Sumardagurinn Fyrsti :)

Gleðilegt sumar flotta fólk Wink Það er sko komið sumar því ég sólbrann í heita pottinum áðan Blush hehe sko í gær fór ég í pottinn (nóta bene það var sól ) og svo aftur í dag. Var að mýkja húðina með smá mýkingarefni sem ég á hehe og púff brann Blush Ég man ekki mína löngu ævi að hafa nokkurn tíma brunnið í apríl, (er nú ekki vön að brenna) kannski í maí en aldrei í apríl og það á sjálfan sumardaginn fyrsta hehe. Bara gaman Tounge

Annars er ég góð. Átti afmæli í  gær og það kom þetta flotta fólk og tók af mér völdin í eldhúsinu mínu og eldaði handa mér og fleira fólki dýryndis nautasteik. Ég vissi bara ekkert hvað ég átti að gera hehe fór bara að spila tölvuleik í tölvunni á meðan verið  var að elda í eldhúsinu mínu hehe. En maturinn var sko ekkert smá flottur Happy Svo bjó ég til Fílakaramelluköku og ég átti von á nokkrum gestum þannig að ég rúmlega 2faldaði hana og setti hana bara í stærra form en þá tók hún uppá því að bakast ekki fyrr en seint og síðar hehe. Þannið að það lá við að hún yrði miðnæturterta með ís Cool en góð var hún.

Nú fer að styttast í að ég fari að byrja í nýju vinnunni. Bæði kvíði fyrir og hlakka til Pinch Mér finnst alltaf erfitt að byrja á nýjum stað en svo þegar ég er komin á staðin þá er þetta ekkert mál ég veit það Woundering

Svo í dag átti ég svo mikinn afgangsrjóma því ég  gleymdi að þeyta hann með kökunni í gær svo ég bjó til svakalega stórt fjall af Vöfflum. Svo þetta var bara annar í afmæli hehe. Vill einhver vöfflur hehe.FootinMouth Er búin að fá alveg fullt af flottu fólki í heimsókn síðustu 2 daga. Mínir foreldrar komu báðir í Karamelluköku í gær Happy bara snilld.

Þannig að ég er bara góð. Stefnan er tekin framá við með öllu þessu flotta fólki sem í kringum mig er. Og er ég smá saman að sætta mig við það sem ég get ekki fengið. Það er bara mér ekki ætlað í þessu lífi. Knús í hús :)

Stjörnuspá - 22. apríl 2010
fyrir 21. apríl 1966

Þú ert kraftmikil og ákveðin í dag. Ytri aðstæður eru einnig hagstæðar. Þetta er því frábær dagur fyrir vinnu og almenna athafnasemi, s.s. að byrja á nýju verkefni (m.a. á nýju átaki í heilsurækt). Notaðu tækifærið og kýldu á mál sem þú vilt koma áleiðis. (Sól 0 gráður Mars)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með afmælið aftur og gleðilegt sumar  og gangi þér sem best í nýju vinnunni  Sí jú sún

Birna Dúadóttir, 23.4.2010 kl. 11:36

2 identicon

Tek undir með Birnu hér fyrir ofan. Sjáumst við tækifæri..

seylubúarnir (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband