Skrítinn heimur

Heimurinn er svo skrítinn Tounge Ekki gat ég sleppt því að fara í Kópavogslaug tvo föstudaga í röð, sleppti síðasta en fór í morgun og þetta er svooooooo gaman. Fólkið með einsdæmum skemmtilegt (annars væri þetta ekkert gaman) hehe. En ég var að tala um hvað heimurinn væri skrítinn. Skooooo ég skráði mig á námskeið hjá Tölvu og verkfræðiþjónustunni, sem átti að byrja núna 29 sept. Hlakkaði til og allt en var líka búin að skrá mig á annað námskeið sem ég hélt fyrst að yrði á sunnudögum en kom svo í ljós að það yrði á miðvikudögum seinnipart eða rétt á undan hinu námskeiðinu Woundering Jæja ég vildi hvorugu sleppa og hugsaði þetta eru bara nokkrar vikur. Það hefur áður verið svona mikið að gera hjá mér Shocking En svo hringdi maðurinn frá tölvu og ..... og sagði að það yrði ekkert af kvöldnámskeiðinu og bauð mér á námskeið sem yrði haldið í nóvember tvisvar í viku frá 9-12. Ég talaði við yfirmann minn og hann já endilega farðu á þetta námskeið því þetta á eftir að koma sér vel fyrir okkur líka hehe. Þannig að það verður ekkert of mikið að gera hjá mér og ég get einbeitt mér að sitthvoru námskeiðinu án þess að ofgera mér. Geggjað. Guð er góður Wink hann leysir hlutina fyrir mig þessa dagana eins og hentar mér  best.

Svo er ég líka hjá Sálfræðingi sem setur mér fyrir heimaverkefni og eitt verkefnið var að skrifa mínar langanir og þarfir og vitiði hvað ég gerði ha. hehe ég skrifaði mig í þriðju persónu hehe. Ég er ekkert smá skrítin skrúfa. En er samt á flottum batavegi. Er alveg að verða aftur flottasta Stelpan í plássinu hehe.

Svo er Síf hittingur á laugardaginn bara gaman. Njótið komandi helgi.

Stjörnuspá - 24. september 2010
fyrir 21. apríl 1966

Hugsun og tilfinningar rekast á. Það getur skapað spennu í samskiptum, en gefur þér einnig orku til að koma skoðunum þínum á framfæri. Ræddu því málin, en mundu að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Gott er einnig að fá útrás með því að útrétta eða fást við skapandi (handverk) verkefni. (Merkúr 180 Venus)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ekki spurning sæta, þú ert flottasta stelpan í plássinu

Birna Dúadóttir, 28.9.2010 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband