mamman úr skólanum og ég bauð þeim í mat ásamt Guðrúnu og dóttir hennar Sólveigu. Eldaði snillar kjúklingarétt sem ég hafði séð á vísir.is.
Á sunnudeginu þegar ég var búin að læra og læra um rúmlega 3 þá fórum við Jói Egils út að labba, ákváðum við að labba í kringum Elliðavatn, það var frekar kalt úti en blankalogn þannig að þetta var allt í lagi á meðan sólin skein. Þegar við vorum komin að öllum húsunum við vatnið ákváðum við að labba út á vatnið og út í Hólmann :) það var gaman að renna sér á svellinu en svo tók ég allt í einu eftir því að ísinn var alveg glær þannig að maður sá alveg í botninn hmmmm það var frekar spúkí. Geggjuð gönguferð.
Hef ég verið að byggja mig upp undanfarið og gengur það mjög vel :) Er smá saman að átta mig á því að ég á ekki alltaf að trúa því sem fólk segir við mig :( er alltaf að reka mig á að fólk segir bara oft það sem það vill að ég heyri og særir mig þar að leiðandi. Er ég smá saman að draga mig frá því fólki og bæta nýju og heilbrigðara fólki inn í mitt líf. Svo áttaði ég mig á því að ég var orðin hamingjusöm innra með mér, fann frið með bara mér :) það er dásamleg tilfinning. Vonandi tekst ykkur líka að finna þennan frið því þetta er svo gott.
Stjörnuspá - 23. nóvember 2010
fyrir 21. apríl 1966
Nú er tími til að takast á við ábyrgð og vera yfirveguð og þolinmóð. Nú er best að vinna í kyrrþey, bakvið tjöldin og leggja áherslu á hagnýt verkefni tengd vinnu, fjármálum eða fjölskyldu þinni. (Tungl 90 gráður Satúrnus)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.