Komin aftur

Tók mér smá bloggpásu en er komin aftur hress og kát. Tounge Átti slæma tíma þarna og ákvað að segja pass í smá tíma. En ákvað það að ég er hætt að fela hlutina þeir eru bara eins og þeir eru og ef aðrir geta ekki höndlað það þá er það þeirra vandamál en ekki mitt. Ég hef ekkert gert sem ég þarf að skammast mín fyrir. Skömmin var flutt á þá sem eiga hana og ég stend upp sem sigurvegari.

Pabbi minn var heiðraður fyrir sitt góða starf (hann stofnaði júdódeildina og hefur séð um hana alla daga síðan)  á Afmælishófi UMFG. Allir stóðu upp fyrir Jóa júdó eins og hann er alltaf kallaður hér og er ég ekkert smá stolt af kallinum InLove Þú er bestastur.

Það er búið að vera brjálað að gera í fiskinum, maður vinnur bara fram á kvöld og svo farið í matarboð og árshátíðir um helgar Wink Ekki leiðinlegt. Maður passar sig bara á að hvílast nóg (fara snemma að sofa og svoleiðis sem tekst stundum) Svo fer þetta að róast svona upp úr páskum.

Ég er alltaf að átta mig betur og betur á því hvað ég á mikið af frábærum vinum sem standa með mér í gegnum súrt og sárt. Takk fyrir mig Þið eruð æðisleg InLove  Þegar á reynir þá veit maður hverjir það eru og það þarf ekki alltaf að vera ættingjar mans.

Strákarnir mínir tveir eru það dýrmætasta sem ég á og ég er alltaf að gera mér meira og meira grein fyrir því hvað ég er heppin að eiga þá. Ekkert smá rík manneskja og það sem ég hef öðlast í dag með mínum bata er að finnast ég jafningi á meðal fólks og er það mikill sigur. Ég get í dag gengið um göturnar bein í baki, stolt af því sem ég er og hver ég er.

Jæja nú ætla ég að láta þetta duga í bili en mun ekki láta líða svona langt á milli. Þið eruð æðisleg

7. mars 2010
fyrir 21. apríl 1966

Tilfinningar þínar eru sterkar, en um leið er viss spenna í loftinu. Þetta er því tími til að beina athyglinni að ást eða vinum. Ef þú ert stressuð er ágætt að laga til, versla, hitta vinkonurnar á kaffihúsi eða slappa af með ástinni þinni. (Tungl 90 gráður Venus)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á þig..

Birna Hrönn (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 07:35

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Snillingur Kristín

Birna Dúadóttir, 8.3.2010 kl. 08:47

3 identicon

vinarkveðja til þín

Ella Stína (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 08:58

4 identicon

Mikið er gott að þú skulir vera orðin hress og kát.

Ég var eiginlega búin að ákveða að gera mér ferð til þín,

ef ég færi ekki að heyra frá þér,til að hressa þig við.

Líka gott að hafa nóg að gera,

það dreifir huganum. Faðmlag frá mér.

seylubúarnir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:31

5 identicon

Álfheiður H. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 16:52

6 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Takk fyrir þið eruð æðisleg :)

Seylubúar þið eruð ávalt velkomin   þarf að fara að koma í kleinubakstur hehe

Kristín Jóhannesdóttir, 9.3.2010 kl. 19:49

7 identicon

Mér lýst vel á kleinubakstur í náinni framtíð..

Finnum hentugan tíma.

seylubúarnir (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband