Róleg helgi að baki

Átti maður bara rólega helgi í þetta sinn. Frekar óvenjulegt á þessum bæ en mjög svo notalegt að vera ekki skipulagður fram á rauðanótt eina helgi.

En á föstudaginn síðasta fór ég í sund með Telmu sem ekki er frásögu fræðandi, frekar kalt og ætlaði ég bara að fara eina til tvær ferðir í rennibrautinni en þá var búið að loka fyrir vatnið svo við fórum bara í heita pottinn og höfðum það kósý. Svo þegar við vorum orðnar einar í lauginni þá opnuðu þeir fyrir rennibrautina og hún Telma kenndi mér nýja aðferð til að renna hraðar, það var bara einn galli á henni maður þarf að renna sér á maganum afturábak og þá veistu ekkert hvenær þú kemur í laugina aftur og ég (óvart) öskraði alla leiðina niður í fyrstu ferð. En næstu 3 voru bara gasalega skemmtilegar. Þetta var tær snilld ætla að prufa þetta í kópavogslauginni þegar ég fer þar næst LoL 

Laugardagurinn var rok og rigning og haglél og ákvað ég að taka smá hjólarúnt hehe þetta hafðist nú en ég hélt nú á tímabili að ég myndi fjúka út á hafsauga hehe. Fór svo heim og fór í heitapottinn í hagléli. MMMMM notalegt. Telma bakaði handa okkur brauðbollur og ég eldaði lasanja svo var bara kósý kvöld. 

Sunnudagurinn var fagur. Mér tókst loksins að selja rúmið mitt (fékk reyndar ekki alveg það sem ég vildi fá fyrir það en er sátt) Vorum nú svo elskuleg að skutla rúminu í Hafnarfjörð(allt gert til að losna við þetta flotta rúm) Nú þarf ég bara að losna við svefnsófann þá fer maður að fá smá pláss því það er of mikið af húsgögnum hjá okkur Tounge

 Næsta helgi er vel skipulögð Wink Gunnþór að fara að gifta sig. Vá ég er ekkert orðin svona gömul en maður fær að kenna á því að hafa byrjað svona snemma. Þetta verður lítið og sætt brúðkaup. Bara þeir allra nánustu. Jói Mundi verður svaramaður. Mig hlakkar ekkert smá til.

 

NAUT 20. apríl - 20. maí
Vertu á verði í dag og farðu að öllum leikreglum. Ekki örvænta. Einhver gæti líka tekið upp á því að gera þér óvæntan greiða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 28.9.2009 kl. 11:58

2 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 29.9.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband