15.9.2010 | 09:04
Blettahreinsun :)
Nú er illt í efni Ég má ekki fara í bað eða sund í hálfan mánuð Ég fór nefnilega í blettahreinsun og þegar hann var búinn að hreinsa þá burt þá sagði hann voða saklaus ekkert bað eða sund í hálfan mánuð DA Ekkert mál í nokkra daga en HÁLFAN MÁNUÐ
Svo eiga að vera plástrar yfir stöðunum þar sem blettirnir voru og svo þarf ég að setja vatnshelda plástra þegar ég fer í sturtu og svo nýja plástra (sem anda á eftir ) hehe en nú voru góð ráð dýr hehe þetta er á bakinu á mér og hvernig í ósköpunum átti ég að ná bæði plástrunum af eða þá að setja nýja á. Ég hló svo mikið í morgun að hálfa væri nóg hehe ég var að spá í á tímabili að skreppa yfir í næstu íbúð og biðja um hjálp hehe. Hvar eru vinirnir þegar maður þarf á þeim að halda Sofandi DAAA. hehe. Njótið dagsins, það ætla ég að gera
Stjörnuspá - 15. september 2010
fyrir 21. apríl 1966
Tilfinningar þínar eru sterkar, en einnig spenntar, sem þýðir að þú verður að fá útrás. Það er spurning um kynlíf, íþróttir eða útivist. Það er hætt við að þú verðir pirruð ef þú ert ekki á fullu. Ræddu málin við ástina í lífi þínu. (Mars 135 gráður Venus)
Athugasemdir
þú verður bara að fara í þurrhreinsun. .
Er ekki allt gott að frétta af þér. Allt við það sama hér
allir byrjaðir í skóla og allt að komast í eðlilegt horf.
seylubúarnir (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 12:42
Allt að koma hér á bæ Þarf að kíkja í kaffi
Kristín Jóhannesdóttir, 17.9.2010 kl. 08:13
Þú ert langflottust og takk fyrir komuna, bjargaði alveg deginum
Birna Dúadóttir, 17.9.2010 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.