3.4.2010 | 22:29
Föstudagurinn laaaaaaaaangi
HÆ HÆ vonandi hafið þið það gott. Ég hef það allavega
Fór í fermingarveislu hjá henni Fjólu Dóru og er hún flott stelpa. Óska ég henni ynnilega til hamingju með að vera komin í tölu fullorðna Hitti ég þar mikið af skemmtilegu fólki og áttaði mig á því að það er nokkrir ættingjar sem ég þarf að rækta meira garðinn minn með :)
Svo á Föstudaginn langa fór ég í göngu með 21 manneskjum sem er allt frábært fólk við fórum svoldið langa göngu frá Selvogi að Þorlákshöfn (of langa fyrir suma) en við styttum ferðina um ca 5 kílómetra vegna veðurs og stoppuðum við gömlu fiskeldisstöðina í Keflavík. Það var mikill bilur á tímabili þannig að maður sá bara botninn á næsta manni hehe. En svo fórum við að spá í að hætta að fara í göngu á þessum degi því í fyrra ætluðum við að ganga á Akrafjall og urðum frá að hverfa vegna roks og snjókomu Bilurinn minnti varð til þess að maður hugsaði um Hvannadalshnjúk þegar maður horfði bara á næsta rass hehe. En svo stytti upp og við Írena og Telma fórum að leika okkur með að meiga ekki stíga á neitt nema steina og stundum var það svoldið erfitt því á þessari leit er mikið um sand :) eftir rúmlega 4 tíma göngu þá vorum við loksins komin að húsinu sem alltaf var beðið eftir að finna :) Þormar skokkaði eftir bílnum og við fórum heim og þá var Eyvi byrjaður að grilla ofaní mannskapinn Þetta var frábær dagur með frábæru fólki. Mikið var hlegið eins og venjulega með þessu fólki. Það er eitthvað við þetta fólk. Maður er með verki í kinnum eins og Gerður segir. Takk fyrir mig frábæra fólk
Svo skelltum við okkur í sumarbústað og ætlum við að vera þar þessa páskana í afslöppun Heiti potturinn bara snilld. Njótið helgarinnar.
3. apríl 2010
fyrir 21. apríl 1966
Hugsun þín er skýr og meðvitund þín um sjálfa þig og markmið þín er sterk. Pláneta vitsmuna er tengd grunneðli þínu. Þetta er því góður dagur til að pæla, gera áætlanir og koma hugmyndum þínum á framfæri. Þetta er einnig góður tími fyrir ferðalag eða viðskipti. (Merkúr 0 gráður Sól)
Athugasemdir
Amm þið eruð skemmtilegt fólk
Birna Dúadóttir, 4.4.2010 kl. 15:07
ég sá enga á ferli, en ég og kæró fórum að keyra og við keyrðum krísuvík-selvogur-þorlákshöfn-reykjavík. Fengum einmitt hríðarbil á milli og fallegt veður á milli. Gleðilega hátið
Aprílrós, 4.4.2010 kl. 22:27
ég sá enga á ferli, en ég og kæró fórum að keyra og við keyrðum krísuvík-selvogur-þorlákshöfn-reykjavík. Fengum einmitt hríðarbil á milli og fallegt veður á milli. Gleðilega hátið
Aprílrós, 4.4.2010 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.